Tíminn - 16.08.1962, Blaðsíða 6
STEINDÓR BJÖRNSSON FRÁ GRÖF:
ÞÉRINGARNAR
Oft er ég búinn að lesa ag heyra
eitt og annað, fram og aftur um
þéringa- (6) siðinn, en ég minnist
ekki að hafa „lagt þar orð í belg“.
Ætla samt að þessu sinni „að
bregða vana mínum“ með nokkr-
um orðum.
Þótt ég hafi ætíð orðið þess
var, að þó nokkrir eru þeir til, sem
„hanga enn á háum snaga“ í þessu
efnt, þá hefur mér samt fundizt
þeim vera að fækka sem „snaginn
heldur", og þar í hópi hinna „ó-
hengdu" mun vera nær allt unga
fólkið. Er það gott.
Nú um skeið hafa verið að birt-
ast hér og þar greinar, þar sem
þéringunum er haldið fram, en
þeim álasað, sem ekki nota þær.
Einkum hef ég séð þetta öðru
hvoru í dálkum Velvakanda í Morg
unblaðinu —; en þar hafa líka
komið fram andstæðingar þéring-
anna, og þá oftast fengið aftan-i-
kveðju frá Velvakanda sjálfum,
sem því virðist vera einn af „snaga-
spyrðunum".
Þessar meðmælagreinar með þér
ingunum og aðfinnslurnar til
þeirra, er nota þær ekki, eru einna
líkastar því að hér sé um að ræða
bana-fjörbrot þessarar óvana-
vitleysu, þessarar mál-sýki, sem
nú virðist vera á leið þeirri að
verða hrakin aftur burtu úr ís-
lenzku máli, líkt og berklaveikin
frá þjóðþegnunum.
Þeir fáu, sem eru að burðast með
sýkil þennan og virðast vilja rækta
hann áfram, reyna að mæla hug-
taks-vitleysunni bót og „rembast
við það sem rjúpan við staurinn",
þótt engin finni þeir stæðileg rök,
sem ekki er von, því þau eru ekki
til.
★
Eins og flestir munu vita þeir,
sem eitthvað hafa lært í málfræði-
legum heitum, — og það hafa nær
allir gert, sem í skóla hafa verið
þótt í fæstum tolli nokkuð af því
vegna ofhleðslu málfræðinnar of
an á engan grunn —, þá eru þér
ingamar það, að nota persónufor-
nafn fleirtölu, í stað eintölu, í
ávarpi og samtali við einn.
Nú er hver einasti maður aldr-1
ei nema einn eins og gamli máls-
hátturinn segir: „einn er hver1
einn“; ein maður getur aldrei orð-
ið nema einn, ALDREI MARGIR
hvernig sem á er litið, hvað svo
sem á hann er hlaðið af störfum
eða og titlum og hversu miklu
sem hann kann að geta afkastað.
Maðurinn á aldrei nema einn lík-
ama og eina sál, sem býr í líkam-
anum, á meðan hann dvelur hér í
þessu lífi. Oð þótt svo að þar
mætti hugsa sér að um fleiri en
einn sé að ræða, þá er líkami +
sál aðeins: 2; þar er ekki hægt að
fá út 3 eða fleiri svo að fleirtalan
eigi við. Og eins fer þegar maður-
in andast. lífi hans lýkur hér. Þá
trúum við flest því og teljum víst.
að sálin, „andinn sé farinn til
Guðs, sem gaf hann“, sé farinn til
annars heims; en hitt verður ekki
véfengt að „holdið liggur lágt“ í
gröf eða er orðið að ösku, ef
brennt er. Þar kemur sáma út: Það
verður aðeins um tvo að tala. En
þar sem að hold og andi eru nú
skildir að skiftum, gæ\i það verið
HUGSUNARRÉTT að' nota ekki
EINTÖLU, ef báðir hlutar væru
ávarpaðir í senn, heldur TVÍTÖLU.
En FLEIRTALA á aldrei við, hún
er alltaf alger vitleysa.
