Tíminn - 18.05.1962, Síða 3

Tíminn - 18.05.1962, Síða 3
ENDA BRETAR FLUG TIL THAILANDS? NTB-Bangkok, 17. maí. í dögun gengu 1800 banda- rískir flotahermenn á land í Bangkok. Flugu þeir síðan strax norður á bóginn og komu sér fyrir 80 km. sunnan við Mekongfljót, sem skilur milli Thailands og Laos. Thailands- stjórn veltir því nú fyrir sér, hvort hún eigi að biðja önnur SEATO-ríki um liðstyrk og í London sagði Macmillan í þing ræðu, að Bretar væru reiðu- búnir að senda her til Thai- lands ef stjórn landsins óskaði. Aðalframkvæmdastjóri SEATO, Pote Sarasin, hefur skýrt frá því, að Filippseyjar séu fúsar til að veita Thailendingum hernaðarað- stoð, og Nýja-Sjáland og Ástralía hafa einnig verið nefnd í því sam- bandi, þó að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um þetta. Mac- millan sagði, að ef brezkur her yrði sendur til Thailands, yrði það flugherdeild þotuflugmanna úr Konunglega brezka flughernum. Slík deild er nú á Malaja, og sam- kvæmt opinberum tillkynningum brezku loftvarnayfirvaldanna, hafa henni verið gefin fyrirmæli um að vera reiðubúin til að hverfa til Thailands. í þessari flugherdeild eru sveitir frá Bretlandi, Nýja-Sjá landi og Ástralíu. Situr við sama Ekki er annað vitað, en ástandið í Laos sjálfu sé óbreytt. Aðstoðar forsætisráðherra Laos-stj órnarinn- ar, Phoumi Ntyr An, sem staddur er á Formósu, eggjaði í dag hinn frjálsa heim til að standa við sið ferðislegar skuldbindingar sínar gagnvart Laos og láta ekki komm- únista ná þar völdum. Boun Oum mun hafa rætt við Formósustjórn ásamt fleiri leiðtogum frá Laos um hernaðar- og efnahagsaðstoð, en Formósustjórn vildi ekjkert um viðræðurnar segja í dag. Kommún istar og hlutlausir í Laos hafa til- kynnt Alþjóðlegu eftirlitsnefnd- inni, að þeir séu reiðubúnir að hefja viðræður um myndun sam- sleypustjórnar með hægri mönn- um, án þess að setja fyrst nokkur skilyrði. Formaður nefndarinnar skýrði frá þessu í dag. Ráðherrar í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi eru sammála um, að veita verði allt það lið, sem hægt er á vegum SEATO, og utanríkisráðherra Kan ada, Howard Green, neitaði því í Toronto í dag, að hann hefði sagt, að kanadískar hersveitir yrðu aldrei sendar tii Thailands. Á blaðamannafundi í gærkvöldi sagði Kennedy, að markmið Bandarikjamanna með aðgerðum sínum í Laos-málinu væri að stuðla að diplómatískri lausn Laos-deil- unnar, án þess að til stríðs þyrfti að koma. ADHERRARNIR •• SOGÐU AF SER NTB-París, 17. maí. j gerði grein fyrir á blaðamanna Evrópupólitík De Gaulles fundi fyrir skemmstu, hefur Frakklandsforseta, sem hann valdið miklu róti í röðum FLÝJA SEM ÖÐAST NTB-Algeirsborg, 17. maí. í gær og dag voru a. m. k. 75 manns drepnir og 50 særð- ust í Algeirsborg og Oran í árásum OAS, samkvæmt heim ildum hersins í Alsír. Auk Vill ekki ræða fjármálahlið blaðaútgáfunnar Blaðið ræddi fyrir skömmu við Hilmar Kristjánsson, eig- anda Vikunnar, Úrvals og Bún aðarblaðsins, um hið fyrirhug- aða síðdegisblað, Mynd, sem Hilmar hefur áformað. Aðspurður sagði Hilmar, að ekki væri fullráðið hvenær blaðið hæfi göngu sína, en gert var ráð fyrir, að það yrði í haust. Mynd á að vera ópólitískt fréttablað. — Áherzla verður fyrst og fremst lögð á góðan og réttan fréttaflutn ing, sagði Hilmar. Blaðið verður ekki ætlað Reykvíkingum einum, heldur landsmönnum yfirleitt, sér- staklega