Tíminn - 13.09.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.09.1962, Blaðsíða 9
Rætt viS Einar Krístjánsson, operusöngara, og koim hans, meðan þau taka epp buslóS og koma sér fyrir. um kórum í Reykjavík, og ég var þá í Karlakór KFUM, sem nú heitir Fóstbræður. í íslenzka kórnum vorum vit 50, en þegar kóramir af öllum Norðurlönd- unum voru saman komnir, voru það 1000 manns. Auðvitað var kónginum boðið á samsönginn. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég kom fram á sviði í kóngsins Kaupinhöfn, og það í sjálfu Konunglega leikhúsinu. Mikið þótti okkur til um allt skrautið og fínheitin, að sjá það í fyrsta sinn. Eg man eftir því, að þeg- ar við vorum að fara fram á sviðið, kemur þar að maður í kjól og hvítt. Við héldum strax, að þetta væri einhver af æðstu sjeffunum í húsinu og einhver spyr: „Hver er sá kjól klæddi?“ Og þetta var þá ljósa maðurinn, sem raunar aldrei sést á sviðinu. Okkur varð spurn, nú hvernig eru þá hin- ir æðri til fara, úr því að Ijósa maðurinn er svona fínn á bak við tjöldin? Þeir hlytu að vera klæddir eins og jólatré. En þarna vom sem sagt allir í sínu fínasta pússi, af því að kóngur og drottning vom viðstödd. — Mér hafði verið ráðlagt að fara í prófun til hins kunna söng- amanti" sem útleggst: „Þetta gera þær allar, eða skóli fyrir elskendur"! Beið eftir banaskotinu — Það hefur nú líklega kom- ið sitt af hverju spaugilegt fyr ir í óperunni? — Sjálfsagt var það nú, þótt ég muni ekki í svipinn eftir neinu sérstöku — og þó. Einu sinni var ég að syngja hlut- verk Andreis j óperunnj Ma- zeppa eftir Tschaikovsky. Þar var komið sögunni, að andstæð- ingurinn átti að skjóta mig. Hann miðaði byssunni og kippti í gikkinn, en skotig reið ekki af. Hann reyndi aftur og aft- ur, en það kom fyrir ekki. Hann miðaði enn skammbyssunni, og þetta varð að taka einhvern enda, svo að ég datt eins og skotinn, en gat ekki stillt mig og hristist af hlátri. En þetta fór einhvern veginn þannig fram hjá áheyrendum, að þeir héldu, að ég væri ag engjast í dauðateygjunum. Útkoman varð sem sagt framar vonum. Rífðu af þér hitt skeggið, maður! — Og fleira af svo góðu. hefur dottig af þér vinstra skeggið. Þú verður að rífa hitt af þér líka!“ Hann lét ekki ségja sér þetta tvisvar, hrifsaðj af sér hægra skeggið í snatri En þá fann hann, að vinstra skeggið sat enn á sínum stað og varð þá að slíta það af sér líka. Það var ekki furða, þótt blessaður karlinn sendi mér óhýrt augnaráð, en leikhúsgest- ir skemmtu sér sumjr hverjir. Engar áhyggjur út af ungdómnum — Jæja, Einar. Hvernig leggst annars í þig óperuskóli á íslandi, eða heldurðu ekki, að unga fólkinu þyki nóg komið af þeirri músík og dagar óper- unnar senn taldir? — Nei, það er öðru nær. Eg hef engar áhyggjur út af ung- dómnum. Það er ungt og leik- ur sér eins og vera ber og hef- ur alltaf gert. Til of mikils ætlumst við hin eldri, ef við heimtum, að unglingar hlusti ekki á annað en háfleyga klass íska músík. Það er ósköp eðli legt, ag þeir vilji ekki annað en dægurlög og djass, þegar þeir eru á því skeiði. En það stendur ekki nema nokkur ár, dauiateygiur kennára Poul Bang (sem var lcennari Sigurðar Birkis). Eg lét verða af því, og þegar Bang hafði prófað mig, ráðlagði hann mér eindragið að leggja út á söngbrautina. „Þetta gera þær allar" á hverju ári — En þú snerir þér samt ekki strax að því? — Nei, fyrst var að Ijúka við Menntaskólann. Og eftir stúd- entsprófið fór ég til Vínar og byrjaði þar nám í viðskipta- fræði, en það entist ekki nema einn vetur, ég var víst áreiðan lega ekki mjög bisniss-þenkj- andi. Næsta ár var ég kominn til Dresden og innritaðist svo þar í óperuskólann, lauk náminu á tveim árum og var fastráðinn við óperuna þar 22 ára, og hafði slíkur ungling- ur ekki verið ráðinn þar áður. Fyrst söng ég þar í óperu eftir Richard Strauss og þeirri sömu seinna undir stjórn tónskálds- ins sjálfs. Ekki var hann eins skemmtilegur og músik hans, sem oft er tindrandi. Hann var sjálfur heldur þurr á manninn, en mikill stjórnandi var hann ekki síður en tónskáld. í Dresd- en giftum við Marta okkur og þar voru dæturnar skírðar. Eg söng við óperur í ýmsum borgum Þýzkalands fram yfir stríð, Stuttgart, Duisburg, Munchen, Berlín og seinast í Hamborg. Fyrst kom ég fram í Kaupmannahöfn í konsert- salnum í Tívoli 1935, fékk slík ar móttökur, að ég varð að endurtaka konsertinn.' En árið 1949 réðst ég til Konung- legu óperunnar í Höfn, og fyrsta hlutverkið mitt þar var Ferrando í „Cosi fan Tutte“ eft ir Mozart. Síðan hefur óperan verið flutt þar á hverju ári. Hún heitir fullu nafni „Cosi fan Tutté, ossia la scuola degli — Fyrir kemur, að maður getur ekki setið á strák sínum, jafnvel fyrir augunum á hinum virðulegu óperugestum. Ég man eftir einu prakkarastriki, grikk, sem ég gerði samleikara mínum í Dresden, við voruð að syngja í Leðurblökunni eftir Johan Strauss. Hann var með gervi- yfirskegg, og venjan er að líma það á í tvennu lagi, hægri og vinstri part, þannig festist það betur og verður þægilegra. Samt kemur fyrir, að það losn- ar. Eg hvísla að kumpánanum fyrir augunum á öllum: „Það eins og flest nútíma danslögin endasÚékki riema árið út. Við verðum að sætta okkur við, að unga fólkig frá 13—17 ára aldri skelli skollaeyrum við allrj klassískri músík, sem oftast er svo kölluð (þó vil ég skjóta því inn, að ýmislegt i djassmúsík hlýtur að verða klassískt með tímanum). En ég þykist þekkja það af reynslunní með unga fólkig bæði hér heima og er- lendis, að þegar þessum árum sleppir, fer það aftur að flykkj- ast í óperuna og konserthúsin Framhald á bls. 13. Þessi stytta var frú Mörtu gefin, þegar Vala (eldri dóttlrin) ist. Þetta er Marfumynd gerð úr einhverju dýrasta postulíni I Þau eru öll önnum kafin, Brynja og foreldrar hennar, Eínar er með sveðjuna á lofti og frú Marta segir við hann: „Jæja, Komdu nú með kutann og gerðu hara-kiri á þessum pakka." pabbf. T f M I N N, fimmtudagurinn 13. sept. 1962. ð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.