Tíminn - 02.08.1962, Page 5
Á meðan kjarnorkutilraunir
Bandaríkjanna fóru fram við
Jólaeyju í Kyrrahafi gerðu
þeir tilraun með að skjóta
Polarisflugskeyti frá kafbáti
neðansjávar, og tókst hún vel.
Þó ótrúlegt sé, höfðú þýzku
nazistarnir framleitt nothæfa
eldflaug af Pólarisgerð fyrir
20 árum. Þá var eldflauginni
komið fyrir á þilfari kafbáts-
ins, í stað þess, að nú eru þær
iátnar vera innan í bátnum.
Hér segir frá því, hvað hefði
getað orðið, ef . . .
Nazistarnir höfðu að sjálfsögðu
ekki vetnisisprengjui', en þýzku j
kafbátarnir hefðu getað gert árás-
ir á hafnarborgir austurstrandar
Bandaríkjanna með venjulegum
sprengjum, og með þvi gert meira
tjón, þegar fram í sótti, en V-2
sprengjurnar gerðu í Bretlandi.
Þeir hefðu getag sent sprengjur
til allra helztu borga bæði á aust-
urströndinni og við Mexicoflóann.
Kafbátar á Atlantshafi
Árið 1941 hafði Karl Dönitz að-
míráll yfir að ráða 250 kafbáta-:
deildum, og á hverjum mánuði
komu 15 nýir kafbátar úr skipa-
smíðastöðvum Þýzkalands. Hefði
þessi kafbátafloti verið búinn
neðansjávareldflaugum, hefðu j
milljónir Bandaríkjamanna mátt i
búa við stöðugan ótta og skelfing-
ar, á meðan á stríðinu stóð.
Ýmislegt hefur verið um þetta
rætt, en það var dr. Werner von
Braun, sem fyrstur sagði nákvæm-
lega frá þesstt fyrir nokkrum ár-
um.
Snemma á árinu 1942, aðeins
fáum vikum eftir árásina á Pearl
Harbor, fóru þýzkir kafbátar yfir
Atlantshafið. Þeir snigluðusi með-
fram austurströnd Bandaríkjanna
og strönd Mexicoflóans og gerðu
árásir á skip, sem urðu á leið
þeirra. Sumir þessara báta komu
mjög nærri stórborgum Banda-
ríkjanna.
Að sjálfsögðu gátu þeir ekki
gert neinn skaða f New York,
Philadelphiu né New Orleans, en
við skulum gera okkur í hugar-
lund, hvað gerzt hefði, ef kaf- j
bátarnir, sem laumuðust inn í
minni Mississippi-árinnar eða yzta
hluta New York-hafnar hefðu
haft aðstöðu til þess að skjóta
sprengjum, sem drægju yfir 8 km
vegalengd, og gerum okkur í hug-
arlund, að kafbáturinn hefði get-
að verið áfram neðansjávar, á
meðan þetta fór fram.
Margan kafbátaforingja hlýtur
að hafa dreymt um að gera þetta,
en aðeins einn þeirra, Fritz Stein-
hoff hershöfðingi, sá hvernig
mátti framkvæma þetta.
Neðansjávareldflaugin
Á leiðinni til kafbátaherstöðv-
arinnar í Kiel, velti Steinhoff
þessu vandamáli fyrir sér. Þegar
þangáð kom, skundaði hann í land
* WERNHER VON BRAUN og
STEINHOFF fylgjast meS því,
þegar verlð er að koma eldflaug.
unum fyrlr á þilfarl kafbátsins.
og tók sér far með lest til eld-
flaugastöðvarinnar við Peene-
miinde, sem var við Eystrasalt.
Steinhoff hafði meira en góða
hugmynd til þess að auðvelda sér
inngönguna að þessari hernaðar-
lega mikilvægu stöð, því að bróð-
ir hans, dr. Ernst Steinhoff vann
þar að vísindalegum rannsókn-
um.
Þegar kafbátaforinginn hitti
bróður sinn, skýrði hann honum
frá hugmyndinni: „Var hægt að
skjóta eldflaug frá kafbáti, sem
var í kafi?“ Bræðurnir ræddu
málið, en fóru síðan til yfirmanns
dr. Steinhoffs, von Braun.