íbúum kaupstaðanna. Um 25 manns eiga að starfa við blaðið, þar af 9 blaðamenn að ein um ritstjóra og Ijósmyndara með- töldum. Hilmar var spurður, hvort það væri rétt, að blaðið yrði rekið með erlendu fjármagni að ein- hverju leyti. Hann svaraði því neitandi. Þá spurð'i fréttamaður Hilmar, hvort erlent fjármagn yrði notað til að hleypa útgáfunni af stokkunum, og sagði Hilmar þá, að varðandi þetta væru „ýmsir pnktar, sem hann vildi ekki ræða að svo stöddu“. Til að ítreka þetta minntumst við á þann orðróm, sem er á kreiki í bænum, að erlendur blaðahringur muni á einhvern hátt veita útgáfunni fulltingi. Hilmar svaraði enn sem fyrr, að hann vildi ekki ræða það mál. þess féllu Serkir, þegar OAS menn skutu á strætisvagn úr vélbyssum í morgun, en ekki er vitað, hve margir Serkjanna féllu. í gær féllu 3 Evrópu- menn, en 5 í dag. í dag lagði skip af stað frá Oran með allmarga Evrópumenn, eink- um konur og börn, sem flutt verða heim til Frakklands. í Algeirsborg köstuðu OAS-menn handsprengjum að Evrópumönnum, sem stóðu í biðröð og hugðust ná sér í far- seðla til að komast úr landi. Eng- an sakaði, en árásin er talin hafa átt að hræða fólk frá að fara úr landi. Allmikið var um handtökur í Oran í gær eftir húsrannsóknir og eftirlitsferðir um hverfi Evrópu manna þar. Læknar í borginni fóru mótmælagöngu, þar eð einum úr þeirra hópi hefur verið vísað úr borginni. Mohammed Yazid sagði, í gær, að eingöngu uppbyggilegt og náið samstarf Frakka og Alsír- búa gæti gert framkvæmd Evian- samningsins mögulegan. Þjófnaðarmál í uppslglingu Um helgina var brotinn upp flutningakassi á geymslusvæSi BifreiSa- og landbúnaðarvéla við Suðurlandsbraut. í kassan um var Moskovitsbíll, nýkom- inn frá útlandinu. Þjófarnir hirtu hjólbarðana og felgurnar, sem tilheyrðu bílnum. Verksummerkin sáust á mánudag- inn og var kært til rannsóknar- lögreglunnar. Daginn eftir voru hjólbarðarnir komnir í vörzlu eig- enda. Blaðið hefur fregnað, að viðgerðamanni þarna í grenndinni1 hafi verið boðinn nýr Moskovits- j hjólbarði fyrir bílviðgeið. Hafi við- gerðamaðurinn litið boðið grun-| semdaraugum og haft orð á því1 við málsaðila, sem fengu hann til að kaupa hjólbarðann, sem reynd- ist stolinn. Blaðið hefur fregnað, að lögregl an eigi .sitthvað vantalað við þjóf ana, og að gert sé ráð fyrir, að aðrir stærri þjófnaðir upplýsist í þessu sambandi. Á því hefur þó ekki fengizt staðfesting. stjórnmálamanna í Frakk- landi. Fimm ráðherrar úr stjórn Pompidous, kaþólikkar úr MRP, sögðu af sér í gær í mótmælaskyni við sjónarmið forsetans varðandi pólitíska samstöðu Evrópuríkja, en 12 tímum síðar höfðu nýir menn verið skipaðir í þeirra stað. Meðal ráðherranna, sem hurfu úr stjórn Fompidous, eru tveir af kunnustu mönnum hennar, Pi- erre Pflimlin, fyrrverandi for- sætisráðherra og Maurice Schu- mann. í yfirlýsingu, sem þeir gáfu, segja þeir, að svo mikið beri á milli þeirra og forsetans varðandi Evrópupólitík, eins og kom í ljós eftir fundinn, að þeir hafi ekki séð sér annað fært en segja af sér. — De Gaulle skip- aði þrjá fylgismenn sína, sem verið hafa stjórnarráðsfulltrúar eða erindrekar, ráðherra, gerði íhaldsmann að heilbrigðismála- ráðherra, en lagði eitt ráðu- neytið undir forsætisráðherra. Georges Gorse verður eftirmaður Pierre Pfilmlins. Raymond Mar- cellin verður heilbrigðismálaráð- herra, og