Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 14
OLÍA OG ÁSTIR LINDEN GRIERSON urinn að mjókka og virtust að- eins sem troðningar. Þau óku fram hjá mörgum kaffiplantekrum, námu einu si'nni staðar til að tína dálítið af ávöxtum og Rose rak alltaf upp hrifningaróp öðra hverju. Það var fagurt og kyrr- sælt landslag, sem þau óku um, ákjósanlegt fyrir órólegar taugar. Allt hér var eins og það hafði ver- ið öldum saman og þeir fáu bænd ur, sem þau sáu, veifuðu þeim brosandi. Svo virtist sem síðasta byltingin hefði ekki náð hingað. Rose var í essinu sínu aftur og •sagði, að nú biði hún þess bara að skipta um skó og fara í sterku klossana, sem hún hafði með sér og hefja fjallgönguna. — Eg vona að það sé bara ekki snarbratt f byrjun. Hún leit á Mario. — Það er langt siðan ég fór í fjallgöngu síðast, en ég hlakka reglulega mikið til. — Fjallgöngu? spurði Jeffrey. — Við eigum þó varla að klifra? — Því miður, en það er eina leiðin til að komast upp á tindinn Cerre Del Pino, sagði Mario af- sakandi. — Þú vissir það ósköp vel, sagði Elenor napurt við Jeffrey. — Við skulum ekki sitja hér og horfa upp á tindinn. Elenor var full efttrvæntingar að sjá hvag var framundan. Jafnvel þótt 'fellibyluiinn skylli á meðan hún stæði uppi á fjallstindi, virt- ist það ekki eins ógnvekjandi eins og skotin, sprengingarnar og bálin. Jeffrey leit reiðilega á hana. Elenor leit til hans í speglinum og hugleiddi hvemig á því stæði, að hann vissi ekki að þau yrðu að klifra til að komast upp á hæsta tind eyjarinnar. Hann hlaut að vita það, ef hann hafði f raun og veru dvalið hér fyrrum. Hélt hann kannski ag vegurinn yndi sig upp eftir fjallshlíði.nni og endaði í stóru og breiðu bílastæði efst uppi. Hún byrgði niður í sér hlát- urinn, spenningurinn og óvissan var farin að taka ögn á taugar hennar. — Eg vona, að senor takist það, byrjaði Mario umhyggjusamur. — Auðvitað! Jeffrey hló yfir- lætislega. — Það var bara vegna þess að ég vissi ekkert um áætl- anir ykkar, þess vegna varð ég hissa. Elenor fann eitt andartak til iðrunar. Hún hefði auðvitað átt að segja honum, hvað þau ætluðust fyrir. Hvort sem henni féll mað- urinn í geð eða ekki, þá hafði hann verið sendur hingað tii þess að hjálpa henni. — Það er mér að kenna, sagði hún afsakandi. — Við lögðum af stað í svoddan flýti í morgun . . . rödd hennar dvínaði burt. Flýtir- inn um morguninn kom ekkert málinu við, hún hafði aðeins orðið reið þegar Jeffrey kom inn í skúr- inn um morguninn og spurði hvort Mario hefði snuðað hana með benzí'nverðið líka. Hvers vegna gat maðurinn ekki bara verið kyrr í New York hugsaði hún gremju- lega, hún hefði komizt af án hans. Þótt hann hefði alls ekki komið, hefði hún samt s'etið núna í þess- um skröltandi farkost áleiðis til fjallanna. Stundarfjórðungi síðar, eftir að vegurinn eða stígurinn var raunar enginn lengur og Mario hafði gef- ið ótelja'ndi fyrirskipanir „beygið til vinstri fyrir þessa steinahrúgu, ■senorita, eða akið beint inn á milli trjánna senorita" komu þau ag litl- um mannabústað. Hænsn þutu gaggandi í allar áttir þegar bíll- inn stanzaði með skruðningum og fjórar af þeim fimm manneskjum, sem í bílnum voru, störðu undr- andi í