Tíminn - 02.08.1962, Side 13

Tíminn - 02.08.1962, Side 13
rndisreitur Framhald af 9. síðu. urgerð og lítilsháttar garð- yrkja. Sund og söngur krydda svo réttinn. — Þetta er nú orðið talsvert. Þurfið þið ekki að fara snemma á fætur til að sinna þessu öllu saman? — Jú, við tökum daginn snemma, en við setjumst líka snemma að á kvöldin, og stúlk- urnar eru fljótar að falla inn í þann ramma, sem skólalífið sníður þeim. * NJÓTA GÓÐS NÁGRENNIS. — Hvernig er félagslífi hátt- að? — Félagslíf í húsmæðraskóla er fjörugra en marga grunar, og hef ég ekki orðið þess vör, að stúlkunum þætti lítið til þess koma. Tvisvar í viku eru haldnar kvöldvökur, og er þá lesin framhaldssaga eða annað skemmtiefni, nemendur sitja með handavinnu sína. Einnig eru nokkur skemmtikvöld á vetri, sem nemendur skiptast á um að annast með aðstoð kennara. Eru þá fluttir leiþ- þættir og annað skemmtiefni, og hafa þá oft komið í ljós duld ir leiklistarhæfileikar. Einnig stíga stúlkurnar oft dans með engu minna fjöri en þó þær ættu við pilta að etja á þeim leikvangi. — Venja er að fara í ferðalög um nágrennið, og einnig eru sóttar skemmtanir í sveitinni, sem til er vandað, og leiksýn- ingar, þegar þess er kostur. Heimboð eru ætíð milli héraðs- skólans og húsmæðraskólans, og nokkrum sinnum hafa hús- mæðraskólarnir á Laugalandi og Laugum skipzt á ’heimsókn- um. Ungmennafélag sveitarinn ar og kvenfélög héraðsins heim sækja skólann af og til. Einn- ig hafa húsmæður í héraðinu dvalið í orlofi í skólanum og kynnzt starfsemi hans. — Þá nýtur skólinn góðs ná- grennis héraðsskólans og sækir þangað margvíslegar skemmt- anir, svo sem dansleiki, kvik- myndasýningar og annað- '1ÉÍ'nn ig nýtur hann heimsókna ým- issa skemmtikrafta, sem héraðs skólann heimsækja, svo sem söngkóra, skálda og annarra listamanna. ★ GRÁTA MIKIÐ Á VORIN. — Er skólavistin dýr? — Ekki getur það talizt, ef litið er á allan afrakstur náms- ins, því að nemendur hafa heim með sér mikla og góða vinnu, sem erfitt er að meta til fjár. Heildarkostnaður á síðastliðn- um vetri var allmiklu meiri en áður hefur verið, eða að með- altali 10.000 krónur á nemanda, og er þá allt talið, fæði, hús- næði, efni til handavinnu og að nokkru námsbækur. — Hefur skólinn ekki fengið að kenna á kennaravandræð- um undanfarinna ára. —Jú, oft hefur róðurinn verið þungur, og komið hefur fyrir, að skóíinn hefur orðið að ráða réttindalausa kennara. en nú er gott útlit fyrir, að úr þessu rætist farsællega. — Er ekki að ýmsu leyti bindandi að kenna við heima- vistarskóla? — Jú, víst er það bindandi, en það er líka áreiðanlega skemmtilegra, því að við það verður samband kennara og nemenda nánara. í því sam- bandi minnist ég þess, sem mæt kona sagði eitt sinn, að starf konu við heimavistarskóla gengi næst móðurhlutverkinu. Ekki ber ég á móti þeim orð- Wi. — Er nokkurn tíma óyndi í nemendum? — Nei, síður en svo. Þó kemur stundum fyrir fyrst á haustin, að ein og ein stúlka, sem e. t. v. hefur ekki farið að heiman áð- ur, grætur og vill fara heim aftur. En meira er þó grátið á vorin, þegar skilnaðarstundin rennur upp, og reynist þá flest um örðugt að segja skilið við skólafélagana og kært skóla- heimili. Hlýhug sinn til skól- ans hafa gamlir og nýir nem- endur oftsinnis sýnt með heim- Sóknum, kveðjum og góðum gjöfum. ★ Við' höfum nú gengið um skólann og dáðst að vistlegum húsakynnum hans og fræðzt urri ýmsa einstaka muni, sem