Tíminn - 08.06.1962, Blaðsíða 1
ftlunfö aS ti.lkynna
vanskil á blaSinu
í síma 12323
fyrir ki. 6.
Afgreiðsla, auglýs-
ingar og gjaldkeri
Tímans er í
Bankastræti T
Rýkur úr
nýjum
sprungum
Akureyri, 7. júní.
Um síðustu helgi var farið
inn að Öskju í fyrsta sinn í vor
og kom þá í Ijós að talsverð-
ar hreyfingar hafa orðið þar,
síðan síðast var vitað í haust.
Tvær nýjar sprungur hafa
myndast við Víti og rýkur úr
þeim. Svo virðist einnig, sem
nýtt hraun hafi runnið við jað-
ar hraunsins, sem rann í fyrra.
Þag voru þeir félagar Angan-
týr Hjálmarsson og Valgarður
Snæbjörnsson, sem fóru um sfð-
ustu helgi austur í Öskju. Veg-
urinn var sæmilega góður. Þeir
töldu, að hraunið hefði ekki
runnið neitt að ráði síðan í haust,
en það vakti athygli þeirra, að
gufumökkur mikill var austan í
Dyngjufjöllunum við hraunjaðar-
inn og virtist sem hraun hafi
Framhald á 15. síðu.
riEILDARVELTA SIS VARÐ
276 MILLJ. ÁRID 1961
Sextugasti aðalfundur
Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga var settur í
gærmorgun að Bifröst í
Borgarfirði og voru mætt
ir þar rúmiega hundraö
fulltrúar og gestir. Ár-
feröi var gott til lands og
sjávar á siáastliðnu ári,
enda sýna reikningar SÍS
mjög hagstæöa afkomu.
Samanlögð heildarvelta allra
I tilefni af sextíu ára afmæli
Sambands ísl. samvinnufélaga
hafði verið gefin út mjög myndar-
leg ársskýrsla fyrir árið 196.. Er
hún prýdd fjölda mynda og lit-
prentaðra línurita. Er þar að finna
yfirlit yfir rekstur sambandsius og
einstakra deilda þess, ársreikninga
oð ýmsar aðrar upplýsingar. Þá
hefur verið gefið út sérstakt afmæl
ishefti af Samvinnunni, sem helg-
að er sextíu ára afmæli Sambands
ins. Bæði ársskýrslunni og afinælis
hefti Samvinnunnar, var útbýtt til
fundarmanna, áður en íundur
hófst.
Formaður Sambandsins, Jakob
Frímannsson, setti fundinn og
bauð fundarmenn velkomna. Ávarp
aði hann sérstaklega heiðursgesti
fundarins, Sigurð Kristinsson, fy.rr
verandi forstjóra og frú, Jón Árna
son, fyrrv. bankastjóra og frú, og
Björn Kristjánsson, fyrrv. kaupíé-
lagsstjóra, en þeim hafði verið boð
ið að sitja fundinn. Fleiri forystu-
mönnum samvinnuhreyfingarinnar
hafði einnig verið boðið, en þeir
gátu ekki mætt. Þá minntist for-
maður Bjarna Guðmundssonar,
fym'. kaupfélagsstjóra í Höfn í
Hornafirði, sem nú er nýlátinn.
Fundarstjórar voru kosnir: Jör-
undur Brynjólfsson og Baldur
Baldvinsson. Fundarritarar: Ilall-
Narfi læddist úr
grímur Th. Björnsson og Angantýr
Jóhannsson.
Hagsfæöur reksiur
Formaður Sambandsstjórnar
flutti skýrslu stjómarinnar, og
forstjórinn, Erlendur Einarsson,
gerði ýtarlega grein fyrir rekstri
Sambandsins árig 1961. Var í ræð
um þeirra að finna margs konar
upplýsingar um rekstur og starf-
Framhald á 15. síðu.
deilda Sambandsins varð á ár-
inu 1961 rúmar 1276 milljónir
króna eða rúmlega 236 millj-
ónum meiri en árið áður, sem
er 2,7% aukning. Tekjuafgang
ur SÍS varð rúmar átta millj-
ónir, mun meiri en nokkru
sinni áður.
Rétt til fundarsetu á aðalfundin-
um áttu 102 fulltrúar frá 57 kaup-
félögum í urnboði 31.548 félags-
manna. Á fundinum mættu einnig
stjórn, forstjóri, framkvæmdastjór
ar og endurskoðendur Sambands-
ins, auk nokkurra starfsmanna og
gesta.
Klukkan 11 á þriðjudags-
kvöldið læddist togarinn Narfi
úr Reykjavíkurhöfn og tók
stefnu til Akureyrar til þess
að lesta þar 5000 sekkjum af
gullauga, sem allt átti að fara
í hermenn hennar hátignar á
Bretlandseyjum. Við lá, að
þessi lestun yrði hindruð af
verkalýðsfélögunum, en kom-
ið var í veg fyrir það á síðustu
stundu, svo að lestunin gekk
öll slysalaust í gær.
Jón Sigurðsson hjá sjómanna-
félaginu sagði blaðinu í gær-
kveldi, að Guðmundur Jörunds-
son, eigandi Narfa, hefði farið
þess á leit, að Sjómannafélag
Reykjavikur veitti heimild til
þess, að togarinn flytti kartöflur
til Bretlands og kæmi aftur með
síldartunnur frá Noregi. Þessari
beiðni var hafnað, en Narfi sigldi
samt úr höfn á farmannasamn-
ingum. enda mun Vinnuveitenda
sam^and fslands hafa t.alið það
heimilt.
Samkvæmt beiðni sjómannafé-
lagsins sendi Alþýðusamband ís-
lands í fyrradag skeyti til Skrif-
stofu verkalýðsfélaganna á Akur-
eyri og bað um. að lestuniri yrði
hindruð. Við nánari athugun
taldi lögfræðingur sjómannafé-
lagsins, að ekki væri unnt að
stöðva skipið, án þess ag félagið
ætti skaðabótakröfu yfir höfði
sér frá hendi útgerðarmannsins.
Var því stöðvunarbeiðnin dregin
til baka meg öðru skeyti í dag.
í gær sendu sjómannasamtökin
síðan Félagi íslenzkra botnvörpu-
skipaeigenda tilkynningu til við-
bótar áður sendri verkfallsboðun
dagsettri 26. febrúar 1962. Er lýst
yfir vinnustöðvun á togurunum
frá og með 15. júni næst komandi
vig hvers konar vöru- og mann-
flutninga, hvort heldur er milli
hafna innanlands eða til annarra
landa; síldar- eða vöiuflutninga,
síld-veiða, fiskveiða í net, nót, á
línu eða handfæri, eða fiskveiða
á hvaða annan hátt sem er, síldar-
eða fiskleitar, eða hvaða annarrar
starfrækslu. sem er.
í bréfinu segir, að verkfallsboð-
unin sé byggð á því, að farið sé
að nota skipin til annarrar starf-
semi en áður hefur tíðkazt og síð-
ustu samningar taka til, en engir
samningar eru i gildi milli sjó-
mannafélaganna og FÍB um þessa
starfsemi skipanna eða við aðra
atvinnurekendur, hvað við kemur
þessari gerð skipa.
ALgert siglingabann er því á
togurunum frá og meg 15. þ. m.