Tíminn - 13.05.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.05.1962, Blaðsíða 15
 pLANSLIPUn Einasta fullkomna planslípivélin hérlendis Við bjóðum upp á fullkomnustu slípun á sléttum flötum, s.s. blokkir, hedd og aðra fleti er slípa þarf með nákvæmni. Fagvinna með fullkomnustu tækjum. VÉLAVERKSTÆÐI Þ. JÓNSSON & Co., Brautarholti 6. Símar 19215 — 15365 Til sölu er allstór dráttarvagn, sérstaklega smíðaður til flutninga á bátum. Vagninum er auðvelt að breyta í heyvagn. Upplýsingar á kvöldin í síma 32940. Aðalfundur Kaupfélags Hafnfirðinga, verður mánudaginn 14. maí n.k. og hefst kl. 8,30 síðdegis í Alþýðuhúsinu. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin. Rangæingar athugið Við seljum hinar viðurkenndu Esso brennsluolíui, benzín og smurningsolíur. Enn fremur hina kunnu sjálfvirku Gilbarco olíubrennara, ásamt miðstöðvar dælum og miðstöðvarkötlum. Olíutankar venjuleg- ast fyrirliggjandi í ýmsum stærðum á hagkvæmu verði. Kynnið ykkur verð og greiðsluskilmála á þessum tækjum hjá okkur áður en þið festið kaup annars staðar. Félagsmenn athugið sérstaklega: Arður er greiddur af þessum, sem öðrum viðskipt- um. KAUPFÉLAG RANGÆINGA Olíusöludeild IVIINNING: Framhald ct 8. siðu. manna fjölskyldu. Alloft kom það fyrir, þegar komið var að kveldi eftir róður, sem staðið hafði 12— 14 tíma, og aðrir gengu til hvílu, eftir að aðgerð var lokið, að Júlíus lagði af stað gangandi eða öllu heldur hlaupandi til AtlastaJSa með soðningu fyrir fjölskylduna á bak- inu. En ekki brásf það, að hann var kominn aftur til Aðalvíkur seinnihluta nætur, þegar lagt var á ný í róður. Og sá enginn annað en harin hefði notið hvíldar eins og aðrir skipverjar, og heyrði ég oft um það talað, að ekki væri heiglum hent að róa á móti honum. Síðar þegar synir Júlíusar fóru að komast á legg og ómegðin að léttast, eignaðist hann bát sjálfur og stundaði útræðí frá Atlastöð- um ásamt þeim. Þrátt fyiir hinar ógnar erfiðu aðstæður tókst Júlíusi ávallt að sjá hinum stóra barna- hóp vel farborða. Þeir, sem alizt hafa upp við nútíma þægindi munu vafalaust eiga erfitt með að gera sér grein fyrir, hvílíkt þrek og þrautseigju þurfti til að framfleyta sér og sínum á afskekktum og ein- angruðum býlum á útnesjum þessa lands í upphafi aldarinar. Nú er byggð í Fljótavfk og Sléttuhreppi öllum, komin í eyði. Starfssaga kynslóðar Júlíusar heyr ir til horfinni tíð. Hún verður ekki rakin í þessum fáu kveðjuorðum, er sú saga verður skráð og mun geyma minningar um mörg afreks- verk, sem unnin hafa verið í kyrr- þey án vonar um umbun, og mun Júlíusar verða minnzt þar, eins og vert er. Ég þakka Júlíusi fyrir þá glað- værð, sem hann flutti með sér inn í hið einangraða umhverfi í Aðal- vík, í æsku minni. Ég þakka hon- um órofa tryggð við mig og fjöl- skyldu mína frá fyrstu tíð, og ég veit, að allir, sem af honum hafa haft kynni, munu ávallt minnast hins óvenjulega drengskaparmanns með hlýjum hug. Blessuð sé minning hans. Gunnar Friðriksson. Fræg kona Framhald af 7. síðu. Bidault var Ijónfyndinn mað- ur, en ef honum tókst upp gat fyndnin orðið mjög persónuleg og næsta særandi. Þetta aflaði honum margra óvina. Frú Bid- ault var ávalt á verði, þegar hún var viðstödd. Af tilviljun sá ég hana einu sinni að verki í mikilli veizlu, sem haldin xax í tilefni af afmæli Locarnesátt málans. „Bip“ var þá mjög greinilega í hættu, en frú Bid- ault tókst, með sínum blíða glæsileik, að leiða hann fram- hjá hinum hættulegu vínglös- um. GEORGE BIDAULT var — eins og Jacques Soustelle, gam all félagi hans frá andspyrnu- árunum — frá því fyrsta á móti stefnu de Gaulle í Alsír. Og Suzanne var honum sammáia í þessu sem öðru. Var það þá fyrir þetta, sem þau Suzy og Xavier höfðu hætt lífi sínu? En það er óneitanlega langt stökk frá andspyrnu við stefnu í stjórnmálum og yfir í forustu óaldarflokka eins og OAS, og það á franskri grund. Manni, sem hefur hitt George Bidault er alveg óskiljanlegt, að hann hafi getað tekið slíkt stökk. Auðvitað getur maður ekki rennt grun í, hvort frú Bidault hafi fylgt manni sínum hér sem endranær. Það er hins vegar staðreynd, að hún slapp við fangelsið öll stríðsárin, en nú hafa dyr þess lokazt að baki henni. (Þýtt úr Berlingske Aftenavisl TÍMINN, sunnudagurinn 13. maí 1962, 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.