Tíminn - 09.06.1962, Page 2

Tíminn - 09.06.1962, Page 2
Rotturnar sluppu við taugaáfall Rotturnar voru látnar sæta sðmu meðferð og margir nú- tímamenn verða að þola. Öðru hverju gall í eyru þeirra óvæntur hávaði. Rott- urnar gátu aldrei vitað, hve- nær ósköpin byrjuðu, og gátu því ekki vanið sig við hávaðann. Smám saman hafði þetta áhrif á tauga- kerfið. Þær urðu taugavefkl- aðar. Sjúkdómnum var mætt með lyfi, sem margur maðurinn hef- ur litið hýru auga. Þeim var gefið í staupinu. Tilgangurinn með því var auðvitað sá að kom- ast eftir, hver áhrif áfengis á taugaveiklun væru. Og það kom í ljós, að munurinn var mikill hjá rottunum. Þær, sem höfðu verið kvaldar með hávaðanum lengi og voru orðnar taugaveiklaðar, fengu enga bót af áfenginu. Þær urðu þvert á móti áfengissjúklingar. En áfengið var hinum til mikill- ar hjálpar, sem fengu það, áður en taugakerfið var farið úr lagi. Það vann gegn hrifum hávaðans, og annað hvort sluppu þessar rottur algerlega við taugabilun, ellegar það tafðist til muna, að þær fengju hana. Leon Greenberg frá Yalehá- skólanum hefur staðið fyrir þess eSa urðu áfengissjúklingar Hann talaði um tvær gamlar konur, sem höfðu lifað starfs- sömu og ánægjuriku lífi fram til sjötugs, en þá fórm þær að um tilraunum. Hann lagði nið- urstöðurnar nýlega fyrir ráð- stefnu, þar sem saman komu sál- fræðingar, læknar, þjóðfélags- fræð'ingar og lífefnafræðingar til að ræða kosti og galla áfeng- is. Skoðun Greenbergs sjálfs á málunum er ákveðin: — Áfengi er bezta róunarlyfið, sem völ er á, og það, sem auðveldast er að ná í. En eins og Ijóst var af rottu- tilraununum hefur þetta öruggasta róunarlyf sína van- kanta. Fjöldi áfengissjúklinga í öllum löndum talar sínu máli. Nú er auk þess sífellt að færast i vöxt, að unglingar komist mjög snemma í kynni við kosti áfengisins — og ókosti þess um leið. Því lækningin er því erf- iðari, því yngri sem menn eru, þegar þeir leggjast í ofdrykkju. Með tilliti til þessa er undar- legt, hve fast þátttakendur á ráð stefnunni mæltu með áfengi. Greenberg, sem er lífeðlisfræð- ingur að mennt, fékk á sitt band fjölda annarra þátttakenda. Dr. William Dock frá Brooklyn lagði finna til ellinnar. Tvær þeirra áherzlu á það gagn, sem roskið leituðu á náðir portvíns, en sú fólk getur haft af áfengi. þnðja fékk sér róandi lyf, sem — Þeir eru til, sem drekka of hún tók inn í áfengi. Sú síðast mikið, sagði hann. — En þeir nefnda var afar hreykin yfir að eru líka til, sem drekka of lítið. sleppa við víndrykkjuna, en all- ar þrjár nutu lífsins og urðu þægilegri í umgengni. Og þær lifð'u til hárrar elli, ein af þeim varð fast að því hundrað ára. Nú sannar auðvitað ekkert, þótt einhver læknir þekki af tilviljun þrjár gamlar konur. En hæfi- legt ábyrgðarleysi, sem ökumönn um er til sem mestrar bölvunar, getur verið gagnlegt fyrir margt eldra fólk, sem hefur orðið lítið að segja af vanþakklátum börn- um og býr við minnkandi kunn- ingjahóp. En þótt það sé einkum gamla fólkið, sem daglegur skammtur getur verið til gagns, er það síð- ur en svo það eitt, sem þetta á við. Nútímamenn lifa við skil- yrði, sem færa þá stöðugt nær taugaveiklun. Og þeim má hjálpa eins og rottum Greenbergs fyrir taugaáfallið. Með tilliti til þessa mælti dr. Giorgio Lolli sterklega með glasi fyrir máltíðir. Margt fólk þolir ekki hraða tímans, af því : ................