Tíminn - 08.06.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.06.1962, Blaðsíða 14
 Fyrri hlu ti: Undanhald, eftír Arthur Bryant. Heimildir eru STRIÐSDAGBÆKUR ALANBROOKE nauðsynlegt var aS yrðu algert leyndarmál. Það var innrásará- form Montgomerys, ásamt ákveðn um innrásardegi og tilmæli hers höfðingjans um það, að þau yrðu ekki sýnd neinum. Brooke varð ag taka ákvörðun um það, hvort hann ætti að skýra forsætisráð- herranum frá þessu. — „Eg varð að taka skjóta ákvörð- un um það“, skrifaði hann, — „hvort ég ætti ag halda þessari vitneskju algerlega leyndri, eða hindra það, að Winston sendi þeim Alex og Monty símskeyti og trufl- aði þá og áform þeirra með ákafa sínum og óþolinmæði“. Loks 16. október, þegar Brooke hafði snætt hádegisverð með Churchill, kunn- gerði hann honum leyndarmálið. Aðfaranótt hins 23. október bár- ust loks fróttir frá Egyptalandi: Það var örlagaríkur dagur því að þá voru tvö flugvélamóðurskip lösk uð, er þau reyndu að flytja liðs- auka til Guadalcanal, og þangað til hægt yrði að senda nýja send- ingu frá skipasmíðastöðvunum, urðu Bandaríkjamenn á Kyrrahafi að komast af án eins einasta móð- urskips. Allan daginn hélt brezki flugherinn uppi látlausum sprengjuárásum á þýzk og ítölsk virki og flugvelli, þangað til fullt tunglið kom upp og varpaði bleikri birtu yfir eyðimörkina, að þúsund- ir loftvarnarbyssa og fallbyssa hófu skothríð á hinni 7000-stika víglínu, og fótgönguliðið og grafararnir réð ust fram. „Eftir miðdegisverð þetta kvöld“, skrifaði Brooke í dagbók sína, — „var hringt til mín frá hermálaráðuneytinu og mér til- kynnt, að árásaraðgerðirnar i Mið- Austurlöndum væru byrjaðar. Við eigum mikla áhyggjutíma og óvissu í vændum. Þessi nýja sókn getur orðið árangursrík, en hún getur líka runnið út í sandinn. Ef hún mistekst, veit ég ekki, hvernig ég fer að afbera það. Eg hef bundið svo miklar vonir við hana . . . “. „Eg man eftir þessu kvöldi", skrifaði hann síðar, —• „eins og það hefði verið í gær, og ég get greinilega séð sjálfan mig í anda, þar sem ég sat við skrifborðið í Westminster Gardens-íbúðinni minni, lauk vijð að skrifa þessar línur og sat svo hreyfingarlaus og starði út í bláinn . . . Nokkrir næstu dagar voru erfið- ir. „Að fylgjast með orrustu úr fjarlægð“, skrifaði Brooke, — „er miklu verra en að vera staddur í henni miðri og berjast þar fyrir lífi sínu .... Frá því að við kom- um heim úr Cairoförinni, hef ég þjáðst af óvissunni um árangur þessarar árásar . . . “. í þrjá daga gekk allt samkvæmt áætlun Montgomerys: árásin í norðri, þar sem óvinurinn var sterkastur og bjóst sízt við henni; skörðin, sem fótgönguliðið og graf ararnir rufu í varnarlínur hans. En þetta tók allt langan tíma og lengri en vænzt hafði verið, svo að eftir erfiða og áhættusama viku virtist árásarherinn litlu nær tak- marki sínu en í byrjun. Og orðróm ur tók að berast til Whitehall og Downing Street 10, — að Montgom ery væri farinn að hörfa með her- deildir sínar .... „í morgun, áður en ég var kom- inn á fætur“, skrifaði Brooke í dagbók sína þann 29. október, — „var mér sýnt símskeyti, sem for- H3 sætisráðherrann hafði í hyggju að senda Alexandir. Ekki sérlega skemmtilegt skeyti!