Tíminn - 09.06.1962, Page 8
SJÖTUGUR
Steinþór Þórðarson
bóndi á Hala
Steinþór Þórðarson bóndi á Hala
í Suðursveit er sjötugur á morgun.
Hann hefir um langt skeið verið
þjóðkunnur maður fyrir mikil og
margs konar störf í þágu landbún
aðaríns og bændastéttarinnar og
einarða þátttöku í félagsmálum
til almenningsheilla. Hann er
fæddur 10. júní 1892 á Hala og hef
ur alla ævina átt þar heima. For-
eldrar hans voru þau hjónin Þórð
ur Steinsson og Anna Benedikts-
dóttir, er bjuggu á Hala nokkur
seinustu ár liðinnar aldar og fyrstu
fjórtán ár þessarar. Voru þau bæði
af skaftfellskum ættum, í Suður-
sveit og Nesjum. Steinþór ólst upp
hjá þeim ásamt tveimur bræðrum
sí'num, Þorbergi rithöfundi, en
hann er elztur þeirra, og Benedikt
bónda á Kálfafelli, sem er tveim
árum yngri en Steinþór.
Vorið 1915 tekur Steinþór við
jörðinni af foreldrum sínum og
reisir bú á Hala, en árið áður
kvæntist hann heitmey sinni,
Steinunni Guðmundsdóttur bónda
á Skálafelli og víðar, en hún var
fósturdóttir hinna merku hjóna
Þorsteins Arasonar og Elínar
Jónsdóttur er bjuggu lengi á
Reynivöllum, næsta bæ við Hala.
Búskaparár frú Steinunnar og
Steinþórs eru orðin 47 eins og áð-
ur er að vikið og hefir það víst
aldrei í hug þeirra komið að hafa
bústaðaskipti eða flytja frá Hala.
Þau eru að kalla samgróin æsku-
stöðvunum og finnst áreiðanlega
ástæðulaust að flýja þaðan þótt
árunum fjölgi og ævinni halli.
Hali er ekki stór jörð og var
ekki talin til þess fallin að bera
stórt bú, en allra síðustu áratug-
irnir hafa verulega breytt áliti
því er var á ýmsum jörðum. Hin
mikla vélanotkun í landbúnaðin-
u.m við stórfellda aukna ræktun
hefir gert margt smábýli að stór-
býli og gerbreytt áliti og afkomu-
skilyrðum jarðanna. Steinþór hefir
alla tíð fórnað áhuga sínum og
þreki til þess að gera jörð sinni
og búi sem mest til umbóta og ör-
yggis og orðið vel ágengt.
Síðustu tuttugu árin hefir son-
ur hans, Torfi, og kona hans, ver-
ið í sambýli við eldri hjónin á
Hala. Steinþór hefir mjög komið
við sögu búnaðarfélaganna og
annaria bændasamtaka í landinu.
Hann hefir verið forustumaður i
búnaðarfélagi sveitar sinnar um
áratugi og í stjórn Búnaðarsam-
bands A-Skaftfellinga frá byrjun,
og í •stjórn Ræktunarsamb. sveit-
anna sunnan Hornafjarðarfljóta.
Þegar Stéttarsamband bænda var
stofnað gerðist Steinþór fulltrúi
Austur-Skaftfellinga ásamt Krist-
jáni Benediktssyni hreppstjóra í
Einholti, á fundum þess, og hefur
setið þá alla eða nærri alla. Stein-
þór hefir verið og er enn vakinn
og sofinn í því að leita eftir og
finna úrræði, sem bezt gætu dug-
að um eflingu landbúnaðarins,
bæði í nútíð og framtíð. En það
sem hér er sagt um hug hans og
starf fyrir þann atvinnuveg á
einnig við um hvað annað sem
horfir til almennra heilla.
