Tíminn - 08.06.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.06.1962, Blaðsíða 12
RITSTJORi HALLUR SIMONARSON LeikurValsogFram á Melavelli í kvöld íslandsmótið í 1. deild held- ur áfram í kvöld og keppa þá Valur og Fram. Laugardalsvöll urinn er enn ekki í nothæfu ástandi, og stöðugar rigningar a8 undanförnu hafa ekki bætt úr skák. Leikurinn í kvöld verður því að fara fram á Mela vellinum, og er það þriðji leik- ur íslandsmótsins, sem þar fer fram. Leikur þessara félaga á Reykja- víkurmótinu varð s'ögulegur eins og menn muna, en annar línuvörð' urinn hætti þá í hálfleik, og leikn- um var hætt, þegar 15 mínútur voru af síðax'i hálfleik. Fram að þeim tíma hafði leikurinn verið hinn bezti, sem leikinn hefur ver- ið hér í vor. Við skulum vona, að nú takist betur til en síðast og unnt verði að ljúka leiknum á réttum tíma, og að liðin sýni þann sama góða leik og gerði leik þeirra í Reykja- víkurmótinu svo skemmtilegan. Bæði liðin hafa til mikils að vinna. Fram er í efsta sæti á mótinu og hefur aðeins tapað einu stigi, en ef Valsmenn ætla að gera sér ein- hverjar vonir um íslandsbikarinn í ár, mega þeir varla tapa leiknum. Valur hefur þegar tapað þremur stigum. Ekkert er enn að frétta af leik félaganna úr Reykjavíkurmótinu, og ekki hefur verið tekin ákvörð- un um hvort liðin leika að nýju — eða lokatalan í leiknum — 4—2 fyrir Fram — verði látin standa sem úrslit. Engin kæra kom fram eftir leikinn — en dómarinn gaf hins vegar skýrslu um leikinn. ekki með Á mánudaginn — annan í hvíta sunnu — fer fram landsleikur í knattspyrnu milli Danmerkur og Noregs. Leikið verður í Kaup- mannahöfn. Það vekur talsverða at hygli í sambandi við norska liðið, að Thorbjörn Svenssen, sem leik- 'ið hefur um 100 landsleiki, er nú ekki valinn í liðig en Finn Thor- sen — hinn kunni skautahlaupari — er valinn í hans stað. Norska liðið er þannig skipað: Sverre Anders'en, Viking, Arne Bakker, Asker, Ragnar Larsen, Sandaker, Roar Johansen, Fredrik stad, Finn Thorsen, Hamar, Tryggve Andersen, Brann, Björn Borgeu, Fredrikstad, Arne Peder sen, Fredrikstad, Per Ktistofersen, Fredrikstad, Rolf Birger Peder- sen, Brann og Roald Jensen, Brann — eða nær allt góðkunningjar ís- lenkra knattspyrnumanna. Þrfr nýliðar eru í danska liðinu, sem er þannig skipað. Finn Ster- ebo, OB, Kaj Johansen, OB, Poul Jensen, Vejle, Bent Hansen, B1903, John Madsen, Esbjerg, Jörgen 01- sen, AGF, Karl Bertelsen, Es- bjerg, Helge Jörgensen, Odense KFUM, Ole Madsen, HIK, Henn- ing Enoksen, AGF, og Eivind Clau- sen, KB. — Þeir Kaj Johansen, Helge Jörgensen og Eivind Clau- sen hafa ekki leikið í danska lands- liðinu áður. Hinn gráhærði Jörgen Olesen, sem er 36 ára gamall, er nú valinn aftur í liðið — eftir fjar- veru í 31 leik. Bomba sóttur HINN ÞELDOKKi braziliski knatt- spyrnumaSur Pele, sem vaktl heims- athygli á HM í SvíþjóS 1958, þá að- eins 18 ára, meiddist í leiknum við Tékka í keppninni í Chile — og er relknað með, að hann geti ekki frek ar tekið þátt í keppnlnni. Þetta er gífurlegt áfall fyrir brazilísku heims meistarana, því að Pele hafði sýnt beztan leik þeirra í