Tíminn - 30.09.1962, Page 8

Tíminn - 30.09.1962, Page 8
I MINNING: Arngrímur Friðrik Bjarnason ísafirði Arngrimur Friðrik Bjamason, kaupmaður, fyrrum ritstjóri, lézt á sjúkrahúsinu á ísafirði, 17. sept. 76 ára að aldri, fæddur 2. okt. 1886. Faðir hans, Bjarni Helgason, lézt af slysförum, um það hann fæddist og ólst Arngrímur upp með móður sinni, Mikkalínu Frið- finnsdóttur, er síðar giftist Kristjáni Dýrfjörð og eignuð'ust þau fjögur börn. Með Arngrími er fallinn í valinn merkilegur maður og sérstæður, sem svo víða hefur komið við í op- inberum málum og félagsmálum ísafjarðar, svo og margvíslegri rit mennsku, að honum verða vart gerð fullkomin skil nema í nokkuð löngu máli, nú að vertíðarlokun- um. Er hvorki stund né staður til þess hér, að þessu sinni. Arngrímur nam ungur prentiðn, fyrst hér í bænum f prentsmiðju Vestfirðinga, 1903 til 1906 og síðan í Reykjavík. Stundaði hann prent- störf á ísafirði til 1918 og aftur af og til árin 1930 til 1940. Hann byrjaði snemma að fást við blaða- mennsku. Gerðist hann útgefandi blaðsins Dags árið 1910, en Guð- mundur skáld Guðmundsson var ritstjórinn. Það blað kom aðeins út árlangt og er nú orðið næsta torgætt. — Síðar tók hann þátt í ritstjórn og útgáfu blaðsins Vestra um skeið, og prentsmiðju rákum við í félagi til 1917. Árið 1918 flutti hann til Bolungarvíkur, rak þar verzlun og hafði á hendi póst- afgreiðslu til 1930. Þá flutti hann að Mýrum í Dýrafirði og bjó þar i fjögur ár, en stundaði þó jafn- framt blaðastörf á ísafirði. Úr því settist hann- að á ísafirði og rak þar verzlun til dauðadags. Arngrímur fór ungur að taka þátt í félagsmálum, fyrst í Templ- arastúkum, síðar í ungmennafé- lögunum og gerðist strax harð- skeyttur ræðumaður. Man ég, að við hinir yngri öfunduðum hann af ræðumennskunni og færni í þeim efnum, en við fyrst lítt færir og feimnir stundum við ræðuhöld á fundum. Nutu ungmennafélög- in á ísafirði lengi góðs af hæfi- leikum hans á því sviði, er þau voru að festa rætur hér um slóðir. Hann hætti þó brátt afskiptum af þeim málum. — í Templararegl- unni starfaði hann lengi af áhuga og var þar framámaður síðari ár- in. — Hann var fyrst kosinn í bæjarstjórn ísafjarðar 1915, en flutti þá nokkru síðar til Bolungar- víkur. — Aftur var hann kosinn í bæjarstjórn, er hann settist þér að, árið 1934 og átti þar þá sæti í 8 ár. — í bæði skiptin var róstu- samt með köflum í bæjarstjórn- inni og dró Arngrímur sig þar ekki í hlé, en gekk einatt skelegg- ur fram fyrir skjöldu. Að öðru leyti verður ekki hér felldur dóm- ur um þau deilumál, sem er nú sum gleymd. Af félagsmálaafskiptum hans má einkum nefna þátttöku hans í mál- um Fiskifélags íslands. Hann kom þar til starfa á fyrstu árum félags ins. Var hann fjölda ára formað- (Framhald á 12. síðu). Hver öld eignast sín stór- menni, sem gnæfa yfir samtíð sína líkt og fjallstindar yfir sléttu. Albert Schweitser læknir- inn, mannvinurinn og 'listamað- urinn í Lambarene er einn af slíkum stórmennum vorra daga. Fáir munu á 20. öldinni hafa vakið meiri athygli sem fylgjendur kærleiksboðorðsins mikla: ‘ „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Fórnar- lund hans gerði allt annað lftils virði í augum hans, frægð, vöLd og auður urðu hégómi hjá því að geta hjálpað og líknað hin- , um „minnstu bræðrum“. Hann Þáttur kirkjujinar Hann segir að allt skipulagn ingarkerfi nútímans sé að leggja sjálfstæða