Tíminn - 16.08.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.08.1962, Blaðsíða 14
OLÍA OG ÁSTIR LINDEN GRIERSON til móts vig, þau. — Ó, Elenor, ég var orðinn dauðhræddur um þig! — Já, við komum víst harla Seint. Vig vorum lehgur en við gerðum ráð fyrir, og auk þess vor- um við stöðvuð af skaranum niðri f borginni. — Eg óttaðist það. Óeirðirnar byrjuðu rétt eftir hádegið, án nokkurs tilefnis, að því er mér skilst. Eftir að einhver fáviti hafði kastað steini og brotið linsuna á nýju vélinni minni, taldi ég hyggi- legast að koma mér sem skjótast í skjól á hótelinu! Eg hefði getað særzt! En hvað er að gerast núna? Vig höfum heyrt hávaða og skot- hríð og fundig bra'nalykt. Hótel- stjórinn er örvita af skelfingu. — Já, mér sýndist það, sagði hún og leit á litla manninn, sem stóð og neri hendur sí'nar og and- litið var afmyndað eins og hann kveldist voðalega. — Þag er ekki fallegt að sjá í borginni, fólk var með stafi og steina og furðu- legustu vopn, hermennirnir hafa skotvopn. Eg setti. bílmn inn í einn af skúrunum, hélt hún lágróma áfram. — Og ég verð á einhvern hátt ag útvega benzín, skriflið svelgir það bókstaflega f sig. Terry áleit, að við ættum að ræða sam- an eftir máltíðina og athuga, hvað við gætum gert. Rose er mjög óróleg og vill reyna ag komast héðan snemma í fyrramálið. Og ef óeirðirnar verða ekki um garð gengnar, held ég, að það væri hyggilegast. — Eg er sammála þér, mér fell- ur þetta ekki heldur. Hún leit á hann. — Elenor, vina mín, ég hef ver- ið svo hræddur um, að eitthvað hefði hent þig. Hann hafði sýni- lega alveg gleymt atvikinu um morguninn og hún,var fegin því, en henni féll ekki talsmáti hans núna. Sjálfsagt fyrir þau að vera vinir, fyrst þau voru tilneydd að starfa saman, en það var engin þörf að vera SVONA kumpán- legur. — En hvað þetta eru falleg blóm, hélt hann áfram og leit til Rose. — Þetta hefur verig svo unaðs- legur dagur, sagði hún dapurlega. — Og í yndislegu umhverfi. Og svo þurfti þetta að koma fyrir og eyðileggja allt. Hvað ætli hafi orðið af Mario, Elenor? — Hann kemur áður en langt um líður, svaraði hún sefandi. Hún vonaðist, að hann hefði eitt- hvað jákvætt að segja þeim. Hugsa sér til dæmis, ef Clemente Caslell- on stæði að baki uppreisnarinnar! Og ef honum heppnaðist að ná völdum, gæti hún bara ckið til for- setahallarinnar og afhent honum skjölin án frekari erfiðleika. — Komum vig of seint til miðdegis- verðar? spurði hún Jeffrey. — Enginn hefur fengið mat enn, svaraði hann fýlulega. — Kokkurinn fékk taugaáfall og allir hans aðstoðarsveinar, allt starfs- liðig hefur hlaupið i felur og troð- ið baðmull í eyrun — Eigið þér við, að við fáum kannski ekkert að borða? sagði Terry örvæntingarfullri röddu Veitingamaðurinn harmaði að það væri þannig, og ef senor vildi vera svo Ijúfur að bíða dálitla stund, skyldi hann persónulega sjá um, að gestir hans fengju eitthvað að borða, þótt ekki væri nema brauðsneiðar. Elenor gekk upp á herbergi sitt og fann nötrandi Önnu Maríu sitja í hnipri á stól í ganginum. Elenor vorkenndi henni og spurðj vina- lega, hvort hún vildi ná í vasa undir öll blómin. Anna María flýtti sér inn f herbergið og spurði þrumulostin, hvernig senorita gæti verið