þau prýða. Margir eru þeir gefn ir af gömlum nemendum, sem á þennan fagra há.tt hafa sýnt vinarþel sitt til skólans. Fyrir gluggum eru heimaofin tjöld, á borðum eru heimaofnir refl- ar, og útsaumaðar sessur prýða bekkina, sem klæddir eru heimaofnu áklæði. Við kveðjum skólann með þá öruggu vissu í huga, að hann hafi ekki brugðizt þvj hlut- verki, sem honum var upphaf- lega ætlað — að vera fyrir- myndarheimili. — st. ; ingsvara. Það má til gamans geta þess, að ef þessi stefna væri enn ríkjandi, .hefði lítil síldarsöltun verið hérlendis undan farin ár. Sem betur fer er nú svo komjð, að síldin er nú orðið metin eftir gæðum, en ekki eftir söltunar- stöðvum, og hefur það orðið or- ið orsök þess að Raufarhöfn hef- ur orðið hæsta eða næsthæsta söltunarstöðin norðanlands og austan mörg undan farin ár. Ekki er hægt að skilja svo við þessi mál, ag maður ekki drepi á það ástand sem ep í síldarleitar- málunum. Árið 1961 var önnur síldarleitarflugvélin, sú, sem leit- aði austursvæðið, staðsett hér á Raufarhöfn. Var það ánægjuefni sjómanna og saltenda. En nú hefur svo brugðið, að á „Æðri stöðurn" hefur þótt hentara að hafa báðar flugvélarnar staðsettar á Akureyri, og torveldar þetta tví- mælalaust síldarleitina á austur- svæðinu. — Hvað álítur þú þá að beri að gera í sambahdi við síldarleitina? | — Ég álít að til viðbótar við j þau skip, sem eru í leitinni og tví- mælalaust hafa gcrt mikið gagn, þá verði að staðsetja aðra flug- vélina, annaðhvort hér á Raufar- höfn eða á Austfjörðunum. Það er ekki smáspotti að leita allt svæðið frá Eyjafirði austuv að Seley. AfhafnamaSur höfn og síldina. Eg skal segja þér, að ég álít, að það hafi ríkt alveg geysileg skammsýni í sambandi við uppbyggingu Síldaiverksmiðja rík isins hér á Raufarhöfn. Það stafar hreint út af því, að menn hafa ekki viljað viðurkenna stöðu Rauf arhafnar í síldveiðunum. Það hef- ur skaðað þjóðina um milljónir, sérstaklega þó sjómennina. Þess má geta til sannindamerk- is um það sem ég segi, ag mjög erfiðlega gekk á sínum tima að fá viðurkennda síldarsöltun hér á Raufarhöfn, og um langt árabil var þv( haldið fram af forsvars- mönnum þeirra mála, að síld, sem veiddist austan Rauðunúpa váírl ekki söltunarhæf, ekki útflutn- Og framtíð Raufarhafnar? — Og hvað nú um framtíð Rauf- arhafnar? — Ja, nú ertu orðinn gaman- samur. Á ég að fara að gerast spámaður? Ég segi ag til þess að hér geti orðið gott að vera, þá vanti okkur hér íbúðir og aukna íbúatölu. Við erum of fá hér. Hér er fyrir duglegt fólk og hér eru ■skammt undan góð fiskimið — þorskfiskimið og vaxandi fiskimið síðan landhelgin var friðuð. Og þjóðhagslega er mikil nauðsyn á stækkun síldarverksmiðjunnar. Það verður að gera annað tveggja, byggja nýja verksmiðju 10 til 15000 mála, eða auka verulega ttíVikalíýthiS'.' Annars virðist manni þ'ái8crfíiii9álvég' furðulegur hlutur, Sð Héi- 'Skuli ekki vera stærri verksmiðja en 5000 mála. Það er eðli mitt að vera svo andskoti bjartsýnn, ég ég sé enga ástæðu til að vera hnípinn. Og ef ekkert óhapp kemur fyrir ,sé ég ekki betur en við getum lifað hér al- veg kóngalífi, og haldig áfram að skapa gjaldeyri handa túristum þjóðarinnar og öðrum, sem nota tímann til að eyða slíku dýrmæti utan landsteinanna. Það stóð í járnum, að þegar við Jón töldum okkur hafa lokið þessu viðtali, voru lejtandi menn og konur búnir að finna „felu- staðinn1, og yfir Jón dundu nú óteljandi