Tíminn - 13.09.1962, Blaðsíða 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-
húsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur 1 Banka-
stræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Af.
greiðslusími 12323 - Askriftargjald kr 55 á mánuði innan.
lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Fulltrúakjör á þing
Alþýðusambandsins
Næstu daga hefjast kosningar til þings AlþýSusam-
bands íslands. í tilefni af því, hafa blöð ríkisstjórn-
arinnar hafið skrif, sem eru meira en furðuleg.
Af skrifum stjórnarblaðanna virðist helzt mega ráða,
að þessar kosningar eigi að snúast um það, hvort menn
fylgja austri eða vestri í alþjóðamálum. Eftir þeim að
dæma, mætti helzt ætla, að það sé aðalverkefni Alþýðu-
sambandsins að marka stefnu íslands í utanríkismálum.
Þetta er vitanlega rangt. Utanríkismál, sem ekki
snerta beint kjaramálin, eru hlutverki Alþýðusambands-
ins óviðkomandi og verkefni annarra aðila, einkum þó
Alþingis, að fjalla um þau. Hlutverk verkalýðsfélaganna
og Alþýðusambandsins er fyrst og fremst að fást við kjara
mál launþega og gæta þess að réttur þeirra sé ekki fyrir
borð borinn. Það er því afstaðan til kjaramála almenn-
ings, sem öðru fremur hlýtur að ráða því, hvar menn
skipa sér í sveit í kosningum fulltrúa á þing Alþýðusam-
bandsins.
Nú um skeið, hefur verið haldið uppi stjórnarstefnu,
sem er mjög andstæð hagsmunum almennings. Megin-
mark þessarar stjórnarstefnu er að koma þjóðarauðnum
og þjóðartekjum sem mest á fáar hendur og skerða þann-
ig möguleika alls fjöldans til framtaks og athafna. Því
er nú orðið stórlega örðugra fyrir efnalítið fólk en var
t.d. fyrir 4—5 árum að verða efnalega sjálfstætt.
Það er afstaðan til þessarar stjórnarstefnu, sem öðru
fremur hlýtur að ráða því, hvar menn skipa sér í sveit
í kosningunum til þings Alþýðusambandsins. Slíkt er í
samræmi við það meginhlutverk Alþýðusambandsins, að
vinna að því, að félagsmenn verkalýðsfélaganna hafi eins
góða aðstöðu og mögulegt er til efnalegs sjálfstæðis. ■
í samræmi við þetta, verður afstaða Framsóknar-
manna í kosningunum til Alþýðusambandsþings. Þar
geta Framsóknarmenn átl samleið með öllum þeim, sem
vilja í saihræmi við tilgang Alþýðusambandsins hnekkja
þeirri stjórnarstefnu, sem skerðir óeðlilega möguleika
hinna mörgu til efnalegs sjálfstæðis og bjargálna. Fram-
sóknarmenn geta hér jafnt unnið með Alþýðubandalags-
mönnum, Sjálfstæðismönnum og Alþýðuflokksmönnum,
ef þeir aðeins vilja fylkja gegn þeirri stjórnarstefnu, sem
er í algerri andstöðu við tilgang verkalýðssamtakanna.
Hinn furðulegi áróður stjórnarblaðanna, að kosningar
til Alþýðusambandsþings, snúist fyrst og fremst um
utanríkismál, lýsir vel, að þau vilja fyrir alla muni láta
þær snúast um allt annað en eðlilegt er að þær snúist um.
Þau vita, sem er, að stjórnarstefnan á litlum ’vinsældum
að fagna. Meðlimir verkalýðsfélaganna mega ekki láta
þetta moldveður villa sér sýn, því að heppnist það, munu
stjórnarblöðin eftir á telja það stuðning við kjaraskerð-
ingarstefnu ríkisstjórnarinnar.
Síldarleit í haust
Ingvar Hallgrímsson fdskifræðingur segir í fyrirlestri,
sem birtur er í „Náttúru íslands“ (bls. 262): Enn þá vita
menn ekki hvar íslenzku síldarstpfnanna' er að leita á
haustin.“
Þetta er athyglisverð staðreynd. Nú í haust þarf að
halda síldarleitinni óslitið áfram og njóta í því skörulegr-
ar forustu Jakobs Jakobssonar, sem svo glæsilegan ár-
angur hefur borið.
Þurfa rétt yfirvöld að gera nú strax fulla gangskör
að þessu.
Gunnar Leistikow skrifar frá New York:
Deila um réttindi Stéttarfélags
starfsmanna stéttarfélaga ÍUSA
Þa3 hefur stundum
heyrzt haft á orði, a‘5
a'llt væri mest í Ameríku.
