Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 15
Æ0Í Hi H<$SW5C HARNAKVÆM SLIPUN FULLKOMIN VÉLAKOSTUR VIÐ SLÍPUM SVEIFARÁSA með fullkomnustu tækni. VélaverkstæSi Þ. JÓNSSON & CO. Brautarholti 6 - Sími 19215 Frá 300—18 km Framhald ai*l. síðu og í haust verður lokið við meiri hluta þessarar leiðar. Nú þegar er búið að mölbera að Sauðakoti, og á aðeins eftir að bera fínni of- aníburðinn í veginn. Ætlað er að 4—5 km. verði eftir fyrir Múlann í haust. Mikill áhugi ríkir fyrir þessari vegarlagningu, enda að henni mik- il bót. Þegar Ólafsfirðingar þurfa að bregða sér til Dalvikur verða þeir annað hvort að fara sjóleiðis, eða fara yfir Lágheiði, niður í Fljót og síðan fram Skagafjörð og upp á Öxnadalshéiði. Þessi leið er tæpir 300 km., en léiðin fyrir Ól- afsfjarðarmúlann er aðeins um 18 km. Vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla ætti að verða snjóléttur, því að snjó festir þar ekki nema í mestu snjóatíð. Þó getur verið nokkur hætta á snjóflóðum í Ófærugjá, og því var horfið frá því að setja þar yfir brú, heldur verður vegur- inn ruddur til þess að snjórinn geti óhindraður farið yfir hann. 500.000 krónur voru veittar í veg- inn á fjárlögum í ár. Stórvinnsla á perlusteini Framhald af bls. 1. þúsund tonnum á ári. í Evrópu er sífellt að aukast notkun perlusteins, og perlusteins- vinnsla hérlendis byggist ein- mitt á því, að markaðurinn auk ist í Evrópu, því að hún mundi ekkj borga sig, öðruvísi en grundvöllur fyrir miklum út- flutningi væri fyrir hcndi. Sagði Tómas Tryggvason blað inu, að svo mikið magn væri að perlustelni hérlendis, að möguleiki væri á stórvinnslu, ef nægur markaður fengist í Evrópu. Möguleiki væri líka á því að flytja hann til Banda- j ríkjanna, en það væri óhag- ! kvæmara. Skilyrði til vinnsl- unnar eru að sjálfsögðu betri í LoðmundarfirSi, þar sem eru aðeins 3—5 km. niður að sjó, en rætur Prestahnúks eru í 600 m. hæð yfir sjávarmáli, og til hafnarstæðis í Hvalfirði er rúm i lega 50 km. Ieið. i Hollendingarnir tveir komu I hingað á vegum Billiton Comp any og AINE Company í Hol- i landl. Þeir dvöldust hér í rúm-1 an hálfan mánuð og kynntu i sér efni og aðstæður. Ekki er hægt að segja neitt um niður- stöSur athugana þeirra að svo stöddu, eða hvort félög þeirra hugsa alvarlega til vinnslu hér- lendis. Hingað hafa alltaf komið öðru hverju menn frá erlend- um fyrirtækjum að rannsaka inöguleika á vlnnslu, en fram til þessa hefur ekki orðið úr frekarl framkvæmdum. Kísilgúrinn í Mývatni hefur oft verið á dagskrá. Kísilgúr er notaður sem einhvers konar fylliefni í ýmis efni, eins og t. d. plast og málningu. Einnig er honum oft bætt í vökva, sem á að sía, og auðveldar hann sí- un. Vinnsla kísilgúrs í Mývatni yrði einnig a® byggjast á út- flutningi, en enn þá er ekkcrt hægt um þetta mál að segja með neinni vissu. Hollending- arnir tveir kynntu sér botn- leirinn í Mývatni, en gáfu ekk- ert upp um áform sín. Kostak jör Ódýra bóksalan býSur yður hér úrval skemmti- bóka á gamla lága verðinu. Bækur þessar fást yfirleitt ekki í bókaverzlunum og sumar þeirra á þrotum hjá forlaginu. Sendið pöntun sem fyrst. Borg örlaganna. Stórbrotin ástarsaga e. L. Brom- field 202 bls. ób. kr. 23,00. Nótt í Bombay e. sama höf. Frábærlega spennandi saga frá Indlandi 390 bls. ób. kr 36,00. Njósnari Cicerós. Heimsfræg og sannsöguleg njósn- arasaga úr síðustu heimsstyrjöld. 144 bls. ib. , kr. 33.00. Á valdi Rómverja. Afar spennandi saga um bar- daga og hetjudáðir. 138 bls. ib. kr. 25.00. Leyndarmál Grantleys e. A. Rovland. Hrífandi rómantísk ástarsaga. 252 bls. ób. kr. 25.00. Ástin sigrar allt, e. H. Greville. Ástarsaga, sem öll- um verður ógleymanleg. 