í aftaníauka Velvakanda, er
hann birti um daginn innlegg i
þetta þéringa-mál frá Kristínu
Sigfúsdóttur, kallaði Velvakandi j
þéringaorðin tvítölu persónufor-
nafnsins. En það hefur vonandi
verið ritvilla, en ekkj vitvilla. !
★
Við skulum nú aðeins athuga
lítillega hvaðan og hvernig þessi
bannsetta hugsunar-vitleysa er
komin inn í mál fjölda þjóða og
lifir þar víða og drottnar meira
og minna. Fer það líklega mikið
eftir því hversu málin sjálf eru
viðkvæm fyrir hugsunar-villum í
orðum. Það að þéringar munu
aldrei hafa. átt miklu gengi að
fagna hér á íslandi, mun að nokkru
hafa stafað af því að í þjóðarsál-
inni hefur alltaf búið allmikil sjálf
gildis-kennd og svo að hinu leyt-
inu af því að málið sjálft hefur
lengst af — hvað svo sem nú er
framundan —, verið viðkvæmt fyr-
ir hugsunar- og hugtaksvillum.
Þó hefur verið smátt og smátt
nú í nærri 200 ár verið reyna að
koma inn í það rammri hugsun-
arvillu í mannanöfnum. Eru það
hin svokölluðu ættarnöfn, þar sem
karlar og konur eru látin ganga
undir sama nafni, sem svo eru
flest ýmist: kynlaus nokkur, og
þá oft rangfærð íslenzk nöfn
(------dal,-------fjörð o.s.frv. —
málnauðgun—) eða hreinlega karl-
kyns. „Þó að taka átján yfir“ höf-
uð vitleysan í mannanöfnunum,
þegar konur eru gerðar í heiti að
tvíkynja VIÐRINUM með því að
skrifa og kalla þær „son“, og jafn-
franit með lagabroti að gera þær
að sonum tengdaföðurins!! ( —
argvítug vitleysa og útlendur apa-
skapur —). „Sen“- vitleysan hljóm
ar ekki eins afkáralega, líklega af
því að „vaninn" er farinn að
sverfa sárasta broddinn og svo af
því hún fylgir nær eingöngu nöfn-
um, sem fyrir löngu er búið að
skæla yfir í útlenda málgerð (þá
var „dependerað" af dönskunni;
varð þá til málshátturihn: „auð-
lærð er ill danska“); en ill og
ljót er hún engu að siður þessi mál
skemmd.
Eg sný aftur að spuraingunni
hvaðan og hvernig þéringa hugs-
i.narvitleysan sé til órðin.
Líklegast er að einhvern tíma
og einhvernstaðar, — kannske á
fleirum en einum stað og langt
aftur í öldum, hafi hún kviknað
þar sem magnað cinveldi var; þar
sem einvaldanum hafi tekizt að
gera sig að einhvers konar alls-
herjar goði, en alla undirsáta sína,
alla þjóðina, að skríðandi þrælum,
svo að þetta eina goð var talið jafn
gilt öllum hinum. Þetta mikil-
menni skyldi því mæla (tala um,
ávarpa) sem talað væri um og til
þjóðarinnar í heild. — Þetta of-
magnaða sjálfsgildis-álit er t.d.
kunnugt af orðum franska höfð-
ingjans(!!!), konungsins, sem þessi
setning er höfð eftir: „Þjóðin, það
er ÉG“, og þjóðhöfðingjans, sem
óskaði að höfuð fjölda undirsáta
hans „væru komin á einn háls“
svo að hann gæti „höggvið þau
öll af , einu höggi“. — — (Þá
voru ekki önnur og stórvirkari
drápstækj kunn orðin)---------.
Undir þetta renna svo hinar
sterku stoðir: skriðdýrshátturinn
og apaskapurinn, sem á öllum öld-
um hefur verið alþekkt fyrirbrigði,
er séra Hallgrímur Pétursson.
passíusálma-skáld, orðaði þannig:
„Hvað höfðingjarnir hafast að
hinir meina sér leyfist það.“
Þar kemur sjaldan til athugunar
hvort um gott og fegurt eða illt
og ljótt er að ræða. Svo leika mann
skepnurnar og apa hver eftir þeim,
sem þeir telja sér hærra setta, allt
það er þeir geta. Og á líkan hátt
breyta þeir öfugt gagnvart undir-
sátum sínum Þannig gengur þetta
stall af stalli, svo lángt sem kom-
izt verður upp og niður.
