Tíminn - 02.08.1962, Qupperneq 15

Tíminn - 02.08.1962, Qupperneq 15
SILDIN NO Á SPORÐA GRUNNÍ Töluverð síld var á Sporða- grunni í gær, og útlitið frek- ar gott. Átan var ekki eins góð og æskilegt hefði verið, en fór heldur batnandi. Síld- arleitarskipið Fanney hafði þá lóðað á dálitla síld út af Rifs- tanga. Síldin, sem kom af Rifstanga- svæðinu, var öll söltunarsíld, og var hún að meðaltali um og yfir 20% fgit. Fengu skip þó nokkra veiði á þessu svæði um hádegis- bilið í gær. Vart hafði orðið við síld fyrir sunnanverðum Aust- fjörðum, en sjómenn sögðu, að kominn væri töluverður haustblær á hana þar, og væri hún aðeins í litlum dreifðum torfum. Mikið hefur verið að gera á Vopnafirði undanfarna 5 daga. Þangað hafa komið ein 5 flutn- ingaskip, sem tekið hafa vörur til útlanda. Skip hafði lestað 1350 lestir af síldarmjöli til Englands, og annað tók 580 lestir af lýsi til Noregs. í gær komu 7 skip til Vopnafjarðar með mikla síld. Var þetta bezta síld, sem þangag hef- ur komið á sumrinu, og var hún yfirleitt 22% feit, og allt upp í 24%. í gærmorgun var vitað um 77 skip, sem fengið höfðu 52.450 mál og tunnur. DRENGSMORÐIÐ VEKUR FURÐU / Einkaskeyti frá Kaupmaunahö'fn 1. júlí. ENN er óupplýst, hvaða orsak- ir lágu til hins óhugnanlega morðs drengjanna tveggja, 14 og 16 ára, á Jens Christian Petersen, 14 ára, sem skýrt var frá í gær. Þó eru töluverSar líkur til, að vændislifn- aði sé um að kenna. BáSir dreng- imir hafa haft einhver kynni að karllegum vændislifnaði, og eru nú haldnar stö'ðugar yfirheyrslur yfir ýmsum kunnum borgurum í Randers, sem grunaðir eru um að stunda siíkan lifnað og hafa e. t. v. átt óbeina sök á glæp drengjanna tveggja. Drengirnir saka hvor annan um að eiga sök á ódæðinu, en það virðist augljóst, að morðið hefur verið framiS fyrirfram ákveðið, þar sem þeir höfðu með sér ham- ar og reipi á staðinn. Fólk er furðu og skelfingu slegið yfir atburði þessum. Menn fá ekki skilið, hvern ig slíkur glæpur getur verið fram- inn af drengjum. Verjandi drengj anna athugar nú gaumgæfilega ýmis atriði, sem virðast lík í sam- bandi við morðið á Jens Christian og morð, sem átti sér stað í Chi- cago árið 1924, þegar tveir ung- ir auðsmannasynir, Leopold og Loeb, myrtu ungan dreng. Ætlun verjandans er að kynna sér ræki- lega hina meistaralegu varnar- ræðu, sem þá bjargaði ungu mönn unum frá rafmagnsstólnum. Aðils. Fabus og Fulbright ■ a ■ oruggir NTB-Little Rock, 1. ágúst- í FORKOSNINGUM, sem úr- slit fengust úr í dag í Arkansas, unnu 0. A. Faubus og William Fullbright sigur og verða því frambjóðendur demókrata í kosn ingunum í nóvember um ríkis- stjóra og öldungadeildarþingmann. Talið er, að þeir séu öryggir um sigur í hinum endanlegu kosning- um í nóvember. Republikanar í Arkansas hafa hvorki átt ríkisstjór ann né öldungardeildarþingmann- inn Irá því borgarastyrjöldin brauzt út fyrir 100 árum. Þetta er 1 fimmta sinn, sem Faubus er í kjúöri til ríkisstjóra- embættis og í fjórða sinn, sem Faubus er í kjöri til ríkisgtjóra- unagdeildarþingkosningum. Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, Guðmundur Bjarni Halldórsson, skipasmiður, Framnesvegi 20, andaðist hinn 23, júlí. Jarðarförin hefur farlð fram Þökkum auð- sýnda samúð. Elizabet G. Guðmundsdóttir, Guðmundur H. Guðmundsson, Gerda Guðmundsson, Hörður Guðmundsson, Guðrún Bjarnadóttir, Slgurður R. Guðmundsson og barnabörn híns látna. Jóngeir D. Eyrbekk lézt í Landsspitalanum aðfaranótt mánudagsins 30. júlí. Útförln verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 7. ágúst ki. 2 síðdegis. Sólborg Sigurðardóttir, Sigrún Eyrbekk. T f MIN N , fimmtudaginn 2. ágúst 1962 Norðuríandamóf K.F.U.K. í gær hófst hér í Reykjavík : Horðurlandamót KFUK og sækja það 50 konur frá Nor- egi Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, auk íslenzkra þátt- takenda. Á föstudaginn fara þátttakendur í Vindáshlíð, og munu þeir dveljast þar fram yfir helgina. Framtiald af 16 síðu. menntunarþorsta og góðar gáfur, en Crump hefur lagt stund á guð- fræði, heimspeki og lögfræði í fangavistinni. Eftir ítrekaðar áskoranir hinna óskildustu aðila, lét Kerner ríkis- stjóri nú loks til leiðast að breyta dauðadóminum yfir Crump í ævi- langt fangelsi. Sagði Kerner í náð- unarbréfinu, að samfélaginu væri enginn akkur í að taka negrann af lífi, en nú væru vandamálin Crumps megin, þar sem hann yrði nú að sýna vilja sinn til góðrar breytni hér eftir sem hingað til. Samvinna hefur verið með KFUK á Norðurlöndum mörg undanfarin ár, en fjórða hvert ár er haldið Norðurlandamót. Þó eru aðeins lið in þrjú ár frá því síðasta mót var haldið, en það vgr í Noregi árið 1959. Ástæðan til þess, að mótið er baldið í ár, er sú, að á næsta ári verður alþjóðamót KFUK hald ið í Danmörku, og þótti ekki rétt að halda bæði mótin sama árið, og of langt að bíða með mótið hér þar til 1964. Mótið' í Vindáshlíð er fyrsta KFUK-mót Norðurlanda, sem hér er haldið. Fulltrúar frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð komu til Reykjavíkur á mánudaginn, en finnsku fulltrúarnir voru væntan- legir síðar. Blaðið átti stutt viðtal við nokkr ar hinna norrænu kvenna, og spurði í hverju starfsemin á Norð urlöndum væri aðallega fólgin. — Þar eiga KFUM og K gisti- heimili, bæði fyrir pilta og stúlk- ur. Margar skólastúlkur dveljast á þessum heimilum, ef þær eru fjarri heimilum sínum við nám. Einnig búa á þessum heimilum stúlkur, sem komnar eru í borg- irnar til þess að vinna. Mikið er um alls konar klúbbastarfsemi á öllum Norðurlöndunum í sambandi við KFUK. Er mikið gert til þess að fá ungt fólk til þess að taka þátt í þessari starfsemi. Sú nýbreytni hefur veri^tekin upp í Noregi, að reyng, að fá fólk á aldrinum 18—30 ára til þess að vera með í þessari starfsemi, en áður var einna mest gert fyrir fólk innan við tvítugt. Norðurlandamótið hófst í gær með samkomu í húsi KFUM og K. Þar bauð Áslaug Ágústsdóttir for- maður KFUK gestina velkomna, en síðan voru fluttar kveðjur frá Norðurlöndunum. Að lokum var kórsöngur og bæn. í dag fara kon- urnar í ferðalag um Þingvöll og Hveragerð'i, en á morgun verða all ar helztu þyggingar í Reykjavík skoðaðar, Á föstudaginn verður haldið í Vindáshlíð og mótið sett kl. 18. Mótið stendur í Vindáshlíð' fram á þriðjudag n. k., en þá verð- ur aftur komið til Reykjavíkur. Óþurrkarnir Framhald af 1. síðu. var veður þar sæmilegt. Það virðist einróma -álit bænda á Suðurlandi, að útlit sé með versta móti, og haldi þessu áfram geti orðið IítiS um hey í vetur. Hins vegar reyna menn að bera sig vel og segja, að ekki sé öll nótt úti enn, og vel geti brugði'ð t'il hins betr.a í ágúst. Guðleg stjórn Síldarsfúlkur Framhalrl al 16. síðu tunnum fá þær aðeins tryggingu. Þó munu