kringum sig. ---Komumst við ekki lengra? spurði Terry. — Greinilega ekki, svaraði Rose og horfði eftirvæntingarfull út um gluggann. — Nei, senor. Mario var jafn brosandi og ætíð. — Lítið bak við þetta hús. Þau litu um öxl í þá átt sem hann benti. Gráttt fjall gnæfði við himin yfir trjánum, litla húsinu og garðinum. — Það er ómögulegt að komast lengra á bílnum! Vig verðum að halda áfram fótgangandi. Senor- itu hefur tekizt það ótrúlega að aka alla leið hingað og ég hélt að það væri ekki hægt, sagði hann og horfði ljómandi augum á Elenor. — Það er kraftaverk að bíllinn skuli tolla saman enn, sagði hún hlæjandi. — Þetta var ekki beint dún- mjúk ökuferð, sagði Rose og fór að safna saman nokkru af föggum sínum. — Hvað gerum við næst, Mario? — Ef þið viljið hafa mig afsak- aðan, ætla ég að tala nokkur orð við manninn sem á þetta litla hús og biðja hann að sjá um að bíllinn verði settur einhvers staðar inn. Það gæti komið sér illa ef einhver kæmi að honum hér og tæki sér það bessaleyfi að flytja hann, eða hvað? Það eru margir kílómetrar til borgarinnar héðan og alltof langt að fara þá leið fótgangandi. Áður en þau gátu komizt að segja nokkuð, kom lítill gamall maður út úr húsinu. Há'nn brosti vingjarnlega við þeim, svo að Elen- or kveið ekki lengur að skilja bíl- inn eftir hér. Mario tautaði aftur að þau yrgu að hafa sig afsakaðan um stund; svo var hann kominn út úr bílnum, og mennirnir tveir heilsuðust hjartanlega, þrýstu hendur hvors annars og brostu meðan þeir töluðu saman. Elenor reyndi að fylgjast meg því sem sagt var, án þess að mikið bæri á, en þag var ekki spánska; hlaut að vera einhver mállýzka, og hún leit spyrjandi á Jeffrey. — Hvað í ósköpunum eru þeir að tala um? spurði hún þe'gar hún heyrði raddirnar hækka og æsing 37 færast í leikinn. Hann hristi höfuðið. — Eg skil ekki múkk, viðurkenndi hann. — Mér heyrist þetta ekki vera mannamál, sagði Terry og virti þá fyrir Sér. — Þessi karl hlýtur að vera jafngamall Metúsalem. — Uss! hvíslaði kona hans, — kannski skilur hann ensku. — Já, það væri ekki ósennilegt, ef hann skilur þetta hrognamál, sem Mario talar við hann, sagði hann brosandi. Þau horfðu á gamla manninn, það var ógerningur að geta sér til um aldur hans. Dökkleitt hör- undið var voðalega hrukkótt, augnabrúnir og sítt hárið snjó- hvítt og bakið bogið, en þegar hann leit um öxl og í áttina að bílnum, undruðust þau að sjá hve skýrleg og vakandi augu hans voru og hann horfði á þau af óblöndn- um áhuga. Mario leiddi hann hægt til þeirra. — Senorita, má ég kynna Al- fonsus fyrir ykkur, hann er mjög gamall vinur minn. Ef þér brosjð til hanh, verður hann ósköp glað- ur, þótt hann skilji ekki tungumál yðar. Elenor brosti vipalega til gamla mannsins og gekk út úr bílnum. Hún rétti fram höndina, og gamli maðurinn gjóaði augum á leiðsögu ma'nninn, þurrkaði sér síðan á buxunum og rétti fram höndina. — Segðu honum að mér þyki reglulega vænt um að hitta hann, sagði hún við Mario og Mario sagði eitthvað á kúnstugri tungu. — Hann hlýtur ag vera afskaplega gamall, bætti hún við, og Mario kinkaði kolli. — Líkami hans er aldraður, senorita. En hugur hans og heili er ungur og vakandi. Hann biður mig að