Tíminn - 07.10.1962, Page 9

Tíminn - 07.10.1962, Page 9
 wm at Á þessum tímum hinna mörgu messufalla eru sjálf- sagt samdar margar stólræður, sem aldrei eru flutt- ar. Hér birtist ein þ,eirra. Hana átti að flytja í Prests- bakkakirkju 14. sunnud. e. Trin. — 23. sept. s.l. GuS- spjallið, sem vitnað er til í ræðunni er önnur textaröð þess helgidags — Jóh. I. 1—15. Nú kemur ræðanTfyrir augu þess safnaðar, hvers eyrum hún ekki náði. Eg þakka birtingu hennar. — G. Br. Séra Gísli Brynjólfsson, Kirkjubæjarklaustri: SEM ALDREI VARHALDIN „KRISTINDÓMNUM hefur verig þokað til hliðar“, sagði ræðumaður, sem talaði í út- varpið um daginn og veginn á mánudaginn var. Margt var at- hyglisvert í erindi hans. Hann gerði sér einna tiðræddast um æskuna, enda var þetta kenn- ari, skólamáður með langa og víðtæka reynslu í starfi, auð- heyrilega áhugasamur og með náin kynni af 'unga fólkinu i dag, sérstaklega úti á lands- byggðinni. Hann dró upp raunhæfa — og því miður raunalega — mynd af tóm- stundaiðkunum og skemmtana- lífi unga fólksins í dag. Hann fór ekki um það höi'ðum orð- um eins og mörgum hættir við. En hann var raunsær, sagði kost og löst, Iýsti þessu eins og hann þekkir það, eins og raunar við öll þekkjum það, af þeim samkomum og skemmt- unum, sem við sækjum með ungu fólki í dag. Og hann full- yrti, Þessi skólamaður í út- varpinu: Æskan er aðeins speg ilmynd af þeim tíðarandi, sem hún lifir og hrærist í, sem hún elst upp í, hún ber á sér glöggt og ákveðið þa<ð svip- mót. sem eldri kynslóðin setur á þjóðlífið hverju sinni. Og eitt af því, sem einkennir tíð- arandann í dag er þetta: — KRISTINDÓMNUM HEFUR VERIÐ VIKIÐ TIL HLIÐAR. Kirkjulífið, trúarlífi'ð er víðs fjarri því að vera nokkur veiga mikill þáttur í lífi fólksins, í hugsunarhætti þess, í Lífsvið- horfi þess, í daglegu lífi þess eins og raunin var áður með daglegri heimilisguðrækni, með reglubundnum messugerð- um, tíðum kirkjugöngum. Nú er helgin, sunnudagurinn, not- uð, — ja, ef svo mætti segja til alls annars frekar en sinna þessum höfuðþætti kirkjulífs- ins — messunni, guðsÞjón- ustunni, sem í raun og veru er ætlazt til að fram fari í hverri kirkju hvern helgan dag. Og þess skyldum við vel minnast í þessu sambandi, a'ð það er ekki unga kynslóðin, ekki unga fólkið, sem er að alast upp í dag og fær harðasta dóma, Það er ekki hún, sem hefur byrjað á því a'ð afrækja kirkjuna, — guðsþjónustuna — á jafn herfi legan hátt og raun ber vitni. Þetta var komið til áður, þetta hefur verið fyrir henni haft. Aður en hún kom til vits og ára var búið a'ð „víkja kristin- dómnum til hliðar" í bjóðlífi fslendinga. Vikið til hliðar. — Fyrir hverju? Hvað kom í staðinn? Ekkert. í einu orði sagt ekk- ert, sem gat fyllt þag tóm, sem myndaðist við það að trúar- Iífið varð að hornreku, guðs- þjónustunni, kirkjugöngunni á sunnudögum var sleppt, til- beiðslan, trúariðkunin hvarfúr innihaldi hins helga dags. — Sunnudagurinn er helgur dag- ur, heilagur dagur, okbur af Gnði gefinn til hvfldar og hressingar, uppléttingar, til- breytingar frá hversdagsleik- anum. .Tá, til alls þessa er sunnudagurinn sjálfsagður og nytsamlegur. En þó ber fvrst og fremst að nota hann til bess að ganga á vit þess, sem heilagt er, sækja og rækja Þann helgidóm, sem Gifði er vígður. helga honum einhverja stund hins helga dags í bæn og til- heiðslu. láta upnbyggjast f hinni sameiginlcgu safnaðar- guðsþióniistu. Þessi er hinn al menni tilgangur kristilegrar. kirkjulegrar guðsþjónustu. — Hver einasti maður á að eiga ban?að erindi og koma Þa'ðan flaðari og göfugri, sterkari'or færari um pð toko réttu-n tsi, um vandamál hins daglega lífs. Fyrir nokkru síðan veitti kirkjulegt tímarit í Bandaríkj- unum verðlaun fyrir bezta svarið vig spurningunni: — HVERS VEGNA FER ÉG í KIRK.TU? Vi'ð þessari spurn- ingu bárust mörg svör. Ég hef séð eitt þeirra, sem verð- laun fékk. Það er frá kennslu- konu, sem segist vera