að hugsa um blóm, þeg- ar þau ættu á hættu að vera myrt í rúmum sínum um nóttina. — Engum dettur í hug ag gera slikt, sagði Elenor, þurrlega. — Jú, hermönnunum. — Þeir hafa ekki komið hingað einu sinni. — Nei, en þeir koma, senorita. — Það efast ég um. Ekkert okk- ar hefur áhuga á þessari asnalegu uppreisn þeirra. Svona nú, Anna María, geturðu ekki fundið ein- hverja vaSa? — Þeir eru í eldhúsinu. Það var Ijóst, að stúlkan var ekki hrifin af tilhugsuninni að fara niður og ná í vasa undir blómin. Elenor sá hræðsluna, sem skein af dökku andliti hennar og yppti öxlum. Hún vonaði af öllu hjarta, að Mario myndi ekki sleppa sér af hræðslu, en einhverra hluta vegna gat hún ekki ímyndað sér, að neitt gæti haggað ró hans og öryggi. — Viltu láta renna í bað fyrir mig, Anna María. Sú uppástunga virtist ríðn Önnu Maríu að fullu. Senoritu gat þó ekki vcrið alvara með að baða sig, þegar hermenn með byssur gátu brotizt inn á hverri stundu. Elenor sagðrst taka þá áhættu og fór að klæða sig úr. Hún fór i morgunkjól, fann stóra krukku meg baðsalti og púðri og leit aft- ur á stúlkuna. Ró hennar virtist loks hafa sefandi áhrif á stúlk- una, því að hún gekk inn í bað- herbergið, og von bráðar heyrði Elenor að vatnið var farig að renna í keri.ð. — Ef Mario kemur meðan ég er í baðinu, segið honum þá að bíða, því að ég verð að taia við hann eins fljótt og hægt er, sagði hún, begar Anna Maíra kom inn aftur. — Sjálfsagt, senorita. Elenor hafði lokið við að baða sig og skipta um föt, áður en barið var að dyrum með þau boð, að maturinn væri framreiddur í borðsalnum og Mario væri ný- kominn. Komdu bara inn, Mario, kallaði Elenor. — Eg bið margfaldlega afsökun- ar, senorita, sagði hann, þegar hann kom inn í herbergið. — Eg hefði átt að þvo mér, en ég fékk 28 skilaboð um, að þér vilduð tala við mig þegar í átað. Og hann leit ekki sem þrifaleg- ast út, andlitið var útmakað og hún sá skelfingu lostin, ag það var blóð á skyrtunni hans og nökt- um handleggnum. — Þú ert særður. Hún gekk hratt til hans. — Ekki ég, senorita. Það var annar. Eg tafðist við að hjálpa. — Eru margir særðir, Mario? spurði hún kvíðandi, — Nokkrir. Því miður fer alltaf svo, þegar óeirðir blossa upp hér. Hún leit ráðþrota á hann. Það var ekkert, sem hún gat gert til að hjál'pa þeim, sem bágt áttu núna, en það gerði hana enn á- kveðnari í að ljúka verkefni sínu eins fljótt og unnt var. — Mér þykir leitt, að við gát- um ekki beðið eftir þér, en ein- hver sýnilega merkileg persóna gaf skipun um, að þeir, sem voru í fylgd með honum, skyldu hjálpa okkur hingað, og ég gat ekkert við því sagt. Eg hef séð hann áður, en kem honum ekki fyrir mig. — Það er ekki öruggt fyrir yð- ur að vera kyrr í borginni, svar- aði hann alvarlegur. — Þessi mað- ur var Lopez, lögreglustjórinn á Santa Felice, og kennski hafið þér séð hann í heimsókninni hjá for- setanum, ég sá hann, þegar ég var á leið til ykkar aftur, þess vegna hélt ég mig í hæfilegri fjar- lægð. Hún lyfti brúnum. — Þekkir þú hann? — Við .höfum hitzt áður„ hann og ég. Eg óska ekki eftir að það endurtaki sig. — Þag skil ég vel. Hann leit út eins og hann gæti glaður skor- ið hvern sem var á háls. Hún hugsaði til John Grahams og var fegin, að