segja yður hversu glaður hann sé að hitta ykkur, og hann 142 Monty tæki við af Alex og Alex yrði kallaður heim til að stjórna landhernum, þegar „Overlord“ kæmi til framkvæmda. Þetta var næstum samhljóða mínum skoð- unum, nema hvað ég vildi að Monty fengi stjórn landhersins í stað Alex. Þag var mjög gagnlegt að fá tækifæri -til að ræða við Ike, enda sannfærðu viðræður okkar mig um það, sem ég hafði búizt við, að hann vildi heldur hafa Alex en Monty með sér við inn- rásina yfir Sundið f Frakkland. Hann vissi líka, að hann gat stjórn að Alex, en var ekkert hrifinn af Monty og vissi vissulega ekki, hvernig ætti að stjórna honum. Forsætisráðheirann var ekki eins þreytulegur við hádegisverðinn. Eg reyndi að fá hann til að hætta við að fara ti.l Ítalíu, en til þessa hafa þær tilraunir mínar verið árangurslausar. Eg var orðinn mjög áhyggjufull ur vegna heilsufars Winstons. Honum virtist alltaf hraka og ég var hræddur um, að ferð til ítalíu í desember með snjó og kulda, myndi ríða honum algerlega að fullu. Eg ræddi þetta við Maran, sem var alveg sömu skoðunar og ég. Eg færði þetta því í tal vjð Winston um kvöldið og sagði hon- um, að það væri mjög varhuga- vert fyrir hann að fara til Ítalíu. Eg viðurkenndi, að herinn myndi fagna því að sjá hann og að hann myndi hafa gaman af ferðinni, en sagðist ekki telja að hann hefði neitt leyfi til að hætta heilsu sinni á þennan hátt, þegar hann hefði svo langtum mikilvægari mál fyrir framan sig til að fást við í sambandi við stríðið. Orð mín voru byrjuð að bera árangur. þegar ég var svo einfaldur að segja: „Og auk þess er Moran mér algerlega sammála11. Hann reis upp vig dogg í rúminu sínu, skók hnefann framan í mig og sagði: „Mér er algerlega sama hvað sá fjandans karl segir!“ Eftir það var ekki um annað að ræða, en að láta málið kyrrt liggja ag sinni. Til allrar hamingju tók guð málið í sínar hendur og daginn eftir var hann búinn að fá hita. 12. desember. Carthage. Eg var dauðþreyttur í gærkvöld og stein- svaf klukkan 4 e. m. þegar ég vakn aði skyndilega við ráma rödd og svo háa, að þag tók undir í her- berginu: „Halló, halló, halló!“ Þegar ég var nokkurn veginn vakn aður, sagði ég: „Hver fjandinn er þetta?“ og kveikti ljós. Mér t;l óblandinnar skelfingar sá ég að það var forsætisráðherrann. í nátt- sloppnum sínum, með brúnan klút vafinn um höfuðið', sem æddi aftur og fram um herbergið. Hann sagðist vera að leita ag Mor- an lávarði, og að hann hefði mjög slæman höfuðverk. Eg fylgdi hon- um til herbergis Morans og fór svo aftur í rúmið. En næstu klukku- stund bergmálaði allt húsið af há- vaða í fólki, sem var að vakna og hljóp fram og aftur. í morgun þeg- ar ég kom á fætur, komst ég að raun um að forsetinn hafði hita, u. þ. b. 102° og leið hreint ekki •vel. Moran er ekki viss um, hvað að honum gengur, en vill fyrir alla muni koma honum heim sem fyrst. Heimsóknin til Ítalíu hlýtur því að vera úr sögunni, hvað hann snertir, og ég veit ekki fyllilega, hvort ég á að fara hana eða fylg.i- ast með honum heimleiðis. Eftir þessa slæmu nótt og með tilliti til þess hita er hann hafði, spurði ég Moran hvað hann teldi þjá forsætisráðherrann. Hann sagði, að eftir því sem hann