Tíminn - 13.05.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.05.1962, Blaðsíða 3
Saumum eftir máli Zlltima Vorið er komið Sumarfct Stakir jakkar Stakar buxur Ensk Þýzk íslenzk Japönsk fataefni Inngangur og bílustivði Hverfisgötumegin. Hinir þekktu, loftklædu Briggs & Stratton fást nú í eftirtöldum stærðum: Einnig eru væntanlegar næstu daga, vatnsdælur í ýmsum stærðum, með Briggs & Stratton-mótorum, mjög hentugar fyrir sumarbústaði, sveitabýli og margt fleira. Fullkominn varahlutalager. GUNNAR ÁSGEIRSSON H/F Suðurlandsbraut 16 Sími 35200 Hafnarfjörður Hafnarf jörður Gamanleikurinn Bör Börsson verður sýndur í Bæjarbió , Hafnarfirði, þriðjudag- inn 15. maí kl. 8,30. Aðgöngumiðasala frá kl. 5 á mánudag. Leikfélagið Stakkur Keflavíkurflugvöllur (Framhald af 16. síðu). hvorki íslenzk né erlend. En slík er réttarstaða flugvallarins alls ekki, eins og fyrr segir. Öll sk.iöl í sambandi við Al- þjóða flugmálastofnunina (ICAO) sýna, að Keflavíkurflugvöllur er auglýstur sem opinber flugvöllur án nokkurra takmarkana. Orðsend- ing ríkisstjórnarinnar til Sovét- sendiráðsins skaðar því hagsmuríi landsins á þrennan hátt. Skaðar millilandaflug íslendinga 1. Keflavíkurflugvöllur er eini millilandaflugvöllur landsins. — Reyk j avíkurflugvöllur fullnægir ekki slíkum skilyrðum, enda geta ekki einu sinni DC6 flugvélar haf- ið sig þaðan til flugs fermdar, og með eldsneyti til millilandaflugs. Menn hafa talað mikið um, að rétt sé að flytja millilandaflugið til Keflavíkur og hafa aðeins innan- landsflugið frá Reykjavík. Sú stefna stjórnarinnar að gefa Kefla víkurflugvöll eftir, miðar að því að loka honum fyrir borgaralegri umferð, og þá stöndum við uppi án millilandaflugvallar og verðum að reisa slíkan fyrir ærið fé, þótt við eigum Keflavíkurflugvöll, sam kvæmt samningi. Spillir „transit"-aðstöðu landsins 2. Bandaríkin og Sovétríkin hafa undanfarið verið að vinna að loftferðasamningi. Ef ekkert óvænt gerist í heimsmálunum, má reikna með, að á næstunni verði sá samningur undirritaður og kom ið verði á fastri flugleið milli Moskvu og New York. ísland ligg ur á miðri stytztu flugleið frá Bandaríkjunum til austantjalds- landanna. Borgaralegt flug á þess um leiðum fer hraðvaxandi og á eftir að vaxa, og er ísland þá bæði nauðsynlegur og sjálfsagður milli- lendingarstaður. Slíku transitflugi fylgja geysimiklar gjaldeyristekjur fyrií viðkomandi land. Með því að loka Keflavíkurflugvelli er útilok- að að millilandaflugvélar á lang- leiðum geti komið við hér, og það gerir einnig slíkt vestur- og austur flug miklu dýrara og erfiðara. Hlegiö á Vesturlöndum 3. Ríkisstjórnin hefur með orð- sendingunni gert þjóðina að við- undri, bæði í diplómataheimi og í flugmálaheimi Vesturlanda. — Sennilega verður erfitt að finna dæmi um jafn ókurteisa orðsend ingu og þessa og óheppilega, er hún stangast gjörsamlega á við alþjóðlega samninga. Þótt flugvél Títoffs geimfara hafi farið beina leið frá Prestwick í Skotlandi til Washington, þegar henni hafði verið neitað um lend- ingarleyfi hér, þýðir það ekki að hinar stóru Iljusjin-vélar eða aðr- ar millilandaþotur geti gert það í almennu flugi. Flugvél Títoffs geimfara varð að fljúga með marg falt minni þunga innanborðs en eðlilegt er. Lenti á herstöð i USA Það hlægilega við njósnahræðslu ríkisstjórnarinnar er, að hinn ,,hættulegi“ Títoff, sem alls ekki mátti stíga fæti hér á land, lenti á herstöðinni Andrew Air Force við Washington, algerlega lokuð- um hernaðarlegum flugvelli. Kúvending Það er ekki að furða, þótt Flug málastjórn hér líti alvarlegum augum á þessa orðsendingu ríkis stjórnarinnar, sem táknar algera stefnubreytingu í íslenzkum flug málum, stefnubreytingu, sem