Tíminn - 08.06.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.06.1962, Blaðsíða 15
Aðalftindiir S.I.S. Framhald af 1. síðu. semi Sambandsins. Rekstur Sam- bandsins hefur verið hagstæður á árinu og veruleg aukning orðið í umsetningu þess. Samanlögð heild arvelta allra deilda Sambandsins árið 1961 var kr. 1.276,3 milljónir eins og fyrr segir. Mest varð hækk un á sölu Sjávarafurðadeildar, eða nánar tiltekið 50%, miðað við árið 1960. Umsetning helztu deilda Sam- bandsins var sem hér segir: Búvörudeildar 307.5 millj S j ávar af urðadeildar 352:2 — Innflutningsdeildar 235.6 — Véladeildar 98.8 — Skipadeildar 69.3 — Iðnaðardeildar 141.8 — Samanlögð velta þeirra deilda Sambandsins, sem fara með sölu innlendrar framleiðslu og iðnaðar- vöru, Búvörudeildar, Sjávarafurða- deildar og Iðnaðardeildar var 801. 5 milljónir króna. Hefur samvinnu hreyfingin aldrei skilað jafnmiklu í þjóðarbúið fyrr. Tekjuafgangur á rekstrarreikn- ingi 1961 varð 8.057 milljónir, og hafði þá afsláttur verið færður í viðskiptareikninga kaupfélaganna að upphæð kr. 2.313 milljónir. — Vextir af stofnsjóðum kaupfélag- anna hjá SÍS voru samtals kr. 4.5 Hugmyndasamkeppni Framhald af 9. síðu. ar hinna uppdráttanna eru arkitekt arnir Sigvaldi Þórðarson og Skúli Norðdal. 'Hugmyndauppdrættirnir lágu frammi aimenningi til sýnis í nýja barnaskólahúsinu á Patreksfirði í gær. Stjórnarnefnd félagsheimilis- ins skipa Svavar Jóhannsson, Jak- ob A. Helgason og Sæmundur J. Kristjánsson. í félagsheimili Pat- reksfjarðar eru 9 félög auk Pat- rekshrepps. Væntanlegum bygg- ingarkostnaði féíags og gistiheim- ilis er jafnað þannig niður, að eigendafélögin greiða 30%, Pat- rekshreppur 30% og félagsheimila sjóður 40%, en tekur þó ekki þátt í byggingu gistiheimilisins. Fyrir- hugað er, að hefja byggingarfram- kvæmdir, þegar uppdrættir hafa verið gerðir. — Fréttaritari. Allir hausar eru jafnir fyrlr mér Framhald af 4. síðu. mætti nú ekki klipa hann einu sinni eins og mann. Þeir þurfa alltaf að hugsa um hárið, leik- ararnir. — Svo er það nú til, að menn koma drukknir til mín, og það er ekki gott. Þeir vilja þá halda áfram að drekka inni á stof- unni. Einu sinni komu þeir nokkrir saman og ætluðu að láta flöskuna ganga á milli sín, en ég vildi ekki hafa það og rak þá út. Svo eru menn sér- vitrir. Margir vilja ekki láta aðra en mig eða annan koma nálægt sér, og það getur orðið til þess, að þeir verða að bíða lengur, meðan hinir hafa kann- ske ekkert að gera. Svo eru dældir og hólar í höfuðskelj- unum, sem maður verður að gæta sín á, þar má ekki klippa of snöggt. Minn haus eSa þinn haus — Annars eru allir hausar jafnir fyrir mér. Mér er sama, hvort ég klippi ráðherra eða verkamann. Báðir þjóna þeir landi Og þjóð, þó með ólíkum hætti sé, og þess vegna eru þeir líka jafn góðir. — Eg þykist líka vera þjónn þjóðarinnar og ekki verri en aðrir þjónar, en ég vil heldur ekki mikla mig af neinu. Eg vil engan snuða, aðeins gera mitt bezta. — Sem sagt: minn haus eða þinn haus — það er sama, hvor þeirra er, þeir eru báðir jafn góðir. — k. milljónir. Afskriftir af eignum kr. 11.222 milljónir. Kaupfélögin höfðu bætt hag sinn hjá Sambandinu á árinu 1981 um 13.6 milljónir króna. Rekstrarkostnaður Sambands- ins hækkaði nokkuð á árinu 1961, meðal annars vegna launahækk- ana. í laun fastra