Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 6
Líður að skólatíma Mikið í húfi Senn líður að því, að skóla- ganga æskunnar hefjist á þessu hausti. Yngstu börnin hefja skólagöngu í þéttbýlinu um næstu mánaðamót, en eldri nemendur flestir 1. októ- ber. Skólaganga er orðinn mikill þáttur í lífi ungs fólks, þó að ekki sé um langskóla- fólk as ræða, og skólavistin hlýtur að ráða miklu um framtíðarheill manna, hlut- skipti þess 1 lífinu. Við íslendingar teljum okk- ur allvel mennta þjóð, eink- um teljum við alþýðumennt- un á háu stigi og það með all miklum rétti. Við teljum alla læsa og skrifandi, þá sem til þess hafa á annað borð greind, og flesta búna ýmsum fleiri menntum, sem þeir hafa sótt á skólabekk. Við verjum árlega miklum fjármunum úr ríkissjóði og sjóðum bæjar- og j sveitarfélaga til kennslu og' skólahalds og fræðslumála al mennt, en erum þó varbúnir til þess framlags, svo sem nauðsyn er á. Nú eru um tutt- ugu ár síðan „ný“ fræðshilög voru sett í landinu, og enn í dag er þeim ekki fullnægt alis staðar á landinu, aðailega vegna skorts á skólahúsnæðj. Þó er það ekki alvarlegasta hlið fræðslumálanna á þessu hausti, heldur hitt, að aldrei hefur gengið þunglegar að fá hæfa og sérmenntaða kenn- ara til starfa, svo að jafnvel er hætta á, að lögboðinni fræðsluskyldu verði ekki að fullu haldið uppi I sumum kaupstöðum landsins, hvað þá víða annars staðar. Kennaraskorturinn Þessi kennaraskortur hefur mjög gert vart við sig hin sið- ari ár, en sífellt færzt í auk- ana, svo að æ fleiri menn hef- ur orðið að ráða til kennara- starfa, án þess að þeir hefðu kennarapróf eða kennararétt- lndi, og jafnvel oft gengið ærið illa að fá slíka menn. Að vísu geta menn verið góð- ir kennarar, þó að þeir hafi ekki kennarapróf, ef önnur menntun og hæfileikar bæta það upp og nokkur reynsla í kennarastarfi er fengin. En að öðru jöfnu verður að líta svo á, að þeir séu betur til þess hæfir, sem sérmenntun hafa til kennarastarfa. Það fer ekki milli mála, að bað eru fyrst og fremst hin lé- legu launakjör stéttarinnar, sem skortinum valda. Kenn- araskólj íslands hefur útskrif að nægilega marga kennara og vel það, til þess að manna kennarastöðurnar i landinu, en æ fleiri kennarar hafa horfið til annarra starfa, sem betur voru launuð. Kennara- starfið er erfitt og ábyrgðar- mikið. Það krefst að ýmsu leyti sérhæfileika, er oft og elnatt þreytandi og áhyggiu- samt, sinni menn þvi af alúð. Mörgum finnst léttara að taka laun sín fyrir önnur störf. Byrjunarlaun barnakennara eru aðeins kr. 4557 á mánuði, og er langt frá þvi að það geti Gamla kennaraskólahúslS vlS Laufásveg. Það hefur hýst Kennararskóla (slands í meira en hálfa öld, en nú leyslr nýtt hús það af hólmi. talizt lífsþurftarlaun. Þótt þriggja mánaða frí sé að sumri, er varla hægt að ætl- azt til að kennarar stundi hlaupavinnu þann tíma. Miklu nær væri að vænta þess, að kennarar notuðu þann tíma til endurmenntun- ar í kennslustarfi og hvíldar. Hins vegar verða flestir kenn- arar að vinna hörðum hönd- um þennan tíma, og afleiðing þess verður sú, að þeir koma til kennslustarfa að hausti, þreyttari en æskilegt er, og varbúnir að ýmsu öðru leyti. Árangurinn verður því ekki eins góður og hann gæti orðið. Um 180 lausar kennarastöður Aidrei hafa verið auglýstar fleiri lausar kennarastöður en á þessu hausti, en þær munu vera um 180 i barna- og gagn fræðaskólum landsins, og mun þá láta nærri, að 5. hver kennarastaða í landinu sé laus til umsóknar, og af þessu er auðsætt, að i haust mun ganga verr en nokkru sinni fyrr að skipa í kennarastörf við skóla landsins. Skólastjór- arnir hafa átt annríkt við að reyna að tryggja skólum sín- um kennslukrafta, og ósýnt enn, hvernig tekst. í fyrra voru 137 manns án kennara- réttinda í kennarastöðum eða um 20%, og þeir verða vafa- laust enn fleiri i vetur, ef það tekst þá að fá nógu marga slika menn til starfa. Af þess- um kennaraskorti leiðir það einnig, að ýmsir menn stunda kennslustörf, sem ails ekki eru til þess hæfir, jafnvel þó að þeir hafi sumir hverjir kennarapróf. Verður þessu að sæta, vegna þess að ekki er úr neinu að velja. ■Jafnvel í myndarlegum og blómlegum kaupstöðum eins og ísafirði og Vestmannaeyj- um var vart unnt að full- nægja fræðsluskyldu í fyrra- vetur vegna kennaraeklu. Um skólastjórastöðu í gagnfræða- Freysteinn Gunnarsson fráfarandi skólastjóri skóla ísafjarðar í fyrra sótti enginn, fyrr en bæjarstjórn hafði samþykkt að bæta laun j hans með þúsund krónum á mánuði. Fræðsluráð og bæj- arstjórn þar hafa nú gripið til þess ráðs að greiða skóla- stjórum bæjarins þúsund krónur á kennslumán- uði og kennurum 700 næsta skólaár til þess að reyna að halda starfsmönnum skólanna og fá nýja. Ýmsir fleiri bæir og sveitarfélög i hafa farið þessa leið, ýmist | með beinum aukagreiðslum |eða fríðindum. | Kennaraskólinn Kennarskóli Islands er göm lul og ágæt menntastofnur. j þar sem kennarar eru af alúð jbúnir undir .störf i fjögurra jvetra námi Hann hefur átt ;ágætum stjórnendum og kenn jurum á að skipa, og þaðan j hafa komið margir é.gætir jkennarar, fjöldi nrýðilega i færs fólks, sem óhætt er að trúa fyrir menntun æskunn- ar. En allt of margir úr þess um hópi fara t önnur störf. 