Tíminn - 09.06.1962, Qupperneq 12

Tíminn - 09.06.1962, Qupperneq 12
RITSTJÓRl FRIÐRIK ÓLAFSSON Þegar fyrri hluta Áskorenda- mótsins lauk 26. maí s.l. var far ið með keppendur til eyjarinnar St. Martin, sem er skammt frá Curacao, og þar nutu þeir nokk- urra daga hvíldar til að safna kröftum fyrir lokasprettinn. Hinn 1. júní var svo hvíldinpi lokið og komu keppendur þá aftur til Curacao til. að hefja seinni þátt þessa hildarleiks. Hingað hafa borizt fregnir af þremur fyrstu umferðunum, og virðist staðan að þeim loknum (biðskákum ó- lokið) vera þessi: 1—3 Keres, Geller og Petrosjan allir 10y2 vinning og eina biðskák. 4.—5. Fischer og Korchnoj 8 vinninga og eina biðskák hvor. 6. Benkö 8 vinninga. 7. Tal 5% vinning. 8. Dr. Filip 4 vinninga og eina bið- skák. Þær breytingar hafa oröið helztar meðal efstu manna. að Korchnoj er algjörlega dottinn úr forustunni, en Keres hefur aftur á móti tekizt að brúa það bil, sem var á milli hans og efstu manna (Geller og Petrosjan) og gerir hann sig nú líklegan til að taka forystuna, því að hann á unna biðskák gegn Korchnoj. Þeir Geller og Petrosjan halda enn sitt strik og láta engan bil- bug á sér finna. Geller hefur að vísu verið hætt kominn í síðustu skákum sínum, en af mikilli hug- kvæmni hefur honum tekizt að leiða leikinn farsællega til lykta. — Það er áberandi, hversu þeir Geller, Keres og Petrosjan láta mest stjórnast af skynseminni í í taflmennsku sinni. Þeir láta sig urviljann aldrei hlaupa með sig í gönur og spara greinilega kraft ana til lokaátakanna. Þetta sést bezt á því, að þeir hafa samtals leikið fæstum leikjum í skákum £ num og að jafnaði notað minnst an tíma allra keppenda. Af öðrum keppendum er Benkö helzt umtalsverður. Hann hefur nú sýnt og sannað, að hann á ekki heima í neðsta sætinu, og takist honum að halda eins vel á spilunum og til þessa, má bú- ast við, að hann hljóti að lokum verðugan sess í miðjum hópi. Hér birtist nú fjörug skák, sem tefld var í 12. umferð og er báð- um teflendum til mikils sóma. Henni lýkur að vísu með jafn- tefli, en enginn skyldi segja, að friðarviljinn hafi ráðið mestu um þau úrslit. Hv.: Petrosjan ,Sv.: Benkö Grunfeldsvörn 1. d4, Rf6 2. c4, g6 3. Rc4, d5 4. Rf3, Bg7 5. Bf4, 0—0 6. Hcl. (Þessi leikur er sjaldgæfur, en mun fyrst hafa litið dagsins ljós í einhverju hinna sovétsku meist aramóta ) 6. —, c5 7. dxc5 (Hvítur vill sjá, hvernig svartur hyggst vinna peð sitt aftur.) 7- —, dxc4 (7. —, Da5 mundi ekki gefast vel vegna 8. cxd5, Hd8 9. Bd2, Dxc5 10. e4.) 8. e4, Da5 (Hvorugur vill verða fyrri til að fara í drottning arkaup og eftirláta andstæðingn um þannig dlínuna. Með síðasta leik sínum gerir Benkö út um þetta spursmál.) 9 e5, Hd8. (Sennilega bezti leikurinn. Eftir 9. —, Rh 5 10. Be3, Rc6 11. Bxc4, Rxe5 12. Rxe5, Bxc5 13. 0—0 stend ur hv. betur.) 