starfsmanna greiddi Sambandið kr. 68.4 milljón ir. Þar að auki voru greidd laun til fjölda manna, sem unnu við fram kvæmdir, t.d. byggingar. Námu all ar launagreiðslur samanlagt ánð 1961 82.2 milljónum króna. Á móti 77.3 milljónum árið 1960. Þrátt fyr ir þessa launahækkun lækkar launakostnaður vegna fastra starfs manna miðað við umsetningu úr 5.94% í 5.36%. Gengistap á árinu vegna erlendra skulda annarra en til skipakaupa, varð 4.4 milljónir króna. f opinber gjöld útsvör Qg skatta greiddi Sambandið 5.2 milljónir króna árið 1961. Hækk- aði sá liður um 1.7 milljónir frá árinu 1960. Framkvæmdir voru með meira móti á árinu. Byrjað var á stór- byggingu við Ármúla 3 í Reykja- vík, en það húsnæði er fyrst og fremst ætlað Véladeild Sambands- ins. Hafin var bygging nýs verk- smiðjuhúss á Akureyri fyrir Fata- verksmiðjuna Heklu, en starfsemi hennar er ört vaxandi, einkum framleiðsla á ullarpeysum, sem seldar eru erlendis. Verksmiðjan hefur verið í leiguhúsnæði. Hið nýja verksmiðjuhús er 2000 fer- metrar. í nóvember s.l. var hafin bygging verksmiðjuhúss í Hafnar- firði. Verður þar unnið að tilraun- um O'g nýjungum í framleiðslu fiskafurða. En uppistaðan í fram- leiðslunni til að byrja með verð- ur reyking áls fyrir útflutning. Á Stórólfsvelli var reist verksmiðja fyrir heymjölsframleiðslu og korn þurrkun. Á árinu var samið um smíði á nýju Sambandsskipi, er hér um að ræða olíuskip, er flytja skal olíu milli íslenzkra hafna. Er það 1100 lestir að stærð og á að afhendast næsta haust. Á árinu tókst að útvega lán hjá sænska samvinnusambandinu að upphæð 2 milljónir sænskra króna. Hluta þess láns verður varið til Heklu- hússins á Akureyri, en meirihlut- inn er ætlaður til kjötiðnaðarstöðv ar, sem fyrirhugað er að reisa á Kirkjusandi í Reykjavík. Allmikið fjármagn þurfti í þess ar framkh'æmdir. Var fengið 2 millj. króna lán hjá sænska sam- vinnusambandinu og einnig lán hjá Samvinnutryggingum. Á ár- inu var hafinn lokaundirbúningur að stofnun vörumiðstöðvar á veg um Sambandsins og miðag við, að hún yrði reist á lóð Sambandsins á Granda í Reykjavík. Lánsloforð fékkst hjá Bandaríkjastjórn fyrir 12 milljón króna láni og ætlaði Landsbanki íslands^ að ábyrgjast lánið. Ríkisstjórn íslands kom í veg fyrir þá lánveitingu og er það í fyrsta sin í sögu þessara bandarísku lána, ag slíkt er gert. Skortur á rekstrarfé háði starfseminni mjög á árinu, og jók gengislækkunin f ágúst enn rekstr arfjárþörfina. Þrátt fyrir fjárskort er hreyfingin þó fjárhagslega ábyrg. Lánastofnanir og ríkissjóð- ur hafa ekki orðið fyrir töpum vegna lána eða ábyrgða fyrir sam- vinnufélögin. Töp ríkissjóðs vegna annarra aðila nema samt mjög há- um fjárhæðum. Hreyfingin er íiárhagslega traust, en þarf að verða fjárhagslega sjálfstæð. Á árinu gengust samvinnufélög in fyrir því, að almennasta og víðtækasta verkfall. sem sögur fara af hér á landi. varð leyst og þjóðarbúinu forðað frá miklum skaða. M. a. var síldveiðunum biargað. en þar reyndist gjaldeyr isöflunin um sumarið um 600 milljónir króna. Stjórnarvöld og j viss blög gerðu harða hríg að sam j vinnuhreyfingunni fyrir þessa samnincn. en þær hnútur hittu j ekki mark. i f ræðulok mælti formaður Sam bandsins, Jakob Frímannsson, á þessa leið: „Ósk mín til sextíu ára afmælisbarnsins nú í dag er fyrst og fremst sú, að