óslsöp venjuleg manneskja og ég held líka að liún hljóti að vera það. Þess vegna hc5d ég líka að við getum silthvað af svari hennar lært. Ég hef því reynt að þýða þetta svar hennar. Er það í lauslegri þýðinsfu nokk urn veginn á þessa leið. Hún segir: Eg veit að ég hef veikan vilja, er óákveðin í áformum m,ínum og reikandi í trú minni. Eini staðurinn þar sem ég get fengið fjtyrk er hjá iippsprettu alls kraftar í lífinu. f guðsþjón ustunni hef ég þreifað á Þess um krafti. ÞESS VEGNA FER ÉG í KIRKJU. Ég finn oft, til hess hve ég er einmana. Ég sakna vináttu, ég sakna andlegs félagsskapar og ég sakna samfélags vi* þá. sem gætu orðið mér stvrk”r á göngnnni eftir lífsveginum. TIL AÐ FINNA HANN FER ÉG f KIRKJU. Ég á oft erfitt með að velja milli skyldu og Iífsnautnar. Óskir mínar og Þrár rekast hvað eftir annað á það, sem ég tel vera skyldur mínar. TIL AD FÁ LEIÐBEINING AR í SLfKUM VANDA, FER ÉG í KIRK.JU og tek þar þátt í lofgjörg og bæn og guðsþjón ustu safnaðarins. Ég þarfnast öryggis, örygg- is fyrst og fremst. Ég er svo oft sjúk af efa — kvalin af ótta og styn undan þunganum af alls konar vandimálum. — TIL ÞESS AD LEITA AD ÞESSTJ ÖRYGGI FER ÉG f KIRKJU. Ég finn það, að ég fæ ekki fullnægju eingöngu í hin- um efnislegu gæðum lifsins. TIL ÞESS AÐ ÖÐLAST ÖNN- UR GÆÐI — ANDLEGA FULLNÆGINGU — FER ÉG f KIRKJU. — Og svo að lok- um þetta: í umgengni minni við aðra menn, hlýt ég alltaf að hafa einhver áhrif á þá. Að vissu leyti er ég eins og bók, sem aðrir lesa. E. t. v. taka sumir mig sér til fyrirmyndar. Sum- um get ég orðið til einhverrar hjálpar, öðrum til hindrunar. Til þess ag verða ekki eins og einskis nýt bók ,til þess að gefa ekki slæmt fordæmi, til þess að verða ekki ásteyting- arsteinn eða hrösunarhella fyr ir aðra — TIL ÞESS FER ÉG í KJRKJU. OG ÉG RÁÐLEGG ÞÉR AÐ ÞÚ GERIR KIRKJUGÖNGU AÐ FASTRI VENJU Á HVERJ UM HELGTDEGI. Þannig farast nú Þessum kirkjugesti orð. Og ótrúlegt er það, ef kristin þjóð vildi ekki eiga slíkt erindi í kirkju sína. Þetta er aðalatriðið. ag VILJA ráða hót á rfkjandj ástandi með þvf að gera kirkjumi að sameig inlegu, andlegu heimili safn- aðarins. Og hvernig má slíkt verða? Með Því — og með því einu — að einstaklingurinn innan safnaðarins vakni til meðvit- undar um það, að hann sjálfur á að vera virkur þátttakandi í samfélagi kirkjunnar á hverj- um stað — söfnuðinum — fólk inu í sókninni, sem tilheyrir kirkju hans. Ekkert félag fær þrifizt nema meðlimirnir ræki skyldur sínar við það meg al- mennri fundarsókn. Það er sama hversu góða stjórn, hversu áhugasama forstöðu- menn það hefur, ef meðlimirn ir liggja á liði sínu, draga sig í hlé, gerast tómlátir um starf þess og tilgang, þá er það þeg- ar búið að taka sitt dauðamein. Lágmarkskrafa hvers félags til meðlima sinna er almenn fund arsókn. Þannig er þessu einnig vari'ð með kirkjuna og hennar starf. Því er það, að vakningin inn- an kirkjúnna- verður að koma frá söfnuðlnum. Endurnýjun- in í lifi kirkjunnar hlýtur að felast í Því, að safnaðarvitund- in glæðist og haldist vakandi ineg reglubundinni þátttöku í sameiginlegri safnaðarguðsþjón ustu. Þessi endurlífgun safnaðar- lífsins kemur ekki af sjálfu sér. Hún fæst ekki frekar en annað án fóma og fyrirhafnar. HÉR VERÐUR AÐ VILJA VEL OG SÝNA ÞANN VILJA f VERKI. Hér duga engar um- vandanir um framkomu ann- arra. Hér stoða engin vand- læting yfir því, sem miður fer. Hér koma ekki að neinu haldi ' kröfur um „betrj aðstöðu", breytingar á ytri kjörum, formum eða fyrirkomulagi. — Hér verður einstaklingurinn að gera það upp við sig: Hvað get ég fyrir söfnuð minn gert? eða öllu hcldur: Hvernig á ég 'íTð 'koma fram sem sannur meðlimur í mínum söfnuði? N. 1. Hér er ekki hægt að gefa neinar ákveðnar reglur. Þó mætti benda á þetta: 1. Ég á alltaf að fara í kirkju íFramhald á 12. sfðu). w* TÍMINN, sunnudaginn 7. október 1962 ' - • 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.