Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 5
 íijijiv-jSvijíij-jiÍ: $iiS*i;%S;i;i; . IÞRDTTIi lllllll! IPKUTTIR ■■‘/t - ’> <- í leik KR og Akraness skorað! Halldór Kjartansson mark, sem var dæmt af vegna rangstöSu Ellerts Schram. Hér er Ellert til vlnstri — en hann stökk yfir knöttinn og ruglaði þaS markvörö Akurnesinga, Kjartan SigurSsson. Knötturinn sést á leiS í markÍS — en til vinstri er Helgi Hannesson. Og hvor er innar, Ellert eSa Helgl? (Ljósm.: Tímlnn — RE Jafntefli KR-ÍA í skemmti- legasta leik sumarsins, 4:4 Það var samdóma álit þeirra f jölmörgu, sem sáu leik KR og Akraness á Laugardalsvellin- um, að leikurinn hefði verið hinn skemmtilegasti milli is- lenzkra liða í sumar; knatt- spyrnulega séð kannski ekki sá bezti, en skemmtileg augna blik, mörg mörk, talsverð harka og skaphiti, misnotað- ar vítaspyrnur og ódæmdar vítaspyrnur, gerðu það að verkum að áhorfendur fengu nóg fyrir peninga sína, þrátt fyrir þá staðreynd, að Bakkus kallinn átti víða þátt í þeirri stemningu, sem skapaðist á á- horfendapölium, enda laugar- dagseftirrrjiðdagur og nokkr- ir byrjaðir „helgardrykkj- una". Já, það vantaði ekki spennuna í leikinn og tuttugu sekúndum fyrir leikslok tókst Akurnesing- um að jafna og höfðu þá unnið upp þriggja marka forskot KR. Akurnesingar fengu hornspyrnu og var gefig fyrir markið, Heimir lngvar og Sfeingrímur markhæstir Markhæstu Icikmenn mótsins urðu þessir: Ingvar Elisson Akranesi 10 Steingr. Björnsson. Akureyri 10 Gunnar Felixson, KR 8 Ellcrt Schram KA 6 Grétar Sigurðsson, Fram 6 Skúli Ágústsson, Akureyri 6 Þórður Jónsson, Akranesi 6 — KR-ingar komust í 4—1, en Akurnesingar jöfn- uðu þegar 20 sek. voru eftir. — KR fékk tvær vitaspyrnur í leiknum en misnotaði þær báðar. Guðjónsson stökk upp og sló könttinn í eigið mark með kreppt- um hnefa, aðþrengdur af Akur- nesingum. „Þetta átti ekki að dæma mark“, sagði Heimir á eftir. „Þegar ég stökk upp, var mér hrint illiiega og hitti ég því knött- inn svona, enda hálfsnérist ég við í loftinu. Nei, þetta var ekkert mark“, og Heimir var mjög sár, enda hafði hann varið mjög vel áður. En dómarinn, Magnús Pét- ursson ,sá ekkert athugavert við markið og þannig lauk því þess- um hádramatíska leik. Komust í 4:1 Það leit sannarlega ekki vel út fyrir Akurnesinum um miðjan fyrri hálfleik. KR-ingar komust yfir í 4—1 og rétt á eftir var Þórð ur Jónsson borinn af Ieikvelli; hafði snúizt illa um ökla. En Skagamenn gáfust ekki upp, og meff ákveðnum leik — og nokk- urri keppni tókst þeim að jafna muninn — en það skeði of seint, þvf jafntefli hafði ekkert að segja nema innbyrðis röð þessara liða í mótinu. KR skoraði fyrsta mark sitt eft- ir 9 mín. Ellert Schram fékk knö'.tinn á vítateig og spyrnti á markið, en knötturinn hrökk af Akurnesing til Jóns Sigurðssonar, sem var alveg frír rétt vig mark- teiginn og sendi Jón knöttinn í nelið með föstu skoti. Á 18. mín. jöfnuðu Akurnesingar. Ríkharður tók hornspyrnu mjög vel, og Ingv ar skallaði á markið, en á marka línunni var Bjarni Felixson fyrir og reyndi að spyrna frá, en tvejr Akurnesingar komu fljúgandi á hann og knötturinn og Bjarni lágu fla ir í markjnu „Þeir bein línis köstuðu mér ínn i markið" | sagði Bjarni eftir leikinn — en I það skipti ekki máli, knötturinn íhafði farið yfir markalínuna eftirj skalla Ingvars og línuvörður þeg- ar veifað. En þessi jöfnun kom KR-ingum virkilega af stað, og á fjórum mínútum skoruðu þeir þrjú mörk. Ellert skoraði tvö með skalla — algerlega óvaldaður af vörn Ak- urnesinga — en Halldór Kjartans- son hið fjórða eftir að hafa leikið á bakvörð inn í vítateig og spyrnt föstu skoti á markið. Áhorfendur voru farnir að búast við „bursti" því. svo létt var fyrir KR-inga ag leika gegíium vörn Skaga- manna, og ekki laust við að áhang- endur Vals og Fram á áhorfenda- Fimm mörk hjá Heíga! — Þórólfur Beck meíddist á laugardaginn Helgi Daníelsson, markvörður, lék sinn fyrsta leik með vara- liði Motherwell á Iaugardaginn, en liðið mætti þá Partich Thistle í Glasgow. í þessum fyrsta leik sínum með erlendu liði gekk Helga ekki vel, því fimm sinnum varð hann a® hirða knöttinn úr marki sínu. Partich hafði miklu betra liði á að skipa og sigraði með 5—1. Eftir Ieikinn var Helgi óánægður með málið, svo lei'ði