Á æskuárum Steinþórs, þegar ung
mennafélagshreyfingin nam hér
land á fyrsta tug aldarinnar, gekk
hann hugsjónum hennar og hlut-
verkum á hönd eins og svo margir
aðrir æskumenn þess tíma og
óhætt að fullyrða, að hann hefur
aldrei misst sjónar á mikilvægi
þeirra, þótt aldurinn hafi færzt
yfir bæði hann og ungmenna-
félögin. Hann hefur jafnan verið
og er enn þá djarfur stuðningsmað
ur hugsjóna ungmennafélaganna
og gæddur óbilandi áhuga fyrir
! framgangi þeirra og gagnsemi.
Steinþór hefir ekki gengið í
neinn skóla, utan þann, sem heim-
ili foreldra hans var og naut ekki
meiri eða annarrar fræðslu en þar
var veitt í uppvexti hans og al-
mennt gerðist í byrjun þessarar
aldar. Þrátt fyrir það hefir hann
öðlazt þá þekkingu og þroska í
skóla reynslunnar og viðfangsefn-
anna að hann má teljast jafnoki
margra þeirra, er langrar skóla-
göngu hafa notið og jafnvel fram-
ar mörgum við þau verkefni, sem
lífsbaráttan sjálf færir mönnum í
hendur og þeir verða að glíma
við.
Þegar Steinþór var innan við
þrítugt og fyiir skömmu orðinn
bóndi í sveit sinni, barst honum í
hendur nýtt verkefni, það var sam
FUGLAR
OG
KETTIR
Mikill fjöldi fugla verpir
í görðum í Reykjavík, og um
þessar mundir eru ungar
sem óðast að fara úr hreiðri.
En þeir verða flestir köttum
að bráð jafnóðum og stund
um koma hjón engum unga
upp, þótt þau verpi hvað
eftir annað. B ejarbúar gætu
miklu áorkað til bjargar
ungunum, án þess að fórna
köttunum sínum, ef þeir
vildu Ioka kettina inni, að
fninnsta kosti um nætur,
þær vikur, þegar ungarnir
eru að fara úr hreiðri, eða
búa með öðrum hætti svo
um, að kettirnir gætu ekk>
farið ferða sinna um garð-
ana þennan tíma. Þessi hátt
ur mun hafa verið tekinn
upp á Akureyri, og Revk
víkingar og aðrir kaupstaðar
búar ættu ekki síður að geta
komið þessu við.
vinnuhreyfingin eða stofnun og
rekstur kaupfélags í héraðinu.
Steinþór gekk þeirri félagsstarf-
semi á hönd, eins og hann hafði
nokkru fyrr gert um ungmenna-
félagshreyfinguna. í árslok 1919
var Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
stofnað að forgöngu Sigurðar kenn
ara Sigurð'ssonar frá Kálfafelli.
Var þá fyrsta stjórn þess kosin og
í hana valdir menn úr hópi þeirra
er fremstir stóðu í málefnum hér-
aðsins og þátttöku í almennum
málum og mikils trausts nutu.
Var Sfeinþór valinn fyrir sína
sveit — Suðursveit. Halldór bóndi
í Hólmi fyrir Mýrar, Guðmundur
bóndi í Hoffelli og Þorleifur al-
þingismaður í Hólum fyrir Nesin
og Sigurður bóndi á Stafafelli fyrir
Lónið. Var félagstjórnin þar með
fullskipuð en vegna þess að Guð-
mundur í Hoffelli var ráðinn þá
þegar framkvæmdastjóri kaupfé-
lagsins kom Gunnar bóndi í Þinga
nesi í hans stað í félagsstjórn. Hér
var valinn maður í hverju rúmi og
líklegir til góðs og drengilegs
starfs í þágu félagsins og héraðs-
búa allra.
Nú að 42 árum liðnum eru þeir
Steinþór og Sigurður á Stafafelli
enn í félagsstjórn og hinir voru
jafnan endurkosnir meðan líf og
heilsa entist. Á þeim tíma, er
kaupfélagið hóf starf sitt var létt
yfir mönnum. Styrjöldinni fyrri
var lokið fyiir einu ári og hagur
manna stóð vel og hugur til ákvarð
ana ag framkvæmda meiri en oft
áð'ur. Samhugur var ríkjandi um
hið nýja félag og væntu menn
þess að vel tækist og áformin
gætu orðið að veruleika. En vand
inn bíður stundum á næsta leiti og
ber að höndum fyrri en varir og
svo var hér.
