Tíminn - 16.08.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.08.1962, Blaðsíða 3
LENGSTU GEIMFERÐ SOGUNNAR ER LOKID nákvæmlega heílu og höldnu í geim- skipi sínu, Vostok 3., á auðu landsvæði skammt fyrir sunnan Karaganda í Klukkan Fimm mínútum fyrir sjö í morgun eftir íslenzkum tíma lenti sovézki geim- farinn Andrian Nikolajev sovézka lýöveldinu Kazak SOVÉZKU gehnfaramir tveir, Andrian Grigorévltsj Nikolajev og Pavel Romanaovltsj Popovitsj, hafa með geimflugi sínu slegið öll fyrrl met [ gelmferðum og rutt brautina fyrlr væntanlegum tungl- förum. Þetta er í fyrsta sinn, sem tvö geimför fara á brsut um jörðu samtfmls. • ÞEtR FÉLAGAR hafa farið samanlagt rúmlega 4 milljónir kílómetra úti ( himingeimnum og er jjað tíföld vegalengdin til tunglsins. — Nikolajev var skotið á loft I geimfari sínu á laugardagsmorgun og hefur farið 64 hrlngferðlr um jörðu, en Popovi'fsj 48 ferðir. Niko- lajev var rúmlega 94 klst. á lofti. MEÐ GEIMFERÐUM þessum hafa Sovétríkin náð forystunni í geim- vísindum og aukið möguleikana á að verða á undan Bandaríkja- mönnum að senda gelmfar til tunglsins. Bandarískir vísindamenn haifa sent sovézkum „kollegum" slnum helllaóskir og látið í Ijós von um að fá að njóta upplýsinga frá geimförinni. GEIMFERÐIR þessar fóru í alla staði fram samkvæmt áætlun og ekkert kom fyrir í lendingu. Enn er ekki vitað um stærð geimskip- anna, en geimfararnir lentu þeim sjálfum á jörðlnni, Hamingjuóskir berast tll Sovétríkjanna hvaðanæva að úr heiminum. Mikil hátíða- höid eru ráðgerð í Sovétríkjunum til að fagna sigrinum. NIKOLAJEV geimfari er 32 ára að aldri, fæddur í Sjorspelí við Volgu. Hann er major í Rauðahernum og reyndur orrustuflugmað- ur. Hann er meðlimur kommúnistaflokks Sovétríkjanna. — Popo- vitsj er einnig 32 ára, fæddur í Usin. Hann hefur verið í hernum síðan árið 1951 og er meðlimur kommúnistaflokksins. — Hann er kvæntur maður, en Nikolajev ekki. stan, og sex mínútum síð- ar sveif féiagi hans Pavel Popovitsj til jarðar í sínu geimfari, Vostok 4. á sama stað, eftir frækn- asta geimflug, sem um getur til þessa. Samkvæmt fréttum Tass-frétta- stofunnar svifu geimfararnir til jarð'ar í geimskipunum sjálfum og er það í fyrsta sinn, sem slík lend- ing er framkvæmd á fastlendi. Fyrri geimfarar Sovétríkjanna, Gagarín og Títov voru látnir svífa til jarðar í fallhlífum, eftir að hafa verið skotið út úr geimskipunum í lítilli hæð. Bandarískir geimfarar hafa all- ir lent á haffleti. Lengsta geimferð sögunnar Samkvæmt opinberum tilkynn- ingum fór Nikolajev 64 hringferð- ir umhverfis jörðu, var 94 klukku- stundir og 15 mínútur á lofti og fór milljón kílómetra vega- lengd, en Popovitsj fór 48 hring- ferðir og 2 milljónir kílómetra og er samanlögð vegalengdin tíu sinn- um ferð til tunglsins. Er þetta lengsta geimferð sögunnar og í fyrsta sinn,- sem tvö geimför eru samtímis á braut umhverfis jörðu með sambandi sín í milli. Báðir geimfararnir voru við hestaheilsu er þeir komu til jarðar. Tunglflug næsta skrefið Strax og geimfararnir voru komnir til jarðar voru þeir flutt- ir með þyrlum til geimvísinda- stöðvarinnar, þaðan sem þeim var s'kotið á loft og gengu þeir þegar i stað undir nákvæma læknisrann- sókn. Samkvæmt rannsóknum, sem þegar liggja fyrir er ljóst, að bæði lífeðlisfræðilega og efnafræðilega er ekkert því til fyrirstöðu, að niaður geti lifað af ferð til tungls- ins, en slík ferð er talin vera næsta skrefið á þessu sviði vísinda. Næstu dagana mun læknisfræði- legar rannsóknir halda áfram og verður ekkert gefið upp fyrr en Frai.ihalrt a 15 siOu Samiö um V-N-Guineu NTB — New York, 