Tíminn - 17.06.1962, Side 8

Tíminn - 17.06.1962, Side 8
SEXTUGUR: UNDERHAUG KARTÖFLUVÉLAR Eins og að undanförnu útvegum vér kartöfluupptökuvélar frá F. A. Underhaugs Fabrikk i Noregi. • Samkvæmt prófun Verkfæradeildar ríkisins fer þessi vél mjög vel með kartöfl- urnar, og reyndust aðeins 4,7% af uppskerunni hafa skaðazt. Auk þessa skilar vélin kartöflunum mjög hreinum, og reyndust óhreinindi á kartöflunum aðeins um 2% af uppskerunni. Bændur eru vinsamlegast beðnir að senda pantanir sínar sem allra fyrst og helzt ekki síðar en um næstu mánaðamót. Áætlað verð um kr. 15,300,—. V ^ARNi GE6TSSON Vatnsstíg 3 — Sími 17930 Auglýsingasími TÍMANS er 19-5-23 Magnús Böövarsson, hreppstjóri, Laugarvatni Á morgun, 18. júní á sextugs afmæli Magnús Böðvarsson, fyrr um bóndi í Miðdal í Laugardal, því þann dag, árið 1902 fæddist hann að Útey í Laugardals hreppi, þar sem foreldrar hans, Ingunn Eyjólfsdóttir og Böðvar Magnússon bjuggu þá. Er þarf laust að gera frekari grein fyrir ætt Magnúsar og uppruna, svo kunnir, sem foreldrar hans eru þjóð sinni af verkum sínum og atgervi öllu. Árið 1907 hóf Böðvar búskap að Laugarvatni, og ólst Magnús þar upp, eini bróðirinn í hópi margra systra, en ekki verður merkt, að þau forréttindi hans hafi á nokkurn hátt spillt lund erni hans, en til þess tekið, hve ástúðlegt jafnan hefur verið með þeim systkinum. Rúmlega tvítugui að aldri hóf Magnús nám við Hvanneyrar skóla og útskrifaðist þaðan eft ir tveggja vetra nám. Ekki veit sá, er þetta ritar, hvort hann hefur verið þá strax ráðinn í að gerast bóndi, en að búfræðinámi loknu var hann a. m. k. tvær vertíðir á togara og þótti vel hlutgengur á þeim vettvangi. Árið 1929 kvæntist Magnús Aðalbjörgu Haraldsdóttur frá Einarsstöðum í Reykjadal, gagn menntaðri yngismey, sem komin var að kenna sunnlenzkum húsmæðraefnum matgerðarlist. Festu þau kaup á Miðdal í Laug ardalshreppi og hófu þar bú skap árið 1930. Var sú jörð eins og svo margar jarðir þá, svo til húsalaus og snauð að allri rækt un og mannlegum þægindum. Er skemmst af að segja, að á búskaparárum þeirra Magnúsar og Aðalbjargar, breyttist Miðdal ur úr níddu smábýli í eitt feg- ursta bændasetur, sem augun gleður. Munu mannvirki þau, er þar standa nú, svo og túnflák arnir, sem breitt hafa úr sér út um fúamýrar og kjarrholt, lengi bera höldinum í Miðdal fagurt vitni. En öll þessi átök kostuðu mikið — kostuðu mann, sem hvergi sást fyrir þegar verk þurfti að vinna, mann, sem átti sér engan húsbónda annan en ræktunarástina, heilsuna hálfa. Og því var það, að Magnús bóndi brá búi í Miðdal og reisti sér fyrir fáum árum íbúðarhús að Laugarvatni. Þrátt fyrir annasama daga, komst Magnús ekki hjá forystu störfum í sveitarfélagi sínu, var t. d. formaður Ungmennafélags ins, formaður í búnaðarfélagi sveitarinnar og í stjórn Ræktun arsambands Suðurlands. Með hjálpari og kirkjuhaldari í Mið dal var hann í rösklega tuttugu ár, en er nú gjaldkeri sjúkra samlagsins og hreppstjóri Laug ardalshrepps. Böm þeirra Magnúsar og Aðal bjargar eru tvö: Ásrún, gift Skúla Guðjónssyni, stöðvarstj. á Selfossi, og Böðvar, gjaldkeri í Búnaðarbanka fslands. Það eru nú liðlega tuttugu ár síðan ég kynntist af eigin raun heim- ili þeirra Magnúsar og Aðal bjargar, og þegar litið er um öxl, hlýtur sú ósk að vakna í hugum þeirra, er gerst þekkja, að sem flest heimili mættu búa við þá menningu hjartans, þá græð andi alúð og háttprýði, sem hús bændunum á því heimili er svo eiginleg, svo og börnum þeirra. Vil ég að lokum óska Magnúsi til hamingju með afmælið og okkur vinum hans til hamingju með að hafa eignazt svo dýran vin. Tr. P. Svefnhekkir ný gerð \ Stcekkanlegir með sængurgeymslu I E K K / AXEL EYJÓLFSSON Skipholti 7 — Sími 10117—18742. a ÝM'Wff/Kwmr'S'rrrrfrfsrrrrrv-r • > > >• t > / > ■< • > í ! TIMIN N, sunnudaginn 17. júní 1963

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.