Tíminn - 16.08.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.08.1962, Blaðsíða 9
Gísli Kristjánsson: Heimsókn í íþróttaskólann í Sönderborg, þar sem ýmsir Íslendingar hafa stundað nám, og Jón Þorsteinsson er kennari Norðursins, mannlegar verur með holdi og blóði, og blóð sumra þeirra hefur vökvað fold og mold fyrir löngu. Nú stendur myllan hér, hún gnæfir hátt en virkin í ásnum eru öll grasi gróin eða öðrum gróðri vaxin — vottandi, að friðsæld ríkir nú um gjörvallt Norðrið og einnig hér á þess- ari fyrrverandi Heljarslóð. Það fer vel á því að þetta merki stendur og það er vel viðeigandi, að hér hefur risið menntasetur —skóli, sem að hornsteinum hefur þjóðlega kennd, og þjóðernistilfinningar minningu hins horfna konungs. ★ Ég hef heimsótt bændaskóla, húsmæðraskóla og alþýðuskóla utíi gjörvalla Danmörku og hlið stæður slíkra stofnana í öðrum löndum, en ég efast um, að annars staðar sé vandaðri rammi skapaður um skólaskil- yrði öll en einmitt hér í Sönder borg. Að byggingarnar eru nýj- ar gerir náttúrlega sitt til að allt verður aðlaðandi. En þar e„ líka leitazt við að allt sé auðvelt í umgengni og hagrænt í starfi. Þetta virðist hafa tek- izt og svo bætist þetta við, sem Longu byggingarnar eru til afnota viS kennslu og sem nemendaherbergi. Milli þeirra eru skrautgarS- arnir. Lengst til hægri er sundhöllin en stærsta byggingin, neðst á myndinni, er íþróttahöllin, byggð í fornum stfl, áttstrend eins og Trelleborg miðaldanna. NEMENDUR REÐUST GJARN- AN TIL STARFA Á ISLANDI að byggingarefnum. Hér fer fram mennt líkamans og anda, og hingað sækja nemendur frá gjörvöllu Norðri, en náttúrlega þó fyrst og fremst frá heima- landinu. Skólinn heitir íþróttaskóli en hann er raunar fyrst og fremst venjulegur danskur alþýðuskóli eins og þeir gerast í Danmörku, en þar að auki er sérstök stund arskrá fyrir hóp þeirra manna og kvenna, sem hyggja að menntast til þess að verða leið- togar æskufólks í heimasveit- um á sviði almennra íþrótta. ★ Það var árið 1947 að hafizt var handa um framkvæmdir á þessum stað. Á bak við fram- takið stóðu traustir stofnar þjóð legra viðhorfa og við upphaf framkvæmda bauðst meginás þar sem sjóður einn digur, sem þjóðin hafði fært Kristjáni kon ungi X. treysti framtakið. Úr sjóði þeim hefur verið varið þrem milljónum danskra króna til þess að byggja og fegra skólann og umhverfi hans. en sjóðnum var ætlað það hlutverk að „skapa varanlegt minnismerki um Kristján X. og svo til minningar um þá mörgu Dani, sem létu lífið af völdum styrjaldarinnar á. árunum 1940 —1945“. Og það er vissulega veglegt minnismerki, sem þarna hefur verið skapað, Byggingarnar eru reistar umhverfis tvo skraut- garða: Konungsgarðinn og Drottningargarðinn, og í þriðja lagi er svo Friðarhöllin, en með þessu skyldi heiðrað varanlega minningin, sem tengd yrði við musterin, sem þarna þjóna sTíólahaldi. þjóna vaxandi æsku landsins og annarra. er þangað sækia til að efla andans mátt og líkamans styrk. Hornsteinninn var lagður þann 15. júní 1950 og hinn 1. maí 1952 opnaði skólinn dyr sínar fyrir fyrstu nemendurna og þann 15. maí sama ár. á 40 ára konungsafmæli Kristjáns X var skólinn vígður að viðstaddri konungsfjölskyldunni, sem á- samt aðstandendum skólans og með þjóðinni allri heiðruðu þar er við aðra skóla yfirleitt, lista verk eru sköpuð fyrir fjármuni minningarsjóðsins. Og svo er þarna sundhöll — ekkert ein- stakt fyrirbæri lengur við skóla, en hún var hin fullkomn asta um þær mundir, sem hún var reist og er meðal þeirra hagrænustu á Norðurlöndum. Loks er svo að nefna síðast;. stóra mannvirkið, og að ýmsu hið eftirtektarverðasta, en það er hið mikla íþróttahús, Friðar höllin. Hún er í fyrsta lagi sér stætt hús vegna stærðar og lög unar, og er reist með hið forna mannvirki í Trelleborg sem fyr irmynd, en rústfr borgar þeirr- ar voru grafnar upp fyrir nokkr um árum. Höll þessi er raune áttstrendingur — hún mjókkar til beggja enda — og svo eru engir gluggar á henni nema á þaki. Að í þessum mikla geim, innan veggja, er ekkert berg- máJ, stafar af því, að tæknifræð ingarnir hafa hlutazt til um, að þar eru fæstir fletir sléttir, en flestir ójafnir á yfirborði. Þær ráðstafanir hafa gefið húsinu hið innra svo sérkenni- legt útlit, sem naumast verður lýst, en helzt þarf að sjá svo að skilið verði, hvernig allt hljóð kafnar í svo miklum salarkynn um úr steini og gleri. ★ Skólastjórinn' heitir Sögárd Jensen. Það er almannarómur. að undir hans stjórn farnist öllu vel á þessum stað, bæði í venjulegu skólahaldi og svo þeim kynningarnámskeiðum sem þar eru haldin. Að sjálfsögðu hvílir ekki vandinn allur á einum herðum Við hlið skólastjórans er vel valið lið. einvalalið, rétt eins og þagar Danir skipuðu til orr ustu forðum á hæðunum við Sönderborgsund og á Dybböl-ás í hópi kennaranna er Jón Þor steinsson, svo sem fyrr er að vikið. Það hvílir á hans herðum að skipa til öndvegis þeim greinum íþrótta. sem af frjáÞ um vilja eru valdar og at frjálsu fólki eru iðkaðar, til þess síðar að geta orðið frjálsir leiðtogar vaxandi ungmenna ! Framhald af 9 síðu ■ i wm Ljósið kemur allt í gegn um þaklð, Vegglr og ris er þannlg, að hljóð endurvarpast ekki svo að berg. mál myndist. Þannig gerður iþróttasalur er ákjósanlegur til iþróttalðkana. í dagstofu skólans eru blöð og tímarit í hillum til afnota og svo flygili fyrir þá sem iðka vilja hljómlist. T í M I N N, fimmfcnda«»i»»* m A-nfirf 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.