Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 12
HJÓNABANDSREYFARI KENN USA-FORSETA! Snemma á þessu ári, eða nán ar til tekið í marz, komst upp sá kvittur í Bandaríkjunum, að John F. Kennedy, Bandaríkja- forseti, liefði veri'ð kvæntur annarri konu, áður en hann gekk að eiga sina heittelskuðu Jacqueline. Hneykslisblöð þar vestra voru fljót að grípa þenn an gómsæta bita og þótt hljótt væri um máli'ð í fyrstu, leið ekki á löngu þangað til blöðin byrjuðu að smjatta á málinu og létu sig engu skipta þótt við komandi aðilar særu og sárt vi'ð legðu, að hér værí um helber- an /uppspuna að ræða — Kennedy hefði ekki gengi'ð að eiga aðra konu en Jacqueline. í júlímánuði síðastliðnum hafði þessi orðrómur náð há- manki og fátt var um meira talað yfir kaffibollum og á göt um úti og auðvitað gerðu hneykslisblöðin sitt bezta til þess að málið lognaðist ekki út af. Það var ekki fyrr en í síðastl. viku, að alvarleg tilraun var gerð til að kveða þennan orð- róm niður á opinberum vett- vangi, en þá birti Philip Gra- ham, eigandi bandaríska viku- blaðsins Newsweek og Was- hington Post grein, þar sem því var skýrt og skorinort lýst yfir, að Kennedy og hin margum- rædda kona hefðu aldrei í hjú- skap verið. Graham er náinn vinur Kennedys, svo að væntan lega verður mark tekið á orð- um hans, þótt sumir séu þeir, sem aldrei eru áfjáðir í að hafa það, er sannara reynist. Raunar liggur ekkert fyrir til afsönnunar þessu máii, en fyrr nefnd yfirlýsing, svo og neit- un Kennedys og „fyrrverandi John Kennedy eiginkonu hans“, svo að víst má telja, að enn eigi þetta mál eft- ir að vera eftirlætis umræðu- efni fólks, sem raunverulega nærist af svona sögum. Upphaf þessa máls er það, að árið 1957 var gefin út bók, sem nefndist: Ættartala Blau- velt-fjölskyldunnar. í bók þess ari, sem er 1100 síður, er getið í fáum orðum æviatriða 25000 afkomenda Gerrit Hendricksen, sem síðar tók sér nafnið Blau- velt. Hendricksen var Hollending- ur, sem settist að í New York árið 1638. Það er einmitt einn afkomanda hans,_sem mál þetta varðar að hálfu. f kaflanum um afkomanda númer 12.427 segir ,JDurie (Kerr) Malcom (Isa- bel O. Cooper). Enginn fæð- ingardagur uppgefinn. Hún var fædd Kerr, en tók nafn stjúp- föður síns, Malcolm. Hún gekk fyrst að eiga Firmin Desloge, en þau skildu. Þá giftist Duric F. John Bersbach. Það hjóna- band fór einnig út um þúfur og giftist þá Durie í þriðja sinn JOHN F. KENNEDY syni JOSEPH P. KENNEDY, sem eitt sinn var sendiherra í Bret Iandi. Eki eignaðist Durie nein börn í ö'ðru og þriðja lijóna- bandinu". Svo mörg voru þau orð í þess ari ágætu ættarskrá. Þarna stendur það svart á hvítu, að núverandi Bandaríkjaforseti hefði verið leynilega kvæntur áður og þetta hafði farið fram hjá „siðferðisvörunum" og kjaftakerlingunum í Bandaríkj- unum! Var nokkur furða, þótt reynt yrði að bæta úr ófýrir- gefanlegu andvaraleysi og hend ur látnar standa fram úr erm- um og málið krufið til mergj- ar á opinberum vettvangi? Það var þó fyrst í marz árið 1961, eins og áður segir, að orðrómurinn fékk byr undir vængi. Þá byrjuðu að berast út milli manna ljósmyndir af þess um kafla Blauvelt ættartölunn Viðbrögð fólks voru á marg- an veg. Sumir hugsuðu sem svo: Nú, fyrst þetta stendur þarna svart á hvítu, hlýtur það að vera satt, en aðrir hristu höfuðið og hentu að þessu góð látlegu gamni. Það væri alveg óhugsandi, að Kennedy hefði verið kvæntur annarri konu á undan henni Jacky! Fólk var samt ekki í rónni. Það varð að fá úr því skorið, hvort fótur væri fyrir þessum orðrómi eða hvort hann væri ó- sannur með öllu. Fólk var reiðu búið að beygja sig fyrir hvoru, Durie Malcolm sem ofan á yrði, einungis ef skýr svör fengjust. Og var þá ekki beinasta leið in að ganga beint að höfuðper- sónunum, Kennedy forseta og Durie Malcolm Bersbach Des- loge Shevlin? Skemmst er frá því að segja, að báðir aðilar tóku þvert fyrir, að nokkuð væri hæft í orðrómi þessum. Nýrað vóg 7,8 kíló Húsavík, 28. sept. í GÆR var slátrað í Sláturhúsl I kíló, en nýrað vóg 7,8 kíló. Til sam- anburðar við nýrað eru eldspýtna- KÞ hrútlambi, sem þetta stóra nýra | stokkar og venulegt nýra. Myndina var í. Kjötþungi lambsins var 9.21 tók Péfur Jónasson, Húsavík. Gefa