hugsun í viðj- ar, sem geri henni ómögulegt að starfa, og um leið er krenkt og eyðilagt hið æðsta starfs- tæki mannssálar til þroska og sannra heilla. Sumum kann að virðast hann strangur í dómum og svartsýnn nokkuð á framaféril mannkynsins. En við getum ekki komizt fram hjá því, að taka tillit til þess, sem hann segir um allt hugsunarleysið og kæruleysið, sem hann telur stærstu lesti aldarfarsins. Það gengur svo langt segir hann, að foreldrar gjeyma börnum sín- Æðsta boðorðið gat tekið ui)dir með íslenzka skáldinu andspænis krafti efn- isins á kjarnorkutímum: „Þótt af þínum skalla þessi dynji sjár, finnst mér meira ef falla fáein ungbarns tár.“ Helgi mannlífs og heilsu varð meira í augum hans en allar vangaveltur um eldflaug- ar, tunglskot og landvinninga. Einkunnarorð Schweitsers: „Lotning fyrir lífinu“, lýsa yf- ir alla jörðina með mismun- andi tilbrigðum og íjósmagni, einmitt á þessari öld þar sem svo oft hefur verið syndgað gegn öllu því, sem helgast er í lífsþrá einstaklings og þjóða og fjöldamorða hrópa í himin um bróðurblóð. Það væri því ekki fjarstæða að kirkjan rifj- aði upp eitthvað við og við af því, sem þessi mikli hugsuður kristins dóms hefur látið um- mælt. Hann líkir menningu kyn- slóðarinnar við smábát, sem lent hefur f hringiðu og lætur því ekki að stjóm fyrr en eftir ægilega áreynslu og smann- raunir. um, ábyrgð sinni gagnvart þeim og þeirri elsku og fórnar- lund, sem virðist hafa verið í blóð borin fram að þessu. „Hraði og hávaði glaums og gleði þaggar skyldutilfinningu og móðurást og skapar barninu ógæfu og vandræði, áður en það getur nokkru umþokað sjálft." Schweitzer telur flesta nóta tímann, sem er afgangs skyldu- störfum til þess að slæva og kefja bæði hugsun og tilfinn- ingu. „Ábyrgð og hugsun eru alltof erfið viðfangsefni" seg- ir hann, „fyrir nútímafólk. Það er of erfitt að lesa góðar bæk- ur, tala í alvöru um vandamál tilverunnar og reyna að skilja sjálfan sig.“ Allir krefjast skemmtanar og dægrastyttingar frá utanað- komandi aðilum, alljr vilja láta skemmta sér, en enginn skemmta öðrum, nema þá fyrir ærið fé. Það væri því sízt furða í öllu þessu yfirborðskennda fáti og fálmi, þótt þeir gleymist, sem fjær eru, ef börn og ástvinir gleymast og ábyrgð sú o-g skylda, sem þeim tilheyrir. Til- finningin fyrir öðrum, líðan, þeirra og löngunum, fjarar burt, og æðsta boðorðið um að elska náungann eins og sjálfan sig, getur áður en varir orðið líkt O'g dauft bergmál í fjarska. Þannig verða menn hver öðr- um líkt og númer á skýrslum eða taflmenn á skákborði, allt verður fjarlægt, líflaust, dautt og óviðkomandi. Og kæruleysið gagnvart örlögum einstaklings- ins verður yfirgnæfandi í sam- búð og samfélagi. Hjá öllum leynist þrá eftir því að verða hugsandi vera. „Deyi hún út“, segir Schweit- zer, „þessi þrá, verðum við eins og brunnur, sem er tæmd- ur og ekki kemur vatn í fram- ar, af því að hann hefur verið vanræktur og smám saman fyll ist hann af sorpi og möl.