Tíminn - 11.08.1962, Page 1

Tíminn - 11.08.1962, Page 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu vandlátra blaða- lesenda um allt land. Tekið er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 i Banka- stræti 7, sími 19523 181. tbl. — Laugardagur 11. ágúst 1962 — 46. árg. Innrás í Buenos Aires NTB—BUENOS AIRES, 10. ágúst. Ilerflokkar undir yfirstjóm Fernandez Funes, ofursta og yfirmanns fyrstu fótgönguliðssveitarinnar í Palermo í Argentínu, tóku í dag á sitt vaid varnarmálará'ðuneytisbygginguna í Buenos Aires, en fót- göngulið, riddaraliðssveitir og flokkar ríkislögreglumanna tóku Plaza Mayo, sem er stærsti samkomustaður höfuðborgarinnar. Þá herma óstaðfestar fréttir að hersveitir frá Palermo séu á leið til móts við skriðdrekaherdeild, sem ætlar sér að ráðast inn í höfuðborgina. — Þessar aðgerðir hersins standa í sambandi við deilu um skipun her- málaráðherra landsins, en herinn er tvíklofinn í málinu. Geta byrjað að skjóta á hreindýrin! Síðastliðinn sunnudag var tíu skozkum sjómönn- um bjargað úr sjávarháska á Norðursjó. Danska skipi'ð Nella Dan kom mönnunum til njargar eftir að þeir höfðu velkzt í tíu klukkustundir í gúmmí- björgunarbát í mjög slæmu veðri. Menn þessir voru af togara sem sökk austur át Peter Head. Sumir voru svo aðframkomnir að þeir gátu ekki komizt hjálparlaust upp stigann. — Myndin sýnir þegar verið er að draga einn um borð í Nella Dan. (Polfoto). BJARGAD ÚR SJÁVARHÁSKA Nú geta veiðifúsar hrein- dýraskyttur farið að hugsa til hreyfings og halda inn á öræf- irí, því að veiðitíminn hófst í gær. Hreindýrin munu hafa dreift sér meira suður en und- LEITAAO BiDAULT! NTB—PARÍS, 10. ágúst. Y'firvöld í París gáfu í dag út skipun um handtök'u Bidault, fyrr verandi forsætisráðherra Frakka, en hann hefur sjálfur lýst því yfir, að hann sé æðsti maður OAS-sam takanna. Bidault hafði áður verið sviptur þinghelgi fyrir þátttöku sína í samtökunum. — Með hand- lökuskipuninni opnast nýir mögu- Ieikar fyrir yfirvöld áð koma lög- uin yfir Bidault og draga hann fyr ir rétt. Margir telja, að Bidault dvelji nú einhvers staðar í Bayern, ásamt Antoine Argoud, sem er háttsettur innan samtakanna. Lög reglan hefur nú heimild til þess að taka Bidault fastan, jafnskjótt og hann stígur á franska grund og varpa honum í fangelsi. Þá hefur lögreglan einnig hcim ild til að gera fyrirvaralausa hús- leit og aðrar rannsóknir í sam- bandi við leitina. anfarin ár, og ætti því veiði- svæðið að vera minna. Undanfarin ár hefur verið leyft að fella 600 dýr, og er svo einn- ig í ár. Fram til þessa hafa ekki verið felld fleiri en 3—400 dýr um veiðitímann, eða aðeins rúm- ur helmingur þess, sem leyft er. En nú er spurningin, hvort ekki verður betur veitt í ár, þar sem hreindýrin virðast hafa dreift sér meira suður og veiðisvæðið því minna en áður. Leyfin skiptast á milli hrepp- anna á Austurlandi, sem liggja að því svæði, sem hreindýrin ganga á, en Egill Gunnarsson, hreindýraeftirlitsmaður á Egils- stöðum, úthlutar þeim. Hver sveit hefur sína skyttu, og bændur stunda hreindýraveiðar, eftir því sem þeir hafa tök á, en þeir hafa takmarkaðan tíma til þess, og telja ekki, að það borgi sig að taka tímann frá heyskap og smala mennsku til veiðanna. Ýmsir stunda hreindýraveiðar sem sport, og fara t.d. árlega nokkrir 2—3 manna hópar úr Reykjavík til slíkra veiða. Aff- komumenn verða að fá leyfi hjá viðkomandi sveitarfélagi og kaupa Framh. á 15. siðu. LIKLEGT AD SYKT SÍLD VEIDIST HÉR Svo virðist sem skadd- aða síldin, er Norðmenn veiða nú út af Sunnmæri og Romsdal, hafi skaðazt af einhverju sníkjudýri í sjónum, en hafi ekki orð- ið fyrir geislavirkni af völdum kjarnorkutilrauna neðansjávar, eins og menn gátu sér til fyrst. Þótt um slíka geislavirkni væri að ræða, er afar ósennilegt, að hennar mundi gæta í síldinni hér við land. í fréttaskeyti frá NTB í gær segir, að sölusamtök síldveiði- manna telji skaðann stafa af sníkjudýri. í fyrra varð einnig vart við þetta, en í mun minua mæli. Þá töldu menn þetta veru sár af völdum stærri fiska, en nú Framhald é 15. sí'ui« THALIDOMIDLYF OG BARNEIGNIR SáAS- stou

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.