út 14 ný leikrit GB—Reykjavík, 1. okt. Bandalag íslenzkra leikfé- laga hefur aukið viS leikrita- kosfinn, sem félög og hópar eiga kost á að fá hjá Banda- laginu, að því er Sveinbjörn Jónsson framkvæmdstjóri BÍL tjáði blaðinu. Bandalagið lætur fjölrita leik- ritin f allt að 100 eintökum, og getur hver sem vill, fengið eintak keypt til lestrar eða flutnings. Síðan BÍL hóf starfsemi sína fyr- ir rúmum tíu árum, hefur það látið fjölrita um 120 heils kvölds leikrit og nokkuð á annað hundr- að einþáttunga. Eh stofninn að leikritasafni BÍL voru 15—20 fjöl- rituð leikrit, sem bandalagið keypti af Alfreð leikara Andrés- SparisjéSur Afjrasýslu / eigii hásnæSi JE—Borgarnesi, 1. okt. Sparisjóður Mýrasýslu í Borg- arnesi flutti starfsemi sína í nýtt hús á laugardaginn var, og er nú í fyrsta sinni rekinn í eigin húsi. Flytur hann úr húsnæði, sem þan hefur verið í um 42 ára skeið, eða frá árinu 1920. Hið nýja spari-, sjóðshús' stendur við Borgarbraut í Borgarnési og er 182 fermetrar, kjallari og. ein hæð Alls er húsið 1200 rúmmetrar. Á hæðinni er rúmgóður af- greiðslusalur, skrifstofa sparisjóðs stjóra, sem jafnframt er fundar- herbergi, tvær minni skrifstofur og auk þess eldtraust skjala- geymsla. í kjallara eru eldtraustar geymslur, kaffistofa, fatahengi, snyrtiherbergi og miðstöð, auk þess sem nokkur hluti kjallarans er innréttaður sem íbúð. Húsig er byggt úr járnbentri steinsteypu, þak er einnig steypt og lagt með þéttiefm. Hitakerfi fyrir skrif stofuhæðina er svonefnt Frenger geislahitunarkerfi Afgreiðsiusa) ur og skrifstofa sparisjóðsstjóra eru að mestu klædd veggþiljum úr tekkviði, enn fremur eru af- greiðsluborð og húsgögn úr tekk- viði. Arkitekt hússins var Sigvaldi Thordarson, járna og miðstöðvar- teikningar annaðist verkfræði- skrifstofa Sigurðar Thoroddsen, en raflögn teiknaði Jóhann Indr- iðason. Yfirsmiður við húsið var Ásmundur Guðlaugsson, múrverk annaðist Halldór Gestsson, raflögn Rafblik sf Borgaresi, miðstöðvar- lögn Jón Kr Guðmundsson pípu lagningameistari, málun Einar Ingimundarson. málarameistari. smíði og uppsetmngu á ínnrétt ipgu og húsgögnum önnuðust Björn Ktistjánsson og Jón Þor- valdsson. Byggingaframkvæmdir hófust haustið 1960, og hefur verið unn- ig frátafalítið við húsið síðan. Sparisjóður Mýrasýslu var stofnaður 1913, og hefur starfsemi bans farið vaxandi ár frá ári og þó mest nú hin síðari ár, og eru starfsmenn sparisjóðsins nú fimm. Sparisjóðsstjón er Friðjón Sveinbjarnarson og í stjórn eru: Þorvaldur JónsSon, Hjarðarholti, formaður, Sverrir Gíslason, Hvammi, Sigurður Guðbrandsson, Borgarnesi, Finnbogi Guðlaugs- son, Borgarnesi og Þorkeli Magn- ússon, Borgarnesi. syni, og síðan bætt við 5—10 leik- ritum á ári. Hin nýju leikrit, sem bætzt hafa í safnið er BÍL hefur látið þýða og hefur nú til dreifingar, eru flest gamanleikrit. Verða hér á eftir talin upp þessi nýþýddu leikrit. Fyrst koma gamanleikritin, sem eru 9: Aldrei um seinan (It’s nev- er too late) eftir Felicity Douglas. Sigrún Árnadóttir stud. mag, ísl. Eitt svið, 5 karlahlutverk og 4 kvenna. Eðvarður (Ein tag mit Edward), 3 þættir, eftir Hans Kiihnelt. Þorv. Helgason ísl. Eitt svið, hlutverk: 3 konur og 6 karl- ra. Bör Börsson junior eftir Johan Falkberget/Toralf Sandö. Sig Kristjánsson ísl. 6 kvenhlutv. og 10 karla. Hringekjan (Karussel) í 3 þáttum eftir Alex Brinchmann. Hjörleifur Sigurðsson listmálari ísl. Tvö svið, 5 kvenhlutv. og 3 karla. Hjartasérfræðingur (Herz- specialist) í 3 þáttum e. Hans Holt. Erlingur Halldórsson ísl Eitt svið, 2 kvenhlutverk og 3 karla. ÓheiUatækið (Beggar my neighbour) e. A. Ridley. Sig Kristj ánsson ísl. Eitt svið, 4 kvenhlut- verk og 4 karla. Lífsgleði njóttu (Les enfants d’Edouard) í 3 þátt- um eftir Marc-Gilbert Sauvajon og F. Jackson. Jona E. Burgess ísl. Eitt svið, 5 kvenhlutverk og 7 karla. Staða konunnar (Woman’s place) e. Wendy Grimwood. Ragn- ar Jóhannesson ísl 3 þættir, eitt svið, 4 kvenhlutverk, 2 karla Ungt og ástfangið (Junge Liebe auí Besuch) e Karl Wittinger Hall- dór G. Ólafsson ísl. Nútímaleikur í 3 þáttum, eitt svið, 3 kvenhlut- Framh. á 15. síðu 19. T í M I N N , þriðjudaginn, 2. október 1962 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.