Tíminn - 13.09.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.09.1962, Blaðsíða 2
VERDUR HONUM SLEPPT EFTIR SEXTÍÖ ÁRA FANGELSISVIST? í Danmörku er til 81 árs gamall maður að nafni Moz- art Lindberg. Hann hefur unnið það sér til frægðar að hafa setið samfleytt 61 ár í fangelsum og gæzluheim- ilum, og mun það vera al- gert met, á Norðurlöndum að minnsta kosti. Að undanförnu hefur gamli maðurinn sótt stíft að fá frelsi sitt aftur. Og í síðústu viku steig hann fyrsta skrefið í þá átt, þeg- ar héraðsrétturinn í Horsens úr- skurðaði, að hann skyldi látinn laus, að visSum skilyrðum upp- fylltum. En ákæruvaldið áfrýjaði Presturlnn, séra Thorkild Philip- sen, sem Lindberg rændi. dómnum þegar í stað, og er ekki talið ólíklegt, að málið fari fyr- ir hæstarétt áður en lýkur, en í Danmörku eru þrjú dómstig. Lausnarbeiðni Lindbergs hef- ur áður komið fyrir dómstólana síðasta árið. En úrskurðirnir hafa gengið gegn honum, þrátt fyrir að hann hefði stuðning yf- irlæknisins á hælinu, þar sem hann er hafður í haldi, en lækn- irinn taldi, að Mozart Lindberg hefði róazt svo mjög, að óhætt væii að mæla með, að honum yrði sieppt. En hæstiréttur vildi ekki í fyrra taka þá ábyrgð á sig. Hann taldi þá að Lindberg væri óvenju frískur og ern, og því væri hæpið að gefa hon- um frelsi. Hýðing fyrir fölsun Faðir Mozarts Lindbergs var fæddur í Englandi og starfaði sem vélstjóri á skipum, en móð- ir hans var af sænskum ættum. Heimilið var borgaralegt og efnahagurinn í góðu lagi. Einn sonanna varð forystumaður á sínu sviði, en Mozart var svarti sauðurinn frá upphafi. Hann var í bernsku sendur í heimavistar- skóla, sem þótti fínt í þá daga, en hann var lítt viðráðanlegur, ekki sízt vegna þess, að faðirinn var mánuðum saman, að heiman í siglingum og móðirin ein um uppeldið. Sautján ára gamall komst hann í fyrsta skipti upp á kant við réttvísina. Hann var flæktur í fölsunarmál, og dæmd- ur til hýðingar: Þeim tuttugu vandarhöggum gleymdi hann aldrei. Hann sór að hefna, og var raunverulega frá þeirri stundu glataður þjóðfélaginu. Rán á rán ofan Eftir þetta hófst glæpaferill hans fyrir alvöru. Árið 1903 framdi hann fyrsta afbrotið, sem athygli vakti. Hann gekk síðla kvölds inn á hótelið „Konungur Danmerkur“ og pantaði her- bergi. Um leið og afgreiðslumað- urinn beygði sig niður eftir gesta bókinni, sló Lindberg hann nið- ur með öxi, sem hann hafði fal- ið i nnan klæða, og hljópst á brott með peningakassa hótels- ins. Lindberg var svo óheppinn, að týna af sér hattinum á flóttan- um, og það varð til þess, að upp um hann komst og hann var dæmdur til sextán ára fangels- isvistar. Árið 1920 var hann látinn laus aftur. En eftir nokkra mánuði stóð hann aftur frammi fyrir dómstóli. Hann hafð’i komizt í kynni við vinnukonu, sem starf- aði hjá tveimur efnuðum kon- um. Þess-a vinkonu sína fékk hann til að útvega sér aðgang að íbúð'inni, og þar lét hann í veðri vaka, að hann væri þýzk- ur embættismaður, ógnaði kon- unum með skammbyssu og mis- þyrmdi þeim, en rændi litlu sem engu. Alþjóðlegur lögreglustjóri Hann lilaut sextán ára fang- elsisdóm aftur. í fangelsinu var hann iðinn og vann í prent- smiðju fangelsisns. Þar notaði