Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 14
BARNFÓSTRAN Eftir DOROTHY QUINTIN ihjá Hönnu, sem hún getur ekki hætt við. — Ungfrú Donovan sagði mér ekkert annaS en það, ag Carolyn hefði verig rúmliggjandi { marga mánuði og gæti ekki einu sinni gengið. Og ;þag var lygi, því að ég hef s'éð hana ganga, sagði ég lág- róma. Hann starði á mig, hrukkaði ennið, eins og hann skildi ekki, hvað ég segði. Og svo fór ég hálf óstyrkum rómi að segja honum það litla, sem ég vissi um Carolyn .... um ferðir okkar í Kensington- garðinn og barnið, sern hafði stað- ið við gluggann og horft til okk- ar löngunaraugum. — Þetta hefur verig harður og kaldur vetur, hún hefur kannski verið mjög veik, tautaði hann við sjálfan sig, en hann hrukkaði enn- ið, eins og hann skildi ekki eitt- hvað. — Þessi mánuður hefur verið ágætur, svaraði ég. — Við höfum ekki séð hana í eitt einasta skipti íeika sér í garðinum fyrir utan hús'ið með barnfóstru... . og við höfum gengið fram hjá húsinu hvern einasta dag. Eg sagði honum frá fingurbjörg inni og hvernig ég hefði skilað henni aftur. Að ég hefði séð Caro- lyn uppi f stiganum, og hún hefði horfið hljóðlaust, þegar Deidre birtist... .en af einhverri ástæðu nefndi ég enn ekki miðann. Það var eitthvag undarlegt við þetta, og ég vildi ekki, að barnið lenti f vanda. Sagan var hálfþynnkuleg, jafnvel 1 mínum eyrum hljómaði hún hjákátlega, en Oliver Tre- vallion hlustaði þolinmóður á mig, meðan ég sagði frá. Þegar ég hafði lokið máli mínu í bili, hreyfði hann sig hálfóróleg: ur í stólnum. — Yður er sannarlega óvenju- lega annt um börn, ef þcr eruö komnar alla leið hingað til þess að segja mér frá Carolyn, sagði hann ag lokum og rödd hans var þrungin efa og örvæntingu, sem ég skildi ekki. — En ég heíd, að þér hafið látið hugmyndaflugið hlaupa með yður í gönur, ungfrú Browning, Eftir að kona mín dó fyrir tveimur áram, hefur barnið búið hjá móðursystur sinni og ömmu í Lorimer Square. Eg treysti því fullkomlega, að þær geri allt, sem barninu er fyrir beztu. Fyrir því lágu margvísleg- ar ástæður, að hún var ekki ham- ingjusöm hér,.... eftir slys'ið. Það fauk í mig, þegar ég heyrði, hvernig hann talaði um dóttur sína sem „barnið". Eg virti sorg hans, en ég gat ekki horft róleg á það, að hann lokaði Carolyn út úr lífi sínu. — ,Hvað er langt síðan þér sá- uð Carolyn? hrópaði ég reiðilega gráti næst. — Eg sá málverkið af henni uppi í turninum áðan og átti bágt með ag trúa því, að það væri sama barnið. Eg er að reyna að segja yður, að hún er óham- ingjusöm. Ef hún hefur verið veik, er þag vegna þess ag hún er sjúk af heimþrá vegna þess að hún vill ekki vera fjarvistum frá fögur sínum. Eg hafði sagt of mikið. Oliver réis upp og fór að ganga um gólf. Hann var eins og þrumuský og ég skalf þar sem ég sat. Eg kærði mig ekkert um að eiga hann að óvini. Skyndilega nam hann stað- ar við stólinn minn, rétti út hönd- ina og var mjög kuldalegur og ■strengilegur. — Komið, sagði hann stuttlega. — Þar sem þér hafið borið hag Carolyn svo mjög fyrir bvjósti, er bezt, ag ég sýni yður dálítið. Eg lagði hönd mína j hans og fylgdist með honum gegnum gang- inn, eins og hlýðiö barn, fram að stiganum í eystri álmunni og inn í nýrri hluta hússins, sem óg hafði