1 fvrra útskrifuðust t.d. 45 k°nn arar úr skólanum, en aðeins 22 þeirra hófu kennslu Mörf j um haustið. Á seinm Arum hefur aðsókn nð skóiaoum ; lika minnkað, vegna hinna ; óglæsilegu atvinnuhorfa og Dr. Broddl Jóhannesson, hinn nýskipaði skólastióri þegar svo er komið, hlýtur óhjákvæmilega að veljast til þessa náms lakara fólk en annars. Margir þeir, sem hafa til þess getu og efni, vilja heldur búa sig undir önnur störf, sem betri afkomu veita. Þetta býður auðvitað þeirri hættu heim, að kennarastétt- inni hraki. og er sá voði geig- vænlegur. Mun einnig hafa á bví borið. að árgangarnir hin s’ðari ár hefðu lægri meðal- "inkunn við kennarapróf en áður var. f marga áratugi hefur mikil uæfur skólamaður, Freysteinn Gunnarsson,. veitt Kennara- ^kólanum forstöðu. Hefur for- siá hans öll á skólanum ver- ið hin bezta og er hlutur hans eð því að siá þióðinni fyrir "’ugandi og vel hæfri kenn- arastétt. orðinn mikill. Skói- inn hefur um sinn búið við þ-önvan stakk og gömul húsa kynni. en um hessar mundir "ætist loks úr í þeim efnum, orr bann fær nvtt hús. Á bessu íri bafa einnie nrðið skóla- stióraskinti. os við starfi Frey ••teins tekur ágætur unneldis- præðingur. sem lengi hefur kennt við skólann dr Rroddi Tóbannesson Mun skólinn ■ afalaust, vel dafna í höndum bans, ef svo verðuy nm búið ot opinberri bálfu. að ungt Tóik tel.ii sér fært að leggja út á kennarabrautina. Af því, sem hér að framan hefur verið rakið, má gerla sjá, að komið er I fullkomið óefni í skólamálum landsins. Hér er líka miklu meira í húfi en það, að fækkl f atvlnnu- stétt, og þetta er miklu alvar legra mál en það, þótt svipuð ekla ætti sér stað í ýmsum öðrum atvinnustéttum. Þag stafar af því, hve mikilvægt það starf er, sem kennurum landsins er ætlað að leysa af hendi. Aiþýðumenntunin er fjöregg þjóðarinnar, og til hvers er að kosta miklu til skóla- og fræðslumála, ef ekki fást hæfir kennarar? Ef þjóð in vill lifa, verður hún þó að vera sæmilega læs, og almenn menntun verður að aukast fremur en rýma. Nýir tímar kalla sifellt á meiri menntun, meiri kunnáttu og skilning hins almenna borgara, og öll hin svonefnda æðri menntun og sérmenntun er einnig byggð á þeim grunni og eng- um öðrum. Eins og nú horfir er ekkert sýnilegra en hið al- menna fræðslukerfi f landlnu koðni að verulegu leyti niður, ef þessu heldur fram, og kem ur að engu haldi þótt æ meira fé væri lagt fram til skóla- bygginga og kennsluaðstöðu. Hér vofir yfir svo geigvænleg hætta, að bráðra og áhrifa- ríkra aðgerða má ekki vera lengi að biða úr þessu. Leiðin er varla nema ein, og hún er sú, að bæta svo kjör kennara, að unnt sé að velja úr mönn- um til þessara starfa. Ekkert minna dugar til úrbóta. Það er ekki til neins að rétta fram smávægilegar launabætur svinaðar þeim, sem aðrlr fá. Það verður að fara fram al- veg nýtt mat á starfi kennar- ans, þar sem I engu er dregið iir gildi þess, ábyrgð og nauð syn þjóðarinnar. Eftir þvi gildi verður að skipa honum rúm og ætla honum verka- launin. Og að þessu verður að vinda bráðan bug, það verður að gerast þegar á þessum vetri. Til þess þarf skyggna menn og réttsýna. Sú var tíðin, að störf kenn- ara voru ekki hátt metin, en á þeim tímum var lika lifað eftir þeirri kenningu, að bók- vitið .vrði ekki í askana látið. Nú er öldin önnur. Þetta nauð rvnlega endurmat á starfi, stöðu og gildi kennarans í bjóðfélaginu hefur að veru- legu leyti farið fram f öðrum i löndum, þeim sem næst okk- j ur eru, og afleiðing þess er sú, ; eð kjör þeirra eru yfirleitt all miklu betri en hér, miðað við vmsar aðrar stéttir. og þar er beldur ekki við sHkan kenn- nraskort að etja. Við verðum fara sömu sióð. Hér hefur orðið langrætt um eitt vandamál dagsins, en bætta, sem við erum í á þess- um vettvangi. er svo mikil og Tömlætið. sem ríkt hefur um Framhald á bls. 13 UM ÁLEFNI TÍMINN, sunnudaginn 26. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.