Tíminn - 29.08.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.08.1962, Blaðsíða 4
ga’nga á háfjöll, þar sem eru jök- ulfannir. Fjórðungssjúkrahús Sjúkrahús Akureyrar á sér langa og merkilega sögu, sem hér er ekki rúm til að rekja. Sú saga hófst, þegar Akureyri fékk bæjarrétt- indi. Danskur maður, Fr. Gud- mann stórkaupmaður, lagði fyrst- ur manna fram allmikla fjárfúlgu til stofnunar sjúkrahússins. Elzta sjúkrahús Akureyrar, er nefnt var „Gudmanns Minde“, var vígt 7. júli 1874 með mikilli viðhöfn að viðstöddum landshöfðingja. Var hús þetta inni á Akureyri. Árið 1899 var tekið í notkun nýtt sjúkrahús, er bærinn hafði látið reisa í brekkubrúninni, rétt fyr- ir norðan Búðargil. Þetta var stíl- fallegt og myndarlegt hús, en svo kom, að það þótti ekki nægja bæn- um. Var þá fjórðungssjúkrahúsið reist sunnan við Lystigarðinn í Eyrarlandstúni. Það tók til starfa árið 1953. Gamla sjúkrahúsið var þá rifið, og efniviðurinn lagður til skíðahótels í Hlíðarfjalli sem áður s'egir. Fjórðungssjúkrahúsið er mikil bygging, og útsýni frá_ því hið fegursta í allar áttir. Útbúnaður þess er og hinn vandáðasti, þar starfa nú, og hafa áður starfað við sjúkrahús Akureyrar, landskunn- öllum aldri, allt frá ungbörnum til ir læknar. i gamalmenna. seta íslands og erlendum þjóð- höfðingjum. Flesta sumardaga er fjölmenni í garðinum, bæði heima- menn og aðkomumenn, fólk r loroungssiuKran usio a MKureyri. skólanum, hafa verið gerðar tvær tjarnir, sem nefndar eru Andapoll- urinn. Til þeirra hafa verið flutt- ar ýmsar andategundir og svanir. Á vetrum safnast þar saman fjöldi villianda, syo að pollamir eru i>á þess vart, að börn bekkist til við fuglana. Ekki er það að efa, að Andapoll- urinn og Lystigarðurinn hafa mik- il menntandi áhrif á börn og ung- linga Akureyrar. smiðjur á Akureyri en voru sam- einaðar síðarnefnda árið. Fjögur stjórnmálablöð koma út á Akureyri og auk þeirra nokkur önnur blöð og tímarit. Bókaútgáfa hefur og jafnán verið allmikil á Akureyri frá aldamótum. Leiklist og söngmennt Um 1850 er talið, að fyrst hafi verið sýndir sjónleikir á Akureyri. Leikið var í vörugeymsluhúsi. Stundum fóru leikir þessir fram á dönsku, enda voru sumir leikend- urnir danskir. Eftir 1890 fór í alvöru ag færast líf í leiklist bæj- ar _búa. Árið 1890 var leikritið „Helgi magri“ eftir Matthías Jochumsson sýnt á héraðshátíð Eyfirðinga, sem haldin var til minningar um land- nám Helga magra fyrir 1000 árum. Einn af leikendum var 10 ára stúlka, Margrét Valdimarsdóttir, sem síðar lék 55 hlutverk, sýndi framúrskarandi leikhæfileika, var glæsileg kona, en dó ung. Árið 1917 var fyrst stofnað Leik félag Akureyrar, sem síðan hefur sýnt sjónleiki á ári hverju. Ýmsir hæfileikamenn og konur hafa kom- ið þar fram á leiksvið, þótt nöfn þeirra verði ekki talin hér. Akureyringar hafa einnig haft mikinn áhuga á sönglist. Á fyrstu árum Akureyrarprentsmiðju gaf hún út fyrstu frumsömdu kennslu- M**t‘»***mii*m kftffTmtorn Lystigarðurinn Ofan við Eyrarlandsveg, milli lóða Menntaskólans og sjúkrahúss- ins, er Lystigarðurinn. Það voru tvær konur, sem unnu mest og bezt að því, að Lystigarðurinn varð til, og lögðu mikið verk { hann, meðan þeim vannst þróttur. Báðar þessar konur voru danskar að uppruna, frú Anna Schiöth og tengdadóttir hennar, frú Margar- ethe Schiöth. Smátt og smátt hef- ur garðurinn verið stækkaður, og hafa hinir færustu garðyrkjumenn verið valdir til að stjórna honum og vinna í honum. Hann mun vera stærsti trjá.'garður sinnar tegun.d- ar her á jandi,.Neðan til í honum er brjóstmynd á háum stalli áf Matthíasi Jochumssyni. Ofan til í honum er brjóstmynd á stalli af frú M. Schiöth, er Fegrunarfélag Akur'eyrar lét gera og færði Akur- eyrarbæ að gjöf á áttræðisafmæli frúari.nnar með hátíðlegri viðhöfn,- hinn 31. júlí 1951. Réttum tíu ár- um áður hafði bæjarstjórn Akur- eyrar gert frúna að heiðursborgara í þakklætisskyni fyrir hið mikla framlag hennar til fegrunar bæj- arins. f Lystigarði Akureyrar mun nú vera