Von Braun man enn eftir því,
Eldflaugarnar í grindinni.
að þegar hann fór að hugsa málið,
datt honum fyrát í hug: „Ef hægt
er að skjóta eldflaug út í geim-
inn, þá hlýtur eins að mega skjóta
henni neðansjávar. Þetta er at-
hyglisvert — aldrei datt mér
þetta í hug. Við verðum að athaga
þetta nánar.“
Tilraunin í Peenemiinde
Næsta dag var Steinhoff við-
staddur leyniráðstefnu mikilvæg-
ustu eldflaugasérfræðinga þýzka
hersins í Peenemiinde. Á fáeinum
kiukkustundum gerðu vísinda-
mennirnir lauslegt uppkast að á-
ætlun, sem notast mátti við. í
áætluninni var gert ráð fyrir
stálgrind á þilfari kafbátsins, þar
sem koma mátti fyrir 6 eldflaug-
um. Þær voru 6 þumlungar í þver-
mál, eldsneytið var í föstu formi,
og áttu þær að rísa upp í 45 gráðu
horn. Trjónur eldflauganna voru
! fylltar með kertavaxi, og í gegn-
j um það lá rafmagnsvír að kveikj-
unni eða örygginu.
Steinhoff kom með kafbát sinn
til þess að nota við tilraunina, og
innan fárra daga höfðu tækni-
fræðingar von Brauns komið eld-
flaugagrindinni fyrir á þilfari
bátsins. Eldflaugarnar voru settar
í grindina, og einn góðan veður-
dag lagði kafbáturinn af stað með
von Braun og um 20 aðra vísinda-
menn og tæknifræðinga innan-
borðs til þess að gera fyrstu til-
raun með .að .skjóta eldflaug frá
kafbáti neð^nsjávar.
,|ííMínórj. kafbátinn
mður a 75 fefa dypi. A strondinm
biðu menn meg myndavélar, reiðu
búnir að kvikmynda eldflauganar,
ef þær kæmu upp úr sjónum.
Óttuðust ekkert
Komið var á sambandi milli á-
hafnarinnar og mannanna f landi.
Von Braun segist aldrei muni
gleyma þessu augnabliki: „Allir,
sem voru um borð í tilraunakaf-
bátnum í þessari fyrstu tilrauna-
ferð, voru vongóðir og trúðu því
fastlega, að tilraunin myndi
heppnast. Engum datt sá mögu-
leikj í hug, að sprenging gæti orð-
ið í bátnum, né að báturinn gæti
eyðilagzt, þegar eldflaugarnar
færu af stað. Enginn fann til
ótta.“
Byrjað var að telja, og þegar
merki var gefig um að allt væri
tilbúið, ýttj Steinhoff hershöfð-
ingi á hnappinn.
í dag segir von Braun: „Við
fundum ekki þrýsting eða dynki,
þegar kveikt var í eldflaugunum.
Við heyrðum lágt, hvæsandj
hljóð. þegar þær þutu upp af
grinr'# num.“
Eftir um þag bil tveggja sek-
únda bjð, sáu mennirnir á strönd
inni fyrstu eldflaugina koma upp
úr sjónum með miklum buslu-
gangi, og þjóta í 45 gráðu horni
til himins. Síðan kom önnur, og i
að lokum sú þriðja. Tilraunin!
hafðj heppnazt fullkomlega
Árás á Bandaríkin
Steinhoff-bræðurnir gerðu nú
nákvæma tæknjlega skýrslu um
neðansjávareldflaugar Þegar eld-
Haugin kom upp á yfirborð sjáv.
"rins. átti hún eftir um 90% p]ds-
neytis eíns. os vegna þess sagði
cteinhoff sjgri hvósandi: ,.MeA
^esso vonni ?ef ég 'nrengt í loft
upp hvaða höfn eða borg á landi
óviriarins úr aðeins nokkurra
mílna fjarlægð.“
Enda þótt Steinhoff hefði jafn-
vel gengið svo langt að gera lista
yfir nokkur helztu skotmörkin á
strönd Bandaríkjanna, átti þó ekki
mikið eftir að verða úr því, að
hann gerði sprengjuárásj,. á þessa
staði. Nú rak hann sig á skrif-
finnsku, smámunasemi tæknifræð-
inga og afbrýðjsemi.
