Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 2
Verður hún Liz? onnur — Stundum er það svolít- ið tómlegt. Þegar jafnaldrar mínir fara út að skemmta sér, verð ég að vinna. Þegar ég á frí, eru þeir í skólanum eða í vinnu. Það er stundum dálltið sárt ekki mikið samt. Gitte Hænning viðurkennir að hún saknar félagsskaparins. En alvarlegast er þó ekki að fara á mis við skemmtanir. — Mér finnst leiðinlegt að ég skyldi hætta í skólanum, þegar ég var fjórtán ára. Ekki svo að s-kilja, að mér þætti meira varið í skólann en öðrum. En það er svo margt, sem ég hef aldrei lært. Sérstaklega var ég stutt komin í málunum. KARTÖFLU JONES Kiafteinn David John Jon- es, einhver mesti ævintýra- maður í brezkri sjómennsku- sögu sfðari ára, lézt fyrir skömmu, 92 ára gamall. „Kartöflu-Jones“, eins og hann var kallaður, fór til sjós 12 ára gamall og fyrstu ferðina fór hann með segl- skipi, sem sigldi fyrir Kap Horn. Viðurnefni sitt fékk hann fyrir 25 árum, þegar hann braut hafnbann Franc- os með því að fara með 1000 tonn af kartöflum til stjórn- arliðsins í spænsku borgara- styrjöldinni. Við það tæki- færi sagði hann: — Spænski flotinn. Eg hef ekki heyrt talað um neinn spænskan flota nema flotann ósigr- andi. Nafnið „Kartöflu-Jones“ var oft á forsíðum stórblað- anna þessj ár. Alla borgara- styrjöldina hélt hann áfram að fara í kringum herskip Francos að vild. 67 ára gamall hélt hann aftur til sjós, þá yfir Erma- sund til að taka þátt í heim- flutningi brczka liðsins frá Dunkerque. Þegar hermað- ur einn sýndj sig líklegan á heimleiðinni til að aðstoða áhöfnina, þaut i þeim gamla: — Hættu þessu. Reyndu heldur að koma þér hingað og hressa upp á þessa hel- vítis fallbyssu. Gitte Hænning er sextán ára, Fyrir nokkrum vikum var haldið upp á afmælisdag hennar í Cirk- usrevýunni á Dyrehavsbakken norðan við Kaupmannahöfn. Það var stórveizla á sviðinu, terta með sextán kertum og Gitte í gleðitárum. Gitte er aðalstjarna staðarins. A. m. k. er það nafn hennar sem er skrifað með sfærstum stöfum á ljósauglýsingunum. Hún kem- ur oft fram í revýunni. Aðalnúm- erið er „Kleopatra", söngur um æsilegt líf Liz Taylor í Róm. Kringum speglana í búnings- herberginu hefur Gitte límt blaðamyndir af Liz-Kleopötru til að hafa til hliðsjónar við förðun ina. En í söngnum segir aðeins frá því, hvernig Liz Taylor var umsetin og elt af Ijósmyndurum og hvernig allt gengur á afturfót unum við myndatökuna. Söngur- inn Skýrir ekkj frá því, hvers vegna Liz varð það sem hún er. Kvikmyndaiðnaðurinn krækti í Elizabeth Taylor, þegar hún var níu ára gömul. Síðan hefur hún ríkt yfir þeim iðnaðj og verið þræll hans um leið. Kvik- myndafélögin báru hana á hönd- um s-ér gegnum lífið. Hún var umsetin og látin með hana, en um leið var hún aldrei laus við ótta um að töfrarnir kynnu að hverfa einn góðan veðurdag. Hún sveiflaðist milli stífrar vinnu og iðjuleysis, milli ákveð- inna leikstjóra og aðdáunarfullra auglýsingamanna. Hún fékk aldrej að vera ung á venjulegan hátt. Fyrst var hún barnastjarna, svo var hún allt í einu orðin fullorðin. HliðstæSa Liz? Þegar Gitte stendur á svið- inu og syngur um Kleopötru og Liz Taylor finna áheyrendur að- eins til óróleika. Gitte var átta ára, þegar hún uppgötvaðist. Pabbj hennar, Otto, var einn vin- sælasti vísnasöngvari Danmerk- ur. Hann hafði nýlega þýtt dæg- urlagatexta, sem hét. „Eg ætla að giftast pabba“. Sumardag einn átti Otto að syngja í Tivoli, og hann ætlaði að syngja þetta nýþýdda Ijóð. Einhverjum sem heyrði það, varfi þá að orði: — En þetta er dúett. — Jú, en hvað með það? — Þú verður að taka einhverja af dætrum þínum með þér, sem getur sungið með þér. Það var Gitte sem fór með föð ur sínum í Tivoli. Hún færðist að vísu undan eins lengi og hún gat, en þegar henni hafði verið lofað reiðhjóli, gaf hún sig. Lagið sló í gegn. Allir skemmtistjórar í Danmörku vildu allt í einu heyra Otto Hæn ing syngja það. Og auðvitað varð telpukornið að koma með. Fjölskyldan var kölluð saman á alvarlega ráðstefnu. Hingað til hafði verið sagt, að einn söngvari nægðj á heimilinu. Þrátt fyrir allt er líf skemmtikrafta afar erf- itt og óvisst. En það var samt skaði