10. Bd2 (1 þessari stöðu'lék Korchnoj eitt sinn 10. Da4, en hafði ekki af miklu að státa eftir 10. —, Dxa4 11. Rxa4, Rd5 12. Bg3, b5 13. cxb5 frh., axb6 14. Rc3, Rxc3 15. bxc3. b5.) 10. —, Rg4 11. Bxc4, Dxc5 (11. —, Rxf2 var freistandi. en strandar á 12. Kxf2, Dxc5+ 13.. Be3!) 12. Re4, Db6 13- Bxf7+! (Slík fórn á f7 er í sjálfu sér ekkert ný- næmi, en hugmyndina að baki hennar hef ég aldrei rekizt á áð- ur. Hvítur virðist í fljótu bragði ekki fá nema peð fyrir skipta- muninn, en það er öðru nær.) 13. —, Kxf7 14. Hx c8, HxcS 15. Rf- g5+, Kg8 (Eftir 15. —, Ke8 16. Dxg4, Rd7 hefur hvítur á tak- teinum 17. Rd6+, exd6 18 .De6+, Kd8 19. exd6 og vinnur.) 16. Dxg4 Dc6 (Eftir 16. —, Hf8 hefur hvítur áframhalæið 17. Re6.) 17. Rd6! (Kjarni leikflétt- unnar.) 17, —, Dd7! (Eini leikur- inn. 17. —, exd6 strandar að sjálf- sögðu á hinu alkunna kæfingar- máti 18. De6+. Kh8 19. Rf7+, Kg8 20. Rh6+, Kh8 21. Dg8+ o.S. frv.) 18. Dxd7 (En hérna bregzt Petrosjan bogalisin. Sterkara var 18.. Dh4 og nú á svartur aðeins um tvær leiðir að velja: a) 18. —, h6 19. Rxc 8, hxg5 20 Dc4+, KÍ8 21. Rxe7! — 20. —, Kh8 uiundi heldur ekki duga vegna 21. h4. — b) 18. —, exd6 19. Dxh7+, Kf8 20. Dxg6, Kg8 21. 0—0 Og nú rekur framrás hvíta f-peðsins endahnútinn á leikfléttu hvits. Þessa vinningsleið fyrir hvítan sýndi rússeski stórmeistarinn Bol eslafsky fram á eftir að skákinni lauk.) 18. —, Rxd7 19. Rxc8, Hx- c8 20. f4, Hc2 21. Ke2, Bh6 22. Rf3, Hxb2 23. g3, g5 og hér urðu tefl- endur ásáttir um jafntefli. SÝNING BÆKUR OG VÖRUSÝNISHORN Hestamannafélagið FÁKUR HVITASUNNl) KAPPREIÐAR FRÁ SOVÉTRÍKJUNUM í Snorrasal, Laugavegi 18, stendur nú yfir sýning á sovézkum bókum á ensku, þýzku og sænsku. Einnig eru sýnishorn af nokkrum vörutegundum, sem fluttar eru hingaS frá Sovétríkjunum eða Hinar árlegu kappreiðar FÁKS verða háðar á skeiðvellinum við Eiiiðaár a-a-n«-a«--- dag hvítasunnu og hefjast kl. 2 síðdegis. standa til boða íslenzkum innflytjendum: Hljóð- færum, hljómplötum, myndavélum, úrum, kvik- — Glæsilegur hesfakostur — myndavélum o.fl. 46 hlaupagarpar víðsvegar að af landinu. Rosemarie Þorléifsdóttir stjórnar íþróttum unglinga á hestum. Hindrunarhlaup Naglaboðhlaup Sýningin er opin daglega kl. 2—10 síðdegis. Ókeypis aðgangur. Veitingar á staðnum. Veðbankinn starfar. Lúðrasveit Reykjavikur leikur. Athugið: Fáksfélagar þeir, sem ætla að sýna kynbótahross á Skógarhólum í sumar, tilkynni það skrifstofu félagsins fyrir 15. þ.m. STJÓRNIN. SNORRASALUR Verksmiðjan MAX h/f. Reykjavík Regnföt Flugfélag Reykjavíkur FLJÚGUM TIL Hellissands mánudag. laugardag. Hólmavíkur, Gjögurs, fimmtudag. Stykkishólms laugardag. Flugfélag Reykjavíkur Sími 20375 Tii leigu einbýlishús í Silfurtúni (Goðatún 15). Stór bílskúr. Stór ræktuð lóð. Til sýnis báða hvítasunnu dagana. Upplýsingar á staðn- , um. 12 TIMIN N , laugardaginn 9. júní 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.