Tíminn - 08.06.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.06.1962, Blaðsíða 4
Það er með rakara líkt og tannlækna, að viðskipta- vinurinn er skelfing hjálp- arvana og umkomulaus í stólnum hjá þeim. Þó hefur viðskiptavinur rakarans það fram yfir viðskiptavin tann- læknisins, að hann getur nokkurn veginn talað og hlegið, án þess að þurfa að óttast að gleypa töng eða eitthvað annað miður kræsi legt. Auk þess hafa rakarar fengið orð fyrir að vera hin ir ræðnustu, og sagt er, að sumir fari jafnvel til rak- ara ftemur í því skyni að leita frétta heldur en til að fá rakstur eða klippingu. Það gefur auga leið, að rak- arar hljóta að kynnast mörgu fólki, skemmtilegu og ós'kemmti legu eins og gengur, fara hönd um um margs konar höfuð' og kjamma og heyra margar s'kemmtilegar sögur. Með þetta í huga hélt blaðamaður Tímans á fund eins af elztu rökurum borgarinnar, Eyjólfs E. Jó- hannssonar, sem hefur rakara- stofu í Bankastræti 12. Betra að vera stærri í dag — Það þýðir ekkert að hafa viðtal við mig, sagði Eyjólfur að bragði. Eg hef ekkert merki- legt að' segja, þó að ég sé rak- ari. Eg hef alltaf haft prýðilega viðskiptavini, og það gerist fátt, sem aðrir kynnu að hafa gaman af. — Þó kom einu sinni á stof- una til mín maður utan af það var ekki incrrisi G. Por- steinsson, — sem vildi fá rakst ur. Hann lenti í stól hjá lær- lingi og þóttist ekki vera ánægður með verkið. Eg bauðst þá til að bæta um betur, en hann vildi ekkeit með það hafa, sagðist ekki vera neitt tilrauna- dýr og snaraðist brott, án þess að borga. — Daginn eftir vildi svo til, að ég þurfti að bregða mér nið- ur á lögreglustöð, og meðan ég því, að komiö var með pennan sama mann, dauðadrukkinn, til að stinga honum í steininn. Þá datt mér nú í hug, að „honum hefði verið nær að vera minni í gær“. Það sr nefnilega betra að vera stærxi í dag en í gær, eins og þú veizt. Gott að vera rakari — Hvað er starfsævin orðin — Og hver er melstail þinn? — Eg er minn eiginn meist- ari, hef aldrei lært þetta. Eg byrjaði nefnilega á þessu, áðúr en lögin um rakaraiðnina komu til. Eg var fyrst í mánuð á Hótet Hafnarfjörður, síðan í ár á ísafir'ði, og loks fluttist ég hingað. Stofan mín í Banka- strætinu er orðin 38 ára göm- ul. — En þú? — Eg er ungur. Þú ræður, hvort þú segir, að ég sé kominn yfir sjötugt. Það er engin lygi. En ég er ungur samt. Það er gott að vera rakari. — Já, ég lærði ekki hjá nein- um, en sjálfur hef ég útskrif- að sex. Þeir eru allir góðir rak arar. Einum kenndi ég of mik- ið. Hann heitir Aron Guðbrands son og er miklu meiri i'akari en ég. Skakkaði aðeins einu ári — Þú hlýtur að hafa hand- fjallað mörg merk höfuð og kjamma? — Öll höfuð eru merk, og þá kjammarnir ekki síður. Ef út í það er farið, þá hafa ýms- ir kunnustu menn þjóðgrinnar verið viðskiptavinir mínir. En ég fer ekki að nefna nein nöfn. Eg gæti gleymt einhverj- um, og það gæti dregið dilk á eftir sér. Einu sinni var haft viðtal við rakara hér í bænum, sem taldi upp marga merka menn, sem hann hafði rakað. en gleymdi að geta Péturs Hoffmann, og þar missti hann góðan viðskiptavin. Pétur sagði mér þetta sjálfur. — Margir rakarar eru hinir mestu spekingar og höfuðskelja fræðingar. Eg vildi, að ég væri eins vel að mér og rakari einn i London, sem dr. Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, fór eitt sinn til. Hann sagði Jóni, hvað hann starfaði og hvað hann væri gamall, og það ^kakkaði aðeins einu ári. Hefur skipt vi8 4 ættliði — Nei, ég er enginn speking ur, en það er oft gaman á stof- unni hjá mér og ýmislegt, sem fýkur á milli. Eg þekki svo marga, og þeir koma stundum til þess eins að spjalla. Einu sinni kom Pétur Ingimundar- son, slökkviliðsstjóri, hér inn á stofuna með valdsmannssvip og kastaði að mér ýmsum hnút- um, en ég reyndi að borga fyr- ir mig eftir beztu 'getu. Við- staddir sátu með furðusvip, þangað til Pétur gat ekki leng- ur varizt. hlátri. Þá skildu þeir, að þetta var aðeins grín. — Já, rakari kynnist mörg- um. Og sonur kemur á eftir föður. T.d. get ég sagt þér, að í einu tilfelli er ég farinn að fást við 4. ættlið'inn. 1. ætt- liðurin var ekki fastur við- skiptavinur, en 2., 3. og 4. voru það, og sá 4. frá fæðingu. Og það er oftast meira en nóg að gera. Þó eru dagaskipti að því. Á rólegum dögum klæjar mann oft í fingurna að kippa inn til sín svona lubbakollum, eins og þér, þegar þeir ganga fram hjá. Smalinn þarf að lifa — Kvenfólkið kemur lítið' til mín, enda er ekki auðvelt að fást við það, nema það vilji drengjakollinn, en því er lítið að heilsa þessa dagana. Annars höfum við stúlku til að annast kvenfólkið, sem kemur. — Þú talar um lubbakolla eins og mig. En koma þá ekki til þín sköllóttir menn, sem e.t.v. þurfa enga klippingu? — Jú, jú, en þá geri ég mitt bezta tii að finna einhver hár. Þeir gera nú oft að gamni sínu og segjast ekki þurfa að borga eins mikið og þeir, sem hár- prúðari eru. En þá er ég vanur að svai'a þeim: Ef ég á að leita að hárinu, verð ég að fá fyrir bað, því að smalinn þarf að lifa, eins og aðrir. Annars gera menn yfirieitt aldrei athuga-’ semd við verðlagið í alvöru. Við höfum fastan taxta. Stundum koma þeir drukknir En það er auðvitað misjafn- lega gott að gera mönnum til hæfis. Leikarar eru anzi erf- iðir vifffangs. Einhvern tíma komst það í blöffin þcgar ég spurði Ævar Kvaran, hvort ég (Framhald á 15 sfðu) löng? — Eg byrjaði á þessu 1914. Eyjólfur mundar hnifinn. Hvort kjamminn er hluti af ráSherra eSa verkamanni, skiptir hann engu máli. Ljósmynd: TÍMINN, GE 6»H T I M I N N , föstudagitin 8. júní 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.