Tíminn - 17.06.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.06.1962, Blaðsíða 9
iraaaaaa icnsc&saa HSEffl Sýsluhesthúsið á Sauðár- króki lætur ekki mikið yf- ir sér, þar sem það stend- ur í brekkurótum ofanvert i við Flæðarnar, Samt er þetta þarft hús og þýðing- armikið og hefur jafnan verið, þótt hlutverk þoss sé nú orðið nokkuð breytt frá því, sem áður var. Fyr- ir svona 20—25 árum var i það enn býsna algengt, að skagfirzkir bændur notuðu hest og sleða til aðdrátta á kaupstaðarvarningi að vetrarlagi og færu ríðandi „í Krókinn" á öllum árs- tímum, þótt þær ferðir væru að sjálfsögðu orðnar stórum strjálli en áður fyrr. Svona er öld ækishestanna enn þá skammt undan. Og þá kom sér vel að geta stungið klárunum inn í sýsluhesthúsið og gefið þeim góða tuggu, meðan staðið var við. En nú eru sleðaferðir lagðar niður. Bílarnir komnir í staðinn. Og í Krókinn fara menn ógjarn an lengur á hestum nema þá úr næsta nágrenni. í sýsluhesthús- inu er samt enn þá nóg að gera. Og enn þá berst að vitum manna angandi hrossaþefur, þegar komiE er þar í hlað. Und- anfarna vetur hefur hesta- mannafélagið Léttfeti á Sauð- árkróki ekið þar tamningastöð. Mér datt í hug að forvitnast of- P urlítið um þá starfsemi og sneri mér í því skyni til Sveins Guð- mundssonar, kjörbúðarstjóra hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, en hann er kunnur áhugamaður um hrossarækt og hesta- mennsku. 28 hestar í tamningu — Þið hafið áður rekið tamn ingastöð hér á Króknum, Sveinn ef ég man rétt? — Já, það höfum, við gert. Þetta er í þriðja skiptið, sem slík stöð er rekin hér. — Og það er hestamannafé- lagið ykkar, Léttfeti, sem þar hefur verið að verki? — Já, Léttfeti beitti sér fyr- ir framkvæmd málsins í upp- hafi og hefur síðan haft það með höndum. — Hvað starfaði stöðin lengi í vetur? — Hún starfaði í tvo mán- uði, marz og apríl. — Og hverjir voru tamninga menn hjá ykkur, — -jeir voru tveir, Jón Bald- vinsson, Dæli, og Stefán Helga son, Sauðárkróki. — Hafa þeir unnið hér við stöðina áðr.r? Tamntngamennirnir á tveimur tamningahrossum. — Jón Baldvinsson á Mósu frá Brennigerði og Stefán Heigason á Jarp (stóðhesti) frá Glæsibæ. — Steingrímur Arason er for maður, en með honum eru í stjórn þeir Björn Björnsson, Guðmundur Ó. Guðmundsson, Sveinn Guðmundsson og Þor- valdur Þorvaldsson. — Þið eigið töluvert af hross um, Sauðárkróksbúar, hefurðu nokkra hugmynd um, hvað þau muni vera mörg? — Nei, það veit ég nú ekki með vjssu. En mér þykir ekki ólíklega til getið, að þau muni vera eitthvað á þriðja hundrað- inu. — Og hvað heldurðu að margt af þeim hafi verið í húsi í vetur? — Eg hygg, að í húsi hafi verið um 150 hestar. Stofninn góður — Hvað viltu svo segja al- mennt um hrossarækt í Skaga- firði, og hvað telurðu, að eink- um þurfi að gera til að bæta þar urn? — Þetta er nú nokkuð víð- tæk spurning og ekki unnt að svara henni til neinnar hlítar í stuttu máli. En það er ekki hægt að segja, að almenn, skipulögð hrossarækt hafi ver- ið stunduð að verulegu ráði í Skagafirði til þessa, þar eð þátt taka í slíkri starfsemi hefur ekki verið nægiiega víðtæk. Staðreynd er, að eitt meginskil yrði þess, að ná góðum árangri í hrossaræktinni eins og ann- arri búfjárrækt er, að þekkja Þá voru sannarlega til hestamenn af guðs náð — Já, það hafa þeir gert. Og mér finnst ástæða til að undir- strika það sérstaklega, að þeir njóta báðir verðugs trausts sem mjög góiir tamningamenn, en árangur þessar^r starfsemi velt- ur að sjálfsögðu verulega á því. að til hennar veljist hæfir, me:. Tamning hesta er list, sem langur vegur er frá; að öll- um sé léð. — Hvað voru mörg hross á stöðinni i vetur? — Þau voru 28, og er það hið mesta, sem við gátum tekið. Fór því þó fjarri, að við gætum sinnt öllum umsóknum, og varð að vísa mörgum frá. — Þetta er í þriðja skiptið, sem þið rekið tamningastöðina, segirðu, hvað eruð þið búnir að sjá um tamningu á mörgum hestum þessi 3 ár? — Ja, ég man það nú bara ekki örugglega í augnablikinu, en ætli þeir séu ekki alltaf orðnir eitthvað yfir 60. — Hver er nú