eitthvert fjölbreyttasta lif- andi jurtasafn, sem til er hér á landi. Stórfögur rjóður eru í garð- inum, og hefur þar verið tekið 'á móti ýmsu stórmenni, sem hefur heimsótt Akureyri, svo sem for- Vonandi líður ekki á löngu, þar til Akureyringar stækka Lysti- garðinn allt niður að Hafnar- stræti. Beint niður af garðinum er víðáttumikill, fagur og fjölbreyti- legur hvammur. Þyrfti þá að grafa nokkurra metra lö,ng göng undir Eyrarlandsveg til að fá samband við hvamminn ofanverðan. í hvamminn er gengið neðan frá Hafnarstræti. Er þar neðst f hon- um norðanverðum hús, sem var SíSasta amtmannssetur Norðurlands Þar bjó Páll Briem, amtmaður Norðuramtsins og Austuramtsins.' Hann var einn af þeim mörgu borgur.um Akureyrar, sem hafa lagt sitt fram til þess að prýða bæinn, m.a. með góðu skipulagi á götum og húsbyggingum. Þegar stjórnarskrárbreytingin kom til framkvæmda 1904, var amtmanns- cmbættið lagt niður, og Páll Briem fluttist til Reykjavíkur. En marga áratugi þar á eftir var hús þetta skrifstofu- og íbúðarhús bæjarfó- getans á Ákureyri og sýslumanns- ins í Eyjafjarðarsýslu. Góðu heilli hefur bærinn keypt húsið og hvamminn, sem það stendur í, miðja vegu milli .Akureyrar og Oddeyrar. Andapollurinn f Grófargili, neðan við Sund- höllina og norður af Gagnfræða- oft þéttsetnir, en Akureyrarbær leggur fram fé og lætur mann sjá um, ag engir fuglar, sem á poll- inn setjast, hvort sem þeir eru tamdir eða villtir, þurfi að svelta. Auk þess færa börn og unglingar fuglunum fæðu. Aldrei verður Menntaskólinn á Akureyrl. Amfmannshúsið og hvammurinn. Gróðrarstöðin Innan við aðalbyggð Akureyrar er gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands. Fer þar fram fjöl- breytt vísindaleg ræktunarstarf- semi. Standa þar á stöllum brjóst- myndir af tveimur helztu forgöngu mönnum félagsstofnunarinnar, Páli Briem amtmanni og Sigurði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra. Söfn á Akureyri Amtsbókasafnið á Akureyri er stærsta bókasafn landsins utan Reykjavíkur. Það er í húsi, sem bærinn á, við Hafnarstræti, skammt fyrir innan Hótel KEA. Þar er og vísir að náttúrugripa- safni. Dálítið njálverkasafn á bærinn, enn fremur er hann að koma upp minjasafni í félagi við Eyjafjarðar- sýslu, og nýlega hefur verið keypt íyrir það húsið- Kirkjuhvoll, sem er langt inni á Akureyri. Við það hús er mjög fallegur trjágarður. í honum munu vera einhver hæstu tré á íslandi. Áður hefur verið minnzt á Nonnasafn og Matthíasarsafn. I Blaða- og bókaútgáfa Frá því um síðustu aldamót hafa tvær prentsmiðjur verið á Akur- eyri, Prentsmiðja Björn Jónsson- ar, sem áðui1 er getið, og Prent- verk Odds Björnssonar. Á milli 1875 og 1886 voru og tvær prent- bókina í söngfræði, sem út kom á landinu. Var hún eftir Ara Sæ- mundsen umboðsmann. Nafnkunnum söngkórum hafa Akureyringar haldið uppi. Má þar fremsta telja karlakórinn Heklu, karlakórinn Geysi, Kantötukór Ak- ureyrar og Karlakór Akureyrar. Fyrsti íslenzki söngkórinn, sem fór í söngför til útlanda, var karlakór- inn Hekla. Var sú för farin til Noregs 1906, undir stjórn Magnús- ar Einarssonar, organista og tón- skálds. Gat kórinn sér ágætan orð- stír í för þessari. Landskunn tónskáld hafa um langan tíma átt heima í bænum. Athafnabær * Eg fór fyrst að heiman, austan af Fljótsdalshéraði, og lagði leið mína í skóla norður til Akureyrar haustið 1903. Eg fór með skipi, og þegar siglt var inn Eyjafjörð, þá var það fyrsta, sem sást af Ak- ureyri, fjöldi skipsmastra sem skóg ur væri. Þegar nær dró, sást að möstrin voru á skútum, sem dregn- ar höfðu verið á land á Oddeyrar- tanga til geymslu yfir veturinn. Ekki veit ég, hve mörg þessara skipa hafa verið í eigu Akureyr- inga sjálfra, en þau hafa sjálfsagt verig allmörg. Skútuöldin var enn ekkj liðin, þótt senn væri komið að lokum hennar. Jafnan hefir útgerð verið nokk- ur frá Akuieyri, en vegna þess hve bærinn liggur langt inni í 4 T I M IN N , miðvikudaginn 29. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.