“ Seinna var Brooke kallaður á fund forsætis- ráðherrans, sem tók á móti hon- um með eintómum ásökunum. ,,Hvað“, spurði hann, — „var þessi Monty minn nú að gera? (Monty var alltaf Monty minn, þegar eitthvað var út á hann að setja). f síðastliðna þrjá daga hefði hann ekkert aðhafzt og nú væri hann að hörfa með herdeildir frá vígstöðvunum. Hvers vegna hafði hann sagt okkur, að hann myndi Ijúka árásinni á sjö dögum, ef hann ætlaði nú þegar að flýja af hólmi? Höfðum við ekki einn ein- asta hershöfðingja, sem gat sigr- að í einni orrustu? o.s.frv. o.s.frv. Þegar hann þagnaði til að ná and- anum, spurði ég, hvað hefði valdið því, að hann hefði allt í einu kom izt að þessari niðurstöðu. Hann stökk upp á nef sér og spurði, hvort hann hefði ekki leyfi til að ráðgast við hvern þann, sem hann kærði sig um. Eg sagði, að vissu- lega hefði hann það, svo fram'ar- lega sem hann léti ekki þá, er lítið kynnu skil á hernaðarlegum mál- um, koma sér úr jafnvægi. Hann lýsti því loks yfir, að hann væri óánægður yfir gangi styrjaldar- innar og kvaðst ætla að kalla sam- an herforingjaráðsfund klukkan 12,30 e.m. . . . “. A þessum fundi barðist Brooke gegn þeirri skoðun yfirboðara sinna, að þá Montgomery og Alex- ander skorti raunverulega hinn sanna baráttuhug og að þeir hefðu látið sigurmöguleikana ganga sér úr greipum. Hann benti forsætis- ráðherranum og öðrúm ráðherrum, sem héldu því fram, að yfirmaður áttunda hersins hefði ekkert gert síðustu þrjá dagana, á það, að hann hefði hrundið hverri gagn- árásinni eftir aðra, þar sem Romm el hefði beðið mikið tjón. — „Þannig hélt ég áfram og lýsti því loks yfir, að ég væri ánægður með frammistöðu áttunda hersins og stjórnara hans, Montgomery, og, að mér virtist allt benda til þess, að hann væri að undirbúa nýja sókn“. Þegar Brooke hafði lokið máli sínu, spurði forsætisráðherrann Smuts álits. „Þér vitið, forsætisráð herra“, svaraði sá síðarnefndi, — „að ég hef ekki haft neitt tækifæri til að ræða þetta mál við Brooke, en ég er samþykkur öllu því, sem hann hefur sagt hér á þessum fundi“. Þessi orð af munni hins mikla stjórnvitrings, höfðu sömu áhrif og olía á hafrót. . . . Sím- skeyti Winstons var ekki sent, og þeir Alexander og Montgomery urðu ekki fyrir neinu ónæði frá hans hálfu á þeirri tvísýnu stundu, þegar afskipti hans hefðu getað valdið algerri ringulreið .... Samt var Brooke engan veginn rótt. „Persónulega . . . hafði ég við mínar efasemdir að stríða og hræðslu við rás viðburðanna, öllu slíku varð ég að halda algerlega leyndu. Þegar ég kom aftur til skrifstofu minnar, æddi ég fram og aftur um gólfið, þjáður af örvænt- ingarfullri einmanakennd. Á fund inum hafði ég reynt að virðast ör- uggur og áhyggjulaus. Það hafði haft sín áhrif. Eg hafði sagt þeim það, sem ég hélt, að Monty hlyti að vera að gera, og ég þekkti hann vel, en sá möguleiki var fyrir hendi, að ég hefði rangt fyrir mér og Monty væri sigraður . . . . Til allrar hamingju var ég þá ekki bú- inn að fá bréf frá Monty, sem barst mér fáum dögum síðar, þar sem hann sagði mér, hvernig tilfinn- ingar sínar hefðu verið á þessum tímamótum stríðsins". Þá um kvöldið, klukkan 11,30 e. m., var Brooke aftur kallaður á fund forsætisráðherrans. „Hann var sérstaklega þægileg- ur í viðmóti, þegar tal okkar barst að Mið-Austurlöndum, sagði hann. „Vilduð þér nú ekki óska þess, að þér hefðuð þegið herstjórnarstarf- ið, sem ég bauð yður og væruð nú þar austur frá?