Tíminn - 08.06.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.06.1962, Blaðsíða 3
Á myndinni sést Johann Ferbach ganga í lögreglufylgd út úr réttarsalnum í Miinchen, eftir að hafa hlotið Iffstíðardóm, ásamt Veru Bruhne, en þau voru fundin sek fyrir tvö morð. Ferbach hefur sveipað klút um höfuð sitt til þess að forðast glampandi Ijós myndavélanna. Morðmál þetta hefur vakið feikna athygli, vegna þess, hve margir eru við það bendlaðir og málinu óspart slegið upp í þýzkum blöðum. Skötuhjúin fengu lífstíðarfangelsi fyrir sönnuð morð á dr. Braun og vinkonu hans, Elfriedo Kloo. Gagnráðstaían- ir í Póllandi NTB—Varsjá, 7. júní. Stjórnarvöld í Póllandi gripu í dag til róttækra ráð- stafana til þess að koma í veg fyrir hið mikla hamstur á mat- vælum, sem gert hefur vart við sig eftir að fréttist um verðhækkanirnar í Sovétríkj- unum. Sömuleiðis leitast yfir- völd nú við að bæta úr hinum uggvænlega matvælaskorti, sem gert hefur vart við sig í landinu. Kaupmenn í Varsjá fengu í dag skipun um að selja hverjum við- skiptavini aðeins takmarkað magn af vissum nýlenduvörum og sömu- leiðis voru neytendur áminntir um að kaupa einungis það, sem nauðsynlegt mætti teljast til brýn ustu þarfa. Hver viðskiptavinur hefur leyfi til að kaupa tvö kíló af mjöli og sykri í einu, eitt kíló af hrísgrjón- um og hveiti og fjögur sápustykki. í tilkynningu stjórnarinnar er það tekið fram, að ráðstafanir þess ar þýði ekki það sama og raunveru leg skömmtun, því að neytendum sé heimilt að verzla í eins mörg- um verzlunum og þeir óska. Mvefur til varfærni NTB-Lundúnum, 7. júní. Miklar umræður urðu í dag í brezka þinginu um væntanlega aðild Breta að EBE. Einna mesta athygli vöktu ummæli Hugh Gait- skell, leiðtoga Verkamanna flokksins, en hann hélt því fram, að Noregur myndi ekki ganga í bandalagið, nema því aðeins, að*Svíþjóð gerði slíkt hið sama. Full- yrðingu þessa studdi hann m. a. þeim rökum, að ef Norðmenn einir gengju í bandalagið, myndu þeir neyðast til að reisa tollmúra gegn Svíum, en það myndu þeir ekki óneyddir gera. Ba?j hann stjórnina að flana ekki að neinu í þessu máli BURTMEÐTOLL MÚRANA Brenndu 600 þúsund eintaka háskólasafn Hryðjuverkamenn OAS samtakanna hófu glæpa- starfsemi sína í Alsír aft- ur í morgun eftir nokk- urra daga hlé. Sprengdu þeir meginhluta háskól- ans í Alsír í loft upp og í eldinum, sem gaus upp, brann bókasafn skólans metf 600 þúsund eintök- um bóka. Úrslit á ígær Nú hafa þessi lið tryggt sér rétt til þátttöku í loka- keppninni á heimsmeistara- mótinu í knattspyrnu í Chile: Sovétríkin, Júgóslavía, V- Þýzkaland, Chile, Brasilía, Tékkóslóvakía og England. Úrslit í gær urðu þessi: Columbia — Júgóslavía 0-5 Sviss — ftalía 0-3 Tékkslóvakía — Mexikó 3-1 Búlgaría — England 0-0 J Von manna um að OAS-menn hefðu nú loks séð fram á tilgangs- leysi glæpastarfsemi sinnar og myndu létta óöldinni, sem ríkt hef ur í Alsír, hefur nú brugðist, því að snemma í morgun sýndu þeir aftur klærnar og hófu íkveikjur, sprengingar og morð. íbúar Algeirsborgar vöknuðu við vondan draum í morgun, er 2 gífurlegar sprengingar kváðu við með skömmu millibili og lék borg- in á reiðiskjálfi. Þykkur reykjar- mökkur stgig til himins og skömmu seinna sást, hvar skóli einn stóð í björtu báli. Um svipað leyti heyrðust þrjár aðrar sprengingar í miðhluta borg arinnar og ollu þær miklum spjöll um á háskólabyggingunni. Stöðugir fundir með járnsmiðum Fundir hafa verið með aðilum í járniðnaðardeilunni á þriðjudags- kvöldið og í gærmorgun frá klukk an