Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- mgast.ióri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur t Eddu- húsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka, stræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsingasimi: 19523 Ai. greiðsiusími 12323 - Askriftargjald kr 55 á mánuði ínnan- lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Frysta spariféð Samkvæmt síðustu upplýsingum, sem blaðinu hefur tek izt að afla sér, nemur frysta spariféð í Seðlabankanum nú tæpum 500 milljónum króna. Ríkisstjórnin hefur í gríð og ergi og sífellt dregið sparifé landsmanna úr umferð og sett í frystihús Seðlabankans, því að það virðist trú tænnar, að sparifé landsmanna verði til tjóns fái það að vera í umferð í þjóðarbúskapnum. Höfuðeinkenni „viðreisnarinnar" er að draga fjár- magn úr umferð. Þannig hyggst ríkisstjórnin „lækna íslenzkt framleiðslu- og efnahagslíf" með samdráttarað- ferðinni. Hin illræmda vaxtahækkun og stytting láns- tíma fjárfestingarlána ásamt gengislækkun, er gerði allar framkvæmdir óheyrilega dýrar var fyrsta skrefið. — Svo kom inndráttur og frysting sparifjárins og hún hefur gengið svo vel, að dauða spariféð í Seðlabankanum nem- ur hvorki meira né minna en næstum fimm hundruð milljónum króna. Jafnframt inndrættinum hafa afurða- lán til framleiðsluatvinnuveganna verið stórlega dregin saman þrátt fyrir stóraukna rekstursfjárþörf vegna dýr- tíðarinnar. Öllum peningastofnunum eru settar hömlur á útlán. Enn var haldið áfram og settur á nýr útflutningsskatt- ur til að draga í sjóð. Er svo var komið voru ráðherrar að rifna af monti yfir því, hvað „viðreisn“ efnahagslífs- ins gengi vel, allir sjóðir væru bókstaflega fleytifullir af peningum.' Þrátt fyrir það, gátu þeir ekki með nokkru móti fallizt á það að hækka lán til íbúðabygginga einstak- linga nema sem svarar tæpum helmingi af hækkun bygg- ingarkostnaðar meðalíbúðar. Hinar gífurlegu gengisfellingar ríkisstjórnarinnar voru ið gera fjárfestingasjóði landbúnaðarins gjaldþrota egna þess að á þeim hvíldu erlendar skuldir, sem hækk- i5u sem gengisfellingunum nam. Þótt ríkisstjórnin héldi þi stöðugt að mönnum, að nógir peningar væru í öll- m sjóðum og allt að kafna í sparifjáraukningu var ekki vii það komandi, að lítill hluti af þessu fjármagni fengist tibess að leysa vanda fjárfestingarsjóða landbúnaðarins. í áaðinn setti ríkisstjórnin 2% launaskatt á bændur lanisins og taldi það réttlæta slíkt, að með árunum hlytu sjóiirnir að vera geysi stórir og öflugir ef bændur legðu þein fé af launum sínum. Sem sagt nú á landbúnaðurinn að itanda undir uppbyggingu sjóðanna í stað þess að áðu' höfðu sjóðirnir staðið undir uppbyggingu land- búmðarins. Fyrst átti að taka féð af bændum og lána þeim síðan aftur til stutts tíma með okurvöxtum, þá yrðí hagur sjóðanna góður. Hagur bænda virtist ekki skipta eins miklu máli, ef þeir máttu sízt við því að á þá yrði bætt klyfjum. Allt miðar þetta að því sama: Samdrætti. En þrátt fyrir allar þessar harkalegu aðgerðir hefur góðærið til sjáv arins og þrotlaus dugnaður og áræði almennings komið í veg fyrir að ,,viðreisnin“ gæti heppnazt að fullu, nema á sumum sviðum. Og þá fer ríkisstjórnin að herða e1 samdráttarróðurinn. Þetta ár hefur hún verið í eins konar stríði við góðærið, með framleiðslustöðvunum o. fl. En ekki finnst stjórninni enn nóg að gert. Einn helzti hag- spekingur ríkisstjórnarinnar er sendur fram í nafni Seðla bankans og látinn segja að enn verði að draga úr útlán- um til framleiðslunnar, því ,,viðreisnin“ sé í hættu. Svo verður Seðlabankinn að greiða a. m. k. 30—40 milljónir í vexti á ári af fyrsta sparifénu, sem ekki má vera í um- ferð í framleiðslulífinu. Björg eru lögð I veg fyrir fram- leiðslu og uppbyggingu og síðan hamrað á því að kaup- getan verði að haldast í hendur við framleiðsluaukning- una. Svo þegar framleiðsluaukning verður þrátt fyrir allt