“ Eg sagði jú og 67 Það er ekki hægt ag gleyma. Með an lífið varir, fylgir því það, sem ristir dýpstu sporin. En tíminn græðir, örin ein standa eftir, þau er ekki hægt að má út. Kannski má hylja þau fyrir öðrum, en ekki sjálfum sér. En góða. Við lærum af reynslunni. Það nám er að vísu beiskju blandið, en við lærum samt. Segðu mér eitthvað um ótrúa sveininn þinn. Það er raunaléttir að tjá sig.“ — Hann er ekki ótrúr. Hann er neyddur, sagði Sólveig. Svo fór hún að tala um Jónas og grét við barm gömlu frúarinnar. Þannig stóðu sakir, er Þóroddur kom til þeirra, í leit að dóttur sinni Hann þurfti að tala vig hana um bréfið. Kristveig hafði sagt honum undirtektir Sólveigar. — Vertu ekki að gráta, barnið mitt, 'sagði Þóroddur. — Þú ferð ekkert gegn vilja sjálfrar þín. — Þakka þér fyrir, pabbi minn Og nú fékk Þóroddur líka að heyra hina einu réjéu ástæðu. Þetta sem Sólveig ætlaði að geyma ein, var nú komið út. — Þetta er þá ástæðan fyrir komu þinni í gær sagði faðir henn ar. — Já, þetta eru sannindin, pabbi minn. Fyrirgefðu mér, sagði Sólveig og táraðist á ný. Þóroddur klappaði á herðar henni. — Þú ert ekki lengur barn, stúlka mín. Og fullorðnir fá að reyna margt. — Betur að þú hefðir aldrei sent hana í Hvamm, eins og ég vildi, sagði frúin. — Lífið fer sínar leiðir, hvað sem við ætlum, sagði Þóroddur. — Kannski, sagði frúin. — En eitt eigum vig að muna; Ef illt kemur einhvers staðar frá þá eigum við ekki að leita uppi þann stað. Hvað safnar sér líku. Hvammur hefur ekki verið heilla þúfa fyrir okkur hér. — Ekki kannski þig, Sólveig; mín, sagði Þóroddur. En lánið mitt er bundið við það, sem þú| kallar illt. Hvammur, svo að ég viðhafi þín orð, hefur hingað til reynzt mér vel. Eg er ekki von- laus um, að svo geti farið enn. Frúin skildi, hvað hann fór, en ekki Sólveig. XXX í Hvammi gerðist fátt markvert fannst fiestum. Daprir dagar og langar andvökunætur var hlut- 'Skipti fyrirfólksins. Á yfirborðinu var allt rólegt. Störfin héldu á- fram eins og ekkert hefði í skor- izt. Sýslumaður var fyrstur til að taka upp venjulegt viðmót og ná fullu jafnvægi. Frú Ragnheiður átti þar miklu erfiðara hlutverki að gegna. Hún reyndi ag tala um fyrir Jónasi og láta honum skiljast, að sú væri þrekraunin mesta, að standa við gefin loforð. Hann taldi sig engin loforð hafa gefið. En frúin taldi það eitt og hið sama, þar sem hann hefði nálægt þrem árum vitað, hvert stefndi og aldrei hreyft mótmælum. Með sjálfum sér fannst Jónasi þetta líka. Og einmitt þetta, sem frú Ragnheiður nefndi nú, hafði hann tekið fram í bréfi sínu til Sólveigar. Bréfinu sem hryggði i hana svo mjög á heimleiðinni. j Þar taldi hann það haft, sem hann, fengi ekki slitið, að hafa um þriggja ára skeið vitað_ ráðabrugg hinna stóru feðra og ekki risið gegn því. Þag væri í eðli sínu samþykki. Það kom því ekki að Jónasi óvörum, er frú Ragnheiður hélt hinu sama fram. En hann andmælti henni samt. Jónas átti nú eftir aðeins einn ástvin, sem hann gat leitað til. Það var móðir hans. Ef hún snerist á sveif með hinum, hvað þá? Hvað þá? Það j var stóra spurningin, - sem hann j glímdi nú við. Sýslumaður talaði við Valgerði. Hún hafði