Hvað sem líffur réttmæti
þeirra or®a, þá verður
að teljast ósennilegt, að
deila sú, sem frá er
skýrt í eftirfarandi gre'in,
hefði getað farið fram
annars staðar í heimin-
um.
STÓRU, bandarísku verka-
lýðsfélögin eru risavaxin sam-
tök, og meðlimatalan getur orð-
ið um eða yfir milljón. Sum
þeirra eiga miklar eignir í eft-
irlauna- og verkfallssjóðum,
einkum félög í þeim starfs-
greinum, sem sloppið hafa við
meiri háttar verkföll árum
saman. Sjóðir þessir eru á-
vaxtaðir f hluta- og verðbréf-
um, sem félögin hafa af álit
legar tekjur í vöxtum og arði.
Sjóðir verkalýðsfélaganna
verða oft svo gildir, að þau
hlaupa undir bagga með illa
stöddum atvinnurekendum í
starfsgrein sinni, og iána þeim
verulegar fjárhæðir til þess að
þeir geti haldið áfram rekstri
þó að um þrengist í bili. Þetta
er gert til þess að meðlimir fé-
lagsins missi ekki atvinnuna,
enda eru lánin til dæmis oft
veitt til þess að atvinnurekend-
ur sleppi við að flytja frá
norðurfylkjunum, þar sem laun
•eru há, til suðurfylkjanna, þar
' sem laiin eru að mun lægri.
Þegar þannig stendur á, eru
verkalýðsfélögin orðin atvinnu-
rekendur samkvæmt skilgrein.
ingu laga, líkt og tryggingafé-
lög, sparisjóðir og svipuð fyrir-
tæki. Stéttarfélag starfsmanna
stéttarfélaga hélt því að
minnsta kosti fram, og fór fram
á að „félagsdómur“ viður-
kenndi það sem löglegan full-
trúa starfsmanna dömuklæð-
skerafélagsins, International
Ladies Garment Workers Uni
on (ILGWU), en það er eitt af
allra fjölmennustu verkalýðs-
félögunum í Bandaríkjunum.
ILGWU þverneitaði þessu og
hélt því fram, að verkalýðsfé-
lag gæti aldrei talizt atvinnu-
rekandi, þar sem starfsemi þess
snérist ekki um að græða fé.
Það legði fé sitt í verðbréf
einungis vegna þess, að það
væri nærtækasta leiðin til á-
vöxtunar í auðvaldsþjóðfélagi
þeirrar tegundar, sem Banda-
ríkin séu. Þó að verkalýðsfé-
lög hlaupi stundum undir
bagga með atvinnurekendum,
þá sé það alls ekki til þess að
taka þátt j framleiðslunni, held
ur einungis til þess að tryggjá
hagsmuni meðlimanna, þegar
Walter Reuther
— einn helzti verkalýðsleið
togi Bandaríkjanna '
atvinnuleysi vofi yfir þeim að
öðrum kosti.
Verkalýðsfélög séu óeigin-
gjörn og þjóð’nýt samtök. Þau
verði því ekki með nokkru móti
dregin í dilk meg atvinnurek-
endasamtökum, sem eingöngu
fáist við atvinnurekstur. Vegna
þessa sé enginn tilverugrund-
völlur fyrir stéttarfélag starfs
manna stéttarfélaga. Starfs-
mönnunum beri að vera með-
limir í því verkalýðsfélagi, sem
þeir starfi fyrir, því að það eigi
kröfu til óskiptrar hollusíu
þeirra.
ÞANNIG börðust þessi tvö
stétarfélög í hálft annag ár áð
ur en „félagsdómur“ kvað upp
úrskurð sinn. Þegar hann
loksins kom, var hann stéttar-
félagi starfsmanna stéttarfé-
laga í vil og kvað á um alls-
herjaratkvæðagreiðslu meðal
starfsmanna ILGWU um, hvort
þeir vildu að hið'nýja stéttar
félag kæmi fram gagnvart
dömuklæðskerasamtökunum
sem hinn eini sanni fulltrúi
starfsmanna þeirra.
Atkvæðagreiðslan íór fram
og stéttarfélag stéttarfélags
starfsmannanna sigraði. En það
munaði mjóu. Fylgjendur Fe-
deration of. Union Representa
tives reyndust 115 en andstæð
ingarnir 113.
Ag þessum úrslitum fengnum
hefðj málið ált að vera til lykta
leitt rneð sigri sjónarmiðs
verkalýðssamtakanna, það er
að segja eins og hin nýju sam-
tök starfsmannanna vildu líta
á málið. En raunin varð ekki
sú, því að ILGWU neitaði að
viðurkenna úrslit atkvæða
greiðslunnar. Mótmæli sín rck
studdi það með því, ag tveir
þátttakendur f atkvæðagreiðslu
starfsmannanna hafi ekkt haft
atkvæðisrétt, þar sem ILGWU
hafi verið búið að reka þá fyrtr
ódyggg í starfi og framkomu,
sem væri ósæmandi meðlim-
um stéttarfélags.
