Tíminn - 15.06.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 15.06.1962, Qupperneq 6
.na« orm i „Sumarið er komið — loksins — loksins er hægt að setjast utan dyra og fá sér kaffisopa og hreint vorloft eða öllu held- ur sumarloft, því að þegar kom- inn er júnímánuður, á sumarið að vera komið fyrir löngu“, segir fólkið hér í Suður-Noregi. Nú segir veðurstofan hér, að gjósturinn úr norðri, sem ráðið hefur hitastiginu undanfarnar vikur, sé úr sögunni, og að hlý- indin séu framundan. Það veitir ekki af. Hitinn hefur að undan- förnu varla farið upp fyrir 10 stig og verið í kringum frost- mark um nætur, t.d. fraus í lægðum allt suður í syðstu fylki Noregs um nóttina 1. júní. Það má nærri geta, hverjar af- leiðingar slíkrar veðráttu eru um norðanvert landið og á há- fjöllum. Þar kvað ástandið vera afleitt í vetrarríki vorsins, og sem dæmi um saklausar afleið- ingar þess má nefna, að’ allar ár, sem koma af fjöllum, hafa verið svo vatnslitlar að undan- förnu, að fleyting timburs hef- ur stöðvazt á sama tíma og henni er lokið í venjulegu ár- fei'ði á sömu slóðum. Og svo eru það vorverkin, þau eru auðvitað í fullum gangi þar sem hægt er. Sunnan fjalls er þeim venjulega lokið fyrir miðjan maí, en nú er talið gott, ef lokið verður fyrir hvítasunnu, þ.e. fyrir 10. júní. Við vestur- ströndina hefur vorstörfum mið að svipað og í meðalári, þar var þeim lokið yfirleitt í maílok, en annars staðar í sunnanverðu landinu er nú unnið nætur og daga að jarðvinnslu og sáningu. Sunnud'aginn 3. júní ferðaðist ég urn vestan Oslófjarfar, þar gat að líta á fjölda býla með- fram þjóðvegunum, menn sitj- andi á drögum sínum að herf- ingu eða sáningu. Útsæði frá síðasta hausti hefur víða eyði- lagzt á ökrum, það hefur „bein línis drukknað í rennvotum ökr unum í vor“, segja bændur, og margir hafa nú aftur plægt upp og herfað til sáningar, eink um í Þelamörk og Vesterfold. Þetta hefur m.a. í för með sér, að erfitt veitist að fullnægja eftirspurn eftir útsæði. ökrunum Frétfapistill frá Gísla Kristjánssyni, sem dvelst í Horegi. Gísli Kristjánsson Á einu sviði virðist veðráttan skapa betra útlit en í meðalári, en það er á sviði ávaxtaræktar. Trén hafa bókstaflega ekki blómstrað fyrr en nú, er skyndi lega hlýnar með júníkomu, og það er náttúrlega ágætt, ef ekki kemur frost á alblómguð tré og runna, en frosthætta er alltaf nokkur og skemmdir af völdum frosta stundum talsverðar, þeg- ar snemma vorar. Því er nú spáð góðu ávaxtasumri. Græn- meti hefur Utið komið á mark- að enn, nema innflutt frá Suð- ur-Evrópu. Þó eru nokkrar inn- lendar tegundir á markaði, rækt aðar undir plasti, en plast á borðum og plast á grindum, stundum heil plasthús, sér mað ur víða hcr. Þar er grænmeti í vexti, plastið lengir vaxtarskeið- ið mjög, ekki sízt í köldu veðri. Undir því er hlýtt, .þó að kalt sé í veðri. Vikuna 28. maí til 2. júní var haldin ráðstefna á Kalnesbúnað arskóla í Austur-Fold. Voru þar mættir aðilar frá Norðurlöndum öllum til þess að ræða hlutverk og þýðingu kvikmynda og skuggamynda í upplýsingaþjón- HETJUSÖGUR íslenzkt myndablað fyrir börn 8 - 80 ára HRÓI HÖTÍUR og kappar hans hefti komið \A. í blaðsölur og kostar aðeins 10 krónur. FLJÚGUM til Gjögurs og Hólmavíkur fimtmudag. Hellissands og Stykkis- hólms laugardag. Sími 20375 Shodr® OKTAVIA Fólksbíll ^Pi FEUCIA Sportbíll 1202 Stationbíll 1202 Sendibíll MBnnmgarorð: Ingveldur