Tíminn - 18.05.1962, Side 2

Tíminn - 18.05.1962, Side 2
’ytyikmyHjdib Sænskir gera mynd frá valdatíð Hitlers Hitler skipulagði sveitir ungra manna, sem komu hvaSanæva að úr öllu þýzka ríkinu. — Hér standa þeir í herbúningum sinum mrii hjálma á höfði og sverja Hitier hollustueyð. Kópavogsbíó er nú í þann veginn að hefja sýningar á myndinni Mein Kamp — Sannleikurinn um hakakross- inn. Myndin er tekin af Sví- unum Erwin Leiser og Tore Sjöberg, og byggist hún á kvikmyndum og ýmsu öðru efni, sem fundizt hefur í Þýzkalandi eftir stríðið. Segir hún frá upphafi og valdatöku Hitlers og starfsemi nazista á stríðsárunum. Erwin Leiser er í rauninni Þjóðverji. Hann er fæddur í Berlín árið 1923, en varð að yfir- gefa Þýzkaland árið 1938 vegna andstöðu sinnar við nazistana og stefnu þeirra. Leiser fluttist þá til Svíþjóðar og stundaði meðal annars nám í Lundi. Ófullnægjandi svör Leiser segir, að rekja megi upphaf myndarinnar til þess, að hann heyrði oft börn spyrja um atburði frá nazistatímabilinu, en svörin við spurningum þeirra reyndust oft ófullnægjandi. Or- sakirnar til þess voru margar bæði vildu menn helzt ekki hugsa um þetta örlagaþrungna tímabil, og svo reyndu margir að' réttlæta háttarlag sitt á þeim tíma. en einnig voru skólabækur allar mjög fáorðar um stjórnartíma nazistanna. Kvikmyndinni er ekki ætlað að segja sögu síðasta stríðs, og ekki gefur hún heldur algjört yfirlit yfir það, sem fram fór á þessum árum. Markmið hennar er að bcnda á, hvernig og hvenær hefði mátt stöðva framvindu mál- anna, eða beina atburðarásinni inn á aðrar brautir, ef menn hefðu betur fylgzt með starfsemi Hitlers. Um leið og þetta er gert, er myndinni ætlað að hvetja menn til þess að vaka með at- hygli yfir þeim alræðistilhneig- ingum, sem þróast í heiminum í dag. Þriðja ríkiS Leiser hefur alla tíð verið mik- ill andstæðingur nazismans. A fyrstu árunum eftir stríðið velti hann því oft íyrir sér, hvernig mætti framleiða kvikmynd, sem skýrði sem bezt frá upphafi, blómaskeiði og hruni þriðja rík- isins, og byggja hana á myndum, sem fundust í Þýzkalandi sjálfu, eftir að það féll í hendur Banda- manna. í stuttu máli sagt, kvik- mynd, sem segði sögu Hitlers- tímabilsins, tekna að tjaldabaki og af kvikmyndatökumönnum Hitlers sjálfs. Hann var þess full- viss, að mikið efni lægi enn ónot- að í Austur-Þýzkalandi, og fór hann þess á leit við yfirvöldin þar, að þau leyfðu honum að fara í gegnum kvikmyndasöfn ríkis- ins. Lengi framan af var stjórnin | þessu mjög mótfallin, þar eð álit- | ið var, að Leiser myndi nota sér Jg efnið, sem hann fyndi til þess að framleiða með því æsingamynd. En Leiser hélt fast við fullyrð- ingar sínar um, að hans eina hug- sjón væii að búa til mynd, sem sýndi á sannsögulegan hátt, hvernig nazisminn hefði orðið til og síðan liðið undir lok. Að lok- um var Leiser veitt leyfi til þess að fara í gegnum kvikmyndasöfn, sem fundizt höfðu eftir stríðslok, en ekki var neinu lofað um það, hvort hann síðar meir mætti nota það, sem hann fyndi til kvikmyndagerðar. Einkasafn Goebbels Þetta var mikið skref fram á við. Gildi kvikmyndanna, sem Leiser fann, var miklu meira en hann hafð'i þorað að vona í upp- hafi. Þar að auki fann hann einkasafn Goebbels, sem enginn hafði vitað um áður. Þegar rússnesku hersveitirnar nálguðust Berlín höfðu starfs menn kvikmyndasafns áróðurs- málaráðuneytisins gripið til þess óyndisúrræðis, að merkja spól- umar í safninu með röngum heit- um, til þess að villa fyrir um innihaldið. Það var því með skjálfandi höndum, sem Leiser setti hverja spóluna af annarri í kvikmyndavélina, og sá á hinu hvíta tjaldi birtast áður óþekkta hluti frá tímum Hitlers. Þarna var sannleikurinn svartur á hvítu ófegraður og myndaður af stríðs- myndatökumönnum Hitlers. Kassinn í kjallaranum Sýningarvélarnar snerust