Tíminn - 29.08.1962, Blaðsíða 28

Tíminn - 29.08.1962, Blaðsíða 28
Farþegafjöldi F.l. jókst 60% í sumar í sumar hafa flugvélar Flugfélags íslands flutt fleiri farþega innan lands og milli landa en nokkru sinni fyrr. Flugvélar félagsms fljúga tólf siunum á viku áætlunarflug frá fslandi til Bretlands, Noregs, Dan merkur og Þýzkalands og hafa viðkomur á sex stöðum í þessum lönduift. Innan lands er flogið reglubundið áætlunarflug milli fjórtán staða. Heildarflutningar farþega í áætlunarflugi og leigu- flugi á ofangreindu tímabili hafa aukizt um 59,3%, en heildarflutn ingar á vörum urn 28%. Aukning á farþegaflutningum innanlands frá 1. apríl til 31. júlí í ár hefur orðið mjög góð, eða rúmlega 84% miðað við sama tíma í fyrra. Þess ber þó ag geta, að sökum verkfalls lá innanlandsflug að mestu niðri í júní 1961. Farþegar fluttir með flugvélum félagsins innanlands frá 1. apríl til 31. júlí voru 30.663, en voru 16.639 á sama tíma árið áður. Vömflutningar námu 372 lestum 1962 en voru 256.5 árið Í961, og er aukning 45%. Innanlandsflugið hefur, eins og þessar tölur bera með sér, gengið mjög vel það sem af er sumri. Flugtök og lendingar á viku hverri { innanlandsflugi eru 240. Síðastliðið vor leigði Flugfélag íslands flugvél af Skymastergerð af bandarísku fyrirtæki til innan landsflugs sérstaklega. Jafnframt vom sett á sérstök Námsskifyrði í útlöndum kynnt sumarfargjöld milli þeirra staða, sem Skymasterflugvélin „Snæfaxi" flýgur til. Þá setti Flugfélag ís- lands upp svonefnd framhaldsfar. gjöld milli staða innanlands, sem ekki hafa beinar flugsamgöngur sín á milli eins og t. d. ef farþegi þarf að ferðast frá Vestmannaeyj- um til Þórshafnar eða frá ísa- firði til Hornafjarðar. Með tilkomu sumaráætlunar millilandaflug'Sins s. 1. vor bættist Framhald á 11. síðu. Samband íslenzkra stúdenta er- lendis hefur ákveðið að hafa kynn Myndin er af Stellu frá Grlndavlk. (Ljósmynd Ó.Þ.) OVÆNTUR LEKI SOKKTI STELLU Flotínn erútaf Þistíl- fírSi í gær sást síld bæði úr flugvél og úr síldarleitar- skipinu Ægi um 31 sjómílu suður af Hvalbak. Annars var aðalveiðiðsvæðið 50—60 mílur norður af Raufarhöfn og vestan við Melrakkasléttu og þar var meirihluti flotans samankominn. Bátamir, sem vom að kasta í gær fengu frá 200 til 600 mál og tunnur í kasti. Veiði báta í fyrradag og fyrrinótt varð minni en búizt var við, og heildarafl- inn þann sólarhring varð 20 þúsund mál. í gær tók síldarbræðslan á Raufarhöfn á móti 2200 málum, og getur hún enn tekið við nokkru magni, því lítil síld barst um síðustu Framhald á 11. síðu. Um 2-leytið í fyrrinótt tóku skipverjar á Stellu frá Grinda- vík eftir því, að leki var kom- inn að bátnum, þar sem hann var að veiðum norðvestur af Eldey. Stuttu síðar sökk bát- urinn, en áhöfnin, 5 menn, komst öll í gúmmíbát, og var síðan tekin upp í Flóaklett, sem var skammt frá þeim stað, er báturinn sökk. Einar Jónsson, skipstjóri á Stellu skýrði blaðinu frá því í stuttu viðtali í gær, að skipverjar hefðu tekið eftir því, að leki var kominn að bátnum stuttu eftir klukkan tvö um nóttina. Skipti það engum togum, að báturinn var sokkinn hálftíma siðar, eða klukk- an 2,35. Ekki vissi Einar hvað lekinn mun hafa verið, en telur líklegt, að hann hafi komið í lestarrúmi bátsins, eða framarlega í honum. Var hann svo mikill, að ekkert varð að gert. Fóru skipverjar því allir í 12 manna gúmmíbát, sem var á Stellu, en Flóaklettur kom og aðstoðaði þá eftir þörfum. Eng- um vandkvæðum var bundið, að komast úr bátnum, enda veður hið fegursta, blíða logn og sléttur