Á árinu næsta á eftir gerðist
það er olli mörgum áhyggjum og
erfiði. Verðfallið mikla reið yfir.
Framleiðsluvörur landsmanna
urðu lítt seljanlegar nema fyrir
lítinn hluta þess er þær stóðu í
1919. VerSlag erlendra vara hélzt
hins vegar hátt. Þetta hlaut að
valda hinu unga kaupfélagi sem
og öllum. þungum búsifjum, sem
mörgum er enn minnisstætt. Verk-
efnin urðu erfið og vandi mikili
þeim á höndum er í forsvari voru
og í félagsstjórn Á hana reyndi
um þrek og staðfestu í ríkum
mæli, enda þurfti bún hvarvetna
að vera á varúbergi og i farar-
broddi. Stjórn félagsins stóðst
próf erfiðu áranna og félagsmenn
irnir hopuðu lítt á hæli þótt á
móti blési. Ráðir héidu vöku sinni
og stefndu að markinu — að
tryggja framtíð félagsins og gera
það starfhæft samkv. upphaflegum
tilgangi og fyrirætlunum. Með sam
einuðum vilja og samstilltu átaki
varð félagið fjárhagslega sjálf-
stætt áður en mörg ár voru liðin.
Skuldirnar vegna fasteignakaupa
og útlána í hallærinu 1920—1923
guldust að fullu eins og ætlað
var..
Þetta var árangur af samstarfi
hinna mörgu manna, en ekki mun
það ofsagt, að Steinþór á Hala
hafi um þaff verið í hópi þeirra
sem á undan gengu og héldu áhug-
anum bezt vakandi og treystu
átökin. Frá þessum tíma væri
margs að minnast hvort sem væri
rætt við Steinþór eða samherja
hans, þótt því verði sleppt hér.
Við', sem teljum okkur til „alda
mótamannanna" erum ánægðir
með og dálítið hreyknir yfir því að
Steinþór er í okkar hópi, og gleðj-
umst með honum yfir því, sem
áunnizt hefur. „Aldamótamönnun-
um“ bárust í hendur mikil verk-
efni og margbrotin, sem gera
þurfti góð og greið skil. I byrjun
aldarinnar var á næsta leiti að
heimta fullt sjálfsforræði þjóðar-
innar og sækja það undir erlent
vald. Atvikin urðu hagstæð „alda-
mótamönnunum“ á ýmsa lund og
leiddu til fullveldis viðurkenning-
ar 1918. Það hefir oft verið ánægju
legt að vera íslendingur á þessari
öld, er þar einkum að minnast
áranna 1908, 1918, 1930 og 1944.
Þeir áfangar eru þeim, er þá
lifðu, minnisstæðir og ánægju-
ríkir.
Miklar eru þær breytingar, sem
orðið hafa í ættarbyggð Steinþórs
á þeim tíma, sem hann hefur starf
að, eins og segja má einnig um
öll önnur héruð landsins. f Austur
Skaftafellssýslu er nú farið á bif-
reiðum austan frá Lónsheiði og
suður á Breiðamerkursand eftir
lögðum vegum alla leið að kalla
og yfir öll stórvötn á brúm og
flest smærri vötn einnig. Jökulsá
í Lóni. Homafjarðarfljót, Hólmsá
og Kolgríma eru ekki lengur
neinn farartálmi. Ræktaða landið,
— túnin — á hverjum bæ er marg
falt að stærð og afrakstri saman-
borið við það, sem var um 1920.
Bæjarhús og peningshús eru öll
önnur en þá. Steinhús vel ger'ð
og ásjáleg eru komin í stað gömlu
húsanna og bæjanna, sem sumir
voru tæpast íbúðarhæfir. Búpen-
ingurinn er miklu afurðameiri og
sællegri en fyrr.
Afkoma alls almennings hefur
breytzt mjög til bóta og meiri vel-
líðunar. Að þessum breytingum
Framhald á 15. síðu.
8
TÍMINN, laugardaginn 9. júní 1962