samvinnu- hugsjónin fái að þroskast og bless ast um land allt og ekki sízt í höf uðborginni, þar sem allt of fáir hafa enn gert sér ljóst, hversu ■samvinnan og samtakamáttufinn er mikilsverður, jafnt í verzlun og viðskiptum sem á öðrum svið- um“. Forstjóra Sambandsins, Erlendi Einarssyni, fórust orð ag lokum á þessa leið: „Þegar við sanrvinnu menn hefjum sjöunda áratuginn í starfi Sambandsins, getum við verið bjartsýnir. Að mínu áliti bíða okkar stórkostleg tækifæri. Samvinnumenn hafa byggt upp stór fyrirtæki og sterka hreyf- ingu og vig höfum skipulagið, sem búið^ er að herða í áratuga reynslu. Á þessum sextugasta að,- alfundi Sambandsins ef ég bjart- sýnn á framtíðina". Skýrslur framkvæmdastjóra Að loknum skýrslum formanns og forstjóra fluttu framkvæmda- stjórar deilda skýrslur sínar, þeir Helgi Pétursson, framkvæmda- stjóri Búvörudeildar, Valgarð J. Ólafsson, framkvæmdastjóri Sjáv arafurðadeildar, Helgi Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Innflutn- ingsdeildar, Hjörtur Hjartar, fram kvæmdastjóri Skipadeildar, Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri Véla- deildar og Harry Frederjksen, framkvæmdastj óri Iðnaðardeildar. Síðan hófust umræður um skýrsl- urnar. í dag verður fundi haldið áfram. Þá flytur Páll H. Jónsson, for- ■stöðumaður fræðsludeildar erlndi um fræðslu- og félagsmál og um- ræður verða í tilefni þess. Þá verða og önnur mál og í fundarlok kosningar, þar á meðal' í stjórn Sambandsins. Rýkur úr nýjum sprungum Framhald af 1. síðu. runnið þar og sameinazt aðal- hrauninu. Allt var snjóhvítt þarna inn- frá, en á hrauninu var ekki snjó- korn. Þag var kolsvart yfir að líta og víða rauk úr því, en eng- inn eldur sást í því. Inni í Öskju sá ekki dökkan díl. Hraunið var allt frauðkennt og verður senni- jlega auðvelt að ryðja veg yfir j það. Við Víti að sunnan og austan : var komin sprunga síðan í haust !' og rauk mikið úr henni. Önnur sprunga var komfn milli Vítis og Bátshrauns, sem líka rauk mikið úr. E.D. . Æsku lýðstón leikar i T«<ilistarfélagsins Tónlistarfélagið hefur feng- ið hingað til lands bandaríska baritónsöngvarann John Lang- staff, og mun hann halda tvenna tónleik fyrir styrktar- félaga Tónlistarfélagsins. Auk þess heldur hann eina æsku- lýðstónleika, en þeir eru nýj- ung í starfsemi félagsins. Að sjálfsögðu er öllum heimill aðgangur að tónleikunum, en for- eldrar eru hvattir til þess að senda ekki börn sín yngri en 10 ára ein- síns liðs á tónleikana, þar eð nokk- uð hefur borið við að truflun verði að því. Fyrstu æskulýðstónleikarn- ir og þeir einu i vor vérða á hvítasunnudag kl. 15. Tónleikar fyrir styrktarfélaga Tónlis-tarfélagsins. þeir fjórðu á árinu verða í Austurbæjarbíói föstudaginn 8. júní kl. 19, og laug- ardaginn 9. júní kl. 16. Charles Crovder sér um undirleik. de Gaulle í sjónvarpi NTB—París, 7. júní. Mikil eftirvænting ríkir nú í París, vegna sjónvarpsræðu þeirrar, sem de Gaulle mun halda annað kvöld. Nú hefur aftur brugðizt til hins verra í Alsir, þar sem OAS- menn hafa byrjað glæpaverk að nýju, og eru menn þvi sérstak- lega spenntir að heyra, hvað de Gaulle hefur um ástandið í Alsír að segja. Forsetinn mun fyrst og fremst fjalla um væntanlega þjóðarat- kvæðagreiðslu í Alsír, en sumir fréttamenn telja, að hann muni einnig víkja að máli Jouhaud, hins