hans er skiljanlegur, þar sem hann hefur dauðleiðist honum í Motherwell og eru því ekki miklar líkur til að hann gerist atvinnumaðiir. Hann á enn í erfiðleikum með máli'ð, svo leii hans er skiljanlegur, þar sem hahn hefur engann til að tala við. Á miðvikudaginn mun Helgi Icika aftur með varaliðinu og eftir þann leik vcrður endanlega tekin á- kvörðun um það hvort hann ílendist hjá Motherwell. Þórólfur Beck lék á laugardaginn með St. Mirren í Falkirk og tapaði St. Mirren þeim leik me'ð 4—2 og er eftir leikinn í 14. sæti í I. deild. Þórólfur meiddist í leiknum — í fyrri hálf- leiknum — og haltraðj á kantinum það sem eftir var. Ekki er blaðinu kunnugt um hvort meiðsli hans eru alvarleg, en ólíklegt að svo sé, fyrst hann lék allan leikinn. Skozku blöðin segja, að hann hafi fengið mjög gott tækifæri til að skora úr áður en hann meiddist, en misnotaði það. Hann liefur enn ekki skorað í deildarkeppninni það sem af er keppnistíma- bilinu. — hsím. pöllum róuðust, enda úrslit lejks- ins þýðingarmeiri fyrir þessi fé- lög en KR. En staðan breytlist fyrir hléið. með knöttinn um miðjuna og æll- aði að gefa aftur til Heimis, en sendingin var of stutt. Þórður Þórðarson náði knetlinum, gaf út á kantinn til nýliðans, sem kom I stað Þórðar Jónssonar, og hann gaf fyrir markið. Þar var Ingvar staddur og skallaði aftur í mark- ið. — Tvær vítaspyrnur Síðari hálfleikur hófst og Skagamenn virtust ákveðnari en í fyrri hálfleik. Þó kom erfitt augnablik fyrir þá á 12. mín þeg- ar vítaspyrna var dæmd á Ríkharð fyrir hendi. Gunnar Guðmannsson tók spyrnuna og renndi knettin- um kæruleysislega fram hjá stöng. Og þessi misnotaða víta- spyrna virkaði eins og sprauta á Skagamenn. Þeir geystust fram völlinn hvag eftir annað — Skúli átti fast skot, sem Heimir varði vel, en nokkru síðar réði hann ekki viff skot Þ.Þ., sem áður hafði spyrnt knettinum í varnarleik- mann KR, náð honum aftur, og þá hitti hann innan á stöng og í mark. Fallegasta mark leiksins. Og áfram hélt sóknin. Á 29. mín. var Þ.Þ. með knöttinn á vítateigs- punkti og spyrnti þrumuskoti á markið — upp undir slá — en á undraverðan hátt sveif Heimir upp og sló knöttinni yfir. Fráhærlega varið. 0,g mínútunni eftir var spennan liinum megin. KR-'ingar náðu snöggu upphlaupi og knötturinn stefncji í mark'ið, en á síðustu Framh. á bls. 3 Brumel bætir heims- metið í fimmta sinn Hinn nýkrýndi Evrópumeist ari í hástökki, Valery Brumel, Sovétrikjunum setti á laugar- daginn nýtt heimsmet í há- stökki — stökk 2,27 metra á móti stúdenta á Lenin-leik- vanginum í Moskvu. Þetta er í fimmta sinn, sem Brumel bætir heimsmetið — alltaf um einn sentimetra — frá því hann sló met bandaríska svert ingians John Thomas hinn 18. iúní 1961 4 móH > Moskvu, ’n þaS var .2,22 m. I Brumel, sem er aðeins tvítugur,; rtiknar með því að honum takisl að stökkva 2.30 metra og álítur þá , hæð hámark getu sinnar. Eftirí Stökk 2.27 metra á laugardag í Moskvu heimsmetið á laugardaginn sagði | hann. „Það gekk allt mjög vel, | þar til á 2,21 metrum. Eg átti í j erfiðleikum með þá hæð og flest-j ir héldu víst að ég væri orðinn j eitthvað skrftinn, þegar ég lét næst, hækka í 2,27 m. Eg hljóp að ránni, I upp og yfir — mér hafði tekízt | að setja heimsmet i fyrstu til- raun.“ Dómararmr sögðu á eftir, að j hæðin hefði verið aðeins meiri' er 2,27 m. Sex aðrir hástökkvar- a> tóku patt keppninni, en voru tallnir úr. begar Brumel byrjaði -f stökkva Og Brumei hclt áfram. „At rennan í metstökkinu er sú bezta 1 hja mér hingað til og get ég þakk j að það brautinni og starfsmönn-1 um vallarins, sem höfðu unnið að þvi í marga klukkutíma fyrir keppnina, að gera brautina eins harða og mögulegt var.“ Og Síð- an hljóp heimsmethafinn til myndasmiðs og bað hann að taka mynd af sér ásamt öllum keppend- unum í hástökkinu til minningar um metið. Rétt fyrir keppnina Komsi Brumel að því, að annar gadda- skór hans var rifinn. Hann fór tií skósmiðs og bað hann um að °era við hann. en skósmiðurinn sagðist ekki geta það. Þá fékk Brume) lánartan selgarnsspotta og batt hann utan um skóinn „og siáið, það dugði til að setja heims- metið“, sagði Brumel hlægjandi á eftir. ‘í í M I N N, briðjudaginn, 2. októbcr 1962 — • 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.