stanz- laust í tvo mánuð'i frá morgni til kvölds. Efnið var feikilegt. Smátt og smátt hafði Leiser farið i gegn um 140 þúsund metra af kvik- myndafilmum. Þetta var erfið og þreytandi vinna, sem bæði reyndi á líkama og sál. Kvöld nokkurt, þegar Leiser hafði unnið í 12 tíma, og var orðinn dauðþreyttur, var barið að dyrum skrifstofunn- ar, sem ríkiskvikmyndasafnið hafði látið honum í té til þess að nota við rannsóknimar. Inn komu starfsmenn safnsins og drógu á eftir sér kassa. Þeir settu hann fyrir framan Leiser og sögðust hafa fundið hann í kjallara húss- ins. Þrátt fyrir þreytu hóf Leiser að athuga kássann, Hann var ttyggilega ’æstur, og á honum var þykkt ryklag, sem bar vott um, að hann hafði staðið ó- hreyfður árum saman. A hlið (Framh. á 15. síðu). Börnin á götunni Mikill skortur er á dagheim- 'i'lum, leikskólum og leikvöllum harna í borginni. Ilimdruö mæðra, sem neyðast til að vinna utan heimilisins, einkum eftir að „viðre'isnin“ hóf inn- reiS sína á heimilin í borginni, verða hundruðum saman aö hverfa frá meg böm sín. Sleg- izt er um hvert eitt pláss, sem losnar. Ef hinir framtakssömu og dugm'iklu íbúar þessarar borgar hefðu ekki hafizt handa sjálfir, væri ástandið í þessum málum þó jafnvel enn hörmulegra en nú. Félag áhuga inanna var búið að starfa að þessum málurn í meira en ára- tug, þegar borgarstjórnarmeiri lilutinn fékkst loks til þess að styrkja þessa starfsem'i. Það er óþarfi að lýsa því fyrir Reykvíkingum, hve alvarlegt ástandig er í málefnum barna og ungmenna í borginni. Það er sívaxandi áhyggjuefni á öðru hverju heimili í borginni. Bláar bækur En hv.að segir bláa bókin okkur? „Að reist verði bamaheim- ili, dagheimlili og leikskólar, sem fullnægi þörf bæjarbúa“. BLÁA BÓKIN 1946. „HaldicP verði áfram undir- búningi þess, að komig verði upp út'ivistarsvæði fyrir börn í Fossvogi. — BLÁA BÓKIN 1950. „Að reisa leikskóla eftir þörfum hinna ýmsu hverfa. Að fjölga vistheimilum eftir þörf- um. Að reisi dagheim'i'li. Að fjölga leikvöllum". — BLÁA BÓKIN 1954. „Að koma upp vistheimilum og dagheimilum fyrir böra í samræmi við tillögur, er sam þykktar voru í bæjarstjóm á síðastliðnu ári, oig að skipulagt verði sérstakt liverfi í grennd við bæinn fyrir ýmsar stofn- anir barna og unglinga. Að fjölga leikvöllum eftir þörfum. Að gera Ieiksvæði fyrir börn í almenningsgörðum“. — BLÁA BÓKIN 1958. Bláa bókin 1962 verðúr sjálf sagt ekki óskemmtilegri en þær fyrrí. Slökkvistööin Unda.nfarin 12 ár héfur meirihluti SjálfstæðisfIokksins lofar nýrri slökkvistög og bættri aðbúð slökkviliðsins í hverjum borgarstjórnarkosn- 'ingum. Ekkert hefur veriff að- h.afzt í þessu nauðsvnjamáli. Nú er búið að afhenda öðrum lóðina, sem reisa átti slökkvi- stöðina á. Þegar 1950 birtist í bláu bók inni tcikninig af glæsilegrl slökkvistö'ð og þar stóð enn freinur: „Fyrir tveimur árum var hafinn undirbúninigur a'ð byggingu nýrrar slökkvistöðv- ar eftir beztu erlendum fyrir- myndum. Skapast þá allt önn- ur skilyrði fyrir hið ágæta slökkvilið borgarinnar, þegar stöðin er komin upp“. — BLÁA BÓKIN 1950. Húsakynni slökkéiliðsins eru orðin allt of Iítil. Sjálfstæðis- flokkurinn vill, að ný slökkvi- stöð verði byggg sem fyrst“. — Bláa bókin 1954. „SjálfstæðlsflokkuriiMi vfll vinna að því að hafizt verði handa um byggingu nýrrar slökkvistöðvar og stefnt að því a.3 framkvæmd verði lokið á 60 ára afmæli slökkvi!iðsins“. Bláa bókin 1958. Slökkviliðið í Reykjavík á (Framhald á 15. síðui Þjóðverjar umgirtu eltt hverfi Vars|ár múr, og þar fyrir innan áttu að dveljast allir Gyðingar borgarlnnar. Brátt var fariS að flytja þangað Gyðlnga úr öðrum borgum Póllands og jafnvel úr öðrum löndum Evrópu. Fólkið svalt, og börnin höfðu ekki lengur mátt til þess að leika sér. 2 TÍMINN, fostudaginn 18. maí 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.