Tíminn - 29.08.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.08.1962, Blaðsíða 8
Jakob Frímannsson ÞaS yrði vandfundinn sá Akureyringur, sem ekki veit deili á Jakob Frímannssyni, enda nafn hans eitt af þeim, sem oftast ber á góma, þegar rætt er um bæjarmálin, kaup- félagið eða ýmsa aðra félags- starfsemi. Hann hefur helgað samvinnuhreyfingunni starfs- krafta sína og unnið að verzl- un og viðskiptum frá unglings árum, en 22 síðustu árin hefur hann haldið um stjórnartaum- ana í stærsta samvinnufélagi landsins af festu og dugnaði. í bæjarstjórn Akureyrar hef- ur hann átt sæti síðan 1942 og bæjarráði allan starfstíma þess eða frá 1946. f mörgum fleiri félögum og nefndum hef ur Jakob gegnt trúnaðarstörf- um, og má m. a. nefna Sam- band ísl. samvinnufélaga, Út- gerðarfélag Akureyringa h.f. og Flugfélag íslands. Nú síð- ustu daga er aldarafmæli Ak- ureyrarkaupstaðar eitt af því, sem á honum hefur mætt. Eins og nærri má geta, er vinnudagurinn langur hjá Jakob Frímannssyni, og að morgni verður hann að byrja á að skipuleggja daginn, ef það hefur þá ekki verið gert, því að hverri mínútu er ráðstafað, og fundirnir eru fleiri en einn og fleiri en tveir. En Jakob tekur annríkinu með jafnaðargeði, og einn morgun um miðjan ágúst gaf hann sér tíma til að spjalla við mig á skrifstofunni í klukku tíma. Þetta var um tSuleytið og margt fólk á götunum. Bíl- arnir runnu upp og ofan gilið í sólskininu, kirkjuklukkan sló, og Akureyri var vöknuð. — Hvað er þér efst í huga á aldarafmæli bæjarins, Jakob? — Það eru tvímælalaust þær miklu breytlngar, sem orðið hafa á bænum frá því að ég man eftir mér. Mínar fyrstu minningar eru frá árunum 1908—10, þegar bærinn var enn lítill og framfarir litlar. Á þeim árum voru verzlanirnar fáar og smáar og engin stærri atvinnu- fyrirtæki starfandi. Helzta at- vinna á veturna var þá við ull- arverksmiðjuna Gefjun, og úti mun nokkuð hafa verið unnið að skipa- og bátasmíðum. Á þessum árum var nokkur út gerð rekin hér úr bænum, það var þá þilskipaútgerð, en salt- fiskverkun og sildarsöltun stund uð á sumrin. Norðmenn lögðu upp síld hér á þessum árum, þegar ég man fyrst eftir mér, og höfðu hér stórar söltunar stöðvar. Eins og í öðrum bæj um hér á Islandi, hefur þróun in verið mjög hægfara hjá okk ur. Með aukinni ræktun og þró un hefur þó verzlunin aukizt, og þó að útgerðin legðist að miklu leyti niður hér frá Akureyri á tímabili, bætti vaxandi iðnaður upp þann atvinnumissi, þannig að heita má, að um nálægt þrjátíu ára tímabil hafi þróun og vöxtur bæjarins verið nokk uð jafn og öruggur. Eftir stríð, þegar velmegun jókst jafnt hér á Akureyri og annars staðar fóru menn að byggja hér mun meira en áður, og þó að fólks fjölgunin hafi ekki verið sérstak lega mikil, hefur mjög mikið verið byggt, eftir að fólk fór að hafa efni á því. — — Hver voru fyrstu störfin, sem þú vannst hér á Akureyri? — Eg hef eiginlega verið við verzlun alveg frá því að ég lauk mínu skólanámi. — Og hjá KEA alla tíð? — Já, alveg stöðugt frá 1918. — Hefur ekki ræktunin og búsældin í nágrannasveitum Ak ureyrar haft mikla þýðingu fyr ir vöxt og viðgang bæjarins? — Það er ekki vafi á því, að eitt af því, sem sett hefur mest an svip á vöxt bæjarins er, hve ræktun og landbúnaður hefur aujdzt á liðnum árum í sveitun um hér í kring. Eg get nefnt sem dæmi um þessa aukningu, að 1928 er Mjólkursamlag KEA stofnsett og tók á móti 579.000 lítrum. 