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................... " að það getur ekki slappað milli allra þeirra áhrifa, sem rignir yfir það daginn út. Og margir eiga erfitt með að leysa Framhald á 15. síðu. Matreiðslan er auðveld og bragðið ljúffengt ROYAL SKYNDIBÚÐINGUR Mœlíð 1/2 liter af kaldri mjólk og hellið i skál. Blandið ínnihaldi pakk- ans saman við og þeyt- / íð i eina mínútu — Bragðtegundir- — Æ Súkkulaði Ær Karamellu JK&i Vanillu íarðarberja Járnsmiðir Nokkrir járnsmiðir eða menn vanir járniðnaði, óskast strax. Mikil vinna. Járnsmiðja Gríms & Páls Bjargi við Sundlaugaveg. Sími 32673 Kjararáð BSRB kosið Á fundi sínum síðast liðinn fimmtudag valdi stjórn B.S.R.B- til trúnaðarstarfa þeirra, sem á- kveðin eru í lögum um kjara- samninga opinberra starfs- manna. I Kjararáð, er fer með samninga af hálfu bandalagsins, voru valin: Kristján Thorlacius formaður B.S.R.B. Guðjón Baldvinsson gjaldkeri B.S.R.B. Inga Jóhannesdóttir fulltrúi, Landsímanum. Magnús Þ. Torfason prófessor. Teitur Þorleifsson kennari. Valdir voru jafnmargir vara- menn í Kjararáð og eru þeir: ' Jón Kárason aðalbókari. Anna Loftsdóttir hjúkrunar- kona. Páll Hafstað fulltrúi. Flosi Sigurðsson veðurfræðing- ur. Valdemar Ólafsson flugumferð arstjóri. Þá var skipaður fulltrúi B.S.R.B. í Kjaradóm til fjögurra ára: Aðalmaður: Eyjólfur Jónsson skrifstofustjóri. Varamaður: Magnús Eggerts- son lögregluvarðstjóri. I Kjaranefnd af hálfu bandalags- ins voru skipuð: Aðalmaður: Kristján Thorla- cius formaður B.S.R.B. og Varamaður: Valborg Bentsdótt ir skrifstofustjóri, og ákveð- ur þing B S.R.B. um lengd kjörtímabils kjaranefnda- manna. Samkvæmt lögum um kjara- samninga, er ákveðið að samn- ingar geti hafizt 1. ágúst n.k. Bandalagsstjórn hefur því fyr- ir nokkru hafið undirbúnings- starf, og ráðið í því skyni starfs- menn. Skrifstofan er að Bræðraborg- arstíg 29 III. — húsi B.S.R.B. — og er opin alla virka daga kl. 16 —18 nema á laugardögum fyrir hádegi kl. 10—12. Til að kynna sér hvernig hátt- að er um starfskjör öll hjá með- limum bandalagsins, lét stjórnin gera eyðublað, sem hver einstak- ur starfsmaður á að útfylla, og annast félögin dreifingu þeirra og innköllun. Eru mörg félögin vel á veg komin með verk þetta, en höfuðnauðsyn er að verki þessu sé hraðað svo sem verða má, þar sem starfslýsing sú, er fæst með þessu móti er grund- völlur fyrir skipun starfsmanna í ákveðna launaflokka. Þá hefur þess og verið farið á leit við félögin, að þau tilnefni fulltrúa í launamálanefnd, er verði Kjararáði til aðstoðar við hin fjölþættu vandamál og við- fangsefni, er leysa þarf áður en tillögur verða lagðar fram og meðan á samningum stendur. Samningaviðræður munu standa a.m.k. fram til næstu ára- móta, en þá mun sáttasemjari hefja samningaumleitanir, ef ekki hefur samizt. Komi til úr- skurðar Kjaradóms, er hann ekki væntanlegur fyrr en í júnílok næsta ár, en hinir nýju samn- ingar ganga í gildi 1. júlí 1963. Frá stjórn B.S.R.B 8/6 1962. 2 T f M IN N , laugardaginn 9. júní 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.