Tíminn - 16.08.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.08.1962, Blaðsíða 12
s VS f. & / , t , , f 4 iáiémámmmimmimlmiiimimi^mmiiimmUiiiáiiááááMiiláámimmtmtmtiáámiámmii ýf-ýy'yyyýý-ý :'x^:::-: : •>w >:•:* :::<::v::x< >:> liilililc ÍÞRÚTTIR Valur RITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON vann óverð- skuldað stig gegn KR Jafntefli hjá iiðunum í gærkveldi 2-2 Eftir langt hlé hélt íslands- mótið í knattspyrnu áfram í gærkvöldi á Laugardalsvellin- um og mættust þá hinir gömlu keppinautar KR og Valur. Jafntefli varð í leiknum 2—2 og mega Valsmenn teljast mjög heppnir að ná stigi af KR. Leikurinn var heldur slak ur framan af en síðan náði KR yfirtökunum og hafði um tíma tvö mörk yfir, en Valur hafði varla átt hættulegt upphlaup. Þegar langt var liðið á síðari hálfleik skoraði Matthías Hjartarson beint úr horn- spyrnu fyrir Val, og tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði Bergur Guðnason. Eftir þessi úrslit eru mögu- leikar þessara liða mjög litlir til sigurs í mótinu, þar sem þau geta nú mest komizt í 13 stig og ólíklegt að sú stigatala Staðan í mótinu STAÐAN í mótinu er nú þannig: Akranes Fram Valur KR Akureyri isafjörður LUJ T 7 4 2 1 17:8 7 3 3 1 13:5 8 3 3 2 11:6 8 3 3 2 16:10 8 4 0 4 18:16 8 0 17 nægi til sigurs. Baráttan um íslandsmeistaratitilinn stend- ur nú fyrst og fremst milli Akraness og Fram og senni- legt, að leikurinn milli þessara liða n.k. mánudag komi til með að ráða úrslitum. Þau leika þá á Laugardalsvellinum. Hvasst var að austan, þegar leikur Vals og KR hófst í gær- kveldi. Valsliðið var skipað eins og venjulega, en hjá KR vantaði landsliðsmennina Bjarna, Hörð og Garðar, og léku Helgi Jónsson, Kristinn Jónsson og Örn Steinsen í þeirra stað. Og á þetta bœttist hjá KR, að landsliðsmaðurinn Sveinn Jó'nsson, sem leikið hafði mjög vel, varð að yfirgefa völlinn rétt fyrir leikhléig — og kom Hall dór Kjartansson í hans stað. Lands leikurinn við íra var því afdrifa- rikur fyrir KR-liðið. Framan af var leikurinn mjög daufur og lítið sást af fallegri knattspyrnu. En smám saman fóru KRingar að ná yfirhöndinni og á 10. mín. skoraði KR fyrsta markið. Jón Sigurðsson gaf þá knöttinn fram til Gunnars Felix- sonar, sem náði honum í vítateigg horninu. Björgvin hljóp út úí\ marki sínu og Gunnar sendi knött' inn yfir hann í markhornið. Knötturinn var nær allan hálf- leikinn miklu meira á vallarhelm- ingi Vals, en Valsmönnum tókst hins vegar aldrej að skapa hættu við KR-markið og áttu eitt skot í öllum hálfleiknum á markið — og þá fór knölturinn hátt yfir. Hins vegar var oft hætta við Valsmarkið. Gunnar Felixson átti skallknött rétt framhjá um miðj an hálfleikinn, Sigurþór fast skot, sem Björgvin varði vel, og á 41. mín. komst Gunnar Fel. einn inn fyrir. Björgvin hljóp gegn honum og Gunnar renndi knettinum f átt að markinu — en hann rétt straukst framhjá mannlausu mark inu. KR-ingar voru mjög ákveðnir f byrjun síðari hálfleiks og strax á 2. mín. átti Gunnar Fel. fast skot, sem Björgvin varði glæsi- lega. Tveimur mínútum síðar fékk Sigurþór knöttinn úti á kanti, gaf yfir til Halldórs á hinn kant- inn. Halldór skaut á markið, en Árni Njálsson skallaði frá á mark línu. Knötturinn barst til Jóns Sig urðssonar, sem skoraði annað mark KR með hörkuskoti. Næstu mínúturnar léku KR-ingar mjög vel og áttu hvert upphlaupið á fæt ur öðru á Valsmarkið — en fleiri mörk tókst þeim ekki að skora. Gunnar Fel átti þá skot í stöng og Halldór fast skot, sem Björgvin varði mjög vel. Um miðjan hálf- leikinn fóru Valsmenn heldur að sækja í sig veðrið, en upphlaup þeirra voru tilviljunarkennd. Þó komst Bergur inn fyrir á 30. mín. en Heimir varði með góðu út- hlaupi. Og síðan skeðu ósköpin fyrir KR. Á 35. mín. tók Matthías Hjart- arson homspyrnu vinstra megin og spyrnti fyrir r.,arkið. Knöttur inn sveigði inn í hornið fjær, án þess KR-ingar gerðu nokkra til- raun til að verja — og tveimur mín. fyrir leikslok tókst svo Val að jafna. Knettinum var þá spyrnt fram og fór yfir Helga Jónsson. Bergur skauzt innfyrir og komst einn frír að markinu og renndi Framh á 15 síðu F.R.