Tíminn - 09.06.1962, Side 1
Munið að tilkynna
vanskii á blaðircu
í síma 12323
fyrir kl. 6.
Afgreiðsla, auglýs-
ingar og gjaldkeri
Tímans er í
Bankastræti 7
JARNSMIDIR SOMDU
TIL TVEGGJA ÁRA
Á hádegi í gær tókst
samkomulag milli samn-
inganefnda fétags járniðn
aðarmanna og meistara-
félags járniðnaðarmanna,
og voru samningar undir-
FRYST
VÍNAR-
BRAUÐ
Eftir um þaö bil eina viku
mun brauðgerðarhús Mette
Munks í Óðinsvéum hefja
framlciðslu á djúpfrystum
vínarbrauðum, sem ætlunin
er a'ð selja til Bandaríkj-
anna.
SiSintu mánuðina hafa
hinar miklu vélar, sem
fjöldaframleiðsla af þessu
tagi krefst, verið reyndar,
en vonir standa til, að fram-
Ieiðslan geti hafizt af fullum
krafti þann 1. júlí. Reiknað
er með, að hinar fljótvirku
vélar muni geta framleitt
25 þúsund vínarbrauð á
klukkustund. TJm 70 manns
munu starfa við framleiðsl-
una.
ritaðir með fyrírvara um
samþykki féiagsfunda.
Eftir hádegið voru samn-
ingarnir samþykktir á
fundum beggja félaganna
og vinnustöðvun þegar
aflýst. Vinna hófst aftur í
járnsmiðjum laust eftir
klukkan fimm í gær.
Samkvæmt samningunum hækk
ar vikukaup sveina úr kr. 1310
í kr. 1440, eða um tæp 10%.
Samningarnir fela í sér tvö ný
kaupgjaldsákvæði: Kaup járniðn-
aðarmanna verður kr. 1510 á
viku eftir þriggja ára starf hjá
sama fyrirtæki og kr. 1545 á viku
eftir fimm ára starf hjá sama
fyrjrtæki. Báðir þessir aldurs-
flokkar báru áður kr. 1310 úr
býtum á viku.
í þessari hækkun er innifalin
sú 4% hækkun, sem gert var ráð
fyrir 1. júní, en hækkunin er
alls mun meiri en gert var ráð
fyrir.
Samningarnir gilda frá undir-
ritun, 8. júní þessa árs til 15.
aprfl 1964, með öllum þeim
ákvæðum, sem eru í almennum
kjarasamningum, um heimild til
uppsagnar með mánaðar fyrir-
vara hvenær sem er, ef vísitala
framfærslukostnaðar hækkar um
ákveðinn stigafjölda á ákveðnum
tíma, og heimfld til uppsagnar breyting á gengi íslenzku krón-
með mánaðar fyrirvara, verði unnar.
endur-
©o
í dag, 8. júní var aðalfundi
Sambands ísl. samvinnufélaga
haldið áfram að Bifröst. í gær
kvöldi voru reikningar Sam-
bandsins samþykktir og tekin
var ákvörðun um ráðstöfun
tekjuafgangs.
Eftir tillögu frá Sambandsstjórn
var samþykkt að endurgreiða af,
tekjuafgangi 1961 til kaupfélag-|
anna 3% af kaupum þeirra hjá^
Innflutningsdeild, Véladeild og
Iðnaðardeild, samtals kr. 7,099,806.1
69. Áður hafði félögunum verið
fært til tekna í viðskiptareikninga
afslættir að upphæð 2,3 milljónir
og vextir af stofnsjóðum námu 4,5
millj. Heildarendurgreiðsla til
kaupfélaganna vegna rekstursins
1961 nemur þannig 13,9 milljónum
króna.
Fundurinn í dag hófst með er-
indi Páls H. Jónssonar um félags-
og fræðslumál og að því loknu um-
ræður um önnur mál.
Samþykkt var tillaga um það, að
Sambandsstjórn láti safna heim-
ildum og rita ævisögu Hallgríms
Kristinssonar, fyrrv. forstjóra Sam
bandsins með það fyrir augum að
halda síðan áfram ritun á ævisög-
um annarra samvinnuleiðtoga. *
Samvinnubanki
Samþykkt var, að Samband ísl.
samvinnufélaga gerist aðili að
stofnun Samvinnubanka íslands hf.
með hlutafjárframiagi að upphæð
kr. 5,5 milljónir.
Þá skýrði Erlendur Einarsson,
forstjóri, frá því, að flest kaup-
félög landsins hefðu þegar tilkynnt
þáfttöku sína í stofnun bankans |
með hlutafjárloforðum.
Fupdurinn lýsti eindregið stuðn-
ingi sínum við þá ákvörðun Sam-
bandsstjórnar, að leggja fram lj
milijón króna til jarðvegsrann- j
sókna í þágu landbúnaðarins í til-
efni af 60 ára afmæli Sambands
ísl. samvinnufélaga i
Að loknum hádegisverði flutti
Helgi Bergs, verkfræðingur, erindi
um efnahagsþróunina í Evrópu og
íslenzku samvinnuhreyfinguna. Síð
an fóru fram kosningar. Kjörtíma
í Sambandsstjórn höfðu lokið Ey-
steinn Jónsson og Guðmundur Guð
mundsson. Voru þeir báðir endur-
kosnir. Varamenn í Sambands-
stjórn voru kjörnir: Guðröður
Jónsson, Kjartan Sæmundsson,
Bjarni Bjarnason. Jón Skaftason1
var endurkjörinn endurskoðandi
Sambandsins og varaendurskoð-:
andi Guðbrandur Magnússon j
Stjórn Sambands ísl. samvinnufé-
laga er nú þannig skipuð- Jakob
Frímannsson, formaður. Eysteinn
Jónsson, varaformaður, Þorsteinn
Jónsson, Þórður Pálmason, Skúli
Guðmundsson, Fmnur Kristjáns-
Framhald á 2. síðu. 1
Ljósmyndlr þessar tók Þorvaldur
Ágústsson fyrlr Tímann í Bifröst,
meðan aðalfundurinn stóð. Hér að
ofan er Jakob Frímannsson, formað
ur stjórnar Sámbandsins, en til hlið
ar eru þeir Eysteinn Jónsson, vara-
formaður og Erlendur Einarsson,
forstjóri, og allir eru þeir að flytja
skýrslur sínar.
MISSA
SUMAR-
FRÍIN
Einkaskeyti frá fréttaritara
Tímans í Khöfn.
Dönskum blöðum verður í
*!ag mjög tíðræft um erfið-
leika þá, sem væntanleg
álagning söluskatts á hinar
ýmsu vörur, muni hafa í för
með sér fyrir þá, sem við
verzlun og viðskipti fást.
Segja dönsku blöðin, að þús-
undir manna muni nú neyðast
til að hætta við sumarfrí sín,
vegna hina ýmsu erfiðleika,
sem söluskatturinn mun hafa
í för með sér.
Þar sem nú virðist útlit fyrir,
að menn verði af sumarfríum sín-
um vegna röskunar þeirrar, sem
söluskatturinn mun valda, vaknar
sú spurning, hvort þetta fólk eigi
ekki rétt á skaðabótum.
Þá segja dönsku blöðin, að bú-
ast megi við ,,jólaönnum“ í verzl-
unarlífi Danmerkur a.m.k. fram
að 1. ágúst, en þá kemur söluskatt-
urinn til framkvæmda.
Fjöldi fyrirtækja hefur þegar
ákveðið, að engin sumarfrí skuli
verða í júlímánuði a.m.k. — Aðils.