Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 8
12 ^Tí Jökull Jakobsson skrifar frá P a r í s Artúró sat úti á gangstéttinni við Dome, heldur stúrinn á svip þótt sólin skini glatt á dökkt og þrútið andlitið. Hann velti tóm- um kaffibolla milli handa sér og horfði jafntómu augnaráði á fólkið sem liðaðist fram hjá, bílana sem þutu um Boulevard Montparnasse. — Það komst upp um mig, sagði hann, — komst upp um mig á síðustu stundu. Ég átti bara nokkur fataplögg eftir og dálítið af litum. Þá var ég grip- inn glóðvolgur. Þetta var mikil sorgarsaga, sem Artúró sragði mér. Endur fyrir löngu kom hann frá heima landi sínu, Venezuela og sett- ist að í París í því skyni að verða Hstmálari. Einn af tug- þúsundum. Artúró er ágætur listmálari. Þeir eru bara svo margir, sem eru ágætir list- málarar. — Þetta gekk allt vel í fyrstu, sagði hann mér, — mamma sendi mér nóga peninga og ég hafði stóra vinnustofu, málaði abstrakt. Stórar myndir. Marg- ir kunningjar. Svo fór að halla undan fæti. — Það fór að minnka í budd- unni hjá henni mömmu minni, þó það sé sosum nóg til af olíu í Venezuela, þeir eru ekki enn þá farnir að framleiða gervi- olíur á bílana sína. En ég varð að flytja úr stóru vinnustof- unni minni í aðra minni, loks varð ég að flytja á hótel; fékk smákompu á áttundu hæð. Þá varð ég að hætta að mála ab- strakt, hætta að mála stórt. Þá varð ég að mála miníatúr. —■ Allt sem ég hef gert á undan- förnum tveimur árum kemst fyrir í skjalatöskunni minni. Hann hampar stórri leður- tösku. Og sorgarsagan heldur áfram. Peningarnir hættu að koma frá mömmu, tækifærin í háborg listanna létu bíða eftir sér, og vikurnar liðu án þess að Artúró gæti borgað hótelreikninginn. Gestgjafinn var ekki lengur blíð ur á manninn, hann var farinn að minna listamanninn heldur harkalega á ógreiddan reikning inn. Og ekkert heyrðist frá mömmu. Þá tók Artúró sína á- kvörðun. Hann einsettl sér að stinga af. Hann fór að smygla eignum sín- um út úr hótelinu smám saman, litlu í einu til að vekja ekki grun. Einn daginn voru það skyrturnar hans, annan daginn fór hann með vasana troðfulla af snyrtiáhöldum, hann lét sem hann þyrfti með skóna sína í sólningu, dag hvern var skjala- taskan full af ýmiss konar dóti. En gestgjafinn var á varðbergi. Hann tók eftir því að munun- um fækkaði jafnt og þétt í her- bergi Artúrós. Og setti honum stólinn fyrir dyrnar. Það sem eftir var af fátæklegum eignum listamannsins, tók gestgjafinn í sínar vörzlur og lét engan bil- bug á sér finna þótt Artúró beitti suðrænum bænarhita og táraflóði. Og það var með naumindum að Artúró fékk að halda tann- burtanum sem hann hafði stung ið í brjóstvasann. Þótt plumpir hótelhaldarar í Parísarborg kunni ef til vill ekki að meta þá sem öllu fóma fyrir listina, þá var Artúró svo heppinn að eiga sér vin sem Á bökkum Signu reika þeir, sem annir dagsins eiga ekki samleið með. Þess vegna segist hann gjarnan vilja vita hvar ísland sé, hvað það eiginlegá sé. Og ekki laust við honum þyki fyrirbrigðið hálf hræðilegt þegar ég hef reynt að útskýra það fyrir hon- um?. „175 þúsund manns á þess um kletti norður í Atlantshafi“, segir hann, „hvað er fólkið að gera þarna?