hann hafði ekki verið 133 gerða á Indlandshafi fyrr en eftir hina yfirvofandi árás þeirra Eis- enhowers og Alexanders á þýzku fylkingahliðina á Ítalíu og þá að- eins, ef árásinni yfir Sundið yrði frestað frá því í maí og fram í júlí, til þess að tími veittist til að senda skip frá Miðjarðarhaf- inu og Bengalflóanum aftur til Evrópu. — „Brooke varð stór- orður“, skrifaði Stilwell — „og King varð æstur og reiður. Eg hélt að hann ætlaði að stökkva á Brooke yfir borðið. Já hann reidd- ist sannarlega. Eg vildi óska að hann hefði barið hann. . . . Klukk- an 3,30 komu Kínverjarnir. Hræði- leg leiksýning. Þeir gátu ekki spurt ei'nnar einustu spurningar. Brooke var móðgandi. Eg reyndi ag aðstoða þá. Brooke skaut að þeim spurningum, og ég svaraði með öðrum . . . “ „Þessi dagur“, skrifaði Brooke, að stríðinu loknu, ,hefur geymzt mér greinilega í minni. Eg hef aldrei vitað með vissu, hvort frú Chiang kom sem boðflenna á fund- inn, eða hvort hún var raunveru- lega boðin. Það skiptir að vísu engu máli, því að ég er þess full- viss að hún hefði komjð, boðjn jafnt sem óboðin. Hún var eina konan á þessum fjölmenna fundi kiirlmanna, og var ákveðin í því a‘5 beita öllum þeim töfrum, sem forsjónin hafði veitt henni. Enda þótt hún væri ekki fríð útlits, þá hafði hún vissulega íturvaxinn líkama, sem hún kunni að sýna á áhrifaríkan hátt. Hver hreyfing hennar vakti athygli og aðdáun. Á alvarlegu augnabliki gal hún t.d. látið hinn aðskorna satínkjól þok- ast þannig úr stað, að í ljós kom þriflegt hné og jafnvel ávalt læri, með þeim afleiðingum ag athygli sumra fundarmanna beindist sem snöggvast frá umræðuefninu, og mér er ekki grunlaust um að sum- ir hinna yngri hafi gefið frá sér niðurbæld aðdáunarhljóð. Erfiðleikarnir, sem lágu að baki alls þessa, voru þeir, að við viss- um ekki fullkomlega, hvort við áttum í höggi við Chiang eða frú hans. Hvenær sem hann var á- varpaður, túlkaði hershöfði'nginn, er sat vig hægri hlið hans, það fyrir hann, en jafnskjótt og hann hafði lokið því, sagði frúin: „Af- sakið, herrar mínir. Eg held, að túlkurinn hafi ekki gert yfirhers- höfðingjanum þetta fyllilega ljóst. Á sama hátt var það líka, þegar Chiang talaði og hershöfginginn hafði túlkað, orð hans eftir beztu getu, þá reis frúin upp og sagði á lýtalausri ensku: „Afsakið herr- ar mínir, en hershöfðingjanum hefur mistekizt ag túlka fullkom- i lega merkingu þeirra hugsana, sem yfirhershöfðinginn óskar að láta í ljós. Ef þér viljið gefa mér leyfi til þess, þá skal ég gera það.“ Hvað Chíang sjálfan snertir, þá held ég að lýsing mín á honum sé í alla staði rétt: slægur, en lít- ill maður. Hann og kinverski her- inn hans vann aldrei nein stór- virki gegn Japönum i stríðinu, og honum tókst ekki einu sinni að hindra það, að kommúnistar næðu völdum í landi sínu eftir stríðið. Og samt gerðu Ameríkumenn sér aldrei fulla grein fyrir ófullkom- leika hans, bundu allar sínar vonir vig hann og fengu okkur til að gera hið sama. Eg furða mig oft á því, að Marshall skyldi ekki sjá, hve brotinn reyr Chiang var, þeg- ar hann fór til Kína strax eftir ósigur Japans. Hvað sem öðru leið, þá vorum við nú hér, þann 23. nóvember 1943, á ráðstefnu meg forsetan- um, forsætisráðherranum, Chiang