Þorsteinsdóttir ustu á sviði landbúnaðar- og hús mæðrafræðslunnar. Voru þar sýndar myndir frá Norðurlöndunum fimm. Ein kvikmynd frá íslandi var þar sýnd, litmynd Ósvaldar Knud- sen „Vorkoma", ásamt tæplega 30 öðrum kvikmyndum, er tóku þátt í samkeppni á ráð- stefnu þessari Heiðursverðlaun í keppninni hlaut dönsk kvik- mynd, sem samband danskra mjólkurfélaga hefur látið gera. Gæti hún á íslenzku heitið „Fer ill mjólkurvörunnar“. Frábær- lega vel gerð mynd, er sýnd verður í auglýsingaþjónustu. — Aðrar myndir, sem viðurkenn- ingu hlutu voru norskar og sænskar, um notkun hreindýra- mosa, um heilbrigðan félags- skap og sparnað meðal unglinga í sveitum, um rúningu og ull og um laxaklak. Ráðstefnan var rómuð og frá henni sagt í dagblöðum, enda var landbúnaðarráðherra Norð- manna viðstaddur og úthlutaði viðurkenningum. Var sá atburð- ur fluttur í sjónvarpi kvöldið eftir. Hér er mikið rætt um þátt- töku hinna ýmsu landa, er senni lega mun verða í Efnahags- bandalagi Evrópu. Um þátttöku Norðmanna í því eru auðvitað skiptar skoðanir. Sumir vilja láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram, aðrir telja slíkt fásinnu, því að almenningur beri ekki nógu gott skyn á hagfræ'i og stjórnmál til þess að leggja at- kvæði sitt á rétta vogarskál. — Hins vegar er talið eðlilegt og sjálfsagt að bíða með ákvörðun unz séð verður, hvað Englend- ingar gera í því máli og talið er víst, að þátttaka Norðmanna ve-*i því háð. Um undanþágu frá Rómar- samningnum er ekkert vitað og á sviði landbúnaðar allra sízt, en talið er ósennilegt, að þar fáist nokkur frávik, nema þá mjög dýru verði keypt. En allt eru þettj getgátur, sem enginn sér enn, hvernig munu ráðnar. G. LÆGSTA VERÐ bíla í sambærilegum stærðar-og gæðaflokki TÉKKNESKA BlFREIÐAUMBOÐIÐ iAUGAVEGI 176 • SÍMI 3 78 81 SKIPAUTGCRÐ RIKISINS | M.s. Esja j vestur um land í hringferð j hinn 20. þ. m. ■ Vörumóttaka í dag til Patreks- fjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarð- ar, Siglufjarðar, Dalvíkur, Ak- ureyrar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar. Farseðlar seldir á mánudag. Heríiöbmö austur um land í hringferð hinn 19. þ.m. Vörumóttaka í dag til Djúpa- vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar- fjarðar, Mjóafjarðar, Borgar- fjarðar, Vopnafjarðar og Bakka fjarðar. Farseðlar seldir á mánudag. Á þeirri stundu er kirkjuklukk j urnar hringdu inn heilaga jóla- hátíð í vetur hvarf háöldruð heið urskona af þessum heimi og gekk inn í fögnuð herra síns, lúin og þreytt eftir langa ævileið. mikið en hljóðlátt starf og seinustu æviárin bundin við sjúkrabeð. Þessarar konu, Ingveldar Þor- j steinsdóttur, fyrr húsfreyju í Laugardalshólum vildi ég minn- ast, þó að svo lengi hafi dregizt, að nú eru komin vordagar. Ingveldur var fædd 14. októberj 1870 að Reykjum á Skeiðum dóttj ir Þorsteins bónda og smiðs á Reykjum Þorsteinssonar bónda í Vorsabæ, Jörundssonar bónda á Laug, Illugasonar bónda á Drumb oddsstöðum og staðarsmiðs í Skál holti á dögum Finns biskups (Illugi smiður). Kona Þorsteins og móðir Ingveldar var Ingigerð ur Eiríksdóttir bónda á Reykjum, Eiríkssonar hreppstjóra og bónda sama stað, Vigfússonar. Kona Eiríks og langamma Ingveldar var Guðrún eldri Kolbeinsdóttir prests í Miðdal. Ingveldur giftist 21. okt. 1893 Eiríki Ásbjörnssyni frá Andrés- fjósum á Skeiðum, Eiríkssonar, voru þau hjónin systkinabörn í