Tíminn - 13.09.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.09.1962, Blaðsíða 8
f srassa Þarna kemor upp úr farangrinum einn dýrmætasti hluturinn í þeirra elgu, Þingvailamynd eftir meistarann Ásgrím Jónsson, sem Einar og Marta fengu að gjöf á brúðkaups- daglnn sinn 1936, frá foreldrum og systkinum Einars. Tóku hláturkastið fyrir Einar Krisfjárisson, söngv- ari er kominn heim, alkom- inn heim eftir langa úti- vist, með konuna, frægS og frama, sem honum hlotn aðist allt í útlöndum á unga aldri. Erlend óperusvið hafa misst spón úr askinum því að Einar hefur kvatt þau að fullu, og tekið að sér að veita forstöðu hin- um fyrsta óperuskóla Tón- listarskólans í Reykjavík, sem hann yfirgaf að loknu stúdentsprófi fyrir 32 ár- um. Við fengum leyfi til að tefja fyrir þeim stundarkorn í gær, Einari og Mörtu konu hans, þar sem þau voru í óða önn að taka upp búslóðina og koma sér fyr- ir í íbúðinni, sem þau hafa keypt á efstu hæð í steinhúsi við Nýlendugötu. Þegar við Runólfur ijósmyndari höfðum þrammað upp alla stigana, er varla hægt að snúa sér við á skörinni fyrir þrengslum, þar eru pinklar og kassar í hlöðum frá gólfi til lofts. Við förum að rýna í þetta, og það sýnist þá mestan part vera grammófón- plötur og nótnabækur, allt frá „fjárlögunum“ og upp í heilar óperur. Við erum að býsnast yfir þessu, er Einar söngvari opnar dyrnar brosandi og býð- ur okkur blessaða og velkomna í atið, og bogar af honum svit- inn. Kemst búslóðin fyrir? — Er svona erfitt að vera kominn heim, Einar? — Nei, blessaður, svona máttu ekki tala. Það er svo stórkost- legt að vera kominn heim. En ég hef nú aldrei haft yndi af flutningum og vona að þurfa ekki að standa í því oftar á ævinni. Þaðt tekur á taugarnar að fara með allt þetta hafur- task úr stað, eins og hefur safnazt að okkur öll okkar bú skaparár. Fyrst að setja það niður í kassa, sem losúðu hálft hundraðið og vel það, síðan að taka það upp og loks það sem erfiðast er, hvernig er hægt að koma því fyrir? Þegar málarinn kom til að leggja síð ustu hönd á íbúðina, voru kass arnir komnir upp úr Gullfossi og hér inn á öll gólf. Málarinn komst varla að og gat ekki ann að sagt en að ég skyldi láta það verða mitt fyrsta verk að fá leyfi til að byggja enn eina hæð ofan á húsið, svo komið draslinu fyrir! Austurbæingur í Vesturbænum Og okkur er líka ráðgáta, hvemig það geti gerzt, því að hvar sem við komum inn, í eld húsið, svefnherbergið og stof- urnar, er varla hægt að þver- fóta. Einar losar utan af varn- ingnum og tekur upp úr köss- unum, réttir frú Mörtu og Brynju dóttur þeirra, og þær þurrka, fága og stilla upp í hill ur og skápa. Einar tekur upp allskrautlegt glas, sem hefur brotnað frá fæti í flutningnum. Honum sárnar að sjá þetta, af því að þau eru búin að eiga þetta svo lengi, og við skiljum mætavel missu hans, þegar hann segir okkur, að glasið sé slegið gulli. Þetta sé raunar hvítvínsglas, en hann huggar sig við það, að varla muni fáan legt hér svo dýrt, göfugt hvít- vín, sem ætlazt sé til, að eigi að drekka úr slíku glasi. Út um suðurgluggana sjást nokkur bárujámuð hús við Vesturgöt- una, vistarverur hinna „einu sönnu“ höfuðstaðarbúa, og yfir Einar hefur gaman af þessum hlut, sem honum var gefinn, og það eru hlustir úr hval. Þegar búið er að stílla þeim svona saman, eru þær hreint ekki ólíkar mannsandliti. gnæfir hinn ófullgerði got- neski turn Landakotskirkju á Hólavelli og spítali heilags Jósefs. En út um norðurglugg- ana gefur að líta höfnina með iðandi lífi, uppskipun við Ægis gerð, togara í viðgerð í Slippn um, báta halla sér að verbúðar- bryggjunum, en fjær er hin bú sældarlega Engey komin í eyði, þá Kjalarnesið, þar sem Braut- arholtstúnið grænkar og grær ár eftir ár, og Esjan bíður sett og prúð og skiptir títt litum eins og fönguleg heimasæta. — Ertu annars vesturbæing ur, Einar, úr því að þú hefur valið ykkur bústað hér? — Nei, ég get nú ekki stát- að af því að vera alinn innan um aðal Reykjavíkur, svo að það er ekki seinna vænna að nálgast hann! Eg er austurbæ- ingur, ólst uþp á Grettisgöt- ■ unni og þar í grennd. En okkur lízt samt prýðilega á að setjast að fyrir vestan Læk, ekki sízt hérna rétt hjá höfninni. Oft leitaði maður niður að höfn í gamla daga, á sokkabandsár- unum. Marga dýrlegustu dag- ana áttum við strákarnir niðri í fjöru. Hver er sá kjólklæddi? — Þú ert búinn að syngja lengi við Konunglega í Kaup- mannahöfn, og einhvern tíma kallaði eitt Hafnar-blaðið þig „Islands Gigli“ eftir konsert í Tivoli. Hver- voru annars fyrstu kynni þín af Höfn? — Það byrjaði árið fyrir Al- þingishátíðina. Þá fór héðan kór undir stjórn Sigfúsar Ein arssonar og söng í Konunglega leikhúsinu í Höfn, ásamt kór- um frá öllum Norðurlöndum. Eg var í þessum kór, sem varð svo aðaluppistaðan í Lands- kórnum, sem söng á Alþingis- hátíðinni 1930. Sigfús tónskáld hafði valið í þennan kór úr öll- 8 T f M I N N, fimmtudagurinn 13. sept. 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.