Tíminn - 13.09.1962, Blaðsíða 4
I
;............' '''
..y.....
' "'í
ÍliiiiHilÍ
.
Alexander Gibson
Norman del Mar
Jan Krenz
M. Rostropövich
Rosalyn Tureck
HLUSTAÐ A MEISTARANA
Edinborgarhátiðin er án efa ein-
hver merka-sta tónlistarhátíð, sem
haldin er í Evrópu. Þangað
sækir listafólk víðs vegar að úr
heiminum og það ekki af lakara
taginu. Og þessi ágæta hátíð er
ekki helguð tónlistinni einni, held-
ur er hér einnig listdans og leiksýn
ingar til að auka á fjölbreytnina.
Það vill því fara svipað fyrir
manni eins og Matthíasi, þegar
hann ætlaði að fara að yrkja um
Skagafjörð, þó ólíku sé nú saman
að jafna, að maður veit varla,
hvar á að byrja eða hvar á að
standa. Skotamir eru ágætir
heim að sækja. Konan, sem tók
á móti mér á hótelinu, sá víst, að
ég var íslendingur og fór strax
að tala við mig um yeðrið, eins
og siður er á íslandi. Önnur kona,
sem ég spurði til vegar, tók mig
upp í bílinn sinn og skilaði mér
heim á hótelið. Hún hefur senni-
lega haldið, að ég mundi lenda í
slagtogi við einhvern Jón Mar-
teinsson, ef mér væri sleppt ein-
um út fyrir dyr. Annars er ekki
meiningin að segja hér neina ferða
sögu og ekki heldur ævisögu, held
ur reyna að gefa þeim, sem þess
ar linur lesa, svolitla hugmynd
œn, hvað fram fer, en auðvitað
getur sú frásögn ekki orðið öðru
vísi en handahófskennd, því að
sá, sem ætti að gefa fullkomna
lýsingu á því sem fram fer, þyrfti
að vera á mörgum stöðum sam-
tímis og með augu og eyru út
um allt.
Það er þá fyrst að segja, að
Elísabet Bretadrottning og móðir
hennar, ekkjudrottningin, eru
verndarar hátíðarinnar og er ekki
að efa, að þeirra hlutur ber af.
Rússneska tónskáldið Dimitri
Shostajovich er heiðursgestur há
tíðarinnar og fjöldamörg verk
hans hafa verið og verða leikin
á hátíðinni. Tónskáldið er hér í
borginni og virðist hinn ánægðasti
yfir þessu. Rússneskir tónlistar-
menn bcra höfuð og herðar yfir
hátíðargestina. Samt varð hér eitt
stjörnuhrap, rússneski píanóleik-
arinn Sviatoslav Richter var skær
asta stjarnan, sem átti að skína
hér á tónlistarhimninum, en þeg-
ar til átti að taka, veiktist hann
og getur ekki komið. Rússarnir
eru samt ekki aldauða fyrir það,
því að fiðlusnillingurinn David
Oistrakh og sellóleikarinn Rostr-
opovich gera allt, sem þeir geta
til að bæta gestum hátíðarinnar
vonbrigðin. T.d. spilaði David Oi-
strakh þrjár af fiðlusónötum Beet
hovens hér um kvöldið og sá sem
aðstoðaði hann var rússneski píanó
snillingurinn Oborin, og þeir sem
hlustuðu á þá félaga máttu sannar
lega vel við una, enda þótt þeir
yrðu að hlaupa í skarðið á síðustu
stundu. Af öðru rússnesku tó'n-
listarfólki má nefna hljómsveitar-
stjórann Gennadi Rozhdestvensky
og sópransöngkonu, sem sigrar
með brosinu einu saman, hún heit
ir Galina Visnevskaya. Belgrad-
óperan hefur flutt óperur eftir
rússnesk tónskáld og pólska út-
varpshljómsveitin hefur m.a. flutt
tvær af sinfóníum Shostakovich.
Þessi hljómsveit fékk mjög góða
dóma og aðalstjórnandi hennar
Jan Krenz, sem hefur verið aðal-
stjórnandi hennar um 9 ára skeið,
þykir mjög gott tónskáld og fræg-
ur hljómsveitarstjóri, þó að hann
sé ekki nema 36 ára gamall.
Kammertónlistin hefur heldur
ekki orðið útundan. Frá Rússlandi
kom Borodinkvartettinn og flutti
m.a. marga af strokkvarts.ttum
Shostakovich. Frá Ástralíu er
tríó, sem er skipað ungu fólki, og
lék nútímaverk og Brahms og
Beethoven. Sellóléiftarinn Rostr-
opovich lék svítur Bachs og þótti
víst engum sú stundin leið né
löng, sem á það hlýddi. Frá Basel
er komin kammersveitin Schola
Cantorum Basiliensis og flytur hér
m.a. alla Brandenborgarkonserta
Bachs og verk eftir samtímahöf-
unda hans, og síðast en ekki sízt
leikur Rosalyn Tureck verk eftir
Bach á píanó og harpsichord. —
Söngvarar víðs vegar að úr heim-
inum hafa heldur ekki látið sitt
eftir liggja. í gærkvöldi fluttu
þau Elisabeth Söderström og
Thomas Hemsley 12 söngva úr Des
Knaben Wunderhorn eftir Mahler
með undirleik skozku útvarpshljóm
sveitarinnar og hljómsveitarstjór-
inn var svo hrifinn, að ég sá ekki
betur en hann kyssti söngkonuna
fyrir, þegar búið var. Verr tókst
til fyrir þeim Peter Pears og
Benjamín Britten. Pears ætlaði
að syngja Vetrarferðina eftir
Schuhert, og Britten átti að ann-
ast undirleik1, en veiktist, svo að
það fórst fyrir. Þetta var hálfgerð
mala domestica, því að mönnun-,
MMMMHinMMM
UAVIU UIS 1 KAtVrl
um kemur annars ágætlega sam-
an, svo að þetta hefði getað orðið
góður konsert.
