Tíminn - 13.05.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.05.1962, Blaðsíða 6
 #>£.;— TfesJStííMÍaírwr- ?*. tj'Jkí 13>&* Prralsnúí-j W<vri«%ovWa?«5j; • —/r/. —,rrr■ ■»■—~"-~—rr Hér sést „viðreisnin" að verki. Ríkisstjórnin hindraði á síðustu stundu samkomulag, sem hafSi náðst miili járnsmiða og atvinnurekendur, því stendur nú yfir verkfall járnsmiða, sem getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir sfldveiðarnar. „Hinn mikli hænsna- garður” Morgunbl. birti á þriðjudag inn var allýtarlega frásögn frá kosningafundi, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hélt í Varð- arhúsinu kvöldið áður Það segir nokkuð frá ræðum þeirra, sem þar létu ljós sitt skína. Blaðið hefur m a. eftir- farandi ummæli eftir einum þeirra: „Þetta er ekki þjóSfélag i stöðnun, eins og svo víða blasir við í nágrannalönd- um, sem standa á gömlum merg. Hér hata menn varð- veitt Ufsþróttinn og þeir vilja svigrúm til þess að sá lífsþróttur megi finna útrás og njóta sín. Ég vil því sérstaklega vara við þeim hœttum, sem í þessum efn- um stafa af þvi, að of langt sé gengið í áttina til vel- ferðarrlkisins, hins mik\a hœnsnagarðs, þar sem hver á sitt örugga prik." Það er vissulega ástæða til þess að staldra nokkuð við þann hugsunarhátt, sem hér kemur fram. Bersýnilegt er, að ræðumaður muni eiga sérstaklega við Norðurlönd, þegar hann talar um hin „stöðnuðu“ nágrannalönd okk ar Einnig eiga og viðvörunnar orð hans um hættur velferðar- ríkisins vafalaust við Norður- lönd, því að hvergi er lengra komið í þessum efnum. Skoðanir þessa ræðumanns falla í nokkuð svipaðan farveg og þau, sem Eisenhower forseti lét falla um Svíþjóð fyrir tveimur árum síðan og mikið umtal vöktu þá. Takmark vel- ferðarríkisins Til þess að gera sér nánari grein fyrir þessum málum, þurfa menn fyrst að íhuga hvert er aðaltakmark velferð- arríkisins svonefnda. Aðal- markmið þess er að tryggja efnalegt sjálfstæði og örugga afkomu sem allra flestra ein- staklinga — að hver einstakl- ingur „eigi sitt örugga prik í hænsnagarðinum" eins og •æðumaðurinn á kosninga- fundi Sjálfstæðisflokksins orð aði það svo smekklega. Trú þeirra, sem beita sér fyrir velferðarríkinu, er sú, að efnalegt öryggi og efnalegt sjálfstæði hinna mörgu ein- staklinga dragi ekki úr heild- arframtakinu heldur stórauki það. Maður, sem kemst til bjargálna, sezt yfirleitt ekki í helgan stein, heldur notar þvert á móti bætta afstöðu til að sækja meira fram. Forystumönnum velferðar- ríkisins hefur sannarlega orð- ið að trú sinni. í sama hlut- falli og hinum efnalega sjálf stæðu einstaklingum hefur fjölgað, hafa framfarirnar auk izt á öllum sviðum. Því standa Norðurlandaþjóðirnar. þrátt fyrir smæð sína, framar flest um þjóðum í framleiðslu, menningu og alm. lífskjörum. Reynslan hefur vissulega sýnt, að það er óhætt að treysta á framtak og efnalegt sjálfstæði hinna mörgu Vantrúin á hina mörgu Ræðumaðurinn á fundi Sjálf stæðisflokksins lítur bersýni- lega öðrum augum á þetta. Frá sjónarhæð hans minna mennirnir á hænsnagarð. Þar er mikið af duglausu fólki, sem verður værugjarnt og áhuga- laust, ef það fær sitt „örugga prik“, — þ. e. verður efnalega sjálfstætt. Það eru hins veg- ar nokkrir duglegir hanar í hænsnagarðinum. Þessa hana þarf ag efla til forustu og yfir ráða. Það þarf að skapa þeim, sem bezta aðstöðu, þótt það kosti, að aðrir fái ekki sitt „ör- ugga prik“. Hinir fáu