vegna hins mikla sjávarafla og kauphækkanir verða ei enn á ný farið að gera ráðstafanir til að hindra kjarabót. Frakkar hafa enn tögl og hagldir á Fílabeinsströndinnl Sért þú kominn til Abid- jan, höfuðborgar Fílabeins- strandarinnar, og ætlir að hitta forsetann, Houphouét- Boigny að máli, er ágætt að ganga „General de Gaulle“- strætið og fara yfir „Lýðveld- istorgið". Sennilega er forset inn ekki heima. Hann er á burt hálft árið, oftast í Frakk landi. En ef til vill gæti ein- hver af ráðherrunum leyst vanda þinn? Líklegt er þó, að sá ráðherra, sem hitta þarf, sé á ferðalagi, aö sækja ráð til forsetans fjarverandi. For- seti stjórnardeildar? Jú, hann er við og önnum kaf- inn við að ákvarða, enda hvítur og franskur, eins og fjármálaráðherrann. Sértu ekki enn orðinn von l?.us um að finna óháða afrí- kanska sál á Fílabeinsströnd inni, þá skaltu hverfa frá forsetahöllinni, ganga yfir Houphouét-Boigny-hæðina og virða fyrir þér fegurð pálma trjánna hinum megin við sýk ið- Handan þeirra er hið snotra hverfi Afríkumanna, Treichville, heitið eftir frönsk um landkönnuði. Líttu vel í kring um þig og þá kanntu að sjá tvo svarta menn, sem róa eintrjáningi eftir síkinu. Spurðu annan hvorn þeirra, hvort honum geðjist að for- setanum. Hann mun svara, að forsetahöllin sé stórkost- leg bygging. Spurðu aftur, og þá er þér svarað með lágum, afríkönskum hlátri. Spuröu svo einhvern af frönsku íbúunum, sem eru um 15000. Hann mun í löngu máli lofsyngja kosti M. Houp- houét-Boigny. Svörtu kjósend- urnir eru sennilega á sama máli, því að það voru aðeins 190 af 1641636 greiddum at- kvæðum, sem ekki féllu á for setann í nóvember-kosning- unum 1960. Yfirþjónarnir á veitingahús unum eru franskir og af- greiðslustúlkurnar í hinum glæsilegri verzlunum. Feður þeirra eru franskir forráða- menn og elskhugar þeirra hermenn frá frönsku herstöð inni eða rafvirkjar eða véla- menn, sem vinna fyrir Afríku búana. Forráðamennirnir, 800 franskir kennarar og yfir- menn hersins, sem einnig eru franskir, fá laun sín frá frönsku ríkisstjórninni að miklu leyti. Stundum eru þau greidd í frönskum frönkum i París. Allir hagnast þeir hratt eins og kaupmennirnir og verksmiðjustjórarnir, og all- ir senda þeir hagnaðinn jafn- óðum heim til Frakklands. Ef til vill er þetta, — ásamt því, að tveir þriðju hlutar af innflutningi landsins koma frá frönskum svæðum, — nokkurt endurgjald fyrir það fé, sem franska fjármálaráðu neytið verður að greiða til Abidjan. Þessar fjárgreiðslur eru miklar eða sem svarar 18 milljónum sterlingspunda á ári. Sumt er aðstoð, annað laun, en miklll hluti þeirra eru verðbætur á kaffi, sem selt er í Frakklandi. Kaffi er helmingurinn af framleiðslu Fílabeinsstrandarinnar. Það er selt til Frakklands fyrir mun hærra verð en heilbrigt er. „Eina vandamálið hér er í sambandi við kaffið“, sagði Frakki einn. Jafnvel þó að vandamál landsins væru öll fjárhagslega eðlis, sem þau raunar ekki eru, — þá er það brýnast, að beina landbúnað inum að öðru fremur en kaffi- rækt, og umfram allt aö venja efnahagslífið undan áhrifum Parísar. Kakao- framleiðslan er helmingur á við kaffiframleiðsluna, en hún verður einnig að treysta á franskan markað. Þriðja aðalútflutningsvaran er timb ur, sem franskir menn rækta og selja frönskum kaupend- um. Gjaldeyrisforði landsins er geymdur í frönskum frönk um í París og þar situr frönsk nefnd, sem heldur uppi verð- gildi afríkanska frankans, sem notaður er á Fílabeins- ströndinni. Sjónarmið henn- ar er fyrst og fremst að halda uppi verðgildi frankans, en gróskan í efnahagslífi Fíla- Kortið sýnir legu Fílabeinsstrand ar (Ivory Coast) og nágranna- ríkja á vesturströnd Afrfku. beinsstrandarinnar er nánast aukaatriði. En tök Frakka á Abidjan koma víðar fram en í efnis- legum hlutum. Hinir fáu, menntuðu Afríkumenn eru vel menntaðir og flestir vel sam- lagaðir. Afríkumaðurinn, sem gegnir daglegum störfum