“ Mér vafðist tunga um tönn. Hvað er fólkið eiginlega að gera þarna? Ég var eiginlega ekki klár á því. Það veiðir síld og heyjar handa sauðskeppn- unni, fer í Naustið og Klúbb- inn og kaupir sér bfla og tyggi- gúmmí, yrkir órímað og gerir verkfall; í ballettskóla Þjóð- leikhússins eru litlu dömurnar farnar að dansa á tánum og það eru byggðar brýr yfir árn- ar og leitað að nýjum rækju- Signubökkum skildi bæði kúnstina og lífsbar- áttuna. Það var ambassadorinn. — Eg gaf einu sinni ambassa dornum málverk eftir mig, sagði Artúró, — og hann hengdi það upp á virðulegan stað í residensinum. Það var ég þegar ég málaði stórt, það var abstrakt. Nú mála ég minía túr, pornógrafískan miníatúr. Hann sýnir mér nokkur verka sinna, máluð á lítil þunn blöð. Það virðist allt í þoku og erf- itt að grilla í mannfólkið á myndinni, nakið mannfólk í rauðri og blárri þoku. Og ambassadorinn hefur heit- ið Artúró stuðningi sínum þang að til peningarnir koma frá mömmu. Artúró á tvö málverk á væntanlegri samsýningu suð- ur-amerískra listmálara í París, svo að öllu ætti að vera óhætt. Jafnvel þó hann sé farinn að mála pornógrafískt. — Ég elska sko spillinguna, ekki mikla spillingu, en dálítið af spillingu, það sakar ekki. Un peu de corruption. Heyrðu, ég hef heyrt sagt að á íslandi sé unga fólkið gerspillt, er það satt? Ég trúi því varla. Ég hélt það væri of kalt fyrir spillingu. Ungfrú Nujumen kemur ekki frá heitu löndunum, en Guð hjálpi þeim, sem ber henni á brýn að hún sé ekki nógu spillt. Þó er langt frá því að útlitið „mæli með“ henni. Það skín sakleysi út úr alvarlegu andlit- inu og enginn yrði hissa þótt hún segðist lesa bænirnar sín- ar reglulegá á hverju kvöldi, áður en hún íæri að sofa. Séð eftir fegurstu götu Parísar Avenue des Champs-Élysées til sigurbogans og grafar ókunna hermannsins. Ungfrúin er frá Finnlandi og hefur verið á flakki um Vestur lönd undanfarin fimm ár, án þess að koma heim. Hún segist hafa slitið öllu sambandi við foreldra sína. Auk þess kveðst hún vera timbruð. Það eru komnir menn frá sjónvarpinu til að kvikmynda mannfólkið og sólskinið í París. Þeir stilla upp tækjum sínum utarlega á gangstéttinni og horfa vísindalega í kringum sig, reykja sígarettur og strjúka hárlubbann frá enninu. Þeir spekúlera um stund, svo koma þeir auga á tvo pilta alskeggj- aða og peysuklædda, þeir eru dálítið villimannslegir að yfir- bragði og mundu sóma sér vel sem brjálaðir listamenn eða trylltir bóhemar. Svo eru meyj- arnar frá Finnlandi beðnar að setjast við hlið þeirra, þetta verður sko góð kombínasjón, segja þeir frá sjónvarpinu og eru fjarska ánægðir. Svona mik ið af norrænni heiði og sak- leysi, svona mikið af suðrænu hamsleysi og ofsa, það kemur áreiðanlega vel fram í sjónvarp inu, fólk skilur að þetta er París. Svo er mikið um uppstilling ar og stjórinn spekúlerar og segir fyrir, loksins má byrja. Eftir á fengum við að vita, að þessir brjáluðu listamenn höfðu aldrei snert á pensli eða borið við að yrkja ljóð, þeir unnu í sápuverksmiðju í Mið- Englandi og voru hér á ferða- lagi með skátaflokknum í heimabæ sínum. En fólk mundi skilja að þetta er París. — Það á að sjónvarpa þessu í kvöld klukkan átta, segir Móna Lísa Finnlands, — ég vona bara að lögreglan þekki mig