Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.08.1962, Blaðsíða 16
Það er mikill íslend- ingur í okkur Frú Ingibjörg John- son, ritstjóri Lögbergs- Heimskringiu, og systir hennar, frú Þórunn Vai- garðsson, komu hingað til lands í byrjun júlí- mánaðar, ingibjörg í boði bæjarstjórnar Vestmannaeyja Þær systur fara heim nú um mánaðamótin. Frétta- menn Tímans hittu þær að máli á Hótei Borg í gær. Ingibjörg kvaðst hafa farið rakleitt til Vestmannaeyja eftir komuna til Reykjavíkur, en síðan bauð bæjarstjórnin þeim í hringferð méð Esju kringum land. Ingibjörg rómað'i mjög hátíðahöldin í Vestmannaeyj- um og sagði Herjólfsdal hafa komið sér fyrir sjónir eins og forngrískt útileikhús. Þær systur fóru með bæjar- stjórahjónunum í Vestmanna- eyjum með Esju austur um land og bar margt nýstárlegt fyrir sjónir, drekkhlaðnir síld- arbátar við bryggjur á Seyðis- firðj og Raufarhöfn, búskapar- hættir nyrðra, en á Akureyri stlgu þær á land og dvöldust þar um hríð' og skoðuðu hérað- ið. Ingibjörg kom hér ^síðast með manni sínum árið 1946, en Þórunn hefur ekki fyrr komið ! ÞÓRUNN VALGARÐSSON og INGIBJÖRG JOHNSON ræddu blaðamenn Tímans við gær. hingað til lands. Ingibjörg minntist á, að Reykjavík hefði tekið miklum stakkaskiptum frá því hún kom hér síðast, en íslenzku atvinnulífi kvaffst hún ekki hafa kynnst að ráði fyrr en nú. Ingibjörg sagði, að fastir á- skrifendur að Lögbergi-Heims- kringlu væru nú í öllum fylkj- um Kanada og víða í Banda- ríkjunum, einkum í Kaliforníu, þar sem íslendingum hefur fjölgað á síðari áium. Blaðið kemur út vikulega og er sú taug, sem bindur Vestur-íslend inga saman, og mörgum eini farvegur frétta frá gamla land- inu. Þeir sem hafa engin önn- ur sambönd við aðra íslend- inga, viðhalda málinu með því að lesa blaðið upphátt, og sagði Ingibjörg, að mörg þakkar- bréf bærust frá því fólki. Ingibjörg og Þórunn éru báð- ar mjög ánægðar með dvöl sína hér. — Hór er alls staðar sól- skin, sögðu þær, og kváðusl ekki hafa vöknað á íslandi. — Það er gott að vera, þar sem maður heyrir islenzkuna allt í kringum sig, sagði Þórunn. — Það er svo mikill íslendingur í okkur. Systurnar voru að fara nið- ur á bryggju, þegar við skild- um vig þær. Þórunn ætlaði að taka mynd af Gullfossi. — Hún er alls staðar með myndavélina á lofti, sagði Ingibjörg. Sunnudagur 26. ágóst 1962 194. tbl. 46. árg. AFMÆLIS- HÁTÍDIN HAFIN í dag hefjast hátíðahöldin á Akureyri í tilefni 100 ára af- mælis kaupstaðarins, en aðal- hátíðardagurinn er n.k. mið- vikudag. Verður mikið um dýrðir á Akureyri þessa viku, sem nú fer í hönd enda hefur undirbúningur staðið yfir í allt sumar. VEGUR AÐ ENNI Frá því snemma í ágúst hef- ur verið unnið að því að leggja veg að Ólafsvíkur-Enni, sem er eini vegartálminn á hring- leiðinni um Snæfellsnes. Veg- arspottinn fyrir Ennið sjálft mun vera einhver dýrasti hluti þessarar leiðar, og er áætlað, að kostnaður við lagn- ingu hans muni nema 8 til 10 milljónum króna. Átta manna vinnuflokkur und- ir stjórn Hjörleifs Sigurðssonar frá Hrísdal hóf lagningu vegar frá Sveinsstöðum í Neshrepp í áttina að Ólafsvíkur-Enni 8. ágúst s. 1., en á síðustu fjárlögum vorú Framhald á 15. síðu. MOKA