hálftíu til ellefu og klukkan þrjú til sjö síðdegis. Aftur er boð að til fundar klukkan hálf ellefu I í dag. Blaðið talaði í gær við Snorra Jónsson, form. járnsmiðafélagsins, og sagði hann, að ekki hefði dreg ið til tíðinda á þessum fundum og vildi ekki segja neitt um horf urnar. Undirnefndir i síldveiðideil- unni ræddust við í fyrradag. f togaradeilunni hefur ekki verið boðað til fundar. Mikið eldhaf gaus upp og tók það slökkvilið borgarinnar eina klukkustund að ráða niðurlögum eldsins, en þá var meginhluti há- skólabyggingarinnar brunnin til grunna. Fulltrúi þjóðernissinna í Alsír sagði í dag, að nú yrði OAS-mönn um engin vægð sýnd, þar sero glæpaverkum þeirri linnti ekki. — Fyrir miðnætti verða Evrópumenn að gera það upp við sig, hvort þeir vilji halda glæpunum áfram, eða viðurkenna Evian-samninginn með því að stofna flokk og taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um fram tíð Alsír. Annar fulltrúi Serkja sagði: Ev- rópumönnum er velkomið að taka þátt í atkvæðagreiðslunni 1. júíl, þótt þeir berjist raunar ekki fyrir sjálfstæðu Alsír. Ef þeir gera þetta ekki hafa þeir sýnt, að þeir hlýða skipunum OAS og eru þar með samsekir samtökunujn. Ef svo reyn ist, hafa Evrópumenn eyðilagt framtíð sína í landinu. Snemma í morgun myrtu OAS- menn fjóra Serki og frömdu mörg innbrot. Thorkild Kristensen fram- kvæmdastjóri OECD er nú stadd- ur hér á landi í opnberri heim- sókn. í gær sat hann hádegisverðar- boð Verzlunarráðs íslands og flutti þar erindi um efnahagssam- vinnu vestrænna þjóða. Eftir að hafa gefið glöggt yfirlit um þró- un þeirra mála, vék hann að fram tíðarhorfum. Hann kvað það al- vöruefni, ef vestrænar þjóðir klofnuðu í tvö efnahagsbandalög, Evrópu annars vegar og Banda- ríkjanna annarsvegar, er lokuðu sig meira og minna inni með hin- K0SNINGAR HJÁ DÖNUM í VOR? Einkaskeyti frá Kaupmannahöfn. í gær hófust í danska þinginu stjórnmálaumræður, sem fjalla um störf þingsins síðasta starfsár, en snúast þó einkum um söluskatt- inn og nýja lagafrumvarpið um hann, sem byggist á samkomulagi stjórnmálaflokkanna fjögurra. Mesta athygli vöktu ummæli Peter Nielsens, formanns þingflokks jafnaðarmanna, að til kosninga hlyti að koma, ef flokkarnir gætu ekkj komið sér saman næsta vor um efnahagsgrundvöll skattalækk- ana fyrir næsta ár. Peter Nielsen sagði meðal annars, að á samninga fundunum hafi menn verið svo bjartsýnir, að búast við að geta varið öllum ágóða söluskattsins til lækkunar á beinum sköttum næsta ár. Komi í ljós, að þessi bjartsýni sé óraunhæf, verða flokkarnir að semja um málið í tíma, og náist ekki samkomulag, verður að skjóta málinu til hæstaréttar allra stjórn mála, kjósendanna. Peter Nielsen lauk máli sínu með að leggja til, að komið yrði á endurbótum á skattakerfinu eftir næstu kosn- ingar þar sem tekinn væri upp stofnskattur og skattur á tekjum af fjármagni, en frádráttarreglurn ar afnumdar. Sjónvarpað var frá þingfundi alian daginn og útvarp- i? fiytur endursagnir úr ræðum þingmanna allt kvöldið. — Aðils.i Thorkild Kristensen um svonefnda ytra tolli. Þessvegna bæri að stefna að því, eins og Bandaríkjastjórn beitti sér fyrir, að tollmúrar yrðu ekki aðeins brotnir niður milli Efnahagsbanda lags Evrópu og Bandaríkjanna, heldur milli vestrænu þjóðanna yfirleitt, og svo einnig milli vest- rænu þjóðanna og hinna vanþró- uðu landa í Asíu, Afríku og Suð- ur-Ameríku. í dag mun Kristensen m.a. ræða við blaðamenn. TÍMINN, föstudaginn 8. júní 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.