1939 var núverandi mjólkurvinnslustöð byggð, og hafði þá mjólkurmagnið rúm lega sexfaldazt og var rúmlega 3 milljónir lítra, en síðan hefur það rúmlega fimmfaldazt og er nú um 15 milljónir lítra. Þessi geysilega aukning mjólkurfram leiðslunnar hefur auðvitað í för með sér mikil og aukin viðskipti, eins og nærri má geta, og þó að framleiðsluaukning landbún aðarafurða sé að vísu mest, hvað mjólkina snertir. þá er framleíðsluaukningin í öllum greinum geysilega mikil Og vöxtur bæjarins helzt alltaf að nokkru leyti í hendur við hana. — Hefur ekki útgerðin haft mikla þýðingu líka? — Jú, því dettur engum í hug að néita. Strax á stríðsár unum fór að aukast útgerg héð an frá Akureyri og skipin og bátarnir að stækka. Kaupfélag ið fer að byggja skip og báta í eígin skipasmíðastöð, og 1943 er Snæfellinu, stærsta skipinu, sem þar hefur verið byggt, hleypt af stokkunum, og hefur það reynzt mikil happafleyta, Og með stofnun Útgerðarfélags Akureyringa h.f. 1946 má segja, að Akureyri sé orðin talsverður útgerðarbær. ,Togurunum fjölg- ar, og útgerðarfélagið byggir stórt hraðfrystihús, sem síðan hefur verið eitt af stæstu at vinnufyrirtækjum bæjarins. Heita má, að hvert einasta ár síðan í stríðslok hafi fært bæn- um einhver ný atvinufyrir- tæki. Stöðugt eru byggg íbúð- arhús, en auk þess verkstæði, verzlunarhús og ýmsar stærri byggingar. — Hvað viltu segja um iðn aðinn? — Iðnaðarframkvæmdir sam vinnufélaganna eru þar lang mestar. Verksmiðjur þeirr á Gleráreyrum eru orðnar mjög stórar á okkar mælikvarða og langstærstu verksmiðjur lands, ins, hver í sinni grein. Þar munu nú vinna milli fimm og sex hundruö manns. Af öðrum stærri verksmiðjum hér á Ak ureyri má nefna tunnuverk smiðjuna, sem er eign Síldarút vegsnefndar, niðursuðuverk smiðju, sem er hlutafélag, og vinnur að niðursuðu og niður lagningu á síld og baðmullardúka- verksmiðju. Ýmsar smærri verk- smiðjur hafa risið upp, sem veita fjölda manns atvinnu. Ak ureyrariðnaðurinn er svo lands þekktur, að það er óþarfi að fara sérstaklega um hann fleiri orðum hér. — Hvað viltu segja um sam- skipti KEA og bæjarins? — Það er óhætt að segja, að samskipti KEA og Akureyrar bæjar hafa alltaf verið góð. Kaupfélagig hefur alla tíð þurft margt til bæjarins að sækja, eins og eðlilegt er ,og bærinn á sama hátt oft þurft að leita til félagsins. Þetta hefur ekki minnkað í seinm tíð, þar eð bærinn hefur alltaf farið stækk- andi og umsvif KEA aukizt að sama skapi. Eg vil taka það fram, að félagið hefui aidrei þurft að kvarta undan bæjarstjórn SEGIR JAKOB FRIM^NNSSON, FRAMKVÆ TÍMINN, miðvikudaginn 29. ágóst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.