ekki séð fyrri. Vig héldum áfram um fallegan, hvítmálaðan hringstiga eftir öðrum gangi, fram hjá mörgum hvítmáluðum dyrum, sem ég bjóst við, að væru svefn- herbergjadyr. Þag var einkenni- legt, að þótt þessi hluti hússins væri miklu nýtízkulegri en það, sem ég hafði þegar séð af Mull- ions, var hann kuldalegur og óper sónulegur. — Gestaherbergi, sagði Oliver og kinkaði kolli í átt til luktra dyranna. Og hann var hálfkald- hæðnislegur á svip, þegar hann sagði: — Það er ekki mikið um sam- kvæmislíf hér nú, eins og þér sjá- ið víst. Síðar fékk ég að vita, að meðan Serena lifði, bjuggu þau í þess'ari 12 álmu. Það var til herbergis henn- ar, sem hann leiddi mig — það var stórt og bjart hornherbergi með frönskum gluggum út á sval- ir, er sneru út að fljótinu. Hér var hljóðið af rennandi vatni ste.-.'k ara og hafði annan róm. Mér til undrunar opnaði Oliver gluggana og dró mig út á þessar svalir. Það var kalt hljóðið af vatni, sem steyptist niður { lítinn foss, og skyndilega fór ég að skjálfa. TUngl ið óð í skýjum og gerði umhverfið allt draugalegt og kuldalegt. Oliver sleppti hönd minni jafn skyndilega og hann hafði um hana gripig og hallaði sér yfir svala- handriðið. í mánaskininu var and- lit hans sem gríma. — Ungfrú Browning, þar sem þér vitig svona mikið um börn, hljótið þér að vita heilmikið um afleiðingar af taugaáfalli. Rödd hans var hörð sem tinna. — Já, sagði ég bara og beið. Nú átti ég loks ag fá að vita, hvers vegna dóttir hans hafði verið send til London, en allt í einu langaði mig ekki til að vita neitt. Eg ósk- aði mér aftur heim í notalega íbúð Bellingtonhjónanna, þar sem allt var svo friðsælt og hamingju- samt. Eg óskaði næstum — en þó ekki alveg — að ég hefði aklrei séð. litla föla andlitið í gluggan- um í Lorimer Squere. — Þegar eiginkona mín var barn að aldri, átti hún vanda tii að ganga í svefni, sagði Oliver og rödd hans var undarlega óper- sónuleg. — Ag minnsta kosti sagði mágkona mín það við rétt- arrannsóknina. Það varð hér öm- urlegt slys fyrir tæpum tveimur árum síðan — skot — Eg býst við . hún hafi tekig það nærri sér. Snemma næsta morgun, áður en nokkur var risinn úr rekkju, gekk kona mín niður að ánni og út í elginn. Læknirinn hafði gefið henni svefnlyf, svo að hún hlýtur ag hafa gengið í svefni, jafnvel þótt hún hafi aldrei gert það fyrr þann tíma, sem við vorum gift. Ef þér hafið áhuga á smáatrið- unum, getið þér lesið um það ná- kvæmlega í blöðunum. Eg var miður mín af raddbiæ hans og særð vegna siðustu orða hans. Það vaf eins og hann væri leiðsögumaður, sem lýsti sorgar- atburði fyrir ferðamanni, atburðx, sem hent hafði an’nað fólk — fyr- ir mörgum öldum. Hanna hafði sagt, að fjölskyldan, sem hafði búið hér, hefði verig haming.ju- söm — alveg fram á síðustu ár, mundi ég allt í einu eftir. — Voðalegt Imuldraði ég. Eg 'sá fyrir mér ungu,- grönnu, fallegu konuna, sem gekk um í svefni — í svefni, sem leiddi til dauðans. — En það versta var þó eftir, sagði Oliver biturlega og loks heyrði ég tiLfinningu í rödd hans. — Carolyn fann hana. Hún fór alltaf snemma á fætur og var vön að hlaupa til mömmu sinnar og vekja hana. Hún kom út hérna og sá Serenu, sem flaut þarna niðri f elgnum. Hann sneri sér að mér og ég fann mig skjálfa