og frú hans, til þess að ákveða hvernig við gætum orðið við ósk- um hans um aðgerðir á [ndlands- hafi, til að styðja her nálægt Chungking. Síðari kínverski skrípaleikur inn þennan dag, fór frarn síðdegis, Sigur vesturvelda, eítir Arthur Bryant HeimiUirs þegar þrír kínverskir herráðsfor- ingjar komu á fund okkar, til þess að ræða um aðgerðir á Burma. Við höfðum áður lagt fyrir þá áætl- anir oklcar og beðið þá að lesa þær gaumgæfilega, til þess að ræða þær svo síðar við okkur á Samein- uðum herráðsforingjafundi. Þar sem ráðstefnan var haldjn á brezku yfirráðsvæði, sat ég í for- sæti o'g bauð þá velkomna, þegar þeir komu. Eg skýrði frá því hversu við hefðum hlakkað til þetta tækifæris að ræða við þá um áætlanir okkar í stríðinu við Japan. Vig teldum, að vegna hins langa sambands þeirra við Japani, bæði sem nágranna og sem óvini, hlytu þeir að hafa sérstaka að- stöðu til að vita, hvernig vinna ætti á þeim lokasigur. Eg sagði þeim að vig hefðum eytt mörgum knukkustundum í það að undir- búa þær áætlanir. sem við hefð- um afhent þeim til athugunar, og að við vonuðumst nú eftir hjálp þeirra og aðstoð við að fullgera þær. Og að lokum spurði ég um sjónarmi þeirra og mæltist til að þeir létu álit sitt í ljós. Það varð hræðileg þögn á eftir orðum mín- um. Herbergið var troðfullt af sextíu eða sjötíu brezkum og bandarískum herráðsforingjum, og við enda borðsins sátu tólf, eða þar um bil, kínverskir herráðsfor- ingjar, sem hvísluðust á, mjög æst- ir. Loks reis kínverskur formæl- andi á fætur og sagði: „Við ósk- um eftir þv; að hluta á umræður ykkar.“ Þessum orðum fylgdi svo mikil þögn, að vel hefði mátt heyra saumnál detta, meðan ég velti. fyrir mér hvað ég ætti að gera næst. Eg útskýrði það svo ; nákvæmlega fyrir þeim. að við hefðum nú þegar haft margra klukkustunda umræður til að gera | þessar áætlanir sem við höfðum nú lagt frarn. Að umræðum okkar um þessar áætlanir væri nú lokið og nú væri komjð ag þeim að lýsa yfir áliti sínu og skoðunum. Að lokum mæUist ég til þess enn einu sinni, að við fengjum að heyra sjónarmig þeirra og gagn- rýni, ef einhver væri. Þessum orð- um mínum fylgdi önnur ógnþrung- in þögn, sem einungis var rofin af kínversku hljóðskrafi og hvísli. Rétt þegar ég gat ekki þolað þessa þögn andartaki lengur, reis sami kínverski formælandinn á fætur og endurtók alveg sömu orð- in og áður: „Við óskum eftir því að hlusta á umræður ykkar.“ Eg fann allra augu beinast að mér, og í nokkrar sekúndur vissi ég ekki með nokkru móti, hvað ég ætti nú að gera. Svo reis ég á fæt- ur og sagði að þeir hefðu kann- ske ekki haft tíma til þess enn, að kynna sér áætlanimar, eða kann- ske ekki verið fullkomlega færir um að skilja þær til hlítar. ,Eg stakk upp á því, að við veittum þeim enn tuttugu og fjögurra klukkustunda frest, til þess að kynna sér og rannsaka áætlanirn- ar, og að vig skyldum tilnefna sér- staka herráðsforingja til að út- skýra þær. Jafnskjótt og þessi til- laga mín hafði verið túlkuð, varð sannkallað ..fjaðrafok í dúfukof- anum“. og áðuf en okkur gafst tími til að gera okkur það ljóst, höfðu þeir allir laumazt út um 14 I M I N N, fimmtudaginn 1G. ágúst 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.