Svo langt komst þéringa-vitleys-
an, að foreldrar, sem stórmenni
þóttust, einkum af ætt sinni, létu
börn sín þéra sig!!
Eins og hér á undan hefur verið
a bent, mun uppruni þérínganna
vera af heldur ógöfugum rótum,
GASCOIGNES
og viðhald þeirra fram til þessa
er aðallega fastheldni við þennan
ávana og tilfinningarleysi fyrir
hugsunarvitleysunni, sem þéríng-
amar eru (einn = margir). Og
hver einasti maður, sem rökrétt
hugsar, finnur að á bak við þér-
íngarnar liggur ekkert annað en
stórbokka-heimska.
★
Eitt af þeim fáu rökum, sem
notuð eru til að mæla með 'þér-
íngum, er það að þær hjálpi not-
endum til „að halda frá sér“*
kynnum við þá, er þeir ekki vilja
þekkja nánar eða kynnast. En
stenzt þessi hugsun? Er hún rétt?
— Er ekki einmitt hitt allt eins
kunnugt í þúsunda- og milljóna-
tali, að fullkomleg og náin kynni
hafa engu síður orðið meðal
þeirra, se þérazt hafa, eins og
þeirra, er þúuðust á eðlilegan hátt.
Hér á landi, sem annarsstaðar í
heiminum, eru svo alkunn um ald-
irnar jafnvel hin nánustu kynnl
milli karla og kvenna þótt þau
„þéruðust upp í há-stert“ að ekki
þarf að geta um dæmi þess.
Og hvernig er það þar sem ensk-
an er talmálið? Þar er fleirtölu-
notkunin í ávarpi búin „að drepa
af sér“ eintöluna (— Þar, sem
víðar í enskunni, gerir ekkert til
þótt hugtaksvitleysa sé á bak við
orðin —). Þéringin er þar þvi
gildislaus orðin fyrir löngu, og hef
ur líklega verið lítilsvirði til að
hindra kynni all-löngu fyrri en hún
missti þar gildi sitt.
Nei. Þéringar eru lítílfjörleg og
gildissnauð hjálp — nú sem fyrri
— til kynningarhindrunar. Slíkt
liggúr í sálarlegum eiginleikum
sérhvers manns, og dálítið í upp-
eldinu. Það verður lítt lært og
enn síður gert með aðfengnum
óeðlis-meðulum, hvort sem þau
heita þéringar eða eitthvað annað.
★
Eitt af því, sem stofnendur
gömlu ungmennafélaganna settu á
félagsstefnuskrá sína „til heilla
fyrir land og lýð“ var verndun inóð
urmálsins, íslenzkunnar. Og ýmis
þeirra unnu drengilega að aðal-
stefnuskrármálum fyrst í stað.
En nokkuð af stefnumálunum
hvarf, þvi miður, í gleymsku eftir
tiltölulega fá ár. Þó var aðeins
eitt þeirra, það. sem upphaflega
var fyrst talið og stofnendum var
fullljóst að ávallt manndómur
flestra uppvaxandi manna. „áfeng-
isbindindið, opinberlega „skorið
niður". Þar var „lagt á flótta" und
an öflugum andskota: eiturnautna-
framleiðslu-auðvaldinu, sem ekki
| „ríður við einteyming" því það
; hefur Móðinn og Tízkuna að stýra
i með. Og eins og vant er þegar á
flótta er komið, fellur margt nið-
ur og verður troðið undir“. Þar
með fór líka móðurmálsverndunin,
sem var „ríæst á dagskrá", næst á
stefnuskránni Ýmsar aukagrein-
arnar standa eftir og eru auðvit-
að misvel ræktar, eins og eðlilegt
er hjá flóttafólki“.