sterkan hug á Jónasi. Barn að aldri hafði hún kynnzí honum. Oft hafði Sigurður danne brogsmaður komið í Hvamm með konu sinni og s'onum og dvalizt dag um kyrrt eða stundum lengri tíma. Þá þótti sjálfsagt, ag börn- in lékju sér saman. Jóhann og Sig ný voru fljót að kynnast og velja sér leiki. Jónas fór meira einn sér. Hann vildi sjá allt og kynnast sem flestu. Oftast fylgdi Valgerð ur honum með augunum, vildi sjá, hvað hann tæki sér fyrír hend ur. Og einhvern veginn réðst það þannig, ag hann kom til hennar, og þau tóku tal saman. En lítið léku þau sér. Þó kom það fyrir. Einu sinni fóru sýslumannshjón in í heimboð að Aurum og höfðu dætur sínar með. Það var síðasta vor Sigþrúðar í Hvammi. Þá fór það eins og fyrri, að Jóhann og| Signý voru fljót að velja sér leik vang saman. En Valgerður var inni hjá mömmu sinni og virtist döpur í bragði. Líklega hefur henni leiðst. Þetta sá móðir Jón- asar. Hún lét sækja hann og bað hann að hafa ofan af fyrir Val- gerði. Jónas var tregur til þess, en lét þó að vilja hennar. Kom til Valgerðar og taldi upp eitt og annað. sem gaman væri ag sjá, og svo fór að lokum, að börnin leiddust burtu, og er heim var BJARNI UR FIRÐh Stúdentinn lí Hvammi komið, hafði Valgerður tekið gleði sína. Jónas hafði sýnt henni svo margt furðulegt, að hún minnt- ist þess lengi og sumu gleymdi hún aldrei. Eftir þag var Jónas óskasveinn hennar. Þegar þau voru bæði læs og skrifandi, tóku þau að skrifast á. Valgerður tók því með hógværri gleði, er hún vissi síðar, að Jónas væri manns efni hennar. Þag var þeim báðum tilkynnt í skrifstofu sýslumanns, meðan fermingarveizla Valgerðar stóð yfir. Hún gleymdi aldrei þóttasvipnum, sem Jónas setti upp, er hann sagði: —- Eg er ekki farinn að hugsa um kvenfólk. — Þú átt að hugsa um konu- efni þitt. sagði stjúpi hans og hló. — Komdu, Valgerður, sagði Jón as. Þau hurfu út úr stofunni, en Sigurður hélt áfram að hlæja. — Þetta er afbragð, sagði hann j En sýslumann setti hljóðan. Þeir ræddust við um stund. — Eg skal sjá um strákinn. Þetta voru hans lokaorð. Sýslu maður hafði slegið því föstu, að dætur sínar gifti hann ekki fyrr en þær væru tvítugar. Næsta vor rann upp tvítugs- afmæli Signýjar. Þann heiðursdag skyldi hún giftast. Valgerður var aftur á móti átján ára næsta sum ar. Nú var þag ætlun feðranna, að þau Jónas opinberuðu um vor- ið. Svo átti Valgerður að sitja í festum til tvítugsalduT's. En það er svo margt, sem fer öðru vísi en ætlað er. Þeir stóru reyna það ekki síður en smæl- ingjarnir. Það hafði lengi verið tilhlökkunarefni systranna að verða nábýliskonur og eiga að eiginmönnum hina komungu, ágætu frændur. Það var því ekki að ástæðulausu, að Valgerður tæki fráhvarfi Jónasar seinlega. Og það gerði hún: — Jónas er að stríða mér, sagði hún. — Það er allt og sumt. Eg þekki hann nú orðið. En sýslumaður vissi, að Jónasi var engin stríðni í huga, heldur bláköld alvara. Hann fór hægt í fyrstu lotu. Reyndi þó að gera dóttur sinni það Ijóst, að gott hjónaband byggðist fyrst og fremst á sannri ást. í það minnsta væri ungu fólki, eins og þeim Jónasi, ótækt með öllu ag ganga út í ástlaust hjónaband. Sýslu- maður sagðist ekki efa, að Val- T í M IN N, föstudaglnn 8. já?.i 1962 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.