hanar geta einmitt ráðið meiru og notið sín betur, ef hin hænsn- in hafa ekki sitt „örugga prik“ og verða því að vera meira og minna háð hinum. fáu yfir- burðahönum. Það, sem hér kemur fram, er trúleysið á dugnað og fram- tak hinna mörgu, og oftrúin á forsjá og forustu hinna fáu sem álitnir eru skara fram úr. Stjórnarstefnan Hér hefði vissulega ekki ver- ið ástæða til þess að fjölyrða, svo mikið um framangreind ummæli, sem féllu á kosninga- fundi Sjálfstæðisflokksins, ef þau væru ekki svo táknræn fyrir þá stjórnarstefnu, sem nú er fylgt í landinu. Stjórnarstefnan, sem nú er fylgt af forustumönnum Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, byggist framar öðru á oftrú á hinum fáu, sem eiga að ráða og drottna, og vantrú á hinum mörgu. Allar helztu efnahagsaðgerðir stjórnarinn- ar beinast einmitt ag því að að skerða hlut hinna mörgu í þágu hinna fáu. Þetta sést á gengisfellingunum, sem fyrst og fremst gera hina ríku rík- ari og hina fátæku fátækari. Þetta sést á skattabreytingun- um, sem hafa lækkað skatta verulega á hátekjumönnum, en hækkað þá á lágtekjumönn um, þar sem söluskattarnir hafa margfaldazt. — Þetta sést á hlutfallslega stórminnk andi opinberri aðstoð við fram kvæmdir hinna efnaminni ein staklinga, t.d. íbúðabyggingar. Þetta sést á því, að þrátt fyr- ir auknar þjóðartekjur, hafa kjör alls fjöldans versnað. Til tölulega fáir auðmenn og auð- félög hafa náð í sinn vasa allri aukningu þjóðarteknanna og rösklega það. Meginstefnurnar Hér að framan er raunveru- lega dregin upp mynd af þeim meginstefnum, sem nú takasí' á í Islenzkum stjómmálum. Það er annars vegar stefna stjórnarflokkanna, sem er byggg á þeirri trú, að auður- inn og völdin eigi að dragast í fáar hendur, því að þjóðfélag- ið verði eins og stór flatneskju legur hænsnagarður, ef sem flestir einstaklingar fái að njóta efnalegs sjálfstæðis og öryggis. Samkvæmt þessari stefnu er reynt að stjórna nú. Segja má, ag stefna kommún- ista markist af sama hugsunar hætti, því að þeir vilja leggja völdin í hendur fámennrar, al- máttugrar flokksstjórnar, sem öllu ræður, líkt og nú tíðkast í kommúnistalöndunum. Hins vegar er svo stefna Fram sóknarflokksins, sem byggir á þeirri trú, að þjóðfélagið verði bezt og farsælast og framfar- imar mestar og almennastar, ef sem allra flestum einstakl ingum er tryggð aðstaða til efnalegs sjálfstæðis og skil- yrði til að njóta framtaks síns. Þessu marki vill Framsókn sóknarflokkurinn ná m.a. með réttlátri skiptingu þjóðartekn anna, með opinberri aðstoð við framkvæmdir einstaklinga og fyrirtækja og með félags- legu samstarfi, þar sem þvi verður komið við. íslenzk reynsla íslendingar geta vei dæmt af eigin reynslu, hvor þessara tveggja stefna sé vænlegri til heilladrjúgs árangurs Ef skyggnzt er til hinna „góðu, gömlu daga“ sem núv. stjómarflokkar dá svo mjög, — sbr. ummæli forsætisráð- 'nerrans, er hann mælti með „viðreisnarlöggjöfinni“ á Al- þingi — þá sést vel, hvernig umhorfs var, þegar stjórnað var sámkvæmt trúnni á for- sjá hinna fáu og vantrúnni á hina mörgu. Þá voru hér nokkr ir menn ríkir, en allur fjöld- inn bjó við sárustu örbirgð. Mikil breyting verðúr hins vegar á þessu eftir að sam- vinnuhreyfingin, verkalýðs- hreyfingin, Framsóknarflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn komu til sögunnar, því að það má Alþýðuflokkurinn eiga, að stefna hans var allt önnur áð- ur fyrr en