tekur við af Fontant. Styðja De Gaulle í öllu öðru í dag lagði De Gaulle af stað i fjögurra daga ferðalag um Mið- Frakkland, og þar mun hann halda margar stuttar ræður í ýmsum bæjum. í dag kom hann að Evrópu og pólitísku samstöð- unni í einni ræðu sinni og sagði, að samræmd pólitík væri endan- legt markmið þess samstarfs, sem nú væri komið á í efnahags- málum. Allir væru sammála um það, en greindi á um leiðirnar að því markmið Þó að engin vandræði sköpuðust vegna af- sagnar ráðherranna, er hún túlk- um sem pólitísk árás MRP á stefnu stjórnarinnar í málinu og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir styrk stjórnarinnar gagn- \art þinginu. Pflimlin sagði í dag, að ráðherrarnir fimm mundu framvegis styðja forsetann í öðr- um mikilvægum málum. Þing- flokkur óháðra íhaldsmanna féllst á, að Marcellin settist í ráð herrastólinn, og nýtur hann fulls stuðnings flokksins. Lokaður fundur í Genf NTB—GENF, 17. maí. — í dag var haldinn þriggja tíma lokaður fundur á af- vopnunarráðstefnunni í Genf en samkvæmt áreiðanlegum heimildum gerðist þar lítið markvert og margir urðu fyrir vonbrigðum með þenn an fund. Zorin, fulltrúi Rússa, gerði egypzka tillögu, sem kom fram í gær, að sinni, en hún er á þá leið, að aðalnefnd ráðstefnunnar skuli koma oftar saman til þess að reyna að komast aS raunhæfum niðurstöðum, en hún f jallar einkum um, hvað gera skuli til að koma á al- gjörri afvopnun. Zorin ítrek aði einnig þá skoðun sína, að nefndin œtti að ræða, hvemig hægt er að hindra frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna. Hann bar aftur fram mótmæli gegn landgöngu bandarísks her- liðs í Thailandi og lagði á- herzlu á, að núverandi ástand væri hættulegt og út breiðsla kjarnorkuvopna gæti aukið spennuna í heim inum. Verkfallsmönnum fækkar NTB—Madrid, 17. maí. — Verkfallsmönnum í Asturia fer nú fækkandi, og er tal- an nú komin úr 15.000 ofan í 12.000, og einnig er ástand i® betra en verið hefur í Bilbao, og hafa starfsmenn skipasmíðastöðva og iðnfyrir tækja margir horfið aftur til vinnu, og munu þeir vera um 6.000, sem það hafa gert. Vinna er með eðlilegum hætti í Sagunto, Penarroya og Puertollano á Mið-Spáni. Hins vegar er ástand óbreytt í tveiin verksmiðjum i Barce lona, þar sem verkfall hófst í gær. Salan neitar aö svara NTB—París, 17. mai ____ Réttarhöldin yfir Salan halda áfram, eii hann neitar að hafa átt þátt í að skipu- leggja uppreisn hershöfð- ingjanna í fyrravor, en hann var ákærður fyrir að hafa stjórnað því. Eftir yfirlýs- ingu sína í gær, kvaðst hann mundi þegja, og neita að svara spurningum, og við það stóð hann í dag. Æðsti fulltrúi frönsku stjórnarinn ar í Alsír, þegar uppreisnin var gerð, var Jean Morin, og var hann fyrs’ta vitnið, en hann var tekinn til fanga af uppreisnarmönnuni, meðan á uppreisninni stóð. Næstu tvö vitni gegn Salan báru hann ýmsum sökum, en hann hristi höfuðið til merk is um, að hann neitaði að svara þeg.ar hann var spurður. Vílfa hraða viðræðum NTB—Strassbourg, 17. maí. — FuIItrúaþing Evrópuráðs ins í Strassbourg skoraði í dag á ríkin í EBE að flýta fyrir viðræðum við þau V- Evrópuríki, sem óskað hafa eftir viðræðum um aðild að EBE. Einnig telur þingið, að hefja eigi viðræður við hlutlausu ríkin þrjú um aukaaðild. T í MI N N , föstudaginn 18. maí 1962 3

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.