meðan forsetinn er fjarver- andi, er forsætisráðherrann, M. Auguste Denis. Hann segir hiklaust: „Eg er afsprengi frönsku nýlendustefnunnar", og það er rétt, engu síður en önnur umsögn hans: „Við höf um pólitískt frelsi en ekki efnahagslegt frelsi. Til þess verðum við að vinna“. Sú tveggja ára áætlun, sem nú er í framkvæmd, er að- eins eins konar verkefnaskrá. Stærri áætlun er í athugun, en á meðan er „aðsjálni" lát- in í veðri vaka í Abidjan. Hús næðis- og bílafé umboðs- og embættismanna verður lækk að í ár. Ákveöinn hluti hagn- aðar og tíund af tekjum laun þega verður að renna til fjár festingar. Aðstoð er fengin til skipulagningar. Allt er þetta ágætt, en spurningin er aðeins, hve marga inn- fædda íbúa Fílabeinsstrandar innar það kemur til með að snerta. Djúpið milli fátækra og ríkra er mjög áberandi, jafnvel i Abidjan, sem er þó eins konar sýningargluggi. Til þess er varla að ætlast, að ávextir af blómgun efnahags lífs, sem mestmegnis er er- lent, falli niður í eintrjáning- inn á síkinu. Vanþróunar hinna inn- fæddu, sem eiga flest sitt und ir París, verður vart í misrík um mæli í öðrum Afríkulönd- um, sem eru undir áhrifum Frakka. Guinea, sem Frakkar hurfu frá 1958, er lengst á veg komin. Þó er nú verið.að knýja hana til að biðja um að fá aftur að leita undir de Gaulle-feldinn. Fílabeins- ströndin er enn fastast tengd Frakklandi. Landsstjórinn í Dakar stjórnaði frönsku Afríku á nýlendutímunum og naut aðstoðar varalandsstjóra í höfuðborgunum. Nú berast frönsku áhrifin í verzlunar málum, fjárhagsmálum. menningarmálum og stjórn- málum einkum frá Houphou ét-Boigny forseta í Abidjan og París. Houphouét-Boigny forsetj er gamall og virtur afríkansk- ur stjórnmálamaður. Hann er góður ræðumaður og hefur tekizt vel að soga franka til landsins. Þaö er hann, sem á að hjálpa til að halda ná grannaríkjunum frönskum. Þrjú þeirra, Volta, Niger og Dahoney, eru nálega jafn mikið háð Fílabeinsströnd- inni og Frakklandi, einkum vegna Sambandsnefndar Houphouét-Boigny. Sambands- nefndin byggir mestmegnis á sameiginlegum sjóði, sem í raun og veru veitir fé frá Fílabeinsströndinni til hinna þriggja. Árið.sem leið greiddi Fílabeinsströndin sem svar- aði hálfri annarri milljón sterlingspunda á þennan hátt. Svarar það til þriðjungs af áætluðum heildarkostnaði forsetahallarinnar i Abidjan Áhrifin frá Abidjan berast eftir fleiri leiðum. Bílar með Mali-fána sjást iðulega á leið til hafnarinnar í Abidjan. Vörur frá Bamako eru frem- ur sendar þá leið en um Dak- ar, síðan slitnaði upp úr Sene gal-sambandinu 1960. Ef til vill kemur M. Sékou Touré, forseti Guineu, í heimsókn til Abidjan innan tíðar. Líkur á þessu eru þó sagðar hafa rén að nokkuð eftir að það frétt- ist í byrjun júlí, að Mali- stjórnin muni ætla að gefa út sinn eigin franka, eins og Guinea gerði fyrir löngu. Mali og Guinea neyddu Houphou- ét-Boigny til þess að hafa sambandsnefnd sina óháða Ákvörðun Mali-stjórnarinnar verður því bæði að hljóta samþykki í París. og Abidjan, ef afstýra á hættu fyrir franska svæðið. Mali verður eftir sem áður á svæði frank ans, en uppreisn þess er fyrst -og fremst gegn yfirráðum Parísar yfir sameiginlegum gjaldmiðli Vestur-Afriku. Þó að franska kerfið virð- ist ganga allvel, þá er öryggi þess í hættu af ýmsum öðrum sökum en þeim, sem hér hafa verið nefndar. Síðan Alsir- stríðinu lauk hafa jafnvel Abidjanbúar velt vöngum yf- ir því, hve lengi frönsku stjórninni muni finnast þörf á að tryggja öryggið í Vestur Afríku. Og hve lengi halda franskir skattþegnar áfram að fjármagna þessa stefnu? Þessum spurningum er erfið- ara að svara en þeirri stjórn málaspurningunni, sem næst liggur Fílabeinsströndinni « sjálfri, sem sé: Eru nokkrir B ungir róttækir menn reiðu 1 búnir til uppreisnar þar? H Svarið er, róttækir menn 0 Framhald á bls 13 i Jl T í MIN N, sunnudagiim 26. í.srúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.