allflestar ef ekki allar síldarstúlkur hafa saltað yfir 100 tunnur í sumar, að minnsta kosti á Siglufirði og í öllum stærstu sölt unarstöðvum. Karlmenn, sem vinna í sild, eru á tímakaupi, en þeir vinna oftast meira heldur en rétt á meðan síld arhrotan stendur yfir, svo að þeir komast oftast af tryggingu. Síldarsaltendur á Raufarhöfn hafa nokkuð' gert af því, að flytja fólk sitt til söluntarstöðva, sem þeir hafa á Austurlandi, en þar áttu sumir hverjir nokkuð óverkað af síld í sérverkanir. Flestar ferðir voru fullskipaðar síldarfólki frá Raufarhöfn í gær og fyrradag. Ekki voru sögð mikil brögð að því á Vopnafirði, að fólk ið væri að fara, og á Reyðarfirði voru enn allir kyrrir í von um ag ’söltun yrði hafin aftur. íþróttafálög Hef til sölu hinar heims- þekktu amerísku Harris & Gill stangarstökksstengur. Stærðir 4,10 m. og 4,90 m. Kosta aðeins kr. 2.750.00. Sendi gegn póstkröfu hvert á land sem er. Valbjörn Þorláksson, Hagamel 14. — Reykjavík. Bíla - og búvélasalan Hef kaupanda að Mercedes Benz vörubíl, árgerð 1961 —62, hálf frambyggðum. Þarf að vera sem minnst keyrður. Staðgreiðsla, ef um semst. Bíla-og búvélasalan Eskihlíð B V/Miklatorg, sími 23136 bjlascBla guðmundar Bergþórueötu 3. Siinar 1M3Z, 20070. Framhald ai 1, síðu. mætti benda ríkisstjórninni á, að það hcfur verið rigninga- samt á Suðurlandi síðasta hálf- an mánuðinn, og bændur þar mundu þiggja nokkra þurrk- daga, en svona ríkisstjórn verS ur varla skotaskukl að bæta úr því. Annars hefur mönnum geng- ið heldur illa að skilja ýmis ar hlessunarráðstafanir ríkis- stjórnarinnar síðustu misserin, en nú kemur skýringin: Vegir hennar eru órannsakanlegir. Hefur áv&llt til sölu allar teg- undir öifreiða Tökum bííreiðir 1 umboðssölu (iruggasta þjónustan bílcssoila G.UG MUNDAR Bergþórugötu 3 Sfmíir 19032» 20070 Ás Framhald af 16. síðu. Maatsch, forstöðumaður botanísku deildar tækniháskólans í Hannov- er, er nú staddur í Hveragerði. f deildinni hafa verið gerðar merkar rannsóknir varðandi áhrif ljóss- ins á vöxt jurta. Prófesorinn hef- ur þegar miðlað af þekkingu sinni, sem hefur verið notuð með góð- um árangri þarna á staðnum, með al annars höfð áhrif á blóm með því að baða þau andartak í mjög sterku ljósi. Garðyrkjumenn úr Árnessýslu sóttu fyrirlestur hjá prófessor Maatsch fyrir skömmu, en hann kvaðst hafa hug á, að samskipti á garðyrkjunemum tækj úst milli fslands og Þýzkalands. Varðandi garðyrjkuskólann í Hveragerði, sagði prófessorinn, að hann þyrfti að vera vísindastofn- un, sem hefði náið samband við uppeldisstöðvarnar, fremur en stór framleiðandi. Prófessorinn hefur þó ekki skoðað skólannnema að litlu leyti, enda hefur ekki verið óskað eftir komu hans þang- að, eftir því, sem hann og Gísli sögðu. í Ási er nú verið að koma upp jarðvegsrannsóknastofu, sem verð ur öllum opin. Bíla- og búvéiasalan selur HeyhleSsluvél Ámoksturtæki á Dautz 15 D alveg ný Garðtætara meS sláttuvél Múgavélar Sláttuvélar á Massey-Ferguson 8 tonna dráttarvagn góSan fyrir búnaSarsam. band Loftpressur Krana á hjólum: Blásara Dráttavélar Ámoksturstæki á Oliver Farmal Cub '58 Dautz 15 A '60 Zetor árgerS '60 VerS aSeins kr. 50.000,— Fordson major '58 og '59 meS allskonar fylgitækjum, hentugt fyrir búnaSarsam- bönd Massey-Ferguson meS ámoksfursfækjum árg. '59. Bíla- & búvélasalan 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.