Þetta er ekki rétt, sagði
stéttarfélag starfsmanna stétt-
arfélaga, og hefur kært brott-
reksturinn til „félagsdóms"
sem óheiðarlegan brottrekstur.
Óheiðarlegur brottrekstur úr
starfi er óleyfilegur og ógildur,
sagði starfsmanTiafélagið. Þess
vegna eru félagarnir tveir enn
starfsmenn ILGWU og hafa því
fullan atkvæðisrétt ,við atkvæða
greigslur innan samtakanna.
EN HVAÐ var það svo, sem
þessir tveir fulltrúar höfðu
brotið af sér og varð þess vald
andi, að ILGWU taldi sig hafa
rétt til að reka þá? Þeir höfðu
skipulagt stéttarfélag starfs
manna ILGWU Þetta er ó-
dyggð og óheiðarleg breytni
starfsmanna stéttarfélags, sagðj
ILGWU. Ótrúlegur yfirgangui
tillitslauss vinnuveitanda. og i
fyllsta máta fjandsamlegur
stétlarfélögum, sagði stéttarfé
lag starfsmanna stéttarfélaga
Og hver áhrif geta tvö at-
kvæði haft á niðurstöðu at
kvæðagreiðslunnar? Og nú
vandast málið alvarlega, þegar
svara á þeirri spurmngu.
Atkvæðin tvö voru í bráð
ekki talin með í úrslitunum
115:113. Ef bæðj hefðu stutt
málstag ILGWU, hefðu úrslitin
orðið 115:115. Þá hefðj stétt-
arfélag starfsman'na stéttarfé
laga ekki hlotið nauðsynlegan
meirihluta til þess að geta orð-
ið fulltrúi starfsmanna ILGWU
gagnvart atvinnurekandanum
ILGWU. Ef atkvæðin tvö hefðu
á hinn bógiirn stutt nýja stétt
arfélagið, þá væru úrslit at-
kvæðagreiðslunnar 117:113,
stað 115:113.
„FÉLAGSDÓMUR'* hefur 3
kveðið að opna atkvæðaumslög
in tvö. Þegar þetta er skrifað,
hefur það ekki enn verið fram
kvæmt. En niðurstaðan er samt
sem áður kunn Brottreknu
starfsmennirnir tvcir hafa lýst
þvf yfir, að þeir hafi greitt at-
kvæði með því stéttarfélagi.
sem þeir hafi sjálfir stofnað og
ILGWU rak þá fyrir að stofna
Kæra dömuklæðskerasamtak
anna er því árangurslaus. Gangi
„félagsdómur" inn á kröfu
þeirra, hefur það tapað at
kvæðagreiðslunni með 113:115
Verði úrskurðurinn samtökun
um andstæður, er tapið 113:117
Hvernig sem á málið er litið,
verða samtökin því að sætta sig
við ag vera talin atvinnurek
andi, og eru því neydd til að
semja um kaup og kjör vjð
stéttarfélag starfsmanna stétt
arfélaga.
Á síðustu fjárlögum voru veitt-
ar 440 þúsund krónur til vegargerð ’
ar milli Svínafossár og Valsham-
arsár á Skógarströnd, og hefur ver
ig unnið að þessu verki frá 'því í
íúní s. 1.
Verkið hófst í rauninni j fyrra-!
sumar, en þá var byrjað á því að
grafa skurði meðfram vegarstæð-
inu. Uppmoksturinn var síðan not
aður í undirstöður í vegjnn. j
Um miðjan júní í ár hófst aftur
vinna við veginn. Notaðar hafa.
verið tvær ý<ur, 3—4 vörubílar, j
og þarna hafa unnið 3 vcrkamenn.'
Vegargerö á Skógarströnd
Vegarspottinn milli ánna er einir
8 km á lengd og hefur verkið geng
ið vel þag sem af er. í júlí var
hafizt handa um að yfirkeyra veg-
inn.
Ein á er á þessari leið. Bakkaá,
og er nauðsynlegt að brúa hana
lil þess að vegurinn geti orðið
fær allt árig um kring í framtíð-
inni. Áin er ekki mjög erfið yfir-
i'erðar að sumarlagi, þegar lítið
er j henni, og er hægt 'að komast
yfir hana á flestum bílum. en á
vetrum er að henni nokkur tálmi
Enn sem komið er. er fé ekki
fyrir hendi til brúargerðarinnar
og ekki fullvíst hvenær ba? fæst
en talið er. að vegarlagmngunm
ljúki að öðru leyti um mánaðamót
in september-október.
T I M I N N, fimmtudagurinn 13. sept. 1962.
7