nú. Fyrir meira og minna sam- eiginleg átök þessara aðila, fór afkoma fjölda manna batn- andi og framfarir jukust að sama skapi. Fátæku bændurn- ir urðu ekki óduglegri við það, að efnalegt öryggi þeirra og sjálfstæði jókst, heldur lögðu þeir þvert á móti meira af mörkum til uppbyggingar og uppbóta. Iðnaðarmennirnir og verkamennirnir í bæjunum urðu ekki áhugalausir og iðju- minni við það, að kjör þeirra bötnuðu. Þvert á móti efldi þetta framtak þeirra. Þjóðfé- lagið breyttist síður en svo í hænsnagarð iðjuleysingja og áhugaleysingja við bætt kjör og aukið öryggi fjöldans. Al- veg þvert á móti. Aldrei hafa framfarir orðið meiri og stór- stígari á íslandi en einmitt eftir það að hagur almenhings fór að batna. Einmitt meg því, var leyst úr læðingi hið mikla afl, sem gert hefur ísland að einu mesta framfaralandJ heimsins á síðari áratugum. íslenzk reynsla sannar ein- mitt að stefna Framsóknar- flokksins er rétt, þótt nú sé reynt að stjórna andstætt þeirri reynslu. Reykvískt dæmi Reykjavík er vissulegt eitt bezta dæmið um þá íslenzku reynslu, sem skírskotað er til hér að framan. Reykjavík á mestu uppgangs tíma sína einmitt eftir það, ag verkalýðsfélögin höfðu komið því til vegar, að tekjurnar skiptust jafnara en áður og eftir að umbótaflokkarnir höfðu komið fram ýmsum um- bótalögum, sem studdu að op- inberri aðstoð við fram- kvæmdir einstaklinga, m. a. íbúðarbyggingar. Sjálfstæðismenn beittu sér upphaflega gegn allri opin- berri aðstoð við íbúðabygging- ar einstaklinga, því að slíkt myndi aðeins gera menn að áhugalausum ölmusumönnum. Reynslan hefur vissulega orðig á aðra leið. Einmitt þessi að- stoð hefur leyst meira al- mennt framtak úr læðingi en dæmi eru yfirleitt til um ann- ars staðar. Þúsundir manna hafa lagt á sig hið mesta erf- iði til að eignast eigin íbúð, en slíkt hefði hins vegar verið þeim ókleift, án þessarar að- stoðar. Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar dregið úr þessari aðstoð og gert aðstöðu einstaklinga stórum lakari í þessum efnum. Þetta hefur líka dregið sinn dilk á eftir sér. Þegar gengið var til bæjarstjórnarkosninga í janúar 1958 vorr 1600 íbúðir í smíðum í Reykjavík. Nú þeg ^ar gengið er til bæjarstjórnar kosninga rúmum fjórum ár- um síðar eru aðeins um 850 íbúðir í smíðum í Reykjavík. Þetta er glöggt dæmi þess, hvernig stjórnarstefnan hef ur lagt sína dauðu hönd á framtak hinna mörgu einstak linga. Athafnaþrá býr í öllum Stjórnarstefnan byggist á þeirri trú, að það sé aðeins dug ur og táp i tiltölulega fáum einstaklingum og þvi eigi að skapa þeim góða aðstöðu til auðs og valda. Stefna Framóknarflokksins er byggð á þeirri trú, að dugur og framtak búi í öllum ein- staklingum, — að allir heil- birgðir einstaklingar séu gæddir þrá til að búa við efna- legt sjálfstæði og öryggi og þessa þrá þeirra eigi að virkja jafnt í þágu þeirra sjálfra og heildarinnar með því að skapa þeim aðstöðu til að njóta fram taks síns og atorku. Þjóðfélag- ið eigi þannig að skapa mögu leika fyrir framkvæmdaþrá hinna mörgu, en ekki hinna fáu. Jafnt reynsla okkar sjálfra og frændþjóða okkar á Norð- urlöndum sannar réttmæti þessar stefnu. Þessa stefnu eiga íslenzkir kjósendur því að efla til áhrifa og sigurs á ný með miklum sigri B-listanna um land allt hinn 27. maí næst komandi. UM MENN OG MÁLEFNI 6 T f M I N N, sunnudagurinn 13. maí 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.