kostnaðurinn á hest við tamningu? — Tamningagjaldið, en í því er hirðing innifalin, var í vetur kr. 1500 fyrir hest. Auk þess er svo fóður, en það var tveir sekk ir af fóðurbæti og 400 kg af heyi á hver.i hest. Vera má, að einhverjum vaxi þessi kostnað- ur í augum, en þó naumast öðr- um en þeim, sem ekki hafa gert sér grein fyrir því, hvað mikið starf oftast liggur að baki tamn ingar á hesti Enda virðist kostn aðurinn ekki fæla menn frá að leita til stöðvarinnar, ef dæma má eftir þeim fjölda umsókna, sem bárust. — Þurfa hestarnir að vera taumvanir, þegar þið takið við þeim? — Svo er til ætlazt, enda bezt bæði fyrir eigendur hestanna og tamningamenn, því að slæmt er að þurfa að eyða skömmum tíma og dýrmætum frá tamning unni að öðru leyti í það að kenna hestunum að hlýða taumi. En á þessu vill nú samt sem áður verða ærinn misbrest- ur. — Telurðu tamningatímann, tvo mánuði, vera nógu langan? — Það tekur mjög mislangan líma að temja hesta. Þeir eru misjafnlega námfúsir og mis- jafnlega fúsir á að þýðast mann- inn og láta að vilja hans Tveggja mánaða tími mun of stuttur flestum hestum. Þrir mánuðir væru nær lagi. En kostnaðurinn við tamninguna myndi þá að sjálfsögðu að sama skapi verða meiri. Mikilvæg starfsemi — Hvað viltu segja um þýð- ingu þessarar starfsemi ykkar Léttfetamanna? — Eg tel hana mjög mikil- væga. Á tamningaraldur kemst árl^ga verulegur hópur hrossa hér í Skagafirði. Og ótamdir hestar eru verðlítil eign. ' Jnn bóginn hagar víðast svo til i sveitum. a, hestaeigendur hafa engan tíma til að sinna tamn- ngunni. Þeir eru upptekr.ir ið önnur störf. sem óhjákvæmi,',gt er að sinna. Með tai ii.ingastöðv unum skapast aukin skilyrði fyr ir menn til þess að koma hest- um sínum í verð, þurfi þeir ekki á þeim að halda til eigin nota. — Hyggist þið reka tamninga stöðina áfram? — Já, það er ætlunin, og ég tel fullvíst, að svo verð: — Veiztu, hvort fleiri slíkar stöðvar voru reknar hér í Skaga firði í ,etur? — Eg hygg, að svo hafi ekki verið á vegum félagasamtaka. Hins vegar veit ég til þess, að Jóhannes Jónsson á Tyrfings- stöðum í Akrahreppi tók nokkra hesta í tamningu og einnig Brodr’.i Björnsson á Framnesi. Og vera má, að svo hafi verið um fleiri, þó að mér sé ekki kunnugt um það. Birgir af hrossum — Hvenær var Hestamanna- félagið Léttfeti stofnað? — Það var stofnað 1933 og getur því senn farið að hugsa fyrir þrítugsafmælinu. — Hverjir voru helztu hvata- menn að stofnun þess? — Ja, þar komu nú ýmsir góð ir menn við sögu, en ég held, að á engan muni hallað, þó að sa.gt sé, að þeir Eysteinn Bjarna son, Guðmundur Sigurðsson, Jón Ólafsson frá Mýrarlóni, Lár us Blöndal og Pétur Jónsson frá Torfmýri hafi verið þar fremst ir í flokki. — Og hverjir skipa nú stjórn ina í félaginu? gripina, sem unnið er með og hafa fullkomið vald yfir tímg- un þeirra. Mikið skortir á, að þetta sé í nægilega góðu lagi hjá okkur Skagfirðingum. Úr því þarf að bæta m.a. með því, að temja öll undaneldishross, hafa fullkomið vald á stóðhesta haldinu og koma á almennri fé lagsstarfsemi á sviði hrossa- ræktunarinnar, grundvallaða á gildandi lögum um hrossarækt. — Telurðu þá skoðun rétta, sem sumir halda fram, — og þarf raunar ekki Skagfirðinga til, — að hér í Skagafirði séu betri reiðhrossakyn en annars staðar á landinu? — Um það vil ég ekkert full yrða. En á það má benda, að um síðustu aldamót og raunar bæði fyrir þau og eftir, voru uppi menn hér í Skagafirði, sem lögðu miMa rækt við skag firzk reiðhross og ræktun þeirra eftir því, sem þá gerð- ist yfirleitt, — og voru hesta- menn af guðs náð. Eg hygg, að enn í dag búum við að starfi þessara manna. Og hvað sem líður samanburði á skagfirzk- um hrossum og öðrum, þá sýn- ast mér allar líkur á því, að hér í Skagafirði sé til mjög góður efniviður. Til þess benda m.a. þær landssýningar, sem haldn- ar hafa verið. Og einmitt þess- ar líkur ættu að vera okkur Skagfirðingum hvatning til meiri og raunhæfari aðgerða í hrossaræktarmálum. — mgh — SP I TÍMINN, sunnudaginn 17. júní 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.