bezt gæti séð, þá væri það lungnabólga, eða e.t.v. bara inflúenza. Eg spurði hvað hann myndi gera, ef sjúk- dómurjnn reyndist vera lungna- bólga, en hann kvaðst þá þurfa að j fá s'júkdómafræðing, tvær hjúkr- I unarkonur og flytjanlegt ljóslækn-1 ingatæki. Eg spurði hann hvaðan slfkt ætti að koma, og hann sagði tvennt fyrmefnda frá Kaíró, og það síðastnefnda sennilega frá A1 sír. Eg sagði honum þá að það myndi taka langan tíma og að við skyldum senda skeyti þangag þeg- ar í stað. Ef þetta reyndist lungna- bólga, myndum við aldrei fyrirgefa sjálfum okkur það að hafa eytt tuttugu og fjórum kiukkustundum til einskis. Seinna: Hitinn minnkaði eftir því sem á daginn leið, en Moran taldi forsætisráðherrann litlu betri um kvöldið. Eisenhower kom að á- liðnum degi, og við töluðum lengi við hann og Alex; Tédder kom til miðdegi'Sverðar. Ákveðið að Alex skuli fara aftur til Ítalíu á morgun og að ég fari með honum 13. desember. Bari. (600 mílur). Forsætisráðherranum leið ekki vel fyrri partinn í nótt og Moran vakti lengi hjá honum. Við hringdum eftir sjúkdómafræðing og tveim hjúkrunarkonum í gær, og eigum von á þeim klukkan 2.30 e.h í dag. Fyrirhugað er að ég leggi af stað til Ítalíu með Alex, klukkan 11,30 f.h., en ég er samt ragur við að yfirgefa forsætisráðherrann, eins og líðan hans er nú háttað. Hins vegar finn ég að það er ekki mikið sem ég get gert hér, nú að svo stöddu. Er nýbúinn að senda skeyti til Alsír og panta ljóslækninga- tæki . . . Seinna: Eg fór ag finna forsæt- isráðherrann og hitti hann hress- ari en áður. Hann vill eindregið að ég fari þessa ferg til Ítalíu, og ég hef þess vegna komið Tedder í samband við Moran, svo að Moran hafi einhvern til hjálpar sér, ef til þess kæmi . . . 13 desember. Fór meg Alex kl. 11,30 f.h. til flugvallarins, en það- an lögðum við svo af stað í flug- vélinni hans klukkan 12 á hádegi, áleiðis til Bari. Við flugum í bezta veðri, fyrst yfir Bon-skagann, því næst mjög nærri Pantelleria, og komum að suðurströnd Sikileyjar. Svo fórum við yfir suð-austurhorn eyjarinnar, til Catania-slétunnar og flugum nokkrum sinnum um- hverfis hana, til þess að athuga hana nákvæmlega. Etna var stór- fengleg að sjá, meg snjóhvítan tindinn upp úr dimmu skýjabelti, sem lá umhverfis fjallið, f miðjum hlígum. Svo flugum við meðfram austurströnd eyjarinnar í áttina til Messina. Eg vissi ekki að þessi strönd væri svona falleg. Loks flugum við yfir sundið til ítalíu, eða nánar tilgreint, Taranto. Það- an flugum við yfir hælinn og lent- um að Bari, eftir fjögurra klukku- stunda mjög skemmtilega ferð. Fór meg Alex til skrifstofu hans og hlustaði á nýjustu fréttirnar. en hélt þvi næst til herbergis míns, til þess að búa mig undir að halda til deildarstöðva Montgomerys á morgun. Meðan ég var að því, gerðu þýzkar flugvélar loftárás á Bari, og ég horfði í hálfa klukku- stund á hina tilkomumiklu flug- eldasýningu. Þegar allar loftvarna- byssurnar spúðu eldi á þýzku árás- arflugvélarnar. Þetta er önnur stórárásin hérna. í þeirri fyrri tókst þeim að granda sautján skip- um, aðallega meg þvi að sprengja T f M I N N , sunnudaginn 2G. ágúst 1962 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.