Deilur og flokkadrættir
Deila reis upp innan sjóhersins,
og um hana segir dr. Steinhoff:
„Áætlunin um kafbátaeldflaugarn-
ar var lögð fyrir Karl Dönitz að-
míráþ og hann sýndi henni mik-
inn áhuga, og vildi hrin,da henni
í framkvæmd. En eftfr að sjóher-
inn hafði tekið við stjórninni,
fréttum við ekkert um sinn. Þá
komu þeir til okkar og fengu tæk-
in til þess að skjóta eldflaugun-
um á loft, lánuð. Að lokum kom
svo dr. Paul Schröder frá Marine
Waffenamt (Vopnadeild sjóhers-
ins) til mín og sagði mér, að þeim
hefði mistekizt að skjóta á loft
eldflaug frá kafbáti, sem hafði
verið á hreyfingu. Ég skýrði hon-
um frá því, að ég teldi, ag bátur-
inn ætti að vera kyrr. Ég held,
að hugmyndin hafi aldrei nág
fram að ganga vegna þess, að
Þar hófu siðan sérfræðingar að
þýða og vinna úr því, sem fund-
Framriald á 13. síðu.
deilur og skoðanamunur kom upp
innan sjóhersins. Sumir töldu, að
eldflaugarnar ættu ag vera innan
í kafbátn’/n fremur en á þilfari
hans, aðrir héldu því fram að
byggja þyrfti algerlega nýjan kaf-
bát til þess að skjóta eldflaugum
neðansjávar, þrátt fyrir það, að
sú tegund, sem við notaðum, hefði
reynzt nægilega vel, og hefði
mátt nota til þess að skjóta á hafn
arborgir í óvinalöndum.“
Reyndu að ná til Hitlers
Að lokum hafnaði yfirstjórn kaf-
bátaflotans formlega þessari áætl-
un, þar sem hún áleit, að eld-
flaugagrindin á þilfari bátsins
myndj draga úr hraða hans og
hæfni til þess ag fara skyndilega
niður, og mundi þar að aukj ekki
þola þungan sjó.
„Þegar þess er gætt, að hér var
aðeins um frumtilraun að ræða“,
segir von Braun, „þá má vel vera,
að þetta hafi verið rétt, en ekkert
hefgj verið auðveldara en að setja
■sterkari eldflaugagrind í stað j
þeirrar, sem fyrst var notuð. Hin
raunverulega orsök áhugaleysisins
var sú, að sjóherinn vildi ekkert
hafa með neðansjávareldflaug að
gera, sem landherinn hafði kom-
ið fram með.“
Steinhoff-bræðurnir börðust öt-
ullega fyrir því, að fá að skýra
Hitler frá áætlun sinni, en eftir
nokkurn tíma var dr. Steinhoff
sagt að gleyma þessari bjánalegu
neðansjávareldflaug, og brjóta
heldur heilann um V-2 flugskeyt-
in. og Steinhoff hershöfðjngja
var sagt meg lítilli viðhöfn, að
fara aftur á sjóinn og halda áfram
að sökkva skipum bandamanná
Falinn fjársjóður
Þremur árum síðar, þegar leiks-
lokin fóru að nálgast í Evrópu,
voru allar upplýsingar um eld-
flaugarnar fluttar á brott frá j
Peenemiinde j trékössum, og fald-
ar í yfirgefinni námu í Harzfjöllun
um. Deildir úr þriðja her Banda
ríkjanna. sem sóttu f'-am yfir Evr-
ópu. fundu þennan fjársjóð leyni
legra skýrslna, lögðu ha]d á hann
og sendu ti] tilraunastögva hers-
ins í Maryland.
Filman sýnir tilraunaskot Þjóðverja.
T í MIN N, fimmtudaginn 2. ágúst 1962