Tíminn - 17.06.1962, Side 7

Tíminn - 17.06.1962, Side 7
tfmitw Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- * ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Af- gr^iðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — „Einbýl, jafnvíg á báðar hendur“ í hinu snjalla Sóleyjarkvæði Einars Benediktssonar segir, aS ísland sé „vor drottning, djúpsins mær“ og far- ast skáldinu síðan orð á þessa leið: Um hana hringast hafblámans svið. Hánorðurstjöldin glitra að baki. Svo hátt hún sig ber, undir heiðu þaki, í hrannadunum og straumanið. Föðmuð af ylstraum á eina hlið, á aðra af sæfrerans harðleikna taki, áttvís á tvennar álfu strendur, einbýl, jafnvíg á báðar hendur, situr hún hafsins höfuðmið. Sú mynd, sem Einar Benediktsson dregur hér upp af stöðu íslands á Atlantshafinu, á ekki síður *við stjórnmálalega en landfræðilega. ísland er í raun réttri hið éina sanna Atlantshafsríki eins og Thorkil Kristen- sen komst svo vel að orði, er hann var á ferð hér á dög- unum, þar sem það liggur nær miðja vegu milli Evrópu og Ameríku. Ef vel á að fara, þurfa íslendingar að geta verið átt- vísir og jafnvígir á báðar hendur í skiptum sínum við Ameríku og Evrópu, en hnýtast hvorugri álfunni um of. Og íslendingar þurfa að leggja kapp á að vera einbýlh’ í landi sínu. Þetta verður bezt gert með góðu samstarfi við þjóðirnar báðum megin hafsins, því að einangrunin er ekki fær í heimi nútímans og þó vafalítið enn síður í framtíðinni. Þegar þjóðin minnist sjálfstæðis síns og sjálfstæðis- baráttu í dag, er ekki sízt hollt að hafa þessar staðreynd- ir vel í hpga, ásamt þeirri fenginni reynslu, að ekkert er eins mikilvæg undirstaða framfara og frelsis og sjálfstæðið. Það leysir orku úr læðingi, sem annars færi meira og minna forgörðum, og hún knýr síðan fram um- bæturnar’, jafnt félagslegar sem verklegar. Þetta getum við gleggst séð, ef við berum hlut okkar saman við vissa útkjálka og eylönd Evrópu. Á sama tíma og hér hafa orðið hinar mestu framfarir og þjóðin meira en tvöfaldazt, síðan sjálfstæðið var endurheimt, hefur ríkt fyllsta kyrrstaða hjá nábúum okkar á Orkneyjum, Hjalt- landi og Suðureyjum, og fólki fækkað þar um meira en helming, og hafa þessi lönd þó notið þess að tilheyra hinu stóra markaðssvæði, þar sem er brezka samveldið. Svipuð hafa orðið örlög Korsiku, sem er þó hið mesta Gosenland frá; náttúrunnar hálfu. Það vill oft fara svo, að útkjálkum farnast verst í hinum stóru heildum, ef sjálfsforræðið brestur til þess að halda fram hlut þeirra og rétti og leysá orkuna og framtakið úr læðingi. Sjálfsforræðið er það fjöregg ,sem standa verður um trúastan vörð. Ef það glatast, getur þess verið skammt að bíða, að þjóðin týnist einnig. Ef einhver er sá, sejm ekki vill taka þátt í þessari varðstöðu og varpað hefur trú sinni á framandi stefnur cg forsjón ,,óskeikulla“ erlendra valdamanna, þá verður honum bezt svarað með þessum orðum Tómasar Guð- mundssonar: Og langi einhvern með land sitt í nýjar álfur þá láti hann sér nægja að fara það sjálfur því stefnan er ein — hvorki austur né vestur um haf og vér ætlum oss sjálf það land, sem oss drottinn gaf. Vinstri stefna styrkist á Italíu Hagstæð kosningaúrslit fyrir Fanfaní, Saragat og Nenni Á SUNNUDAGINN og mánu daginn var fóru fram kosning- ar til bæjar- og sveitarstjórnar í Mið- og Suður-ítalíu. Af sér- stökum ástæðum hafði úrslita þessara aukakosninga verið beð ið með talsverðri forvitni. Ástæðan fyrir þessu var sú, að á síðastl. vetri myndaði Fan- fani forsætisráðherra nýja stjórn, sem byggist á stuðningi og hlutleysi flokka, sem eru til vinstri við flokk hans, kristi- lega flokkinn. Áður hafa ríkis- stjórnir þær, sem kristilegi flokkurinn hefur myndað, aðhl- lega stuðzt við smáflokkana til hægri. Fanfani steig því nýtt spor með þessari seinustu stjórnarmyndun sinni og hefur það yfirleitt hlotið nafnið „opn- unin til vinstri" og er með því átt við það, að hér hafi verið opnuð leið til frekari samvinnu hinna vinstvi sinnuðu afla á Ítalíu. KRISTILEGI flokkurinn hef- ur