frá hvirfli til ilja. Hann dró mig í snatri inn og Ipkaði dyrunum. Án þess að mæla orð af vörum gengum vi.g aftur niður í bóka- herbergið. Hann -stillti sér upp við arininn, en ég hnipraði mig saman í stólnum við eldinn. — Eg hefði ekki átt að segja yður þetta, sagði hann vingjarn- lega, en mig langaði til, að þár siklduð, hversu voðalegt tauga- áfall Carolyn fékk. Hún tilbað móður sína. Haldig þér í raun og veru, að þag sé rétt ag láta hana koma aftur hingað? Haldið þér 166 Quebec í von um að geta flogið til Lac des Neiges. Því miður er staðurinn í 3000 feta hæð og var auk þess hulinn þoku, svo að við urðum að aka þangað. 20. september. Quebec. Aftur á fætur kl. 6 f.h. og var að fiska til kl. 2,30. Fékk fjörutíu og fjóra silunga. Þetta er vissulega dásam- legasta fiskivatn, sem ég hefi nokkru sinni séð. i Á leiðinni niður eftir vorum við stöðvaðir á La Cabane og okkur var afhent símskeyti, sem sent hafði verið þangað til okkar. Það var frá Winston, svohljóðandi: „Gerið svo vel að láta mig vita hve margir íangar voru teknir af land- og flugher, í orrustu við' Ariskany-vatn.“ Þessu svaraði Portal á eftirfar- andi hátt: „Höfum nýfengið skeyti yðar. Orrustan við Ariskany-vatn byrj- aði í dögun þess 19. september og henni lauk kl. 2,30 e. h. í dag. Óvinaherinn var allan tímann hinn herskáasti og veitti öfluga mót- spyrnu á öllum mikilvægum stöð- um, einkum Churchill Bay og Brooke Bay. Manntjón af völdum land- og flughers okkar var nokk- um veginn jafnt eða 250 menn alls þ. á. m. hershöfðingi óvinanna, sem gafst upp fyrir landhernum á þriðjudagskvöld . . .“ 21. sept. í flugvélinni. Fór á fætur kl. 5 e.h. fór frá gistihúsinu kl. 5,30 og steig um borð í flug- vélina í St. Lawrence kl. 6 f. h. Kl. 7 vorum við komnir á loft og flug- um fram hjá Frantenac gistihús- inu, svo að ég gat næstum séð inn um gluggann á svefnherberginu mínu. — Við flugum í birtu og logni ofar skýjum og komum til Botwood kl. 12 á hádegi. Kl. 2 e.h. lögðum við af stað til Englands. 22. september. Gistum í nótt í Plymouth, en fréttum i morgun, að þokunni hefði létt á Poole-1 höfninni, þar sem einkalest okk- ar beið okkar. Við stigum því aft- ur upp í flugvélina og flugum af stað til Poole, náðum lestinni og komum til London u. þ. b. klukk- an 2,30 e. h. 26. september. Fór til Euston | stöðvarinnar klukkan 10 f. h. til| móts við forsæti'Sráðherrann, sem: var að koma frá Ameríku. Mikil mannþröng eins og venjulega . . . 2. október. Langur herráðsfor-; ingjafundur til þess að ræða af-j stöðu utanríkisráðuneytisins gagnj vart tillögum okkar um sundur-; limun Þýzkalands. Við höfðumj komizt að þeirri niðurstöðu, aðl Rússland kynni síðar meir að verða ógnun við öryggi okkar, enl utanríkisráðuneytig gat bersýni-1 lega ekki fallizt á að Rússland i kynni einhvern tíma að verða okk-1 ur -óvinveitt. 3. október. Forsætisráðherrann tilkynnti okkur fyrirvaralaust, að hann og Anthony Eden ætluðu að leggja af stað til Moskvu næsta laugardag og að hann vildi að ég kæmi með sér. Þetta kemur óþægi lega á óvart og stangast á við það áform mitt ag fara til Frakklands á miðvikudaginn. Eg verð að stytta Frakklandsförina. Ákveðið virðist vera að við leggjum af stað til Moskvu næsta laugardagskvöld. Mikil sprenging er nýorðin í nágrenninu. Senni- lega eldflaug. 