ekki í sjónvarpinu. — Lögreglan? — Jú, sjáðu til, það vár stolið 20 milljón frönkum og gimsteinum fyrir tvöfalt meira. Það var strákur í sömu íbúð sem játaði að hafa stolið pen- ingunum. En það vildi enginn kannast við að hafa stolið gim steinunum Svo þeir settu mig í fangelsi. Ég var heila viku í fangelsi. Mér þótti það nokk- uð hart, því ég hafði ekki stolið neinu. Svo var mér sleppt, en vísað úr landi. Ég átti að vera farin fyrir fjórum dögum. Hún þegir nokkra stund og hugleiðir málið. — En hefði ég stolið þessu, þá hefði ég ekki þurft að hafa neinar áhyggjur í bráð. Fjöru- tíu milljón frankar! En ungfrú Nujumen deyr ekki ráðalaus. Hún hefur ýmis plön á prjónunum. Hún ætlar sér að komast til Austur-Þýzka lands og þaðan til Moskvu. Hún ætlar að læra rússnesku. — Rússar eru gott fólk, segir hnú, — þeir eru ekki eins og þessir bölvuðu Arabar. Þeir réðust á mig þegar ég var ný- komin til Parísar. Ég varð að liggja þrjá mánuði á sjúkra- húsi. Monsieur Allen Klaw gistir hvorki fangelsi né sjúkrahús Parísarborgar, hann heldur sig við menntastofnanir eins og Sorbonne og skoðar sig um í Louvre. Hann er menntaður Ameríkani, nánar tiltekið frá New York, Manhattan. En vin- kona hans, Anna Maria, er eiginlega úr sveit. Hún kemur frá Rhode Island og staldrar hér við á leið til Persíu þar sem hún ætlar sér að kenna ensku. Monsieur Klaw leggur stund á pólitíska hagfræði í heimaborg sinni og dundar sér einnig í lögfræði. Hann segir okkur einnig að hann hafi num ið franska tungu og bókmenntir undanfarin sex ár. Nú er hann hingað kominn til að prófa frönskukunnáttu sína og sækir námskeið í Sorbonne. Monsieur Klaw hefur ofan á allt annað sérmenntað sig í almennri mannkynssögu og landafræði. miðum. Ýmislegt hefur fólkið fyrir stafni á þessum kletti sem stendur upp úr Atlants- hafinu af einskærri tilviljun. Eftir fyrirlestur um lífsskoð- un Alberts Camus héldum við hópinn og lögðum leið okkar niður í Rue de la Harpe. Það útleggst Hörpugata og þar er að finna langan og mjóan mat- sölustað sem sameinar tvo kosti sem sjaldan fgra saman í París: maturinn er bæði ódýr og skikk anlegur. Þetta er ákaflega al- þjóðlegur félagsskapur: Þjóð- verjar, Svíar, Persar, Amerík- anar og Spánverjar. Svo er náttúrlega íslendingur til þess að skrásetja söguna. Flestir panta sér hænu. Hænsnakjöt er afbragðsgott í París auk þess sem flestum var kunnugt hvað hæna nefndist á frönsku. En Monsieur Klaw hafðl stundað franska tungu og bókmenntir í sex ár og fer vand lega yfir matseðilinn sérfræð- ingslegur á svip. Loks staldrar hann við einn réttinn og ber fram nafnið með tilheyrandi nefblæstri og frönsku handa- pati. Þjónninn er sennilega eitt hvað í ætt við Njál heitinn á Bergþórshvoli því hann verður að láta segja sér þrem sinnum og jafnvel það nægir ekki; Monsieur Klaw er hálf hneyksl- aður, hann sannfærir okkur þó um að þetta sé mikið hnossgæti sem hann hafi pantað sér. Hæna? Hvað er það. Nú er komið með hænuna. Það eru fimm diskar og fylgir. henni sósa í tveimur skálum, Og mörgum þykir nokkur yndisbót a3 því a8 skreppa inn til Napoleons og líta á legstein hans. U I I T f MIN N, sunnudaginn 26. ágúst 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.