“ Þannig verður einnig með trúartilfinningu, sem ekki er ræktuð eða göfguð í vitund- inni. Hún visnar og tæmist eða fyllist öðrum viðvangsefnum, sem oft leiða einstaklinga og jafnvel heilar kynslóðir til mik- ils ófarnaðar. Kæraleysið og hugsunarleys- eykst í réttu hlutfalli við hnign un trúartilfinningar og guðs- vitundar. En Schweitzer bætir við: „Þrátt fyrir allt er ég bjart- sýnn. Eg trúi á hinn andlega kraft og sigur sannleikans. Þess vegna trúi ég á framtíð mann kynsins, En framfarabrautin krefst sjálfstæðrar hugsunar og vakandi ábyrgðartilfinning ar“. Þessi mikli mannvinur spáir þvi, að fram muni koma stór- menni, sem gera uppreisn móti hugsunarleysinu, trúleysinu og kæruleysinu „Og það mun skapa nýtt hugarfar mannkyns- ins,“ segir hann. Hlustið á rödd þessa mikia leiðarljóss við gæfuveg kyn- slóðarinnar, og enginn sannar betur, hve mikla gæfu það veit- ir að lifa eftir kærleiksboðskap kristins dóms. Árelíus Níelsson. EINN 0G EINN GETUR KEYPT Gunnar Bergmann ræðir við Bjarna Steingríms- son um leiklistarnám í Svíþjóð, f SÆNSKU dagblaði sá ég nýlega grein, sem hafði að fyr- irsögn: „Fardig skádis tjánar 800 mán“ og undirfyrirsögn svohljóðandi: „Teaterns tiljor ingen táspetsdans pá rosor". Greinin fjallar um leiklistar- skólann í Norrköping, og henni fylgir mynd, tekin í kennslu- stund í leiklistarsögu. Þarna rakst ég á nafnið Bjame Stein- grimsson. Einkum fannst mér föðurnafnið benda til þess, að þetta hlyti að vera íslending- ur, enda man ég ekki betur en ég hafi séð þetta nafn áður í sambandi við leikhús. Það reyndist líka rétt, Bjarni Stein- grímsson hefir komið fram á leiksviði a. m. k. tvisvar í Þjóð leikhúsinu. Nú kom hann heim frá framhaldsnámj sínu fyrir nokkrum dögum. og ég hitti hann að máli í gær. s Það er svo sem engin stór- frétt, að ungur maður komi heim frá ná.mi. En satt að segja hafa undarlega fáir ís- lendingar lagt stund á þessa listgrein í Sviþjóð. og bó hef- ir engin Norðurlandaþjóð eign- azt jafnfræea leikara og leik- húsmenn sem einmitt Svíar á þessari öld Hins vegar var ég fn.fróður um Mnrrköping sem lí'taborg Ég ók þar um fvrir nokkrum árum með kunninffia mínum í híl á leið frá Stokk hólmi til Kaupmannahafnar En ég vissi fátt annað en betta vaeri mikill iðnaðarbær á Aust- ur-Gautlandi. stendur við ána Wutala þar sem hún fellur út í Rrávíkina við Eystrasalt Vi?5 höf«nm ekki tíma til að kynn- a=t borginni þá En hún bar vott um mikið athafnalíf og vel- megun. Shakespeare kynntur í Norrköping — Hvað kom til, að þú vald- ir Norrköping, er sá bær róm- aj5ur fyrir leikmennt? spurði ég Bjarna fyrst. — Leiklistarskólar hins op- inbera eru aðeins fjórir í Sví- þjóð, í stærstu borgum lands- ins, Stokkhólmi, Gautaborg, Malmö og Norrköping. Allir þessir skólar eru orðlagðir á sínu sviði. vandaðir og vandlát- ir og varla gert upp á milli þeirra. Þeir eru allir reknir í sambandi við borgaleikhúsin á þessum stöðum, og leikhús- ið, sem minn skóli styðst við, heitir Stadsteatern Norrköping -Linköping af því að það er leikhús beggja borganna, það er svo stutt milli þeirra, og hvert leikrit flutt í báðum borg unum. Satt að segja vildi ég helzt komast inn í leikskólann í Malmö, fyrst og fremst vegna hins fræga borgarleikhúss. en ég komst ekki að þar. Því reyndi ég við skólann í Norrköp ing ,og var einn þeirra sex. sem fengu inngöngu af tugum umsækjenda. Hvað snertir leik menningu í Norrköping, þá e.r víst um það. að hún stendur á gömlum merg. Ég hef fyrir satt. að leikhús—f Norrköping hafi orðið fyrst allra sænskra leikhúsa til að flvtja leikrit eft ir Shakespeare. En aldrei varð ég hrifinn af leikhúsinu í Norr- köping. Það er ein yngsta leik- húsbygging Svíþjóðar, tók til starfa um líkt leyti og Þjóðleik 8 T f M I N N, sunnudagurinn 30.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.