hann tækifærið til að útbúa s-jálf um sér skjöl, sem virtust vera opinber, en þar útnefndi hann sig „alþjóðlegan lögreglustjóra". Hann hafði lært ensku í fangels- inu, og varð talsvert fær í mál- inu, nema hvað framburði var ábótavant, og hann skráði þenn- an nýja titil sinn einnig á ensku. Rændi prestinum Árið 1938 var honum aftur sleppt úr haldi. Skömmu síðar framdi hann það afbrotið, sem hann er nafntogaðastur fyrir og hefur skipað honum á bekk í glæpasögu Norðurlanda. Hann komst yfir flutningabíl og ók honum um Suður-Jótland. Dag einn skaut honum upp í þorpinu Gram, og þar barði hann að dyr* um hjá sóknarprestinum, séra Thorkild Philipsen, en hann hafði fregnað að klerkur ætti auðuga eiginkonu. Lindberg bað prestinn að koma með sér til fundar við dauðvona mann, og presturinn fór grunlaus af stað með Lindberg, sem hafði leigt sér einkabílstjóra í leigu- bíl. Lindberg hafði sagzt vera lögfræðingur, en á leiðinni rann upp fyrir séra Philipsen að laga- kunnáttan var ekki staðgóð. í grenilundi einum í grennd við Ribe nam billinn staðar og prest- urinn var neyddur til að fara i kassa í flutningabílnum, sem ek- ið hafði verið á undan þangað. Þarna reyndi Lindberg að fá prestinn til að „játa“ á sig af- brot, og með játninguna í vasan- um ætlaði hann að bjóða prests- frúnni manninn aftur og lofa að þegja um málið. Það var bara að borga hæfilega upphæð. Prestur harðneitaði og allan daginn óku bílarnir fram og aft- ur um sveitina, þar til Lindberg skipaði þeim undir kvöld að snúa aftur til Gram, en þar ætlaði hann að sækja prestsfrúna heim. Bílnum var lagt í grenndinni og Lindberg gekk af stað til prests- setursins. En þegar kirkjuklukk- urnar hringdu, þekkti prestur hljóminn og vissi hvar hann var staddur, og með því að leggja sig allan fram tókst að losa sig og hlaupa á brott, en aðstoðar- menn Lindbergs veittu honum eftirför Hann komst inn í verzl- un eina og kallaði þaðan á lög- regluna, sem hafði fylgzt með bílnum meira og minna allan daginn, en mannránið' hafði þá farið fram hjá henni. Nokkrum mínútum síðar renndi lögreglubíllinn upp að prestssetrinu, þar sem Lindberg sat í dagstofunni og reyndi að kúga fé út úr frúnni. — Allt í lagi, var það eina sem hann sagði, þegar lögregluþjón- Mozart Llndberg arnir þyrptust inn úr dyrunum. Að öð'ru leyti yppti hann aðeins öxlum og þagði. Hugkvæmur og óbugaður af elli Fyrir þetta ævintýri var hann dæmdur til gæzluvistar á geð- Framhald á bls. 13. BÍLL FRÁ FYRRIÚLD Stundum gerast skemmti- legar tilviljanir. í Danmörku er nú verið að sýna við mikla aðsókn myndiria „Den kære Familie", sem Nordisk Film hefur gert. í þessari mynd kemur við sögu gamall bíll, sem aðalleikararnir Ebbe Langberg og Ghita Nörby aka víða um land. Til myndarinnar hafði verið fenginn gamall bíll, en mönn- um var þá ekki kunn saga hans nánar. En nú hefur komið upp úr kafinu, hvaða bíll þetta er. Hann var upphaflega í eigu stofnanda kvikmyndafélagsins, Ole Olsson, sem á sinni tíð var höfuðfröm- uður kvikmyndagerðar í Ðan- mörku og einn þeirra manna, er mikinn þátt eiga í þróun kvik- myndalistarinnar. Nú kom bíll- inn sem sé aftur til sama fyrir- tækis og hann var hjá í upphafi. Bíllinn er gerður hjá Christi- ansen vagnasmiði í Stóru Kóngs- göfju árið 1899. Olsen, eigandi bílSins i öndverðu, segir í ævi- minningum sínum að „þá hafði menn fallið í stafi yfir þessum nýja töfragrip. jafnvel þótt oft- ar hafi verið legið' undir bíln- um en setið í sætinu.