Chile. Myndin hér að ofan er tekin af Pele rétt áður en keppnin hófst og var hann þá heldu • betur með bros á vör. Hætt er vlð, að annað sé uppi á fen- ingnum nú. — Ljósmynd: Politiken. Prag 6/6 NTB. Tékkóslóvakía, sem mjög hefur komið á óvart í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu í Chile, sendi í dag eftir þremur nýjum leikmönnum að heiman til þess að styrkja lið sitt með. Tékkar, sem sjálfir töldu, að þeir ættu ekki nokkra möguleika til að komast í úrslitakeppnina, sendu aðeins 18 leikmenn til Chile af þeim 22, sem tilkynntir voru. Hinir þrír leik- menn, sem bætast við, flugu frá Prag í dag, og eru markvörðurinn Schmouckern, bakvörðurinn Bxíhiba og framvörðurinn Kos. Ei til vill kemur Bomba með ein- hverja „bombu“ í tékkneska liðið. Þær eru oft einkennilegar íþróttamyndirnar. Þessi er frá Munchen og sýnir Klaus Lehnerts í stangarstökki — og með þessum einkennilega stíi sínum hefur hann stokkið yfir 4 50 metra. Ljósmynd: Politiken. Reykvíkingar sigra Akureyringa í skák 20 manna sveit frá Taflfélagi Ak ureyrar tefldi á sunnudaginn, 3. júní, við sveit úr Taflfélagi Reykja víkur. Leíkar fóru þannig eftlr VÍÐAVANGSHLAUP í MOSFELLSSVEIT S.l. sunnudag fór fram víðavangs hlaup drengja hjá U.M.F. Aftur- eldingu í Mosfellssveit. Hlaupið fór fram á Varmárvelli og ná- grenni. Þrír aldursflokkar tóku þátt í hlaupinu, sem var 800, 1200 og 1500 metrar. Sigurvegarar urðu þessir í yngsta aldursfl.: Bjarki Bjarnason á 3:52,9 mín. í öðrum aldursflokki Pétur H. Pétursson á 5:0,8 mín, annar varð Magnús Guð mundsson og þriðji Hilmir Bjarna son. í þriðja aldursflokki vann Kristján Hermannsson á 6:38,6 mín. og annar varð Óli K. Ólafss. á 6:42,0 mín. tvísýna og fjöruga keppni, að sveit Taflfélags Reykjavíkur vann með IOV2 vinning gegn 9V2. Um kvöld- ið sátu sveitirnar matan’eizlu hjá Reykjavík: 17. — Egill Egilsson 0 18 — Pálmi Eyþórsson 0 19. — Þorsteir.n Magnússon V2 20. — Snorri Rögnvaldsson 0 Reykjavík IOV2 stig. bæjarstjórn Akureyrar á Hótcl Varðborg. Þetta var mjög ánægjuleg ferð og urðu úrslit þessi: Akureyri: 1. borð Björn Þorsteinsson V2 1. borð Júlíus Bogason V2 2. — Jónas Þorvaldsson 1 2. — Jóhann Snorrason 0 3. — Jón Kristinsson 1 3. — Halldór Jónsson 0 4. — Jón Hálfdánarson 1 4. — Ju.. Ingimarsson 0 5. — Bragi Kristjánsson 1 5. — Haraldur Ólafsson 0 6. — Jóhann Sigurjónsson 1 6. — Anton Sölvason 0 7. — Hilmar Viggósson 0 7. — Margeir Steingrímsson 1 8. — Þorsteinn Skúlason 0 8. — Ólafur Ki'istjánsson 1 9. — Sturla Pétursson 1 9. Albert Sigurðsson 0 10. — Bragi Björnsson l/2 10. H.jörleifur Halldórsson V2 11. — Björn V. Þórðarson 1 11. —.. Ingimar Fi-iðfinnsson 0 12. — Harrý Georgsson V2 12. — Jón Björgvinsson 1/2 13. — Jón Þóroddsson >/2 13. — Jón Þór V2 14. — Ólafur Björnsson 0 14. — Randver Karlsson 1 15. — Jón P. Emils Vi 15. — Ármann Búason V2 16. — Geirlaugur Magnússon V2 16. — Friðgeir Sigurjónsson V2 17. — Sigurður Halldórsson 1 18. — Óli Gunnarsson 1 19. — — ríus Tryggvason V2 20. — Jón E. Jónsson 1 Akureyri 9V2 stig. 12 TIMIN N, föstudaginn 8. júní 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.