Í. 15 ára -fc ÍSLENZKU sundmennlrnir, sem keppa á Evrópumeistaramótinu í Leipiig um næstu helgi, héldu utan í gærmorgun, ásamt þjálfara slnum, Jónasi Halldórssyni, sem verður fararStjóri og mun auk þess sitja þing Sundsambands Evrópu. Kvöldið áður en þeir fóru, kepptu þelr Guðmund- ur Gislason og 'Hörður Finnsson í sundlaug Vesturbæjar og settu sitt hvort metið, eins og skýrt var frá á siðunnl [ gær. — Ljósmyndari Tím- ans, RE, tók þá þessa mynd, Frá vinstri eru Hörður, Jónas og Guðmundur. Hörður mun keppa í 200 m. bringusundi á EM, en Guðmundur í 400 m. fjórsundi (en þá eru syntir 100 m. á flugsundi, baksundi, bringusundi og skriðsundi), en mun einnig keppa í 200 m. baksundh sem aukagrein. I dag er merkisafmæli hjá einu sérsambandinu, Frjálsíþróttasam- bandi íslands, en 15 ár eru nú liðin frá stofnun sambandsins. Það hef- ur unnið mjög gott starf á þessu 15 ára tímabili, þótt sami ljómi sé nú ekki yfir frjálsum íþróttum hér á landi og var við stofnun sam- bandsins. Þá má geta 'þess, að á þess ári eru 30 ár frá stofnun Frjálfíþróttaráðs Reykjavíkur — (FÍRR), — þrjátíu og fimm frá því fyrsta meistaramótið frjálsum íþróttum var háð, fimmtíu ár frá fyrstu þátttöku ís lenzks frjálsíþróttamanns í Olym píuleikum, en Jón Halldórssor keppti á Stokkhólmsleikjunum 1912 í 100 m. hlaupi. 12 Nýr úrslitaleikur í meistaraflokki Á sunnudagskvöldið léku FH og Breiðablik síðasta leik- inn í meistaraflokki á meist- aramótinu í handknattleik í Kópavogi. Úrslit urðu talsvert á annan veg en búizt var við, því að Breiðablik sigraði í mjög skemmtilegum leik með fimm mörkum gegn fjórum. Breiðablik náði í upphafi forust mni í leiknum og léku stúlkurnar prýðilegan handknattleik. í hléi var staðan 3:1 fyrir Breiðablik og komust síðan yfir í 4:1. FH tókst að minnka bilið í 4:3 — en Breiða KR skoraði fyrsta mark sitt í leikn- um í gærkveldi eftir 10 mín. Gunnar Felixson fékk knöttinn i vítateigs- horninu — og spyrnti yfir Björgvin Hermannsson í markið. Björgvin var !lla staðsettur eins og myndin sýnir ">l — og var úti á markteignum í tað þess að vera i markinu. Hér •■ífur knetturlnn vfir hann efst i -narkhornið Síðar i leiknum bættí ',:örgvin upo þessi mistök sín með mjög góðri markvörzlu. Ljósm.: Tíminn RE. blik komst í 5:3 og voru úrslit þá ráðin, þótt FH-stúlkurnar skoruðu siðasta markið í leiknum. Þessi úrslit hafa það í för með sér, að tvö félög eru efst og jöfn í mótinu með 10 stig, Ármann og FH, og verða því að leika að nýju til að fá skorið úr um sigurvegar- ann í mótinu. Sá leikur verður 21. ágúst í Kópavogi. Lokastaðan í meitsaraflokkskeppninni varð þannig: LUJ T M: St. FIl 6 5 0 1 56:20 10 Ármann 6 5 0 1 52:24 10 Víkingur 6 4 0 2 47:25 8 Breiðablik 6 4 0 2 38:17 8 Vestri 6 2 0 4 14:42 4 KR 6 1 0 5 15:27 2 Vestm.eyjar 6 0 0 6 10:85 0 KR mætti ekki til leiks gegn Vestra á ísafirði og hlutu ísafjarð arstúlkurnar því bæði stigin fyrir þann leik — en hins vegar er markatala KR og Vestra því aðeins úr fimm leikjum. Til úrslita í 2. flokki á mótinu léku Breiðablik og Ármann og var það einnig mjög skemmtileg- ur Ieikur. Eftir þríframlengdan leik sigraði Breiðablik með fjórum mörkum gegn þremur. T I M I N N. fimmtudaginn 16. ágúst 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.