226 bls. ób. kr. 20.00. Kafbátastöð N Q. Njósnarasaga viðburðarík og spennandi 140 bls. ób. kr. 13.00 Hringur drottningarinnar af Saba e. R. Haggard. höf. Náma Salómons og Allans Quatermains. Dularfull og sérkennileg saga 330 bls. ób. kr. 25.00. Farós egypzki. Óvenjuleg saga ummúmíu og dular- full fyrirbrigði. 382 bls. ób. kr. 20.00. Dularfulla vítisvélin. Æsandi leynilögreglusaga. 56 bls. ób. kr. 10,00. , Hann misskildi mágkonuna. Ásta- og sakamálasaga 44 bl. ób. kr. 10.00. Leyndardómur skógarins. Spennandi ástarsaga 48 bls. kr. 10.00. Tekið í hönd dauðans. Viðburðarík sakamálasaga. 48 bls. ób. kr. 10,00. Morð í kvennahópi. Spennandi saga með óvæntum endi 42 bls. ób. kr. 10,00. Morð Óskars Brodkins. Sakamálasaga 64 bls. kr. 10,00. Maðurinn í ganginum. Leynilögreglusaga 60 bls. kr. 10.00. Smyglaravegurinn. Mjög spennandi saga. 72 bls. Ób. kr. 10,00, Skógarmenn e. Selmu Lagerlöv. Saga frá víkinga- öld. 144 bls. Ób. kr. 20.00. Tómas Reinhagen. Falleg og hugljúf ástarsaga. 32 bls. Ób. kr. 8,00. Smári. Þrjár stuttar skemmtisögur. 46 bls. ób. kr. 5.00. Cymbilína hin fagra, e. Charles Garvice. 604 bls. ób. kr. 50,00. Dalur örlaganna e. Marica Davenport. Ógleyman- leg, hrífandi ástarsaga, sem hlotið hefur heims- frægð og verið kvikmynduð. 1.—2. bindi. 920*Ms. Ób. kr. 90,00. Nafn . Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið við þær bækur er þér óskið að fá sendar gegn póstkröfu< Merkið og skrifið nafn og heimilisfane greinilega. Ódýrg bóksalan, Box 196, Reykjavík. Þökkum innilega auSsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Guðmundar Guðmundssonar, Móum, Kjalarnesi. Kristín Teitsdóttir og fjölskylda Þökkum innilega auðsýnda vlnáttu og samúð við andlát og jarðarfor eiginkonu minnar og fósturmóður, Þorbjargar Einarsdóttur Ásgeir Torfason. Gyða Jónsdóttir, Akureyrarhátíðin Framhald af 16. síð'j ; Akureyringum góðs veðurs þessa | miklu daga, Atvinnulíf verður I með sama hætti og venjulega, i nema á miðvikudag, sjálfan af- i mælisdaginn. Verða þá búðir opn j ar eins og á sunnudögum, og hef- ur afmælisnefndin þeint þeim til- mælum til atvinnurekenda, að J láta vinnu niður falla þennan dag Þess má geta, að Lystigarður Akureyrar, sem er einhver mesta prýði hans, er 50 ára um þessar mundir, en þess afmælis verður ekki sérstaklega minnzt, að öðru leyti en því, að hann verður lýst- ur fagurlega. Vegur fyrir Enni Framhald al 16. síðu. veittar 400 þúsund krónur til veg- arins. Nú er búið að ryðja einn km j og setja ræsi í veginn, en æthrn-i in er a ljúka við um tvo km i sum ; ar, Á síðustn fjárlögum voru veittj ar 400 þúsund krónur til vegagerð j arinnar, og verður vjnnu haldið' áfram þar til sú upphæð er upp urin, sem líklega verður um miðj an september. Vegurinn frá Hellissandi að Sveinsstöðum hefur þegar verið iagður, og er þarna gott vegar- stæði og vegurinn 8 m breiður. Leiðin milli Hellissands og Ólafs- víkur er um 3 km, en Ennið sjálft er 1 km. Það er snarbratt kletta- belti niður í sjó, og verður að sprengja veginn inn í bergið 15— 30 m yfir sjó, en Enni er 419 m hátt. Er áætlað, að það kosti ekk£ minna en 8 milljónir króna. Þegar vinnu lýkur við Ennisveg( inn í haust, mun vegavinnuflokk- urinn fara til Beruvíkur og lag- færa veginn við jaðarinn á Beru- víkurhrauni, en hann hefur verið nokkuð' erfiður að vetrarlagr vegna krapa og snjóa. Fyrr í surrr ar vann flokkurinn við lagfæring- ar á Búlandshöfðaveginum, sem mjög mikið hefur verið notaður í sumar af ferðamönnum. Auglýsingasími Tímans 19-5-23 a./hti a aii i iii i «i i n i <ti i w i m » ■ i ■ i ^ T í MIN N , sunnudaginn 26. ágúst 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.