spurningar, hvernig ætti að gera þetta — hvort ætti að gera hitt — og áður en ég hafði. hugmynd um, var Jón á Raufar- höfn horfinn eitthvað út í busk- ann til að leysa þá hnúta, sem hlaupið höfðu á snurðurnar, þær 65 mínútur, sem við áttum tal saman í felustaðnum góða. KI. Sjávareldfíaugar Framhald af 4 síðu izt hafði, eftir stríðið. Einn þeirra, sem vann við þýðingarnar var dr. Wernher von Braun, sem eins og svo margir aðrir þýzkir visinda- menn hafði selt sig í hendur bandariskra yfirvalda í stríðslok. Hvar eru þeir í dag? En hvar eru þátttakendurnir í þessari fyrstu tilraun Þjóðverja, sem hefði getað breytt svo miklu um stefnu og endalok stríðsins, 20 árum eftir að hún var fram- kvæmd? Upphafsmaður þessarar ótrú- legu sögu, Fritz Steinhoff, liggur grafinn í hermannakirkjugarði í Fort Devens í Mass., i Bandaríkj- unum, og má kalla það kaldhæðni örlaganna. Á vopnahlésdaginn kom hann á kafbáti sínum upp úr undirdjúpum Atlantshafsins, en þar hafði hann verið síðustu sjö mánuðina og sigldi inn í sjó- hersstöðina í Portsmouth í New Hampshire og gafst upp. Nokkr- um dögum síðar framdi hann sjálfsmorð, greinilega fullur ör- væntingar vegna uppgjafar föður- landsins. Örlög dr. Steinhoffs, bróður hans, urðu furðulega ólik. Hann fór til Bandaríkjanna og hóf að vinna fyrir bandaríska flugherinn. Nú er hann einn af fremstu sér- fæðingum í eldflaugnagerð þar í landi. Árið 1956 náði sjóherinn sam- bandi við hann. Frétzt hafði, að dr. Steinhoff ætti í fórum sínum filmu, sem sýndi mjög merkilegar tilraunir með neðansjávareldflaug ar í Þýzkalandi. Þá þegar var von Braun orðinn einn af mikilvirkustu vísinda- mönnum í Bandaríkjunum, og stjórnaði eldflaugastöð landhers- ins { Alabama. Von Braun, dr. Steinhoff og eldflaugasérfræðing- ar sjóhersins ræddu um möguleik- ana á neðansjávareldflaugum, og Þjóðverjarnir gátu sagt Banda- ríkjamönnum frá hinni velheppn- uðu þýzku tilraun. Upphaf Polarisflugskeytis Banda ríkjamanna, sem skotið var frá kafbáti í Kyrrahafi, er því að finna í þýzku tilraunastöðinni í Peenemiinde, þar sem hópur þýzkra sérfræðinga gerði svipaða tilæraun fyrir 20 árum, með góð- um árangri. VIÐAVANGUR Framhald af 2. síðu. lögum 12 millj. en urðu 21 millj“. Þama grefur Gunnar hund sinn snyrtilega. Hann segir að niðurgreiðslurnar hafi veri'ð inntar af hendi á reikningsár- inu og Iætur líta sakleysislega svo út, sem svo hafi einnig ver- iS um útflutningsbæturnar. En því var ckki a3 heilsa. Hinn 31. des. skuldaði ríkissjóður 17,6 mililj. kr. í lögboðnum og gjald föilnum útflutningsbótum til landbúnaðarins. Gunnar sat á þessu fram yfir áramótin til þess að láta innstæðutölu rík- issjóðs í banka líta betur út og geta sagt, aS ríkissjóður hefði ekki átt neinar lausaskuldir um síðustu áramót. — Gunnar má því grafa hund sinn betur, ef ekki á að sjást á eyrun. Fjölhæfasta farartækið á landi DÍESEL EÐA BENZÍN EÐA BENZÍN „Fjöihæfasta farartækið á landi" — þetta er fullyrSing, sem þér getið fengið staðfesta hvar sem er á landinu, því Land-Rover eru nú komnir um land allt, og reynslan er öruggasti mælikvarð- inn. — Þér ættuð að spyrja næsta Land-Rover eiganda og kynnast reynslu hans. DÍESEL Land-Rover benzín eða diesel — til afgreiðslu fljótlega HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F. Hverfisgötu 103 — Sími: 11275. T í MIN N , fimmtudaginn 2. ágúst 1962 13

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.