Tíminn - 16.05.1962, Qupperneq 4
Ifttf
★
Valgarð J. Ólafsson,
framkv.stj. SjávarafurSa-
deildar S.Í.S., er nýkominn
heim úr ferðalagi til Banda-
ríkjanna. Af því tilefni
hafði fréttamaður Tímans
tal af honum og bað hann
að segja ofurlítið frá ferð-
inni.
— Valgarð, hvert var tilefni
ferðarinnar?
— Sérstakt tilefni ferðarinn-
ar var hið árlega þing Banda-
ríska fiskifélagsins (National
Fisheries Institute), sem dótt-
urfyrirtæki S. í. S., Iceland Pro
ducts Inc., er meðlimur í. Það
var að þessu sinni haldið í New
Orleans. Þangað koma flestir
leiðandi menn í fiskiðnaði og
fiskverzlun í Bandaríkjunum,
þar getum við hitt að máli
flesta umboðsmenn Iceland Pro
ducts og marga helztu kaupend
ur á 3—4 dögum, sem annars
mundi taka margar vikur og
kosta of fjár. Þarna eru einnig
rædd á fundum ýmis þau mál,
sem efst eru á baugi á hverjum
tíma. Auk mín sótti þessa ráð-
stefnu af hálfu S. í. S., Bjarni
Magnússon, framkvæmdastjóri
Iceland Products Inc., og sér
hann m.a. um alla fiskflutninga
innan Bandaríkjanna.
* Frá New Orleans fór ég svo
til Steelton í Pennsilvania, en
þar hefur Iceland Products höf-
uðstöðvar 'sínar. Á þar stórt
frystihús, og rekur þar litla
„fishsticks“-verksmiðju, auk
sölustarfseminnar. í Steelton,
sem er útborg í.r Harrisburg,
höfuðborg Pennsilvaniu, dvaldi
■ég nokkra daga til skrafs og
ráðagerða um ástand og horfur
í fisksölumálum í Bandaríkjun-
um. Náin samvinna á milli að-
alskrifstofunnar hér heima og
söluskrifstofanna er auðvitað
höfuðskilyrði fyrir því, að_ allt
geti gengið eins og það á að
ganga. Smávillur í framleiðslu
eða framleiðsluáætlun geta kost
að mikið fé. Stórar villur miklu
meira. Auðvitað gerum við vill
ur. En við erum mjög óánægðir
með sjálfa okkur, ef hægt er
að segja eftir á, að villan hafi
verið gerð vegna rangs mats á
aðstæðum, þegar villan var gerð
eða vegna ónógs sambands
milli okkar hér heima og okk-
ar manna ytra.
Síðan fórum við Bjarni sam-
an til Boston og Gloucester, og
heimsóttum ýmsa stærstu kaup
endur af fiskblokkum í Banda-
ríkjunum. Sú ferð var í alla
staði sérstaklega ánægjuleg.
— Nú, hvernig var svo and-
inn á fiskráðstefnunni í New
Órleans?
— Eg man ekki eftir að hafa
verið á fiskráðstefnu, þar sem
tónninn í framleiðendum og
seljendum hefur verið léttari.
Það bar öllum saman um, að
s.l. ár hefði verið eitt hið allra
bezta í manna minnum. Það töl
uðu svo að segja allir um s.l.
ár sem „clean-out-year“, þ.e., að
á árinu gafst flestum tækifæri
til þess að hreinsa til hjá sér,
selja allar birgðir, sem jafnvel
í ,,normal“-ári hefðu valdið á-
hyggjum. Þannig var þetta hjá
okkur, við áttum minni fisk-
birgðir í Bandaríkjunum um s.
1. áramót en nokkru sinni fyrr
í sögu Iceland Products Inc.,
og engar óæskilegar birgðir, ef
frá eru teknar ca. 50 smálestir
af steinbítsblokkum, sem þó
gáfu ekki tilefni til neinnar
hræðslu, og eru nú að nokkru
leyti seldar. Hins vegar held ég,
að ekki hafi verið gerð mikil
viðskipti á ráðstefnunni, og á-
stæðan þá fyrst og fremst sú,
að flestir áttu engan fisk til að
selja, eða þá, að þeim lá ekkert
á. Það var enginn skortur á
kaupendum, a.m.k. ekki á vör-
um með „SAMBAND — ICE-
LAND“-vörumerki. Miðað við
það ástand, sem nú ríkir á mark
aðnum, vantar okkur þúsundir
smálesta til þess að geta full-
nægt eftirspurn eftir SAM-
BAND-fiski. í ársbyrjun 1961
áttum við allmiklar birgðir af
fiski, pökkuðum fyrir Banda-
ríkjamarkaðinn, og rétt pökkuð
um, og það hjálpaði okkur m.a.
til þess að komast inn hjá nýj-
um viðskiptavinum, þegar fisk-
skorturinn varð, og til þess að
hjálpa eldri viðskiptavinum um
meiri fisk en þeir hefðu keypt
í „normal“-ári. í þessu sapi-
bandi er rétt að skjóta því inn,
að s.l. ár jókst fiskneyzla í
Bandaríkjunum (þá er allur
fiskur meðtalinn) um ¥2 enskt
pund per mann eða um ca. 40
þúsund smálestir. Fólksaukning
varð um 5 milljónir, og af þeim
sökum jókst fiskneyzla um ca.
25 þúsund smálestir í viðbót.