“ Árásir á Ágúst í fyrradag ræðst Mbl. hat- rammlega á Ágúst Þorvaldsson bónda og a'Iþm. á Brúnastöðum fyrir greinar þær, sem hann hefur skrifað í TÍMANN í sum ar um ha/gsmunamál bænda- stéttarinnar. Segir Mbl., að varia verð'i komizt lengra í öfg- um og öfugmælum en í þess- um greinum Ágústs og „furðu- legt að menn, sem scilast eftir fylgi bæitda, skuli lýsa því yf- ir, að þeir hafi aigera vantrú á landbúna'ði. Og ekki nóg meg það, heldur sé því einn'ig þann ig farið um þá, sem þeir um- gangast. Hverjir eru haldnir vantrúnni? Hér er ráðizt hiarkalega að góðum og dugmiklum bónda og skeleggum málsv.ara bænda- stéttarinnar. Þeir, sem til Ágústs Þorvaldssonar þekkja og hlýtt hafa á mál hans, er hann ræðir uppbyggingu og framtíð íslenzks iandbúnaðar, eru áreiðanlega á einu máli um það, að hann sé hinn ein- lægasti baráttumað’ur íslenzks landbúnaðar og íslenzks land- náms. En hitt veit Ágúst og fléstir bændur, að hinir miklu möguleiloar verða ekki nýttir, ef mönnum er settur stóllinn fyrir dyrnar, bændur sligaðir svo að þeir, sem við mesta erf- iðleikana eiga að etja, flosni upp af jörðum sínum. Það, sem heft getur framgiang íslenzks landbúnaðar, er ekki dugleysi bænda eða vantrú þeirra á Iandið og íslenzka gróðurmold. En það er hægt að leggja svo miklar torfæruj- í veg duglegra manna, aff þeir kom'izt ekki yfir oig hraustustu hermenn verða undau að hörfá, ef við gífuriegt ofurefli er að etja. Vanfrú á ríkissfjórn fslenzkir bændur hafa ekki misst trúna á landbúnaðinum. Það er mjsskilningur Mbl. Bændur hafa m'isst trúna á núverandi ríkisstjónn. Þeir liafa trú á framtíð íslenzks landbún- aðar en vantrú á stuð’ningi nú- verandi stjórniarflokka vig Innd námshugsjónina. Hvar ienda spjót Mbl,? Mbl. vegur illa að bænda- stéttinni allri með þessum árás um sínum á Ágúst Þorvalds- son á Brúnastöðum. Hann er ekki einn um þá skoðun, að núverandi ríkisstjórn hafi Lagt slík björg í veg fyrir bændur, að hættia sé á að uppbygging landbúnaðarins verði stöðvuð Bændur, ’landlð um kring, Sjálf stæðismenn jafnt sem Fram. sóknarmenn, hafa gert ályktan ir þess efnis, að vegna aðgerða stjómarvalda hafi hagur bænda svo mjög verið þrengd- ur, að þeir geti ekki við unað og veiðj að fá Iciðréttingu mála, svo aff uppbyigging ís- lenzks Iiandbúnaðar verði ekki stöðvuð Bændur voru einhuga um að beita samtökum sínum til að koma í veg fyrir að þeim yrðu lögð’ slík björg í veg, að þeim yrffi gcrt óklejfi ag kom- ast lengra áleiffis. því aff þeir vita, aff það er hægí rff kom- ast mikiu lengra, ef björgum „viðreisnjarlnnar" verffur rutt úr vegi Þaff er elamitt staðíöst trú þein-a á íslenzke/j Lar.dbún- að, sem þama l*-s j>!r fr,-.m en ekki vantrú. — i-ra spjót, sem Mhi. kastar að jÁjgú.sti f-crva’lds syni fyrir áhnga haris á að Franíhaíd á bls. 13. T f M I N N, fimnitudagcrinn 1S. sípt. 19C2. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.