verið langstærsti flokkur Ítalíu síðan styrjöldinni lauk og haft stjórnarforustu á hendi jafnan síðan. Hann hefur hins vegar aldrei haft meirihluta og því orðið að leita stuðnings og samstarfs við minni flokka. Flokkurinn hefur jafnan verið klofinn í afstöðu sinni til ann- arra flokka. í seinni tíð hefur þó sá armur flokksins, sem er fylgjandi samstarfi til vinstri, mátt sín meira undir forustu þeirra Fanfani og Aldo Moro, framkvæmdastjóra flokksins. Það hefur líka lokað leiðinni til vinstri, að hinn róttæki jafn- aðarmannaflokkur, sem Pietro Nenni stjórnar, hefur haft náið samstarLvið kommúnista þang- að til á seinasta ári, er hann rauf það að mestu. Nenni var þá kominn að raun um, að sam- starfið við kommúnista væri neikvætt og umbótum yrði bezt komið fram með samstarfi við vinstri arm kristilega flokksins og hina vinstri sinnuðu smá- flokka, þar á meðal flokk hægri jafnaðarmanna, er Saragat stjórnar. Þessar fyrirætlanir náðu fram að ganga, er Fan- fani myndaði hina nýju stjórn sína á síðastl. ári, en hún nýtur stuðnings hægri jafnaðarmanna og lýðveldisflokksins, en hlut- leysis vinstri jafnaðarmanna. Lengra vildi Nenni ekki ganga að sinni. Fyrir hlutleysi sitt fékk Nenni loforð um auk- inn áætlunarbúskap, þjóðnýt- ingu raforkuvera og aukna að- stoð við smábændurna. Hins vegar lýsti Nenni yfir því, að hann gerði ekki kröfu um brottför Ítalíu úr Atlantshafs- PIETRO NENNI bandalaginu, þótt hann hafi áð- ur krafizt þess og flokkur hans fylgi hlutlaysisstefnu. KOSNINGARNAR, sem fóru fram um helgina, eru hinar fyrstu, sem hafa farið fram á Ítalíu síðan Fanfani myndaði hina nýju stjórn sína. Fasistar og aðrir smáflokkar til hægri gerðu sér ljóst, aö litið er á þessa stjórnarmyndun með all- mikilli tortryggni af hægri mönnum kristilega flokksins og héldu því uppi harðri baráttu gegn þeim Fanfani og Moro. Fasistar stimpluðu þá óspart kommúnista. Þá reyndu komm- únistar sitt til þess að gera Nenni og flokk hans tortryggi- lega vegna samvinnu þeirra við Fanfani. Mikla athygli vakti það í kosningabaráttunni, að fasistar virtust hafa meiri fjárráð en nokkur flokkur annar. Bersýni- legt var, að hið mikla fjármagn, sem flokkurinn hafði yfir að ráða, var komið frá ríkum l^nd- eigendum og iðjuhöldum. Stuðn ingur þeirra við fasista er sönn un þess, að þá dreymir enn um hina „góðu, gömlu daga“, er Mussolíni fór með völd. Meðal frjálslyndra manna á ítalíu, hef úr það vakið verulegan óhug, að fasistar skuli hafa jafnmikil fjárráð og kosningabaráttan gaf raun um. Óhjákvæmilegt sé því að gefa fasistahættunni auknar gætur. ÚRSLITIN urðu þau, að kristilegi flokkurinn hélt yfir- leitt velli, en fékk þó aðeins minna atkvæðámagn en í sein- ustu kosningum. Þessi úrslit eru því yfirleitt túlkuð sigur fyrir Fanfani vegna hinna gífur legu árása, sem beint var gegn honum. Hinir tveir vinstri sinn uðu smáflokkar, sem styðja stjórnina, unnu vprulega á og tvöfaldaði t. d. Saragat fylgi flokks síns, miðað við 1958, en hann hefur manna mest unnið að því samkomulagi, er núver- andi ríkisstjórn byggist á. Nenni stóðst líka vel árásir kommúnista og bætti flokkur hans heldur við sig en hitt. Kommúnistar töpuðu nokkuð, en fasistar bættu aðeins að- stöðu sína, aðallega í Róma- borg. Frjálslyndi flokkurinn, sem er mjög íhaldssamur smá- flokkur, vann nokkurt fylgi á kostnað konungssinna, er misstu um helming fylgis síns. í heild eru kosningaúrslitin túlkuð sigur fyrir stjórn Fan- fanis og þá flokka, sem standa að henni. Þau eru talin líkleg til að tryggja það, að ríkis- stjórnin hrindi nú fram þeim , félagslegum umbólum, er hún hefur á prjónunum, en þeirra hefur lengi verið þörf. Of snemmt er hins vegar að full- yrða um, hvort vinstra samstarf það, sem nú er hafið á Ítalíu, muni reynast traust til fram- búðar, en tvímælalaust hefur það styrkzt við úrslit kosning- anna um seinustu helgi. Þ. Þ. Amintore Fanfani aS greiða atkvaeðl í kosningunum á sunnudaginn. í M I N N, sunnudaginn 17. júní 1962 7

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.