dauðadæmda, en aðrir full- yrða, að ekkert verði gert í máli hans fyrr en atkvæðagreiðslan 1. júlí hefur farið fram. Óskar í íhaldsfótspor Framhald ?f 16. síðu. Sandholt, Guðmundur Sigurðsson og Einar Ágústsson og. til vara Gísli Halldórsson og Kristján Bene diktsson. Fá Framsóknarmenn þannig fulltrúa í hafnarstjórn. Ut- an borgarstjórnar voru kjörnir í hafnarstjórn Hafsteinn Bergþórs- son og Jón Sigurðsson, sem vann á hlutkesti. Frá kosningum í aðrar nefndir verður sagt síðar. STOKKHÓLMUR - REYKJAVlK Svart: F. Ekström Svartur lék síðast. 38. . . . Rd8-f7. Hvítur — Friðrik Ólafsson — svar ar með 39. a4-a5. Fornleifafundur Framhald af 16. síffu. vettvang og hóf gröft þarna. Það kom í ljós, að þarna var um mjög gamla og illa faina beinagrind að ræða, sem er örugglega um 1000 ára gömul. Vegna rigningar varð Gísli frá að hverfa, til þess að spilla ekki fundin- um, og ætlar nú að sæta lagi, þegár veður batnar, að grafa beinin upp. Hann fór á Þjóðminjasafnið með haus- kúpuna og eina glerperlu, sem hann fann. Hauskúpan er næstum óþekkjanleg enda hefur hún ekki verið hreinsuð enn. Glerperlan er á stærð við títuprjónshaus og vonast Gísli til að finna alla perlufestina, þegar hann tekur aftur til við gröftinn. 2. síðan líka, ef komið væri á samhreins- un og sammatseld. Það ákjósan- legasta fyrir konur væri, að hafa eins lítið að gera við heimilis- störf og unnt er. Blaðamaðurinn: .Hvað teljið þér ákjósanlegustu forsendurnar fyrir hjónabandi? Russel: Það nauðsynlegasta liggur í augum uppi. Þau verða að unnast heitt. Þau verða að geta komið sér saman um hlut- ina Komi upp ósamkomulag, verða þau að vera fær um að greiða úr því með viðræðum. Þau verða að forðast að ráðast á það, sem hinu er er mikilvægt. Ég hef vitað um hjón, sem höfðu verið gift í fjörutíu ár án þess að þekkjast raunverulega. Þau höfðu enga andlega snerti- punkta. Eigi hjónaband að verða farsælt, verða slíkir snertipunkt- ar að vera til milli aðilanna. Þessi innri snerting leiðir af sér gagnkvæma virðingu. Og gagn- kvæmt virðing er afar þýðingar- mikil og afar sjaldgæf. Reisa kjötfrystihús Framhald af 7. síðu. ísl. samvinnufélaga voru kjörnir Magnús Kristjánsson kaupfélags- stjóri og Björn Fr. Björnsson sýslumaður. Fundurinn samþykkti einróma eftirfarandi tillögur: Aðalfundur Kf. Rangæinga, haldinn að Hvoli, 26. maí 1962, skorar á ríkisstjórnina að sjá um að Seðlabankinn veiti 67% lán út á kartöflur og aðrar afurð'ir land búnaðarins, eins og tíðkazt hefur með sjávarafurðir. Áðalfundur Kf. Rangæinga, haldinn að Hvoli, 26. maí 1962, •mótmælir harðlega 1% gjaldi tii stofnlánasjóðs landbúnaðarins og skorar á hæstvirt Alþingi, að nema ákvæði þetta úr lögum þeg ar á næsta þingi. ÞAKKARÁVÖRP Þakka hjartanlega öllum, sem glöddu mig á sjö- tugsafmæli mínu þann 5. júní s.l. Sigríður Jónsd. Magnússon. ínnilegar þakkir færi ég þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum, á 70 ára afmæli mínu. Árni Jónsson, frá Tungufelli. innilegar þakklr færum vi3 öllum, nær og fjær, fyrlr auS. | sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, : móður okkar, tengdamóður og ömmu, Theódóru Kristjánsdóttur Háteigsvegi 28. Þorkeli Guðbrandsson, börn, tengdabörn og barnabörn. TIMINN, föstudaginn 8. júní 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.