Heildarfiskneyzla hefur því auk
izt um ca. 65 þúsund smálestir.
Þú getur ímyndað þér, að eft-
ir 10—12 ára uppbyggingar-
starf í Bandaríkjunum, sem hef
ur gert SAMBAND að einu
þekktasta vörumerki á fiski
sinnar tegundar í Bandaríkjun-
um, er það grátlegt, að hafa
ekki fisk til að selja.
— Og svo fórstu til Harris-
burg. Hvernig leizt þér á þig
þar?
— Vel, mjög vel. Bjarni hef-
ur unnið mikið verk þau fimm
ár, sem hann hefur veitt Ice-
land Products Inc. forstöðu. —
Eins og aðrir, sem vinna, eða
hafa unnið að sölu á íslenzkum
freðfiski, tók hann við miklu á-
byrgðarstarfi svo að segja
reynslulaus. Hann varð að læra
„the hard way“, eins og þeir
segja í Ameríku. Fyrstu árin
voru auðvitað mjög erfið og þá
sérstaklega út af fólksvandræð-
um og mannaskiptum í sam-
bandi við flutning starfseminn-
ar frá New York til Steelton.
Nú hefur Bjarni tvo ágæta ís-
lenzka aðstoðarmenn, þá Pétur
Einarsson, sem mörgum er að
góðu kunnur, bæði sem sprett-
hlaupari og gamall og góður
starfsmaður útflutningsdeildar
S. í. S., og Einar Magnússon,
sem er aðalbókari fyrirtækis-
ins. Þetta lið hefur unnið Ice-
land Products alveg ótvíræðan
virðingarsess meðal banda-
Valgarð J. Ólafsson
rískra fisksölufyrirtækja.
Það er annars mjög vanda-
samt verk að selja freðfisk í
Bandaríkjunum, og hefur orð-
ið enn þá vandasamara eftir því
sem markaðurinn hefur þróazt
Kaupendur ætlast til þess, að
seljendur hafi aðstöðu til þess
að gefa heiðarlegar og vel rök-
studdar upplýsingar um mark-
aðsástand og markaðshorfur.
Það er höfuðsök að gefa kaup-
anda villandi upplýsingar, hvort
sem það er gert viljandi eða
af vanþekkingu, og getur riðið
baggamuninn um það, hvort
maður fær næstu pöntun eða
ekki.
— Þú minntist á framleiðslu
ykkar í Bandaríkjunum.
— Já, við höfum eigin verk-
smiðju í húsakynnum okkar í
Steelton. Þar voru framleidd
um 800 tonn af fullunnum vör
um, steiktum og ósteiktum, úr
íslenzkum fiskblokkum s.l. ár.
— Segðu mér, þykir banda-
rískum blokkakaupendum ekki
nærri sér höggvið, þegar fyrir-
tæki, sem eru að reyna að selja
þeim blokkir, fara að framleiða
fullunna vöru í samkeppni við
þá?
— Jú, þeim þótti það. Hins
vegar hefur þetta ekki komið
fram gagnvart okkur að neinu
ráði. Við vorum þeir síðustu af
erlendum innflytjendum, sem
nokkuð kvað að, sem byrjuðum
á eigin framleiðslu úr blokkum,
og okkar blokkakaupendum er,
nú orðið a.m.k., ljóst, að við átt
um einskis annars úrkostar en
að stíga þetta skref, ef við átt-
um að geta selt flök, þ.e. 5 lbs.
og 15 lbs. pakkningar o.s.frv.,
á ábyrgan hátt. Með öðrum orð-
um, þeir hafa ekkert við það að
athuga, að við framleiðum sjálf
ir úr blokkum upp að vissu
marki, ef þeir hafa ekki ástæðu
til að ætla, að við seljum okkar
eigin verksmiðju blokkir fyrir
lægra verð en við krefjumst af
þeim.
— En hvað segirðu þá um
keppinautana, Sölumiðstöðina?
— Eg hafði ekki hugsað mér
að ræða um Sölumiðstöðina eða
dótturfyrirtæki hennar. Sízt af
óílu rétt fyrir aðalfund hjá
þeim. Eg vil þó segja, að það
var ekki hægt að komast hjá að
heyra þá almennu skoðun, að
mannaskiptin hjá Coldwater í
vetur, og ýmislegt þeim sam-
fara, hefðu valdið erfiðleikum.
Úr því þú minntist á Coldwater
annars, vildi ég láta í ijós skoð-
un, sem ekki hefur verið hamp
að á prenti, en hún er sú, aö
hvort sem mönnum líkar betur
eða verr, er Jón Gunnarsson
hvorKÍ meira né minna en faðir
vöruvöndunar í fiskvinnslu fyr
ir banöaríska markaðinn. Hann
hamraði það í gegn með illu og
góðu, að farið var eftir ákveðn-
um reglum, sem hann set'i sjálf
ur um gæði og pökkun, þegar
S. H. byrjaði starfsemi sína í
Bandaríkjunum eftir stríðið.
Framleiðslu Bandaríkjaman.na
sjálfra og Kanadamanna var
hreint ómeti i þeim tíma. Síð-
ar. urðu þeir að bæta sig, bein-
línis undir áhrifum frá íslenzka
fiskinum.
— Poston og Gloucester, —
'Framhalo a lö síðu>
FISKSALA í
N-AMERÍKU
#
4
TÍMINN, miðvikudaginn 16. maí 1963