sjór. Stella, sem hefur verið á liumar veiðum síðan í maílok, hafði farið á veiðar um klukkan 16 á mánu- dag. Var búið að draga upp hum- artrollið einu sinni, og hafði geng ið vel, og var aflinn orðtnn 70 lestir. Einar Jónsson hefur verið með Stellu á annað ár. Stella var upp- haflega byggð árið 1912, en hef- ur verið algjörlega endurnýjuð, svo lítið mun hafa verið eftir af upprunalega bátnum. Stella GK 350 var 64 lestir að stærð, og eig- endur hennar voru Þorvaldur Ól- afsson og Útgerðarfélag Grinda- víkur. ingarkvöld n.k. fimmtudag, þar sem stúdentar geta aflað sér upp lýsinga um nám og tilhögun þess erlendis. Kynningarkvöldið verð- ur í íþöku við Menntaskólann og hefst kl. 20. Þar verða mættir full- trúar frá milli 20 og 30 borgum, eða allflestum þeim borgum, þar siem íslenzkir stúdentar stunda nám. Á fimmtudaginn geta stúdentar fengið upplýsingar um allt sem við kemur námi erlendis. Náms- tilhögun við hina ýmsu háskóla, skólatíma og lengd námsins. Einn ig verður skýrt frá kjörum stúd- entanna í borgum erlendis, og hvernig leita eigi húsnæðis, og hver kostnaður er. Þá verður rætt um aðstöðu til styrkja og lána bæði hér og erlendis, og er þetta aðallega fyrir þá, sem hafa nú þegar ákveðið hvað þeir hyggjast leggja stund á í vetur. í fyrra viðurkenndi Menntamála ráðuneytið S.Í.S.E. og veitti því heimild til þess að eiga mann í stjórn Lánasjóðs íslenzkra náms- manna. Hefur Þórir Bergsson, tryggingafræðingur setið í nefnd- inni, en hann hefur einnig ann- Framhald á 11. síðu. REYÐAR- FJARÐAR- BRÆÐSLAN § GANG Reyðarfirði 28. ágúst. Síldarbræðslan nýja tók til starfa í gær. Gunnar kom með fyrstu síldina til verk- smiðjunnar, 1220 mál, og hófst bræðsla hennar fyrir hádegi í gær. Hús bræðslunnar er stál- grindahús frá Englandi .Það er 52x18 m. að flatarmáli og 10 m. undir ris. Landssmiðj an sá um uppsetningu þess, og einnig um uppsetningu allra véla og geyma, sem eru fjórir talsins. í verksmiðjunni er nú ein vélasamstæða, og eiga afköst in að geta verið 1250 til 1500 mál á sólarhring. Rúm er fyrir aðra vélasamstæðu, sem bætt verður við síðar. Hjalti Gunnarsson, skipstj á Gunnari hefur lengi verið einn aðalhvatamaður að byggingu Síldarbræðslu á Reyðarfirði. Hann gekkst fyrir því að stofnað yrði hlutafélag, og var þá í ráði, að Reyðfirðingar reistu sjálf ir verksmiðjuna. Síðar var þó ákveðið, að Síldarverk- smiðjur ríkisins gerðu það, sem nú er orðið. MS. HarðorÓ mótmæli Borgarnessfundar Á fundi hinna sex bún- aðarsambanda Suður- og Vesturlands, sem hald- inn var í Borgarnesi í fyrradag, voru samþykkt ar tvær harðoröar álykt- anir um verðlagsmál og afurðalán. Framsögumenn voru Páll Dið- riksson á Búrfelli og Gunnar Guð- bjartsson á Hjarðarfelli. Eftir er- indin urðu miklar og almennar umræður um málin. Virtust allir ræðumenn á einu máli um, að verðlagsmálum landbúnaðarins væri nú svo komið, að bændur geti nú ekk{ lengur við unað. I ályktuninni, sem var einróma sam- þykkt, segir m.a., að fundurinn telji óhjákvæmilegt, að bændur leitist við að ná rétti sínum með sölustöðvun, ef annað bregzt. Ályktun í verðlagsmálum hljóð- aði þannig: „Fundurinn telur, að tillögur þær, sem fulltrúar bænda í verð- lagsnefnd landbúnaðarins (sex manna nefnd) gerðu um verð bú- vara haustið 1961, hafi verið sann gjarnar og vel rökstuddar og því ástæða til, að bændur treystu því, að yfirnefndin. ef til hennar kæmi, teldi rök þeirra réttmæt og verð búvara yrði í samræmi við þær tillögur. Framhald á 11. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.