4. október. Versailles. Lagði af stag eftir hádegisverg til Heston- flugvallarins til þess að heimsækja Eisenhower í Versailles. Það hafði talsverð áhrif á mig að koma aft- ur til Versailles. Síðast var ég þar árið 1939, þegar ég ók frá Laval til Lille. Vig ókum beint til skrifstofu Ikes, þar sem ég talaði lengi við hann og þá Bedell Smith og Guin- gand. Því næst ókum við til hinn- j ar litlu hallar hans í Saint Ger- main, þar sem von Rundstedt Sigur vesturvelda, eftir Arthur Bryanl Heimildir: STRIDSDAGBÆKUR hafði búið, áður en hann fór frá París. Þeir Bertie Ramsay, Hum- frey Gale, Leigh-Mallory og Whiteley komu til hádegisverðar. 5. október. Flaug eftir hádegis- verg París-London leiðina á einni klukkustund og tíu mínútum. Hitti Gammell á skrifstofunni og ræddi lengi við hann. Eftir miðdegisverð hringdi for- sætisráðherrann til mín og boðaði mig á fund sinn. Hann vildi fá að frétta um heimsókn mína til Eisen- hower-s og hvag okkur hefði farið á milli. Þar var líka Portal að ganga frá ýmsum endanlegum at- riðu-m viðvíkjandi förinni til Moskvu, sem nú hefur verið ákveð- in. 6 október. Fór frá London kl. 7. e. h. til þess að dvelja einn dag heima í ró og næði, áður en lagt verður af stað til Rússlands. 7. október. Rólegur dagur Borg aði miðdegisverð snemma, til þess ag vera tilbúinn, þegar Boyle kemur, en með honum er gert ráð fyrir, að ég fari til Lyneham-flug- vallarins, þar sem ég á að hitta Anthony Eden og le-ggja af stað um miðnætti. Seinna: Boyle kom klukkan 8,30 e. h. og við komum til flugvallar- ins á undan Anthony, sem kom ag loknum miðdegisverði. Klukkan 12,10 va« flogið af stað út í myrkrið. 9. KAFLl. 8. október. Cairo. Ferðin gekk að óskum og við lentum í Napoíi klukkan 7,10 f. h. eftir nákvæm- lega sjö klukkustunda flug. Það hefði heldur ekki mátt seinna vera, því að rétt á eftir brast á þrumuveður, sem hefði gert land- tökuna erfiða, ef ekki alveg ófram kvæmanlega. Þeir „Jumbo“ Wil- son, Alexander, Macmillan, .John Cunningham o. fl. tóku á móti okkur og svo ókum við til villu Napoli, þar sem við fórum í bað. rökuðum ókkur og borðuð- um morgunverð. Klukkan 11,30 f. h. var aftur lagt af stað og ferðinni haldið áfram til Cairo. Seinna: Ferðin til Cairo gekk vel og við komum þangag klukk- an 6,30 e. h. Til allrar óhamingju varð flugvél forsætisráðherrans fyrir óhappi í lendingunni og skemmdist það mikið, að henni varð ekki flogig lengra. 9. október. Á leiðinni til Khark- ov. Lögðum af stað klukkan 1 f. m. og forsætisráðherrann varð að flytja sig í flugvélina til mín vegna skemmda á sinni. Flogig var umhverfig Dardanella og inn yfir Svartahafið, til þess að komast hjá því að fljúga yfir fjöll Tyrk- lands, þar eð forsætisráðherrann þolir illa hátt flug. Það var enn dimmt, þegar við flugum yfir Krím. Eg fór á fætur klukkan 8 f. h. og hafði rétt lokið við að kiæðast og raka mig, þegar við flugum yfir Dnepropetrovsk. Veð- urSjart og fagurt og gaman að horía niður yfir þetta land, sem svo mjög hefur verið barizt um. Forsætisráðherrann virtist vera mjög þreyttur j gærkveldi. Hann L.W T í MIN N, þriðjudaginn, 2. október 1962 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.