15. ágúst. Hollendngar og Indónesar hafa náð fullu samkomulagi um valda- yfirfærsluna í Vestur-Nýju-Guineu og munu Indónesar taka alla stjórn að sér á eþssu landsvæðj sam- kvæmt samningnum. Formlegur samningur mun verða undirritaður klukkan 9 í kvöld að íslenzkum tíma. Frá Haag bárust hins vegar þær fréttir síð'degis, að viðræður hol- lenzkra og indóneskra fultlrúa á ráðstefnunni í New York myndi verða haldið áfram í dag og benda fréttamenn á, að þessar viðræður geti haft í för með sér frestun á undirritun samningsins. Ekki var greind nein ástæð'a fyrir þessari breytingu mála í tilkynningunni frá Haa. MYND ÞESSI er tekin, er jarðgöngin gegnum Mont Blanc ná'ðu saman og ítalskii og franskir verkaniénn boruðu lítið gat (um 20 sm i þvcrmál) í gegnum síðasta haftiö, t>l þess að geta skipzt á kveðjum og kampavíni. Þa8 er verkstjóri frönsku vcrkamannanna, sem sézt é myndinni taka á móti rauðvínsflösku frá ítölskum vcrkamönnum hinum niegin við gati'ð. í dag átti formleg vígsla ganganna að fara fram, en I notkun verða þau ekki tekin fyrir umferð fyrr en haustið 1963 eða í byrjun árs 1964. Verkfall i geim- rannsóknarstöö NTB-Huntsville, Alabama, 15. ágúst. — í dag gerðu starfsfólk við Marshallgeim rannsóknarstöðina í Hunts- ville í Alabama í Banda- ríkjunum verkfall, sern tal- ið er að muni hafa alvar- legar afleiðingar fyrir áætl anir vísindamanna um send ingu geimfars til tunglsins. Talsmaður vísindastöðvar- innar sagði í dag, að verk- fallið myndi koma illa niður á sex liðum hinnar svo- nefndu Saturn-áætlunar. Ausfur-þýzkur vöröur skotinn NTB-Berlín, 15. ágúst. — Austur-þýzka fréttastofan ADN staðfesti í dag þá frétt, að einn austur-þýzkur varðmaður, Rud Arnstadt, höfuð'smaður, hefði fallið fyr ir byssukúlum véstur-þýzkra hermanna í átökum, sem urðu við Berlínarmúrinn í gær. Austur-þýzk yfirvöld hafa borið fram harðorð mótmæli vegna þessa atburðar, sem þau segja algerlega sök vestur-þýzku varðanna. Fréttastofan segjr, að aust- ur-þýzkir verðir hafi skotið aðvörunarskotum að vestur þýzkum varðmönnum, sem komnir voru inrP á austur- þýzkt yfirráðasvæði. 1 stað þess að hverfa brott hafi vestur-þýzku verðirnir haf- ið skothríð, sem hafði fyrr- greindar afleiðingar. í dag mátti af og til heyra skothríð við Berlínarmúr- inn. Bandarísk flugvél skotin niöur NTB-Vientiane, 15. ágúst. Bandarísk flugvél af gerð- inni F-1019, var í dag skot- in niður, er hún var á flugi yfir Krukkusléttu í Laos. Það voru loftvarnasveitjr hlutlausa hersins i Laos, sem skutu á flugvélina, sem hafði komið, að því er talið er, í óleyfi frá. Thailandi inn fyrir landamæri Laos. MIG-flugvélar geröu aras NTB-Istanbul, 15. ágúst. Síðdegis var frá því skýrt opinberlega í Istanbul, að tvær MlG-orrustuþotur hefðu gert vélbyssuárás á landamæraverði við Zubar- uk-varðstöðina í suðaustur- hluta Tyrklands, með þeim afleiðingum, að einn varð- anna féll og tveir særðust. |J Flugvélar þessar voru frá írak og hafa verið borin fram mótmæli við stjórnina í Bagdad. Svipaðar árásir hafa áður átt sér stað. Afvopnunarsamn- ingar i tvennu lagí NTB-Genf, 15. ágúst. — ítaiski fulltrúinn á afvopn- unarráðstefnunni í Genf lagði til á fundi ráðstefn- unnar í dag, að gerður yrði afvopnunarsamningur í tvennu lagi. Annars vegar yrði samið um bann við til- raunum með kjarnorku- vopn í háloftunum, en hjns vegar um bann við neðan- sjávartilraunum. Þetta er í fyrsta sinn, að vestrænn fulltrúi leggur til, að gerðir verði aðákildir samningar um bann við kjarnorkutilraunum. T í M I N N, fimmtudaginn 16. ágúst 1962. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.