er í ósamræmi við gildandi stöðu Keflavíkurflugvallnr, og skaðar á margan hátt hagsmuni lands- ins. Skák (Framhald af 16 siðu). meistaramótinu, sem þá var haldið i Norrköping, og sigraði í öðrum flokki. Hann lagði grundvöllinn að hinni miklu þekkingu sinni í skák í bréfaskákum, og stíll hans ein- kenndist af miklu stöðumati ásamt góðri kunáttu í byrjunum. Um 1940 „sló hann í gegn“. Hann sigraði á sænska meistaramótinu 1941 með 9 vinningum af 10 mögulegum, og Stokkhólmsmeistari varð hann 1945 — og sænskur meistari 1947 og 1948. Á skákmótinu í Hastings 1946 varð hann hálfum vinning á eftir sigurvegaranum Tartakower, en tveimur vinningum á undan þriðja manni, sem var fyrrum heimsmeistari Euwe. Á sama ári varð hann í öðru sæti ásamt Szabo á skákmóti í Hollandi, en Euw? sigraði. Síðan smá dró hann sig í hlé — og hætti með öllu keppni í nokkur ár. Nú er hann hins vegar aftur kominn fram í sviðsljósið — jafnvel betri en nokkru sinni fyrr — enda hefur hann iðkað skák, þótt hann hafði ekki teflt opinber- lega síðasta áratuginn. Og þá hefjum við skákina — keppni, sem við getum kalh Stokkhólmur—Reykjavík. Forse alþjóðaskáksambandsins, Folke Ri gard, dró um lit, og kom í hli Friðriks að stjórna hvítu möni unum. Fyrstu þrír leikirnir von þannig: 1. Rglf3 — d7d5 2. g2g3 — Rg8f6 3. Bflf2 — g7g6 Friðrik segir: Þessi skák í Stokk hólms Tidningen hófst, þegar milli svæðamótið stóð yfir, og valdi ég því rólega byrjun til þéss að þurfa ekki að eiga á hættu að lenda i flókinni og tímafrekri skák. Um 30 leikjum er nú lokið í skákinni, og munu þrír leikir birtast á dag fyrst um sinn, þar til við höfum náð for skoti sænska blaðsins. Fastlega má icikna með því, að skákin muni standa enn í tvo mánuði. — Fr. Öl. L!S fil Laos (Framhald af 1 síðu). Suðaustur-Asíu og senda þangað I flota innan skamms, én vestfænir stjórnmálamenn hafa látiS svo um mælt, að gera verSi róttæktr ráð- stafanir til að hindra framsókn kommúnista. I Laos. f dag ræðir forsetinn málið við Dean Rusk ut- anríkisráðherra, landvarnarráðh. og forseta herráðsins, en þeir eru allir nýkomnir heim úr ferðalagi. Ávísanafals (Framhald af 1 siðu). fé til baka, er þeir borguðu með ávísununum í verzlun- um. Mikið áfengi hafði þá farið um varir þeirra og kok, en eitt útskrifag eyðu blag áttu þeir eftir í heft- inu. Kvíabryggja (Framhald af 1. síðu). vistheimilisins, Ragnar Guðjóns- son, býr í húsi skammt frá. Talið er, aðkviknag hafi út frá rafmagni, vegna þess að eldslns varg fyrst vart í risinu ...... Til stuðningsmanna B-listans Á Iaugardag n.k. verða opnaðar kosningaskrifstofur B- listans á eftirtöldum stöðum: Fyrir kjörsvæði Melaskóians f Búnaðarfélagshúsinu við Hagatorg. Fyrir kjörsvæði Miðbæjarskólans í Tjarnargötu 26. Fyrir kjörsvæði Laugarnesskólans og Langholtsskóians að Laugarásvegi 17. Fyrir kjörsvæði Breiðagerðisskólans að Melgerði 18. Fyrir kjörsvæði Austurbæjarskólans að Baldursgötu 18. Fyrir kjörsvæði Sjómannaskólans að Einholti 2. Allar skrifstofurnar verða opnar alla virka daga frá kl. 6—10. Stuðningsfólk B-iistans, hafið samband við skrifstofurn- ar. Komið þangað í frístundum ykkar og hjálpið til við undir- búning kosninganna. Símar skrifstofanna verða auglýstir síðar. Á kjörsvæðum hinna kjörstaðanna verða einnig opnaðar skrifstofur og verður nánar auglýst um þær næstu daga. U,—■ !■ | M| I DIESELVÉL GERÐ FYRIR 4000 sn./mín. „4,99“—43 hö/4000 snúningar er RÉTTA VÉLIN í FJÖLMARGA SMÆRRI FÓLKSBÍLA OG SENDIFERÐABlLA LÍTIÐ INN Á SÝNINGU VORA í KIRKJUSTRÆTI 10 í DAG MILLI KL. 14 og 22 DRÁTTARVÉLAR H. F. pááwt DlESELVÉLIM T í M I N N, sunnudagurinn 13. maí 1962. I 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.