Sunnudagurinn 2. september var
haldinn heilagur m.a. með Bach-
tónleikum, þar bar hæst Rosalyn
Tureck, leikur hennar er svo sann
færandi og innlifunin svo algjör,
að mig brestur hugarflug til að
láta mér detta í hug, að hægt sé
að gera betur. Útlendingar hafa
talið það eitt af furðum íslands,
hve vel innfæddir léku Bach, og
ekki er að efa að þetta sé rétt
t.d. miðað við fólksfjölda, en eftir
að hafa hlustað á Rosalyn Tureck
dettur mér í hug saga úr Vest-
mannaeyjum, en hún er á þá leið,
að maður nokkur kom í hús og sá
mynd af Beethoven á veggnum.
Gesturinn spurði húsráðanda, hver
maðurinn væri, og var honum sagt
það. Eftir að hafa horft betur á
hana sagði hann, eins og við sjálf
an sig: Já, ég sá það, hann var
ekki undan fjöllúnum. Svipaða
sögu er að segja af leik Rosalyn
Tureck. Hún hefur helgað líf sitt
tónlist Bachs og orð Biblíunnar
virðast ætla að sannast á henni
að eins og maðurinn sáir, mun
hann upp skera. Ameríka á víst
fáa hljómlistarmenn hér á hátíð-
inni, en góða þar sem Rosalyn
Tureck er. Tónlist Bachs hefur ver
ið túlkuð hér með ágætum af Rosa
lyn Tureck, Rostropovich og
Schola Cantorum Baseliensis. Þessi
ágæta kammerhljómsveit hefur
nú lokið hljómleikum sínum og
fengið mjög góða dóma. Hún lék
eingöngu á hljóðfæri, sem voru
notuð á tímum Bachs eða þá eftir
líkingu af þeim, svo að segja má,
að manni hafi gefizt kostirr á að
heyra þessa tónlist eins og hún
var leikin á dögum Bachs. Sama
máli gegnir um harpsichord-leik
Rosalyn Tureck. David Oistrach
lék einleik í fiðlukonsert Brahms,
og gerði það með slíkum glæsi-
brag, eins og hans var von og
vísa, að blöðin áttu varla nógu
sterk lýsingarorð til að lofsyngja
leik hans. Jaf'nvægið milli hljóm-
sveitarinnar og einleikarans var
með ágætum, en oft vill það fara
svo, að hljómsveitin yfirgnæfir
einleiksfiðluna, en hljómsveitar-
stjórinn, Alexander Gibson, gætti
þess vandlega, að snilld Oistrakhs
Framhald á 15. síðu
Tvær á ferðalagi
ISABELLE OG MONiQUE
Um miðjan júlí s.l. komu
hingað til lands tvær franskar
stúlkur frá París. Franska
stjórnin hafði veitt stúlkunum
nokkurn fjárstyrk til þess að
þær gætu farið til íslands og
kynnt sér náttúru landsins og
það, hvernig íslendingar not-
færa sér heita vatnið úr hver-
unum.
Stúlkurnar tvær heita Isa-
belle Decreps, 17 ára gömul, og
Monique Hardouin, 16 ára. Við
'ræddum stuttlega við þær í
gær á heimiii Stefáns Jónsson-
ar, prentsmiðjustjóra, að Mel-
haga 1, en þar hafa þær búið
undanfarna daga.
Monique hafði orð fyrir þeim
stöllum, og sagði þær lengst
af hafa búið í tjaldi í Öskju-
hlíðinni. Nú síðustu daga hefði
veðrið verig farið að kólna, og
eina nóttina hefð'i bæði veriS
rok og rigning. Tjaldið hefði
orðið gegnblautt og allt fór á
flot inni í því. Þá urðu þær að
skríða upp úr svefnpokunum
og fara að hlaupa um fyrir ut-
an tjaldið til þess að halda á
sér hita.
í sumar hafa stúlkurnar ferð-
azt um mikinn hluta landsins.
Þær komust alla leið austur á
firði. Tíu daga dvöldust þær á
Siglufirði, og höfðu þær ætlað
sér að komast þar í síldina.
„En við komum með rigning-
una og vonda veðrið með okk-
ur,“ sagði Monique „og fengum
ekki vinnu nema einn dag af
þessum 19, og þá fórum við
bara.“
Framhald á 15. síðu
4
T I M I N N, fimmtudagurinn 13. sept 196t\