Þetta fráhvarf kemur ljóst fram
í verndarleysi því, sem íslenzkan
býr við jafnt frá ungmennafélög-
unum — flestum — sem öðrum,
nú hina síðustu áratugi. Sí og æ
aukast í málinu fleiri og fleiri
málvitleysur í orðum og orðtækj-
um, setninga- og orðaröðunar-
brengli. hugtakaskekkjum og út-
lendum orðum og orðamerkingum.
En þetta aleina: að hrinda hug-!
taksvitleysu þéringanna (og var
þó upphaflega aðeins innanfélags-
ákvæði) hefur unnið vel á og nær
vonandi líkum sigri á þeim hugtaks
og málsjúkdómi eins og hér á
land hefur unnizt á berklaveik-
GASCOIGNES mjaltavélin
með nýja endurbætta sog-
skiptinum er 18% fljótari
að mjólka en eldri gerðir,
samkvæmt prófun Verk-
færanefndar ríkisins. Einn-
ig verða hreytur minni. Ný
gerð af spenahylkjum og
gúmmíum.
GASCOIGNES mjaltavélar
eru í notkun hjá hundruð
íslenzkra bænda.
GASCOIGNES mjaltavélar
oft fyrirliggjandi með raf-
magns- eða benzínmótor-
um.
Varahlutir í GASCOIGNES
alltaf fyrirliggjandi.
H
F
APNI GESTSSON
Vatnsstig 3 - Sími 17930
Sérleyfisferðir
Frá Reykjavík eftir hádeg-
isverð, heim að kvöldi
um Olfus, Grímsnes. Laugar-
vatn. Gullfoss Geysir
um Ölfus, Selfoss, Skeið,
Skálholt. Gullfoss. Geysi,
Laugarvatn.
um Olius. Selfoss, Skeið,
Hreppa Gullfoss. Geysi.
Komið skoðið sjáið, A mín-
um hringleiðum fá farþeg
ar að sjá fleira og fjölbreytt
ara en á öðrum leiðum
landsins, hátta svo heima
að kvöldi annars útvega ég
svefnpoka gistingu á heit-
um stöðum.
B.S.Í., sími 18911.
Ólafur Ketilsson.
Póstsendum
Sbr visupart „Þuru í Garði“:
„ Hafði til þess hengilás
að halda stúlkum frá sér“.
inni, — eins og nefnt var hér í
upphafi.
„Óskandi væri, ef ungmennafé-
lögin — og mörg fleiri félagasam-
bönd, svo og einstaklingar. — sem
VILJA málinu okkar vel —, vildu
af alhuga hefja málveradar- og
málhreinsunar merkið aftur á loft
og reyna að ná svipuðum sigrum
á fleiri málvitleysum og mál-
skemmdum. eins og þeim sigri,
sem þegar hefur náðst á þéringa-
vitleysunm
Rvk, í júlí 1962.
St. Bj.
T I M I N I
Skólatíminn
nálgast
Skólaföt á drengi
frá 6 til 14 ára
Stakir drengjajakkar
Stakar drengjabuxur
Drengja-frakkar
Drengja-peysur
Matrósaföt og kjólar
Sevjot ódýrt buxnaefni tví-
breitt kr. 150 metr.
Hálfdúnn — Fiður
Sængurver — Koddar
Pattons ullargarn
fyrirliggjandi
sex grófleikar, litaúrval.
PÓSTSENDUM
Vesturgötu 12 - Sími 13570
Trúlofunar-
Hringar
afgreiddir
samdaégurs
Sendum um a!Jt land.
HALLD0R
Skólavörðustig 2.
Fasteignasala
Bátasala
Skipasala
Verðbréfasala
Jón ö. Hjörleifsson
viðskiptafræðingur
Fasteignasala - Umboðssa'-
Viðtalstimi frá kl 11—12 f.h.
og kl. 5—6 e.h.
Sími 20610. heimasími 32869
Guðlaugur Einarsson
mAlflutningsstofa
Freviuaötu 37. simi 19740
f, fimmtudaginn 16. ágúst 1962.