INN FEITSILP OG SPRENGJA NÓTINA Einhver mesta síldveiði sumarsíns var í fyrrinótt út af Rifsbanka. Þar fengu skip öll fullfermi, og bát- ar sprengdu jafnvel nætur sínar. Vitað var um afla 69 skipa af þess- um slóðum með 55.250 mál og tunnur. Ágætis veiðiveður var á míðun- um fyrir norðan, en þoka eystra. Fréttaritari Tímans á Raufar- höfn símaði í gær, að feinkasíld- veiði hefði verið út af Rifsbanka. Ekkert skip, sem bar 1000 mál hefði komið með minna en það að landi. Um helmingur bátanna sprengdu jafnvel nætur sínar, svo mikil var veiðin. Síldin, sem þarna veiddist var einhver sú feitasta, sem veiðzt hefur á sumrinu. Þóíti saltendum á Raufarhöfn hart, að ekki var hægt að salta neitt af henni, sér- staklega þegar hugsað var til þess, að miklu magrari síld hefur verið söltuð áður í sumar. Einn bátur á Raufarhöfn, Vil- borg, var hættur veiðum, en þeg- ar fréttist af þessari miklu veiði, var smalað saman mönnum og far- ið á veiðar aftur. Allar þrær á Raufarhöfn eru nú fullar svo lítill "iYarm«Mr . hluti veiðinnar kemur þangað. Sex skip fengu samtals 2400 mál síldar út á Héraðsflóadýpi og út af Dalatanga. Áðeins tveir bátar komu til Nes- kaupstaðar í gær. í gær og í fyrra dag var saltað þar í um 700 tunn- ur. Allar þrær eru þar fullar, og í gær var verið að hreinsa verk- smiðjuna, svo ekki var nein síld brædd þar á meðan. Ágætisveður var á Norðfirði, sólskin og birta, en þar hefur verið þoka marga und anfama daga Má með sanni segja, að almenn- ingur hafi tekið þátt í undirbún- ingnum, og hefur bærinn tekið miklum stakkaskiptum, hús verið máluð, götur lagfærðar og garðar prýddir. Flestir hafa lagt eitthvag af mörkum til að minnast afmælis kaupstaðar síns. k Hita og þunga undirbúningsins hafa tiltölulega fáir menn borið. Afmælisnefnd skipuðu 5 menn, og réð sú nefnd til úrslita i flestum málum, sem hátíðahöldunum vi'ð- kemur. Tvær nefndir, skipaðar þremur mönnum hvor, önnuðust stærstu sýningarnar, sögusýning- una og iðnsýninguna. Flugeldasýn ingin á aðalhátíðardaginn er alger lega á vegum slökkviliðsins, en lýsingu í bænum annast Rafveit- an, og var enn unnið að uppsetn- ingu hennar í gær, svo og öðrum liðum hátíðahaldanna. Margir bíða með hvað mestri eftirvæntingu eftir blysförinni, sem 100 hestamenn úr hestamanna félaginu Létti muna fara á fimmtu dagskvöld frá gamla miðbænum eftir Hafnarstræti á Ráðhústorg. í gær var norðankaldi og dropa- kast fyrir norðan, en allir óska Framiialri á 15 íiðu f Biskup „ vísit- »0ll eram \ Öskju Reynihlíð, 25. ágúst. Herra Sigurbjörn Einars- son, biskup, lauk að vísitera í Þingeyjarsýslum miðviku- daginn 22. þ. m., og var þá búinn að koma til allra kirkna héraðsins. Allir prestarnir í héraðinu, sex að tölu, tóku sig saman og fóru með biskup og fylgd- arlið hans, ásamt eiginkon- um sínum, til Öskju. F.arið var á jeþpum og Landrover bifreiðum prestanna sjálfra en leiðsögumaður var Pét- ur Jónssón í Reynihlið. Veg ur var golt og ferðin vel heppnuð í alla staði, og voru gestirnir hrifnir af því, sem fyrir augu bar. Er nú gott að komast inn að Öskju, og er akfært svo að segja alveg að gígunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.