Tíminn - 16.08.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.08.1962, Blaðsíða 4
Þátttakendur koma á hæsta tind Snækolls. Myndin var tekln á siðasta námskelði. — (Ljósm.: JaJcob Albertsson). Sæluvika í Kerlingafjöllum Það var mikið um aS vera um tvö leytiS s.l. mánudag í Menntaskólaportinu. Marg ir bílar renndu inn í portiS eSa stönzuSu á Antmanns- stígnum. Um tíma virtist allt ætla aS fara í eina bendu, en snaggaralegum, IjóshærSum náunga tókst að greiSa úr hnútnum á skipulegan hátt. En þaS var ekki bílafjöldinn, sem vakti forvitni blaðamanns- ins heldur það, að fólkið, sem steig út úr bílunum var allt með skíði og skíSaút- búnaS þótt hásumar væri — og sólin hellti geislum sínum yfir Reykvíkinga. Þarna hlaut því eitthvað frétt næmt aS vera á ferðinni og með það fyrir augum nálguð- umst við hópinn. Það var ekki laust við, að við öfunduðum þá, sem þarna voru að leggja upp í ferðalag, og stúlkurnar í skíðabúningunum fannst okk ur föngulegar. Reyndar könn- uðumst við við andlit margra frá leikjum Ármanns í hand- knattleik. Ekki gat þó verið að þær ætluðu að fara að keppa í handknattleik á skíðum og þvf spurðum við, hvert ferð- inni væri heitið. Og sVarið var Kerlingarfjöll. Nú, auðvitað. Ljóshærði ná- ungi'nn, sem hafði verið að leysa úr umferðarhnútnum var enginn annar en hann Valdimar Örnólfsson — eða Haraldur, sem heillaði svo marga í Skugga-Sveini, og auð- vitað vissum við að hann var með .skíðanámskeið í Kerlingar fjöllum — þessari paradis skíðamanna á íslandi að sumr inu. i Við reyndum að nálgast Valdimar, en það voru svo margir, sem leituðu til hans með eitt og annað, að hálf illa gekk að ná tali af honum. En Valdimar var fljótur að af- greiða hvern og einn og þá kom að spurningunni: Þið eruð að fara í Kerlingarfjöll, Valdi- mar? — Já, þetta er fjórða ferðin okkar þangað í sumar og þær fyrri hafa heppnazt hver ann- arri betur. Við höfum 30 þátt- takendur í hverri ferð og hing að til hefur alltaf verið full- skipað. , — Verða fleiri ferðir í sum- ar? — Já, við ætlum ag fara eina enn. Hún hefst 23. ágúst og stendur í átta daga eins og hinar fyrri. Hér er um nám- skeið að ræða og kostar þátt- takan 1700 krónur fyrir mann- inn og er ódýrt. Þar er allt innifalið, ferðir, matur og kennsla og við höfum alltaf bíl uppfrá til afnota og er m. a. ekið með þátttakendur í heitu laugarnar á Hveravöllum. — Og hvernig er aðstaðan í Kerlingarfjöllum? — Mjög góð, svo að ekki sé meira sagt. f síðustu ferðinni tókum við í notkun skíðalyftu, sem hefur reynzt prýðilega. Dvalið er í skála Ferðafélags íslands í Árskarði — en þú mátt geta þess, að ferðafélagið stendur að þessum námskeið- um með okkur, og þeir, sem hafa hug á því að taka þátt í síðasta námskeiðinu, eru beðn ir að snúa sér til skrifstofu félagsins í Túngötu. Fram- kvæmdastjóri Ferðafélagsins, Láras Ottesen, hefur reynzt okkur hinn mesti haukur í horni. — Og hverjir kenna fleiri ien þú á námskciðunum? — Það hafa verið þeir Eirík •ur Haraldsson. iþróttakennari, og Sigurður Guðmundsson, en auk þess hefur Jakob Alberts- so'n stjórnað gönguferðum. — Þið byrjuðuð á þessu í fyrra, var það ekki? — Jú, við fórum tvær ferð- ir í fyrrasumar, sem heppnuð- ust prýðilega. Það er dásam- legt að vera í Kerlingarfjöll- um, alltaf nægur snjór — og nú er þar nýfallin mjöll. Út- sýnið er mjög fagurt og sér í sjó bæði norður og suður fyr- ir. Hæsta fjallið er Snækollur, sem er 1477 metrar og Loð- mundur er einnig mjög fallegt fjall, 1430 metrar. Eg sá, að þátttakendur vora farnir að ókyrrast og gjóta til okkar Valdimars hornauga — Þátttakendur baða sig á 'Hveravöllum. þeim hefur víst fundizt, að blaðasnápurinn hafi tafig hann alltof lengi. Mér var illa við að stúlkurnar færu að senda mér þungbúið augnaráð, svo að ég tók það rág að þakka Valdi mar fyrir upplýsingarnar og laumast á brott. En vissulega voru skrefin niður á skrifstof- una bæði þung og löng, því að vis’sulega öfundaði ég þennan fríða hóp, sem var að leggja í SÆLUVIKU Á KERLINGAR- FJÖLLUM. —hsím. i % i T í M I M N ^immtuidacrinn Ift áxfúct lQfi2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.