að þurfa að láta jafnmik- inn framgang verða að engu, og Gitte var sleppt út í bransann. Lagið var leikið inn á plötu, sem varð metsöluplata í Dan- * NEI, þetta er EKKI LIZ TAYLOR, heldur GITTE HÆNNING f revý- unnl á Dyrehavsbakken, þar sem hún syngur um Liz og Kleopötru í Rómaborg. mörku 1954, seldist í meira en 50.000 eintökum. Síðan hefur Gitte verið barnastjarnan með fjölskylduna að baki sér sem líf- vörð. Menn í skemmtanalífinu segja, að Gitte komi aldrei án einhvers úr fjölskyldunni, a. m. k. þegar á að ræða um alvöru lífsins og vinnuna. Fullorðin fjórtán ára Þegar hún var fjórtán ára hætti hún sem barnastjarna og gerðist fullorðin. Áke Falck, eitt stærsta nafnið í sænska sjónvarp inu heyrði hana á plötu. Hann var þá að svipast um eftir stúlku í sjónvarpsþáttinn „Nina, Nora, Nalle“. Hann varð undrandi, þegar hann heyrði að hún var ekkj nema fjórtán ára. — Hún syngur eins og hún væri tvítug, sagði hann. — Hana verðum við að fá. Hlutverkið á auðvitað ekki við hana, en við breytum bara hlutverkinu. Þetta sama ár hætti Gitte í skólanum og fór beint inn á skemmtanalífið. Faðirinn stóð við hlið hennar; faðirinn, sem ekki vildi að Gitte yrði lista- kona; faðirinn, sem fann til ör- litils sviða, þegar hann fylgdist með dóttur sinni vaxa upp í að verða eftirlætisgoð áhorfenda; faðirinn, sem var vanur að fá sjálfur sterkasta lófatakið, en nú var ekki lengur „óperettusöng- varinn Otto Hænning", heldur aðeins „pabbi hennar Gitte“. Fyrst vildi hann sjá um mál hennar sjálfur. Hann vildi ekki að ókunnugir færu að vasast með dótturina. En þetta starf óx hon- um brátt yfir höfuð. — Pabbi vill ekki sjá um pen- ingamál mím, segir Gitte. — Hann vill ekkert skipta sér af þeim lengur. Svo nú hef ég um- boðsmann í Kaupmannahöfn, sem sér um þau. Við setjum nærri því allt inn í banka eða festum það í einhverju öruggu. Eg fæ ekki að aka bíl fyrr en eftir tvö ár, og ég er ekki eyðslu söm. Við höfum búið í stórri íbúð í Fredriksberg talsvert lengi og þar^ verðum við áfram. Ekki með stjörnuduttlunga Gitte gæti eflaust leyft sér ýmsa duttlunga. En það er ekki að sjá að hún sé neitt verri en þegar hún átti fyrsta blaðavið- talið 1955. Fréttamaðurinn kom og hitti s-tjörnuna, níu ára gamla, þar sem hún sat í stól með sleg- ið hár. Það fór ekki á milli mála, að hún var stórstjarna, alveg eins og stóð í bókum að stjörnur ættu að vera. í fimm minútur hélt hún út. Svo skreið hún niður úr stólnum og fór að leika að hún væri hundur undir flyglin- um. Gitte er engin kenjakind, eng in kröfufrek stúlka, sem heimt- ar að allra augu beinis.t að sér. En hún er öðru vísi en jafnöldr- ur hennar. Skemmtanalífið hefur sett sín spor á fas hennar. Hún hefur lært að vera stundvís, og standa sig, svo að samleikurinn á sviðinu fari ekki úr skorðum. Við sem störfum við annað, höfum aldrei reynt þessa tegund spennu. Við getum dottað í fimm mínútur yfir ritvélinni, án þess að nokkuð komi fyrir. Við getym haft hugann við' ann- að, meðan við skiptum um lit- band eða setjum blað í. En þegar listamaður stendur á leiksviðinu þýðir ekki að gera hlé eð'a hugsa um eitthvað annað. Komi það fyrir einu sinni, er það fyrirgef- anlegt. Gerist það tvisvar, má reikna með, að' mikið gangi á. Og komi það þrisvar fyrir, er ráð legast að leita sér að annarri at- vinnu. Gitte hefur vegna þessa glatað hluta af æsku sinni. Það þarf ekki að vera henni til tjóns. Hún er fædd í lisfamannsfjölsk.yldu og á góða vini í skemmtanaheim- inum. Þeir geta orðið henni að liði. En hún lifir í allt öðrum heimi en við hin. ’óxsc&^a vm r/ Hvmw w$m LÖNDUM UTINA Þýzku Utina mjólkurkæl- arnir komnir aftur. — Tak- markaðar birgðir. — Verð: Kr. 656.00. ARNI GESTSSON Vatnsstíg 3. — Sími 17930. FENNER V-REIMAR Allar stærðir af hinum velþekktu og sterku V-Reimum ávallt fyrir- liggjandi. Flatar reimar Hnepptar reimar Gata reimar ! Reimlásar Sendum gegn póstkröfu. ' | Vald Poulsen h.f. I Klapparstíg 29. Sími 13024 Kennsla byrjar 1. sept. Enska, þýzka franska, danska, sænska. bókfærsla reikningur. Harry Vilhelmsson Haðarstig 22. Sími 18128 TIMIN N, sunnudaginn 26. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.