föður- og móðurætt beggja. Þau hófu búskap í Andrésfjósum vor ifi 1892 og bjuggu þar tvö ár, en fluttu búferlum að Álfsstöðum 1894 og þar bjó Eiríkur unz hann lézt af slysförum 16. des. 1906, 41 árs. Hann var á ferð með sveitungum sínum til Reykja víkur, er hann féll í hver hjá Reykjum í Ölfusi, og brann svo að hann beið bana af. Eiríkur var myndarlegur maður í sjón og raun og góður bóndi. Þótti að honum mikill mannskaði. Þau Eiríkur og Ingveldur áttu þrjú börn dr öll önduðust í fyrstu bernsku: Ingveldur, er dó á fyrsta ári, Sigurgeir, dó á öðru ári og Þorsteinn, dó á þriðja ári. Ingveld ur stóð því 38 ára, svipt eigin- manni og öllum bönunum sínum ungu, og annar drengurinn brend ist til bana eins og faðir hans. Eftir þessa þungu harma, bjó hún ekkja á Álfsstöðum, með að stoð Gunnars bróður síns, síðar bónda í Miðdal, til fardaga 1911, en brá þá búi og réðst ráðskona til Ingvars Grímssonar, bónda í Laugardalshólum (d. 1940 72 ára) Ingveldur og Ingvar giftust 18. nóv. 1911, og eignuðust þau tvo sonu Grím, er dó fárra daga gam all og Eirík Kristin, er andað- ist rúmlega ársgamall. Það má því með sanni segja, að Um það bil, sem ævileið hennar var hálfn uð, hafði sorgin sorfið fastar að henni, en flestum samtíðarkonum hennar. En hún bar harma sína með mikilli hetjulund, enda var skapgerð hennar óvenjulega sterk og yfir öllu dagfari hennar var jafnan göfug ró og jafnvægi. En ekki væri nema hálfsögð saga hennar, ef það væri undan dregið, að í rúmlega 28 ára hjóna bandi með Ingvari í Laugardals- hólum, naut hún mikillar ham- ingju. Um þrjá áratugi stjórnaði hún stóru og umfangsmiklu heim ili af hógværð og rausn. Ingvar unni henni mjög og virti, og þótti það eitt fullkomið, sem frá henn ar hendi kom. Það bætti henni mjög barnamissinn, að börn Ingvars frá fyrra hjónabandi, voru flest í bernsku, þegar hún giftist honum. Hún var þeim, sem bezta móðir enda virtu þau hana og unnu henni, sem væri þau hennar eig in börn. Enn fósturson tóku þau hjónin, Ragnar Jónsson, nú bónda í Hólabrekku. Kom hann til þeirra nýfæddur. Hann var Ingveldi jafn an, sem bezti sonur enda var hann frá fyrstu bernsku, umvafinn þeirri móðurástúð, sem hin þungu örlög meinuðu henni að veita sín um eigin börnum. Að Laugardalshólum þótti mér jafnan gott ag koma. Þar var meiri búsældarbragur og öryggi en víðast annars staðar. Ingvar var mikill búmaður, gætinn vel og rasaði ekki um ráð fram. Fastheldinn á fornar venjur, skemmtinn og skýr í viðræðum, minnugur og margfróður um menn og atburði liðins tíma. Þar glataðist góður sjóður, að ekkert var eftir honum skrifað. Eg hef vart þekkt bónda, sem var jafn rótfastur á jörð sinni, sem Ingvar í Laugardalshólum, enda unni hann henni mjög. Þar gekk ekk- ert úr skorðum, allt var í röð og reglu úti sem inni. Og enn er vel haldið í horfi þar á bæ, af þeim Stefáni syni Ingvars, af fyrra hjónabandi, og Hrefnu Böðvarsdóttur frá Laug- arvatni. Á þann hátt er minningu þessara hjóna beztur sómi sýndur. Þorsteinn Sigui"ðsson Fyrir 17. júní DRENGJAJAKKAFÖT, frá 6—14 ára STAKIR SPORTJAKKAR 6—14 ára DRENGJABUXUR 4—14 ára STUTTJAKKAR á felpur DRENGJAJAKKAR frá 3ia ára MATRÓSFÖT MATROSKJÓLAR ÆÐARDÚNSSÆNGUR VÖGGUSÆNGUR — ÆÐARDÚNN GÆSADÚNN HÁLFDÚNN KODDAR — SÆNGURVER NYLONSOKKAR frá kr 36— PÓSTSENDUM Vesturg 12. Sími 13570 b TIMINN, föstudaginn 15. júní 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.